Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 KR fékk hroða- legan skell í EB tslandsmeistarar KR fengu hroöalegan skell I Evrópumeist- aramótinu i körfuknattleik sl. fimmtudagskvöld, er þeir mættu UBSC frá Austurriki og töpuöu meö 98 stiga mun, 34:132 sem er mesti sigur sem um getur I EB i körfuknattleik og kæmi ekki á óvart þótt um heimsmet væri aö ræöa. Hvaö þarna hefur gerst er hreint óskiljanlegt. Hinn gamli draugur 14:2 i knattspyrnunni er næsta léttvæg- ur boriö saman viö þessi ósköp. Þess má geta aö I leikhléi var staöan 68:11 ????? fimleikasýning Islandsmótið í körfuknattleik: Fjórir leikir í körfu- knatt- leiks- keppn- ■ ■ inm Um þessa helgi fara fram 4 leikir I 1. dcildarkeppninni i körfuknattleik. 1 dag leika I Njarövik, Valur og UMFN og Snæfell og Armann, hefst fyrri leikurinn kl. 14. A morgun veröur svo leikiö á Seltjarnarnesinu og mætast þá Valur og Snæfell og HSK og ÍR og hefst fyrri leikurinn kl. 18. Eitt Barnahjálparkortanna I ár. Myndin á þvl er nefnd Friöarhöllin og er eftir Sees Vlag frá Hoilandi. Ummæli kaupfélagsstjórans á Blönduósi um afkomu bænda: Eiga sér enga stoð — segir Árni Jónasson erindreki Stéttarsambands bænda A 33. kaupfélagsstjórafundi SIS, sem haldinn var i Reykja- vfk 22. og 23. nóv. sl. hélt Arni Jóhannsson kaupfélagsstjóri á Blönduósi ræöu, sem vakti mikla athygli fundargesta, en þar sagöi hann áö afkoma bænda, einkum fjárbænda á félagssvæöi sins kaupfélags væri mjög siæm. Myndin sem hann dró upp var „afar dökk” eins og segir i Sambandsfrétt- um. Árni sagði aö kaupfélagið hefði orðið að fjármagna i vaxandi mæli afurðasölu bænda og viðskiptastaða þeirra við kaupfélagið væri orðin iskyggileg og ætti enn eftir að versna. Sagði Árni að hér væri um alvarlegt mál að ræða og lausn á þvi þyldi enga bið. Lánamál bænda yrði að taka til gagngerðrar endur- skoðunar. Við bárum þessi ummæli undir Arna Jónasson erind- reka Stéttarsambands bænda. — Já, ég hef heyrt sagt frá þessari ræðu en kann enga skýringu á þessum ummæl- um, Ég held að þetta sé ekki rétt, eigi sér raunar enga stoð. Það eina sem ég get látið mér detta i hug er það að bændur hafa staðið i miklum fjárfest- ingum á undanförnum 3 árum, hafa byggt mikið og endurnýj- að vélakost sinn, þannig að þeir skulda kannski þess vegna meira en vant er og hafa þvi versnandi stöðu 1 hans kaupfélagi, en að afkoma bænda i þessu héraði hafi versnað á þessum siðustu tveimur árum, þvi hef ég ekki trú á. Við höfum skýrslur fyrir ár- in 1972 og 1973 sem sýna að af- koma bænda um allt land var betri þessi ár en um langt ára- bil. Ég hef að visu ekki ná- kvæmar skýrslur fyrir árið 1974 en ég veit ekki um neitt sem gerst hefur sem rýrt gæti svo afkomuna frá árinu áður, að slik ummæli sem þessi séu rétt, sagði Arni að lokum. Það er þvi full ástæöa til að spyrja hvað svona málflutn- ingur á að þýða eða hverju hann á að þjóna. —S.dór Frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna: íslensk fyrir- mynd að UNICEF-korti Nú eru 25 ár liðin frá stofnun Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Eftir hörmungar siðari heimsstyrjaldar var stofnskrá Sameinuðu þjóðanna undirrituð af 50 þjóðum 26. júni 1945 og rúmu ári siðar eða 11. des. 1946 var stofnaður sérstakur hjálparsjóð- ur fyrir börn og unglinga, sem höfðu orðið hart úti i styrjöldinni. Siöar varð þessi hjálparsjóður notaður til þess að aðstoða bág- stödd börn i hinum ýmsu hlutum heimsins, og enn biða óleyst mörg mikilvæg verkefni. Þvi eins og fram hefur komið i fréttum er mikil neyð meðal barna hinna svokölluðu þróunarlanda. Að uppástungu Aake Ording frá Noregi ákvað Allsherjarþingið að skapa möguleika á viðtækri þátt- töku einstaklinga og félaga að þessu nýja hjálparstarfi UNI- CEF. Undirtektirnar urðu frá- bærar. Karlar og konur á öllum aldri og börn viðsvegar i heimin- um hétu aðstoð sinni, sömuleiðis lofuðu félagasamtök, skólar og kirkjufélög framlagi. Kven- stúdentafélag íslands er i flokki hinna mörgu félaga i heiminum, sem styrkja UNICEF með þvi að annast sölu á kortum og dagatöl- um sjóðsins. Stjórn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á íslandi er i höndum stjórnar Kvenstúdentafélagsins og hefur hún unniö mikið starf á undan- förnum árum, enda hefur sala kortanna aukist mjög. Fyrir- myndir að UNICEF-kortunum eru gerðar af listamönnum viðs- vegar að úr heiminum, og er það framlag þeirra til sjóðsins. A næsta ári verður islensk fyrir- mynd að UNICEF korti. Það er krosssaumuð rúmábreiða með mynd af fæðingu Frelsarans. Var hún i eigu Vigfúsar Schevings sýslumanns, sem var ráðsmaður Hólaskóla 1762—65. Rúmábreiðan er i eigu Þjóðminjasafnsins og er til sýnis þar. Ahugi fólks fyrir þessu mikil- væga hjálparstarfi má aldrei dvina. 011 framlög smá og stór, hvort heldur þau fára til kaupa á UNICEF-korti eða ekki, verða einhverju bágstöddu barni i þró- unarlöndunum að liði. Hér á landi þurfa miklu fleiri að taka höndum saman um að styrkja UNICEF. Samúð okkar með börnum þróun- arlandanna er mikil, það sýndi m.a. „herferð gegn hungri”, Bi- afra-söfnun R.K.l og samþykkt A.S.Í. um hjálp við þróunarlönd- in. Aflestum jólakortum er minnst á frið á jörðu, gleði og hamingju. Þegar við sendum jólakortin i ár til vina og kunningja, sendum við um leið von um betra lif til handa fátæku barni i ókunnu landi með þvi að senda jólakort Barnahjálp- arinnar. (Fréttatilkynning) Mi 1 Kolbeinn Ingi Kristinsson verslunarstjóri og Einar Bergmann. Verslun opnuð áður en íbúarnir flytja Enn af menningu akureyringa Tónlistarfélagið líka lagt niður Það virðist sem myndlistar- tnenn á Akureyri hafi haft nokkuð til sins máls, er þeir sögðu akur- eyringa andlega dauða og lögðu niður Myndlistarfélagið. A aðalfundi Tónlistarfélagsins á Akureyri var um það rætt, að leggja niður starfsemi þess félags amk. um stundarsakir. t fréttatil- kynningu Tónlistarfélagsins seg- ir: ,,í almennum umræðum komu fram raddir um að leggja yrði starfsemina niður al' fjárhags- ástæðum um stundarsakir að minnsta kosti, en þó voru hinir flciri, sem vildu gera tilraun til að haida uppi umfangslitilli, en markvissri starfsemi, s.s. örfáum tónieikum með þekktum lista- mönnum, kynningum I skólum bæiarins, skemmtistarfsemi o.þ.h.” Þegar Þjóðviljinn ræddi við Bjarna Einarsson, bæjarstjóra akureyringa um andlát Myndlist- arfélagsins, sagði hann að mynd- listarmenn hefðu verið fjárhags- lega afskiptir þar eð bærinn yröi að verja miklu fé til tónlistarmál- anna, einkum Tónlistarskólans. Nú hefur Þjóðviljinn fengið bréf frá einum aðstandenda Myndlist- arfélagsins sáluga, en þar segir i tilefni af viðtali Þjóðviljans við Bjarna bæjarstjóra: ,,Ég leyfi mér að senda yður eintök af þvi vikublaði sem framsóknarmenn á Akureyri gefa út. 1 siöasta blað- inu sannaðist það, sem ég vissi, að þó að frétt þess eðlis að félag eins og Myndlistarfélagið hætti i mótmælaskyni og það hafi verið til umræðu á aðalfundi Tónlistar- félagsins að leggja það niður, þá gefur blaðið sér ekki rúm il að hugleiða málin i næsta töl__laði. Ætlunin er nefnilega sú að þagga Framhald á bls. 13 t gær opnaði Kjöt og fiskur nýja stórverslun að Seljabraut 54 i Breiðholti II. Verslunin er til húsa i nýju stórhýsi og eru þar á boð- stólnum nýlenduvörur, kjöt og fiskur eins og reyndar nafn versl- unarinnar ber með sér. Gerist þetta á 48. starfsári Kjöts & fisks. Það mun vera næsta óalgengt að verslanir séu opnaðar i hverf- um borgarinnar áður en ibúar koma i hverfin, en svo er málum háttað i Seljahverfinu, þvi segja má að Kjöt og fiskur sé sá, sú eða það fyrsta, sem tekur sér bólfestu þar. Er þetta sannarlega lofsvert framtak. Verslunin mun reyna nýjung nokkra. í versluninni verður komið fyrir svonefndum kjara- pöllum, þar sem viðskiptamönn- um verður gefinn kostur á að fá vörur á lægra verði en gengur og gerist. Verður breytt til um vörur á pöllunum öðru hverju. Fyrstu framkvæmdir við versl- unina hófust þann 20. april i vor, og hefur mikill skriður veriö á þeim siðan. Eigandi verslunarinnar er Ein- ar Bergmann. Verslunarstjóri i hinni nýju og glæsilegu búð verður Kolbeinn Ingi Kristinsson. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.