Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 7
ÖRNÓLFUR ÁRNASON SKRIFAR UM ENSKT LEIKHÚS Andlegt konfekt Fyrir nokkrum árum kom sá sem þetta ritar ásamt konu sinni inn i ameriska sendirábið i Paris til að fá vegabréfsáritun til Bandarikjanna. Þar tekur andleg lúsaleit diplómatanna ekki nema augnablik og vorum við ekki einu sinni spurð hvort við værum haldin geðveiki, kommúnisma né siffilis. Konsúllinn var búinn að munda stilvopnið albúinn að skrifa undir, en spurði þó einnar spurningar: „Hvert er erindi ykkar til New York?” Þegar við svöruðum honum þvi að við ætluðum i leikhús, rak manninn alveg i rogastans, hann lagði frá sér pennann, horfði rannsakandi á okkur og sagði: „Til New York aö sjá leikhús? Það er nú að fara i geitahús að leita ullar. Við förum frá Ameríku til London að sjá leikhús.” Við fullvissuðum manninn um að við værum bara sérvitringar, að þetta væri okkar raunverulega erindi, ekki yfir- skyn — og þessi velviljaði embættismaður skrifaði undir, þótt hann gæti ekki varist að hrista höfuðið og segja um leið og hann kvaddi okkur: ,,Ég er hræddur um að þið verðið fyrir vonbrigðum. Ég mundi að minsta kosti fara til London i leiðinni.” Það eru ekki bara Ameriku- menn sem álita London höfuðborg leiklistar i heiminum. Þetta er almennt álit i fleiri löndum, t.d. á Islandi og i Eng- landi. Orsakir þessa álits eru mjög skiljanlegar. í London eru fleiri leikhús en i nokkurri annarrri borg heims, þau eru rekin á afskaplega fagmann- legum grundvelli, bæði tæknilega og listrænt séð, og umfram allt — þau eru næstum öll (uppundir hundrað talsins) fullkomlega borgaraleg, þ.e.a.s. leggja allt kapp á að veita afþreyingu og staðfestingu hefðbundins gildis- mats þvi menntaða miðstéttar- fólki sem er og hefur um alda- raöir verið næstum einu viðskiptavinir leikhúsanna i West End. útlendingar sem hafa ráð á að ferðast til London eru annað- hvort likt þenkjandi og bresk miðstétt eða langar til að taka hana sér til fyrirmyndar, svo að hinn þurri, breski úrdráttar- húmor (understatement) og oröaleikjafyndni gengur hindrunarlaust á kaf i prúðbúna gesti þessara virðulegu húsa sem flest voru reist undir henni Viktoriu drottningu. Sannleikurinn er sá að i þessari höfuðborg leiklistarinnar gerist i raun og veru mjög fátt sem til nýjunga mætti teljast. Að visu hefur verið geysileg gróska i enskri leikritun undanfarinn einn og hálfan áratug, en nýja bylgjan er miklu fremur bókmenntaleg nýjung, þ.e. frumleg efnis- meðferð, óvenjulegt efnisval, o.s.frv„ en að hún sé neins konar formbylting i leikhúsi. Og þeir höfundar sem lengst hafa vikið frá enskri leikhúshefð , svo sem Harold Pinter, Arnold Wesker og Norman F. Simpson eru sjaldan færðir uppá fjalir gömlu og grónu leikhúsanna i London, enda þótt þeir séu eftirsóttir i minni leikhúsum breskra útkjálka og öðrum löndum. Hins vegar biða leikhússtjórarnir i West End tvistigandi eftir hverju leikriti Osbornes, upphafsmanns nýju bylgjunnar (Horfðu reiður um öxl), enda er úr honum allur ferskur vindur og hann sokkinn i þá niðurlægingu að semja hnyttnar setningar fyrir leikara ab kasta á milli sin sitjandi i hægindastólum frammi á sviðs- brún. Þetta er einskonar andleg konfektsframleiðsla ofani góðborgarana. Nei, Osborne er runnin reiðin og hann þorir sjálf- sagt ekki að horfa um öxl. Svona grátt getur velgengnin leikið okkur. t London eru aðeins tvö leikhús sem njóta styrks frá rikinu, Old Vic (Þjóðleikhúsið) og Konunglega Shakespeare- leikhúsið. Það siðarnefnda rekur reyndar starfsemi sina á þremur stöðum, I borginni Stratford- upon-Avon, fæðingarstað Shake- speares, og leikhúsunum Aldwych og Place i London. Þessi tvö þjóðleikhús bera höfuð og herðar yfir önnur leikhús i Eng- landi. Þau hafa fjöldamörg verk- efni i gangi samtimis og hafa bolmagn til að sýna bæði klassisk verk og gera tilraunir með nýstárlegar sýningar. Svo undar- lega vill til að i þessum rikis- styrktu leikhúsum er langhelst að sett séu á svið verk sem deila hart á rikjandi hefðir og stjórnvöld, leikrit sem afhjúpa kúgun og misrétti af völdum bandamanna Breta o.s.frv. Peter Hall er nýtekinn við stýri Þjóðleikhússins af Laurence Oliver. Peter Hall var áður leikhússtjóri Shakespeare-leik- hússins og átti manna mestan heiður af, að það var af mjög mörgum talið merkilegasta leikhús i heimi, enda var þarna samsafn afburða starfskrafta, bæöi leikara og leikstjóra. Hall hafði einstakt lag á að uppgötva Laugardagur 30. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Söngleikurinn H ARIl) innleiddi nektina i enskt leikhús árið 1967. Nektarsamkeppnin er hörð, og þvl þarf að gæta þess að láta ekki slá sig út. Svona leit eitt atriðið út I fyrra. Vic, Life Class eftir David Storey, einn eftirtektarverðasta nýjan höfund i Englandi og Suzanna Andlereftir frönsku skáldkonuna Marguerite Duras. Unga Vic sýnir um þessar mundir Ys og þys útaf engueftir Shakespeare, Krit og Pepper lið- þjálfi eftir John Antrobus og Lif og dauði Tuma þumais hins mikla eftirHenry Fielding (höfund Tom Jones). Þetta er MÚSAGILDRAN, sem yfir 3 miljónir gesta hafa séð. Hún hef- ur lítið breyst frá þvi sem við sjáum hér, sýningunni einsog hún var 1959, — nema hvað leikararnir falla frá einn af öðrum. hæfileikafólk og fá það til starfa við leikhúsið og að finna leikrit sem gerðu kleift að nýta þá krafta til fulls.. Meðan Peter Hall og Peter Brook settu á svið 1-2 leik- rit á ári hvor við Shakespeare- leikhúsið, allan sjöunda áratug aldarinnar, var enginn staður i víðri veröld eftirsóttari af leikhúsmönnum. Peter Hall setti t.d. upp Beckett eftir Anouilh og næstum öll nýju leikrit Harolds Pinter, auk þess sem hann hefur stjórnað frumuppfærslum margra absúrdistaverka í Eng- landi, svo sem leikrita Ionescos og t.d. „Beðið eftir Godot” eftir Beckett. Breskir gagnrýnendur segja að Shakespeare-leikhúsið sé á niður- leið, einkum gera þeir litið úr afrekum útibúsins i Place-leik- húsinu, en þetta er þriðja árið sem það starfar. Þar er verið að sýna um þessar mundir Félagana eftir Strindberg, Lear konung eftir Shakespeare, og ófreskjuna eftir Wilson, og Ilósaupptak- arann, nýtt leikrit eftir Victor Lanoux. A Aldwych ganga Rikharður II. eftir Shakespeare (með Ian Richardson og Richard Pasco i aðalhlutverkunum), Dr. Faustus eftir Marlowe, Markgreifann af Keith eftir Wedekindog SumarfólkGorkys. I Stratford sýnir Shakespeare— leikhúsið 3 verk eftir sjálfan meistarann, Measure for Measure, Þrettándakvöid og Macbeth. Þjóðleikhúsið hefur tvö svið til umráða, Old Vic, aðalsviðið og Young Vic, þar sem bæði yngri og eldri meðlimir leikflokksins fá að hafa frjálsari hendur og gera ýmsar tilraunir. A gamla sviðinu er nú verið að sýna meðal annars Grand Manouvcrs eftir A. E. Ellis, The Freeway eftir Peter Nicols, Spring Awakening og Equus eftir Peter Shaffer (höfund Svartrar kómediu). Sfðastnefnda leikritið var nýlega frumsýnt á Broadway i New York og segir bandariska timaritið Time að engin minnist annarra eins fagnaðarláta i leikhúsi þar vestra siðan Sölumaður deyreftir Arthur Miller var frumsýnt árið 1949. Þá eru tvö byltingarsinnuð verk á efnisskrá vetrarins i Old Stripaleikir og skripaleikir Aður fyrr voru skripaleikir langlifastir i London eins og reyndar i öllum menningarborg- um, meira að segja Reykjavik. Nú eru það skripaleikir og stripa- leikir, helst sambland af þessu tvennu. Hárið reið á vaðið árið 1967 (og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi siðan 7 sinnum i viku) og innleiddi nekt i ensku leikhúsi. Það var einsog flóðgátt opnaðist, þvi að á eftir kepptust allir um að ganga lengra, sbr. Oh Calcuttaog The Dirtiest Show in Town. Að visu var nekt i leikhúsi ekki ensk uppfinning, þvi bæði Hárið og The Dirtiest Show’ in Town eru ættuð frá Ameriku (Off-Off-Broadway), en kannski mætti segja að þessi dirfska sé helsta breytingin á sýningum breskra skemmti- leikja. Það sem ég kalla skemmtileiki, þ.e. stofukóme- diur, skripaleikir og söngleikir. eru 70-00% af framleiðslu leikhús- anna i London. Einn af þessum skemmtileikj- um Músagiidran eftir Agötu Christie hefur verið sýndur á ni- unda þúsund sinnum, eða á hverju kvöldi siðan 23. nóvember 1952. Flestir leikararnir i frum- uppfærslunni eru dauðir (sumir úr elli — aðrir úr leiðindum), en Músagildran lifir. Þetta telja margiraðsé sönnun þess að listin er löng en lifið stutt. Tilgangslaust leikhús Einu sinni var ég sannfærður um að London væri Mecca leik- húsfólks og sannkölluð höfuðborg leiklistar i heiminum. Núna er ég þeirrar skoðunar að London sé höfuðborg hins hefðbundna leik- húss, þess leikhúss sem ekki ætl- ar sér neitt sérstaktmeð allri sinni list, þ.e. ,,1’art pour l’art”. Það fer þannig fyrir mér, og reyndar flestum minum kunningjum, að nú orðið fyllist ég þunglyndi, þeg- ar ég kem við i London og sé þar sýningar á borð við siðustu verk Osbornes. Það sem mér finnst grátlegast er þessi hræðilega só- un á hæfni og hæfileikum. Hand- bragð þessara venjulegu sýninga leikhúsanna i London er oft svo Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.