Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974. RÆTT VIÐ FULLTRUA Á LANDSFUNDINUM r Herbert Hjelm Olafsvik: Ástandið er vægast sagt bágborið Herbert Hjelm, verkamaður, er einn af fulltrúum Alþýðu- bandalagsfélagsins á Ólafsfirði á Landsfundi AB. — Mér finnst fundurinn mjög góður og sérstaklega þykir mér vænt um, að þar hefur komið fram mjög eindreginn vilji i þá átt aö Alþýðubandalagið mynd- aði sér heildarafstöðu til stöðu verkalýðshreyfingarinnar i dag og efldi starfsemi sina á þeim vettvangi. Astandið nú er vægast sagt bágborið. A þremur mánuðum hefur rikisstjórn auðvaldsins tekist að skerða kjör launþega um 25% og það riður á að verka- lýöshreyfingin snúist til varnar gegn þvi auðvaldsskipulagi sem rikir hér á landi. Það verður ekki gert nema hún viðurkenni sjálfa sig sem pólitiskt afl. Sti eining sem rikti á fundinum i af- stöðunni til þessara mála sýnir, að Alþýðubandalagið er eini sterki verkalýðsflokkurinn sem starfandi er á Islandi og eina aflið, sem fært er um að berjast fyrir hagsmunum launafólks, þannig að árangur verði af. Um Ólafsvik er það að segja, að þar er mikið uppgangspláss og miklar framkvæmdir i gangi. Ég held mér sé óhætt að segja það, að þar sé framleiðsla á hvern Ibúa með þvi alhæsta sem gerist á landinu. Nú, Alþýðubandalagsfélagið i Ólafsvik-vakið upp af nokkurra ára dásvefni fyrir kosningarnar i vor, og það var mest allt ungt fólk sem stóð að þeirri uppvakn- Herbert Hjelm ingu. Við fengum einn fulltrúa kjörinn i hreppsnefnd og hefur hann fyrir hönd flokksins sam- starf við fulltrúa annarra flokka i henni, nema fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sem er þar alveg sér á parti og einangrað- ur. Það er alveg öruggt, að verkafólk i ólafsvik mun snúast harkalega til varnar gegn þeirri kúgun, sem núverandi valdhaf- ar i rikisstjórn ætla sér að beita launafólk og þar rikir mjög al- menn óánægja með aðgerðir þeirra. —ráa Þuríður Pétursdóttir, Isafirði: Yinnst ekki allt í einu Þuriður Pétursdóttir, kennari á tsafirði og formaður flokksfé- lags Alþýðubandalagsins þar, var ein af þeim sem sátu við fundarstjórnarborðið á Lands- fundinum og með þvi að sýna þolinmæði og biðlund tókst um siðir aö lokka hana afsiðis til viðtals. — Það er allmikill munur á þvi að búa á ísafirði eða hér I Reykjavík að þvi leyti, að hérna geturmaður algjörlega leitt hjá sér þátttöku i pólitisku starfi eða öðru félagsstarfi, það er svo þægilegt að komast undan þvi aö vera með, vegna þess að hér eru nógir aðrir, sem taka að sér að gera hlutina. En þegar mað- ur kemur á stað eins og tsa- fjörð, finnur maður svo margt sem þarf að gera og hægt er að koma i framkvæmd, ef maður bara vindur sér i það. Við slikar kringumstæður er erfitt að sitja bara og halda að sér höndum. Lifsgæðakapphalupið er þarna náttúrulega i hámarki, fólk vinnur myrkranna á milli til að geta aflað sér þessara nauðsynlegu „gæða”, og það er hreinlega ekki litið réttu auga, ef menn reyna ekki að dansa með. Félagslegur hugsunarháttur er gjörsamlega á núllpunkti og mikil einstaklingshyggja rikir þar. Eiginlega er hægt að tala um vanþroska i félagslegu til- liti, þvi ástandið er svo ólikt þvi Þurlður Pétursdóttir sem gerist viða annars staðar t.d. I Reykjavik. Þar er talið sjálfsagt að allar giftar konur vinni úti, jafnvel þótt eigin- mennirnir hafi góðar tekjur. Samt hefur ekkert verið gert til að bæta úr dagvistunarþörf fyrir börn þessara sömu kvenna slöustu 15—20 árin. Eitt dag- heimili eða öllu heldur leikskóli er starfandi við mjög bágar að- stæður. Auk þess sem húsa- kynni þessa leikskóla eru mjög hrörleg og hvorki vindþétt né vatnsþétt, starfar þar engin út- lærð fóstra og einungis er tekið við börnum I hálfsdagsvistun. Með þvi móti er tekið við u.þ.b. 80 börnum sem skiptast á hvora vakt, en jafnstór hópur er á bið- lista. Þetta hefur leitt til þess, að mikill fjöldi er af konum I bæn- um, sem taka börn i gæslu heima hjá sér, og mikill fjöldi kvenna vinnur á nóttunni, I rækjuvinnslu, en hugsar um heimili og börn á daginn. Þetta barnaheimilismál hefur um langan tima verið að bögglast fyrir bæjarstjórninni, sem þyk- ist ekkert geta aðhafst fyrr en búið sé að ganga frá aðalskipu- lagi bæjarins og finna lóð fyrir starfsemina. Sjálfstæðismenn og kratar eru þar i meirihluta og vilja láta malbika göturnar fyrst áður en ráðist er i svona „munað”. Minnihlutinn er I erf- iðri aðstöðu, þar sem þeir eru tveir á móti sjö. — Hvað viltu segja um jafn- réttismál kynjanna og Alþýðu- bandalagið? — Konur hafa augsýnilega komist að þvi i stórhópum, að innan AB sé vænlegur vettvang- ur til að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. En það er ekki þar með sagt, að ekki sé við ramm- an reip að draga, jafnvel innan Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið starfar sem sósialiskur flokkur og það er i anda sósialismans að gefa þessum jafnréttismálum nokk- urt svigrúm innan flokksins. Maður getur náttúrulega verið tiltölulega ánægður með þann árangur sem þegar hefur sýnt sig I þessum málum, það vinnst ekki allt i einni atrennu. — Eitthvað að lokum um landsfundinn? — A þessum landsfundi hefur allt of mikið verið rifist um rjúpuna. Deilur um landafræði eru fyrir neðan virðingu Al- þýðubandalagsins. ráa Júlíus Ha11dórsso/1, Hajn arfirði: Flokksstarfið er blómlegt Július Halidórsson verka- maður er einn af fulltrúum hafnfirðinga á landsfundi Al- þýðubandalagsins. Við tókum hann tali og báðum hann að segja okkur hvernig flokks- starfið gengi i Hafnarfirði. — Starfið hefur verið mjög blómlegt hjá okkur frá þvi eftir kosningar I vor og mikið af ungu fólki komið til starfa. t bæjarstjórnarkosningunum slðustu fengum við kjörinn einn fulltrúa, en höfðum engan áður. Eftir þær kosningar var stofnað innan félagsins svokallað bæj- armálaráð, en ég á einmitt sæti I þvl. Þar eru málin rædd vitt og breitt og mótaðar tillögur, sem fulltrúi okkar I bæjarstjórn, Ægir Sigurgeirsson, leggur sið- an fram þar, en mjög gott sam- starf er á milli hans og okkar sem sitjum i þessu ráði. Ráðið hefur lika myndað með sér starfshópa um ýmis mál, sem þeir og aðrir virkir félagar taka þátt f. Þessum starfshópum er ætlað að kryfja frekar hina ýmsu málaflokka, sem ræddir eru I ráðinu. 1 þeim hafa verið rædd m.a. félagsmál, mennta- mál o.fl., en i sambandi við at- vinnumálin má kannski geta þess, að verið er að gera tals- verða úttekt á þeim, ekki hvað sist með tilliti til norðurhluta bæjarins, sem mætti kalla e.k. svefnbæ þeirra sem atvinnu sækja til Reykjavikur. Július Halldórsson Driftin I flokksstarfinu hefur aukist mjög mikið eftir að við fengum okkar fulltrúa I bæjar- stjórn og nýjum félögum fjölgar ört. A slðasta fundi bættust við ellefu nýir félagar, sem er gott dæmi um hina öru fjölgun i fé- laginu, og þann áhuga sem hefur skapast á starfi félagsins I Hafnarfirði. Einn þáttur i starfi okkar er lika útgáfan á mál- gagni, sem ætlunin er að komi út á tveggja mánaða fresti, en það blað ber heitið: Vegamót. 1 haust tók til starfa leshring- ur á vegum félagsins, sem fjall- ar um sósialismann og er hann Framhald á bls. 13 Birkir Friðbertsson, Súgandafirði Samstarf milli launafólks og bænda á vinstri væng Birkir Friðbertsson var annar fulltrúi súgfirðinga á landsfundi Alþýðubandalagsins. Birkir er bóndi I Birkihlið og i hrepps- nefnd Suðureyrarhrepps. Blaðamaður spurði Birki að þvi hvort hann teldi möguleika á að takast mætti að ná gagn- kvæmari og viðtækari skilningi á milli bænda og launafólks. — Það er meira en möguleiki, sagði Birkir, og á þvi er brýn þörf. í tið vinstri stjórnarinnar tel ég að sjónarmið þessara hópa hafi að ýmsu leyti færst saman, og skyldleiki þeirra og samstöðuvilji komið nokkuð i ljós. Þvl vona ég, að sem flestir einstaklingar þessara stétta eygi áfram von um rismikla samstöðu sina á breiðum grund- velli, reyni að leita eftir henni frá báðum hliðum. Vaxandi þörf hlýtur að vekja fólk til umhugs- unar og aukins skilnings. Fyrir mér er það augljóst, að sú samstaða verður að nást á hreinum vinstri armi stjórn- málanna. Þvi tel ég vonlaust aðleita þeirribreiðfylkingu stað i rótklofnum milliflokki, sem er tilbúinn á vixl að sinna hægri og vinstri stefnu. Slikur flokkur getur ekki — eins og Framsókn- arflokkurinn hefur nú best sýnt i innanrlkis og utanrikismálum Birkir Friftbertsson. — staðið heilsteyptur I neinu meginmáli. — Talað er um að auka fjöl- breytni i landbúnaði. En er ekki jafnframt nauðsynlegt að huga að þvi, hvort ekki eigi einmitt að stuðla að meiri sérhæfingu á einstökum jörðum? — Þá má vel vera að enn megi auka fjölbreytni islensks landbúnaðar, en þó held ég að þar sé frekar átt við að auka vissar greinar hans frá þvi sem nú er. Og trúlega er mjög athug- andi hvort ekki sé hægt að hef ja ylrækt i stórum stil til dæmis með félagslegu átaki, þar sem jarðvarmi og önnur skilyrði til þess búskapar lofar bestu um hagkvæmni. Varöandi sérhæfingu með til- liti til arðgæfi, td. i sauðfjárrækt og nautgriparækt annars vegar, og arðgæfi I blönduðum bú- rekstri sömu greina hins vegar, er liklega rétt að benda á fyrir- liggjandi niðurstöður búreikn- inga. Fyrir örfáum árum sýndu búreikningar besta útkomu hjá „blönduðum búum”, þe. þau gáfu bestar „fjölskyldutekjur”, og töldust hafa meira rekstrar- öryggi. Siðustu ár hefur þetta snúist við, og fjölskyldutekjur þeirra búa, sem styðjast að miklum meirhluta eða alveg við aðra búgreinina orðnar töluvert hærri. Min trú er að munur á þann veg eigi eftir að aukast sé litið á meðaltöl. Gagnvart einstökum jörðum, sem misjafnlega eru i sveit sett- ar gegnir allt öðru máli og blandaður búrekstur getur þar verið nauðsynlegur. — Er hægt að auka samstarf þeirra, sem fást við landbúnað og þá á hvern hátt? —- Ef átt er við samstarf á framleiðslustigi búvaranna reikna ég með að einkum tvennt leiði til þess að það verði aukið. Það fyrra er, að þeim fækkar, sem treysta sér og sinum eða hafa löngun til einyrkjabúskap- ar einkum við hina bindandi og frllausu mjólkurframleiðslu. Það siðara er, að sem flestar framtiðarbújarðir þurfa að ná þeirri stærð að eðlileg ættliða- skipti á búi geti komið til fram- kvæmda. Þar á ég við að yngri fjölskyldan hafi strax nægjan- legt olnbogarými ásamt þeim, sem hún tekur við af og sem oft eru með fulla starfsorku. Hvað varðar meiriháttar fé- lagsbúrekstur þar sem aðstæður leyfa,i einni eða fleiri búgrein, má vera að hann sé ekki lengra undan en eðlilegur þroski og al- menn félagshyggja i islensku þjóölif i —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.