Þjóðviljinn - 30.11.1974, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974.
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
---------------------------------\-----------------------------------
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
SvavarGestsson Prentun: Blaöaprent h.f.
SJÁVARÚTVEGURINN ÞARF AÐ BJÓÐA GÓÐ KJÓR
Eitt af fyrstu verkum hægri stjórnar-
innar var að skerða kjör sjómanna með
þvi að raska hlutskiptum og með þvi að
banna hækkun fiskverðs nema óverulega,
þrátt fyrir stórvaxandi dýrtið.
Samtimis lækkaði stjórnin gengið og
gerði það i orði kveðnu fyrir útflutningsat-
vinnuvegina. Nú lýsir formaður LIC yfir
þvi að útgerðin geti ekki með nokkru móti
borið þá hækkun afborgana sem af gengis-
breytingu leiðir, en rikisstjórnin hefur hug
á þvi að verja gengishagnaði að verulegu
leyti til annarra hluta en þeirra að taka á-
fallið af útgerðinni.
Sjaldan hefur annar eins svartsýnistónn
rikt hjá forystumönnum útgerðarinnar
sem nú. Það er auðfundið að þeir telja sig
mæta skilningsleysi hjá núverandi rikis-
stjórn. En að baki er eitt hið hagstæðasta
ár sem sjávarútvegurinn hefur búið við,
siðasta heila ár vinstri stjórnar — árið
1973.
Upplýst hefur verið á alþingi og staðfest
i viðtali við ungan sjómann hér i blaðinu
að timakaupið á fiskiskipi er talsvert fyrir
neðan 200 krónur. Og þetta er reyndar
ekki á neinni óhappafleytu, heldur á afla-
hæsta togveiðiskipinu sem gert er út frá
Reykjavik. Sjómannskaupið er sem sé
miklu lægra en kaup fyrir störf i landi.
Augljóst er að þetta má ekki svo til
ganga, á þessu þarf að verða breyting til
batnaðar. Sjómenn geta ekki látið bjóða
sérþetta. En sjómenn ættu að eiga banda-
menn.
Útgerðarfyrirtækin sjálf tapa á lágu
kaupi sjómanna þegar til lengdar lætur
þvi þau fá ekki þann mannskap sem þau
þarfnast. En forysta LÍÚ hefur reyndar
iðulega tekið annan pól. Sjávarútvegurinn
i heild hagnast á þvi — ef réttilega er met-
ið — að bjóða góð kjör. Og islenskur þjóð-
arbúskapur á auðvitað að hafa efni á þvi
að launa sina bestu menn vel til verðmæt-
ustu starfanna.
En til þess verður að ætlast að rikisvald-
ið hafi skilning á þessari grundvallar-
nauðsyn islensks efnahagslifs. Þvi er ekki
að heilsa með núverandi rikisstjórn sem
hefur feril sinn með þvi að leggja á sjó-
menn 500 miljón króna byrðar vegna oliu-
hækkana og auka greiðslu af óskiptum
afla i stofnfjársjóð um 50%. Og fiskverðs-
hækkunin sem hún heimilar vegur ekki
upp á móti þeirri aflarýrnun, sem opin-
berir aðilar spá.
Slik rikisstjórn á greinilega eftir að læra
margt um atvinnulif islendinga. Ekki er ó-
liklegt að sjómenn muni sjálfir taka hana i
kennslustund ef hún sér ekki að sér áður.
AFÆTUR ÚTVEGSINS
„útvegsmenn hafa mátt þola gegndar-
lausan áróður gegn starfsemi sinni i fjöl-
miðlum”, segir formaður landssambands
þeirra i ræðu á aðalfundi þess og nefnir i
þvi sambandi námsmenn.
Hér eru mikil endemi á ferð. Formaður-
inn hefur uppi billegan skæting gegn við-
leitni hjá nokkrum ungum mönnum og
konum að fletta ofan af þrældómnum hjá
alþýðufólki og gera grein fyrir hve ávext-
irnir af striti þess fara i rikum mæli til
annarra en þess sjálfs.
íslenskum útvegsmönnum væri sæmra
að beina geiri sinum að gróðaaðilum sem
leitast við að arðsjúga atvinnuveg þeirra
og starfsmenn: oliufélögum, veiðarfæra-
innflytjendum, vélasölum, bilaumboð-
um og alls kyns bröskurum i kaupsýslu
og þjónustu. Það er staðreynd að þótt
slik starfsemi, þótt nauðsynleg sé mörg
hver, er ofmönnuð hér á landi, hættulega
háreist yfirbygging á framleiðslunni.
Mörg lögmál eru að verki til að færa gróða
og eignir i hendur aðila i þessari verð-
mæatasóandi starfsemi. En þetta virðist
njóta friðhelgi hjá formanni Llú.
Þykjast útvegsmenn sjálfir hafa svo
mikið að fela að þeir óttist meira gagnrýn-
ið hugarfar af hálfu starfsfólks sins en af-
æturnar i kaupsýslu og þjónustu sem
hvarvetna gina yfir verðmætasköpun
þjóðarbúsins?
NJÓSNARINN
sem kom heim úr hitanum
Senmmsumars árla morguns
áriö 1974 situr Don Espiónazi
kardlnáli, yfirmaöur leyniþjón-
ustu Vatíkansins, við skrifborð
sitt og horfir þungt þenkjandi út
um gluggann og yfir Péturstorg-
ið. Torgið er mannautt nema
hvað árrisull hópur danskra mót-
mælenda hefur hnappast saman á
þvt miöju og horfir af innfjálgri
lotningu á æðsta helgisetur hinn-
ar heilögu móðurkirkju. Don
Espíónazi brosir góðlátlega og
þaö vottar fyrir ókristilegum fyr-
irlitningardrætti við annað munn-
vikið.
En brosið vikur jafnskjótt fyrir
áhyggjusvip og hugur hans bein-
ist á ný að erfiðu verkefni, sem
leyniþjónustu hans hefur gengið
illa að leysa og nú er þolinmæði
hans heilagleika á þrotum.
Þetta er afar viðkvæmt mál.
Fyrir nokkrum vikum hafði bor-
ist um það orðrómur til Páfa-
garðs, að sitthvað mundi brogaö
við siöferðið i ónefndu nunnu-
klaustri á Spáni og Páfi hafði
krafist nákvæmrar rannsóknar
og gert hann sjálfan, Don
Espíónazt, persónulega ábyrgan
fyrir henni.
Málið er einnig erfitt viöfangs.
Gera varð ráð fyrir, af biturri
reysnlu, að orðrómurinn kynni að
hafa viö einhver rök að styðjast,
og þess vegna, einnig af biturri
reynslu, áræddi hann ekki aö fela
neinum starfsbræðra leyniþjón-
ustunnar að rannsaka það. Hann
hafði þvt skipað deildinni á Spáni
að finna hæfan mann til þess.
verks og nú, eftir margra vikna
leit, þóttust þeir vera búnir að
finna mann, er uppfyllti þær kröf-
ur, sem kardinálinn hafði gert.
Skýrslan um þetta hefur ein-
mitt borist þennan morgun og
þeir á Spáni biðu eftir svari um
þaö hvort leita ætti til þessa
manns, sem i skýrslunni bar dul-
nefniö Pedro G. Hamlet, eða 006.
Don Espiónazí er á báðum átt-
um, en á þó ekki margra kosta
völ, og allt þetta veldur honum
hugarangri.
Hann rennir aftur augum yfir
skýrsluna. Spánardeildin kvaðst
hafa fylgst með 006 í nær tvær
vikur og mælti eindregiö meö
honum. Hann segöi hverjum, sem
heyra vildi, að hann væri þjóð-
leikari frá Islandi og játaði
kaþólska trú. Kaþólskur Islend-
ingur, hugsar kardtnálinn, það er
nú eins og það er. Jæja — segðist
nýveriö hafa leikiö titilhlutverkiö
i stórmyndinni Leónardó (da
Vinci? hugsar kardinálinn með
sér), og safnar hestum. Margt
fleira stóð þarna.
Allt var þetta gott og blessað
svosem, en það var lýsingin á út -
liti mannsins og fasi, sem einkum
olli hiki og áhyggjum Don
Espiónazi. „Bondtýpa” stóö meö-
al annars t skýrslunni og eftir öllu
að dæma gat þetta einmitt verið
maður, sem þegar væri á snærum
annarar leyniþjónustu og það gat
dregið dilk á eftir sér. Og þó.
Hann virtist hafa verið formaður
t islensk-bandariska félaginu.
Þaö útilokaði i sjálfu sér bæði CIA
og KGB. Afturámóti gæti hann
vel verið austurþýskur flótta-
maður með islenskan rikisborg-
ararétt. Það væri alveg eftir þeim
i Berlin! Það stóð meira að segja i
skýrslunni, að hann hefði komist
til metoröa i flokki sósialdemó-
krata á tslandi! En nei, varla við
þjóðleikhúsið!
Hér varö að hrökkva eða
stökkva. Kardinálinn les skýrsl-
una á enda og tekur ákvörðun.
Hann sendir svohljóðandi dul-
málsskeyti til Spánar: ráðið 006.
Stórleikarinn hafði lokiö eril-
sömum vinnudegi og hafði nú
komiö sér notalega fyrir i skál-
laga hægindastól á eftirlætis
barnum sinum i Palma. Hlýtt
Majorcarökkrið ómaði vitaskuld
af fjarlægu gitarspili og loftið var
að sjálfsögðu þrungiö suðrænni
angan. Hann teygði annan fótinn
langt fram á gólfið, horfði
dreymnum, angurværum og tár-
rökum augum upp til himins og
handlék martiniglasið i ljúfri
leiðslu. öðru hvoru strauk hann
vlsifingurgómi um velsnyrt yfir-
varaskeggið og sneri um leiö
stólnum örlitið, sitt á hvað. Varir
hans bæröust litið eitt, þvi að
hann var að hafa yfir kafla úr
leikriti, sem hann hafði einu sinni
leikið I. Þetta var eini kaflinn sem
hann kunni úr fyrri hlutverkum
sinum. Stundum fannst honum
raunar, að þetta væri það eina
sem hann kynni og mundi alltaf *
kunna og þetta var það sem hann
ætlaði að fara með á hinum efsta
degi þegar hann yrði krafinn
reikningsskila, þessi orð skyldu
að lokum hljóma við hið gullna
hlið og opna honum leið inni riki
dýrðarinnar, uppá hringsvið
eilifðarinnar.
Skyndilega veitir leikarinn þvi
athygli, að skarpleitur maður,
miöaldra, er sestur á stól næst
honum. Hann réttir sig snöggt
upp i sætinu. Maðurinn horfir fast
en þó mildilega á hann. Þennan
mann hef ég séð áður, hugsar
leikarinn með sér. Svei mér þá.
Er þetta ekki leigubtlstjórinn,
sem ók mér heim nóttina góðu?
og barþjónninn, sem ég spjallaöi
sem lengst við i fyrradag? og
munkurinn, sem sýndi mér kirkj-
una á sunnudaginn var? og lyftu-
vörðurinn i hótelinu? og blóm-
sölukonan á horninu??-------eða
er ég að ganga af vitinu?
Maöurinn horfir enn fast á leik-
arann og segir siðan stillilega og
eins og ekkert sé: Við höfum
verkefni að fela þér bróðir.
Ha — hvað, verkefni?!, segir
leikarinn og gripur andann á lofth
Þér talið eins og þér væruð á
vegum leyniþjónustu! ha,
hahaha!!
Það erég lika, segir maðurinn
jafn stillilega og áður, en Ivið
lægri röddu.
Þér! — hva--------lengra kemst
leikarinn ekki en skelfilegur
grunur gripur hann og verður á
örskotsstundu aö vissu. Þannig
var þá komið. Þaö var búið aö
veiða hann i net og þrengja að
honum. Annars talaði maðurinn
ekki svona opinskátt. Skyldi þetta
vera rússi? Þá var um að gera að
vera fjandanum klókari og ganga
að hverju, sem vera skyldi. Ella
væri dauöinn vis. Rýtingur i bak-
ið, lóö við fæturna, höfnin------
Hvað ætli þeir vilji fá mig til aö
gera? Kortleggja bandarisku
herstöðvarnar á Spáni? Drepa
Franco? eða krónprinsinn?
kannski báða? guð hjálpi mér!
Þessar og þvilikar spurningar
þjóta um heila leikarans en að
lokum tekst honum, fyrir langa
þjálfun, að ná valdi á sjálfum sér
og rödd sinni og spyrja: á hvers
vegum eruð þér?
A vegum rikis, sem gengið hef-
ur i gegnum margar þrengingar,
en er þó voldugt og hefur fleiri
þegna en nokkurt annað riki á
þessari jörð, svaraði maðurinn.
Atarna er ekki torráðin gáa,
segir leikarinn við sjálfan sig, það
er auðvitað Kina! Skyldi Krist-
björg hafa-----nei, hún er ekk-
ert I svona. En nú er um að gera
að halda leiknum áfram. Fjári
voru kinverjarnir snjallir!
Ókunni maðurinn er ekki kin-
verji! Og leikarinn spyr enn: og
verkefnið?
Það er ekki vandasamt, svarar
maðurinn og yptir litiðeitt öxlum.
Nei, kemur heim , hugsar leik-
arinn, rétt eins og i njósnasögun-
um! Fyrst einskisverð verkefni
til að ánetja mann, siðan innbrot,
simahleranir, mannrán,
sprengjuárásir, morð! Verða að
lokum drepnir eða hljóta æfi-
langa fangelsisvist. Það slær
köldum svita útum hann allan —
eins og i njósnasögunum — en
honum tekst að leyna angist sinni
og spyrja: hvað á ég aö gera? Og
hver eru launin? bætir hann við til
að vekja ekki tortryggni.
Launin ræðum við um seinna,
segir maðurinn með föðurlegum
myndugleik, en verkefnið er að
fara til þessa klausturs — hann
réttir leikaranum spjald með
nafni þess ásamt innsigluðu um-
slagi — og i þessu umslagi er
nauðsynlegur farareyrir og nán-
ari fyrirmæli. í klaustrinu eru
gistirúm frá fornu fari og þar
skaltu gista I tvær nætur. Þvinæst
kemur þú aftur hingað til Palma
og gefur mér ýtarlega skýrslu um
feröina. Ég mun hafa uppá þér
hér. Vertu sæll og guð fylgi þér
bróöir. Maöurinn stóð á fætur og
var horfinn jafn skyndilega og
hann hafði birst.
Leikarinn hugsaði: „guð fylgi
þér bróðir”! þvi sagði hann ekki
heldur lifi byltingin, félagi! Ekki
að spyrja að hræsninni I þessum
kommúnistum.
Sömu nótt komst leikarinn
óseður — að hann hélt — með
flugvél til Barcelona, þaðan með
hraðlest til Parisar og var kom-
inn heim til Islands innan sólar-
hrings. Umslagið með peningun-
um og fyrirmælunum áræddi
hann aldrei að opna en skilaði þvi
niður um salernisskál i flugvél yf-
ir miðju atlantshafi.
—G.J.