Þjóðviljinn - 30.11.1974, Síða 5
Laugardagur 3(L nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Vélgeng, stöðluð
°g þurr kansellírödd
Undanfarna daga hef ég verið
að biða eftir þvi, að útvarpið flytti
okkur frétt, hljóðandi eitthvað á
þessa leið:
„Fjölmennur fundur i Hús-
mæðrafélagi Reykjavikur hefur
mótmælt sihækkandi verði á vör-
um og þjónustu og skorar á fé-
lagskonur að hætta að kaupa
kaffi, sykur og brauð”.
Eða:
„Konur úr Húsmæðrafélagi
Reykjavikur fóru i fjölmenna
mótmælagöngu til Alþingis og
fylltu áheyrendapalla, til að mót-
mæla sivaxandi dýrtið og krefjast
úrbóta”.
En ekkert slikt hefur heyrst.enn
sem komið er.
Mikið hafa þessar blessuðu
konur sett ofan, siðan hérna um
árið, þegar þær færðust i val-
kyrjuham, skáru upp herör og
hófu heilagt strið gegn kjöti,
smjöri og mjólk. Jafnframt
minnumst við hins sögulega at-
burðar, þegar þær vigreifar og
tindilfættar tritluðu ofan að Al-
þingishúsi. En við skulum ekki
rekja þá sögu lengra. 011 þjóðin
þekkir framhaidið.
Sem sagt: Engar fréttir hafa
borist af þessum ágæta félags-
skap og skulum við þvi snúa okk-
ur að öðru.
Eiginlega hafði ég hugsað mér,
að rifja upp eitthvað af þvi, sem
ég minnist enn, úr dagskrá liðins
sumars.
Einkum það sem kalla mætti
afþreyingarefni og vandlátir vel
menntaðir hlustendur leggja sig
ekki niður við að hlusta á. Sumir
eru jafnvel svo miklir af sjálfum
sér, að þeir neita með auðheyri-
legu stolti, séu þeir spurðir, hvort
þeir hafi hlustað á eitthvert efni,
sem flutt hefur verið i útvarpið
eftir klukkan átta að kvöldi.
Er sól s jónvarpsins
tekur að skina
Ég, sem gamall og ég held góður
útvarpshlustandi, get eiginlega
aldrei sætt mig við það, hvernig
útvarpið lendir i skugganum,
þegar sól sjónvarpsins tekur að
skina yfir landslýðinn, eftir
klukkan átta á kvöldin,
Mér koma þá fyrst i hug kvöld-
vökurnar, eða sumarvökurnar,
eins og þær nefnast að sumarlagi.
Ég hef alltaf gaman að þeim. Mér
er hinsvegar ekki grunlaust um,
að sumir telji ekki virðingu sinni
samboðið að Ijá þeim eyra. Að
minnsta kosti varð maður þess oft
var hjá gestum Páls Heiðars i
morgunkaffinu forðum tið.
Ég hef jafnvel grun um, að þeir
I útvarpinu kasti i þessa rusla-
kistu ýmsu þvi er ekki þykir
frambærilegt i aðra dagskrárliði.
Til dæmis hef ég veitt þvi athygli,
að óþekktum hagyrðingum er
smeygt inn i kvöldvökur, en al-
vöruskáldum, sem hafa fengið
listamannsstimpil, eru ætlaðir
sérstakir dagskrárliðir, og þá
venjulega á þeim tima sem kall-
aður er besti hlustunartiminn,
það er að segja, áður en sjónvarp
hefst.
bátturinn Spurt og svarað, sem
var á dagskrá i sumar, og er
raunar enn, er mjög eftirtektar-
verður og ber tvennt til.
Þeir, sem verða til þess að
svara spurningum hlustenda, eru
venjulega embættismenn, eða
forsvarsmenn opinberra eða hálf-
opinberra stofnana. Það, sem
vekur athygli hlustandans, er
ekki fyrst og freinst hverju þeir
svara, heldur hitt hvernig þeir
svara. Þeir hafa allir sama radd-
blæinn, sömu áherslurnar. Þetta
er vélgeng, stöðluð og þurr
kansellirödd.
Maður spyr sjálfan sig, hvort
það sé hið margumtalaða kerfi,
sem hafi þann eiginleika, að geta
breytt lifandi mönnum, sennilega
meb ódauðlega sál, i sálarlaus
vélmenni, að minnsta kosti, á
meðan þeir eru að láta eitthvað út
úr sér 1 embættisnafni.
Hitt, sem er merkilegt við vél-
mennin er, hverju þeir svara. Það
er einnig mjög á sömu bókina
lært. Svörin eru yfirleitt loðin og
tvlræð, og eins og út i hött, þannig
aö spyrjandinn verður venjulega
litlu, eða engu nær.
Svo kom Jökull aftur
óvænt og fyrirvaralaust
Það urðu mikil umskipti til hins
betra, þegar útvarpið tók á lið-
andi sumri, að flytja islensk leik-
rit.
Leikritin, sem flutt voru fyrri-
hluta sumars voru flest nauða-
ómerkileg, og það svo, að þau
gleymdust nálega um leið og
þeim lauk. Flest minnir mig þó,
að fjölluðu um einhvers konar
ástarlifsflækjur.
Þó minnist ég að hafa heyrt
nokkur endurflutt og voru þau
öllu eftirminnilegri. Það er eins
og betur hafi til tekist með leik-
ritaval á árum áður en nú i seinni
tið.
Mikla ánægju hafði ég af þátt-
um Ævars Kvarans frá vestur-is-
lendingum. Þeir voru bæði fróð-
legir og skemmtilegir.
Aður hef ég vist minnst á
þætti þeirra Jökuls Jakobssonar
og Hrafns Gunnlaugssonar, og
skal þvi litlu við bæta.
Þó verð ég að segja það, að sið-
asti þáttur Hrafns, sem fjallaði
um englamorðin i Kópavogi, var
svo skemmtilega vitlaus um það
var hægt að hlægja að honum, en
það er meira en sagt verður um
aðra þætti hans frá liðnu sumri.
Jökull virðist hafa tekið sér
nokkurt fri siðla sumars. En svo
kom hann aftur i haust, óvænt og
fyrirvaralaust. Var hann þá sem
endurfæddur og sagði margt snið-
ugt.
Einkum var honum þó uppsigað
við Einar okkar Agústsson og
gerði raunar fullmikið af þvi
góba. Var hann búinn að gera
þessum ágæta ráðherra prýðileg
skil i tveim þáttum. Hefði þvi að
skaðlausu mátt láta ógert að
ljósta upp leyndarmálinu um
tengsl ráðherrans við tvihöfðaða
kálfinn.
Presturinn tók upp
kartöflur með vél
Þátturinn: Mér datt það i hug,
var fluttur á sunnudögum i sum-
ar, eins og verið hefur að undan-
förnu. Að þessu sinni önnuðust
hann þrir rithöfundar og einn
prestur.
Þetta voru allt ágætir menn.
Þeir töluðu um hversdagslega
hluti, stundum blátt áfram um
ekki nokkurn skapaðan hlut
þannig að það var ósköp notalegt
að hlusta á þá.
Ég vil ekki gera upp á milli
þessara heiðursmanna. beir
bættu hvern annan upp, þannig aö
einn hafði það sem annan vant-
aði, og það varð til að auka fjöl-
breytnina.
En að öllum hinum ólöstuðum,
finnst mér þó, að ég hafi haft
mest dálæti á prestinum. Það
hefur ef til vill komið af þvi að
hann var jarðbundnari en hinir.
Hann heyjaði sitt tún, smalaði fé,
brytjaði mör og át blóðmör.
Kannske hefur það verið lifra-
pylsa. Og hann tók upp kartöflur
með vél og það sem best var hann
lýsti henni svo skilmerkilega aö
ég og aðrir ófróðir hlustendur
getum nú nokkurn veginn áttað
okkur á, hvernig þetta tæknilega
furbuverk er samansett og hvern-
ig það vinnur.
Mikið hefur verið flutt af sögum
I útvarpinu á liðnu sumri. Margar
þeirra hafa farið fram hjá mér,
úr öðrum hefi ég heyrt nokkra
kafla, en svo eru enn aðrar sem
hafa vakið áhuga minn, i það rik-
um mæli, að ég hef reynt að fylgj-
ast með þeim, eins vel og ástæður
mlnar hafa leyft.
Tvær skulu hér nefndar.
Hin fyrri er saga Oddnýjar
Guðmundsdóttur, Svo skal böl
Skúli
Guðjónsson
Ljótunnar-
stöðum
skrifar
útvarps-
annál
Oddný Guðmundsdóttir
Jökull Jakobsson
bæta, hin siðari er eítir Rósu Þor-
steinsdóttur og nefnist Katrin
Tómasdóttir.
Fyrri hlutinn af sögu Oddnýjar
kom út fyrir þrjátiu árum en sið-
ari hlutinn, sem ekki hefur enn
verið gefinn út mun vera nýsam-
inn.
Sagan sem Oddný
flytur er okkar saga
Þetta er sveitalifssaga, en slik-
ar sögur eru vist ekki i tisku nú á
dögum. En hvað um það. Þetta er
okkar saga, okkar, sem höfum
stritað hálfa öld og stöndum svo
að leiðarlokum uppi jafnsnauðir
af veraldargæðum og þegar við
byrjuðum. Okkar, sem höfum lif-
að og hrærst i siðrómantik milli-
striðsáranna, okkar, sem steyrð-
um af heimskreppu og mæðiveiki,
okkar, sem lifðum heimssturjöld,
hernám á hernám ofan, okkar,
sem höfum svo árum skiptir bar-
ist við kal, hafis og öskufall. Okk-
ar, sem verðum að horfa upp á þá
smán, að nýrikir sunnanmenn
voka eins og hrægammar yfir
hverju koti, sem úr byggð losnar,
reiðubúnir að hremma það, ef
færi gefst.
Við fylgjumst af brennandi á-
huga með þeim Eyvindi og Disu,
með ástum þeirra og tilhugalifi,
með fátækt þeirra og búhokri á
afdalakoti og svo skilur höfundur
við þau i miðri kreppunni, með
stóran barnahóp i fyrri hluta sög-
unnar.
Þegar við svo hittum þau Ey-
vind og Disu i siðari hluta sögunn-
ar veröum við næstum undrandi.
Þá eru þau orðin gömul og útslit-
in. Börnin eru öll komin að heim-
an og hafa komist vel áfram. Það
sem undrun okkar vekur er, að
baslið hefur ekki smækkað þau.
Þvert á móti hafa þau vaxið að
visku, og náð fyrir guði og mönn-
um, svo að notuö séu orð ritning-
arinnar. Þau eru sátt við lifið og
allt og alla. Og þau eru meira.
Þau hafa öðlast svo mikla and-
lega eðlisþyngd, að þau geta með
lagni, en stundum kannske með
solitlum klókindum greitt úr erf-
iðum vandamálum og óvæntum
uppákomum barna sinna og
barnabarna.
Þó að aðalerpsónur sögunnar
hafi verið gerðar hér að umtals-
efni, segir hún okkur miklu
meira. Við sjáum i raun og veru
heilt hérað og kynnumst ibúum
þess um hálfrar aldar skeið.
Okkur þykir vænt um þetta
fólk. Það er okkar fólk.
Frásagnargleði Rósu
er mikil
Skal þá vikið að Rósu Þor-
steinsdóttur og sögu hennar af
Katrinu Tómasdóttur, eða Mála
Katrinu, eins og hún hefur stund-
um verið nefnd.
Höfundur hefur auðheyrilega
„Björt
eru
bernsku-
r •
ann
„Björt eru bernskuárin”, sjötta
bindið I heildarútgáfu Isafoldar á
barna- og unglingabókum eftir
Stefán Jónsson er nú komin út.
Aður hefur isafold gefið út
skáldsögurnar „Vinir vorsins”,
„Skóladagar” og Hjaltabækurnar
þrjár: „Sagan hans Hjalta litla”,
„Mamma skilur allt” og „Hjalti
kemur heim”.
„Björt eru bernskuárin” kom
fyrst út 1948 og var fyrsta smá-
lagt mikla vinnu i heimildakönn-
un, áður en hann hóf ritun sög-
unnar. I annan stað tekst honum,
næstum með undraverðum hætti
ab lifa sig inn i þá tima, sem sag-
an gerist á. Vinr.ubrögð fólks,
klæðaburður, mataræði og
skemmtanir, standa hlustandan-
um ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um.
Sibast en ekki sist kynnumst við
stéttaskiptingu þeirra tima.
Höfundur setur sig aldrei úr
færi að sýna okkur djúpið,
sem staðfest var milli rikra og
snauðra, milli ættgöfugra manna
og ættlausra.
Frásagnargleði Rósu er mikil,
svo mikil, ab listhneigðum mönn-
um og bókmenntafróðum þykir
um of og segja, að hún hefði getað
komist af með færri orð.
Okkur hina, sem hvorki erum
bókmenntafróðir né iisthneigðir.
hrífur hún með sér og við tökum
þátt i frásagnargleði hennar af
Hfi og sál.
Ýmsir hafa haft orð á þvi við
mig, að botninn hafi dottið úr sög-
unni. En þeim hinum sömu má
segja það, að þetta var aðeins
fyrri hluti sögunnar. Hýðing
Katrinar dró dilk, ekki alllitinn á
eftir sér og fáum við vonandi að
heyra þá sögu. áður en mjög
langir timar liða.
Munurinn á nýveiddum
fiski og þeim sem
lagður var i dós
Þeim Oddnýju og Rósu er það
sameiginlegt, að á verkum þeirra
má stundum finna einhverja
hnökra, jafnvel bláþræði. En
þrátt fyrir það. eða öllu heldur
vegna þess, er þar að finna það
nýjabragð og þann ferskleika,
sem við finnum ekki hjá þeim
höfundum, sem fága og slipa verk
sln og reyna, stundum með vafa-
sömum árangri, að gera úr þeim
listaverk og það þykir mörgum
flnt.
Munurinn á verkum þeirra
Oddnýjar og Rósu, og á verkum
listaverkasmiðanna, er svona á-
llka og munurinn á nýjum fiski.
með mörfloti útá og þeim fiski.
sem hefur verið gerilsneyddur.
soðinn niður. lagður i dósir um-
flotinn visindalega samansettri
kryddsósu og dósin siðan stimpl-
uð með gæðamerki lagmetisiðn-
abarins.
Smekkur manna er misjafn og
vafalaust kjósa margir dósamat-
inn.
En mér er hinsvegar engin
launung á þvi, að ég kýs fremur
fiskinn nýveiddan og nýsoðinn,
með mörfloti útá. en þann, sem er
fiskaður upp úr dós. jafnvel þótt
hún sé stimpluð með gæðamerki
lagmetisiðnaðarins.
11. til 14. nóv, 1974
StefánJónsson
sagnasafn Stefáns fyrir unga les-
endur, en áður hafði hann gefið út
þrjú smásagnasöfn.
t þessari nýjustu bók, sem isa-
fold gefur út i bókaflokknum, eru
átta sögur, sem flestir munu nú-
orðið þekkja mætavel: „Lauga og
ég sjálfur", „Pési”, „Knatt-
spyrnumenn". „Kusi”, „Vinur
nvinn Jói og appelsinurnar”,
„Orsakir og afleiðingar", „Myrk-
fælni”, „Litli-Brúnn og Bjössi”.
Sjöunda bindi isafoldar i þess-
um flokki bóka eftir Stefán Jóns-
son, verður skáldsagan „Margt
getur skemmtilegt skeð”.