Þjóðviljinn - 30.11.1974, Page 9
Laugardagur :iO. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
mannsins sé um 150 kr/timann.
Lægsti Dagsbrúnartaxti fyrir
verkamenn er 211 kr/timann.
Engin skyldi þvi ætla að trygging
sjómanna samsvari prófessors-
launum. Augljóst má vera af
þessu, að sá bátur, sem nýtist illa
og aflar aðeins fyrir tryggingu,
borgar aðeins lágmarkstrygg-
ingu til sjómannanna. Með lág-
marks- er átt við, að hluta af
þessari tryggingu notar sjómað-
urinn i háan fæðiskostnað um
borð i bátnum.
Að lækka kaup sjómannanna á
þessum skipum (vegna slæmrar
nýtingar þeirra) er þvi að lækka
þá tryggingu, sem þegar hefur
verið skert af háum fæðiskostnaði
útgerðarinnar, sem hefur verið
skert af óðaverðbólgu hagkerfis-
ins.
Eiga sjómennirnir
aö bera tapið?
Skattalöggjöfin er byggð upp
með það fyrir augum að skatta
sem minnstan hluta af hagnaði
fyrirtækjanna til þess að þau geti
notað afganginn af hagnaðinum
til að jafna upp tapið á taptimum.
Hugsunin er sú, að sá sém leggur
út i vissa áhættu vegna reksturs-
ÞRÓUN AFLAMAGNSINS
OG FLOTASTÆ RÐAR-
INNAR FRA 1940 TIL 1973
(Aflaeining: þúsundir tonnat
flotaeining: þús. brúttólesta)
Ar: •o c sc QJ V} t. C A Sild c >o o J /z a c < Alls c e u « C/1 « j-t O b.
1940 196 214 410 26
1941 210 99 309 26
1942 265 149 414 27
1943 281 183 464 27
1944 325 222 547 27
1945 307 57 364 28
1946 277 135 412 31
1947 307 199 506 49
1948 353 159 512 54
1949 359 74 433 56
1950 316 60 376 58
1951 340 85 425 58
1952 396 32 428 57
1953 380 69 449 57
1954 404 48 452 57
1955 443 54 497 55
1956 430 100 530 55
1957 398 117 515 56
1958 473 107 580 58
1959 455 183 1 639 60
1960 453 136 3 592 70
1961 381 326 3 710 70
1962 351 476 2 3 832 75
1963 380 395 1 6 782 75
1964 415 544 9 3 971 79
1965 382 763 50 5 1200 81
1966 339 771 125 8 1243 80
1967 333 461 97 5 896 86
1968 373 143 78 7 601 84
1969 450 57 171 11 689 79
1970 476 51 192 15 734 79
1971 421 61 183 19 684 79
1972 386 41 277 18 721 83
1973 398 43 442 19 902 92
Athugasemdir: allar tölur eru
afsniðnar i heilt. Þetta veldur
óverulegri skekkju.
Visst samband er á milli flota-
stærðar og aflamagns en þar sem
sóknin er samansett af fleiri þátt-
um en flotastærðinni, þá ber þessi
tafla túlkast með fyrirvara. T.d.
stafar hinn mikli sildar- og loönu-
afli á vissum árum eftir 1960
minna af aukinni stærð flotans en
af betri tækni við að finna og ná i
þessar fisktegundir. I sambandi
við þorskaflann virðist aflamagn-
ið á hinum ýmsu þorsktegundum
vera tiltölulega stabilt eftir 1950.
Á þessum tima breytist flotinn frá
55 til 92 þúsund brúttólonn. Þetta
sýnir sennilega best hina versn-
andi nýtingu flotans siðan 1950 við
þorskveiðar. Þó aflamagnið á
þorsktegundum sé tiltölulega
stabilt eftir 1950, þá segir það
ekkert um samsetningu þessa
þorskafla m.t.t. aldurs.Þær upp-
lýsingar eru að sjáfsögðu at-
hyglisverðastar m.t.t. hagkvæm-
ustu nýtingar á stofnunum. Þess-
ar upplýsingar ættu einnig að
vera til ákvörðunar á þvi, hversu
stóran og hvernig flota við byggj-
um.
ins, skuli bera bæði það tap og
þann hagnað, sem verður árang-
urinn af þessum hættuleik. Þetta
gildir fyrir allan einkarekstur og
erreyndar eittafhinum ,,gullnu”
lögmálum einkarekstursins. I
stjórnarfrumvarpinu er hins veg-
ar gert ráð fyrir þvi, að sjómenn-
irnir beri hluta af tapinu og út-
gerðin allan hagnaðinn. Að sjó-
mönnum er likt við mjólkurkýr er
svo sannarlega réttmætt. Ef að
sjómennirnir eiga að bera tapið,
þá eiga þeir einnig að njóta hagn-
aðarins.
Aðrar orsakir fyrir
„slæmri" rekstrarafkomu
Meginorsökin fyrir þvi að út-
gerðin er ófær um að bera tapið er
einfaldlega sú að hagnaðurinn er
ekki geymdur til tapáranna
heldur er hann fjárfestur löngu
áður en hann kemur upp. Af þess-
ari ástæðu eru engir sjóðir til taks
fyrir tapárin.
Þessi hegðun útgerðar-
mannanna er ofur skiljanleg á
timum verðbólgu, þvi aðalgróða-
lind þeirra er ekki útgerðin held-
ur verðbólgan! En hvernig fjár-
festa þeir gróðann áður en hann
kemur upp? Með lánum er svarið.
Þar sem fæst þessara lána eru
verðtryggð, þar sem vextirnir eru
tiltölulega lágir og þar sem verð-
bólgan er mörgum sinnum meiri
en vextirnir, þá eru þessi lán á
minus-vöxtum. M.ö.o. sá sem lán-
ar út undir nefndum skilyrðum,
hann borgar iántakanda vexti
fyrir að taka lánið. Þetta er út-
gerðarmaðurinn sér vel meðvit-
andi um og reynir þvi eftir bestu
getu að hlunnfara smáspararann.
Það þversagnakennda við þetta
er það, að margir smásparar-
anna eru sjómenn og aðrir laun-
þegar, sem eru ekki i þeirri að-
stöðu að geta verndað sig fyrir
neikvæðum áhrifum verðbólg-
unnar nema með frystikistukaup-
um. En það eru að sjálfsögðu tak-
mörk fyrir þvi, hversu margar
frystikistur þeir geta keypt.
Aö lokum
Hér hefur ekki verið minnst á
aðrar afleiðingar frumvarpsins.
Það verður t.d. athyglisvert að
sjá hvernig tekst að manna skipin
i vetur. Nú er það vitað mál aö
stefna rikisstjórnarinnar verður
ekki að halda uppi fullri atvinnu
heldur „hæfilegu” atvinnuleysi til
að halda aftur af launakröfum
launþegafélaganna. Þetta at-
vinnuleysi i landi kemur þvi
sennilega til með að þvinga menn
á sjóinn gegn vilja þeirra. Þeirra
valfrelsi samanstendur af 1) að
svelta eða 2) fara á sjóinn. Val-
frelsi þrælsins var og er 1) að
svelta eða 2) að vinna skitstörfin.
HVERNIG ER HAGNAÐI (BÝTI)
EINKAREKSTURS RÁÐSTAFAÐ?
HVERNIG ER HAGNADI
(BÝTI) EINKAREKSTURS-
INS RAÐSTAFAD
Hvað verður um þennan af-
skriftahagað einkarekstursins
sem bær og riki verða af. Það
fer varla á milli mála, að sá
skattur, sem þau missa af á
þeryian hátt skiptir miljörð-
um. Þetta þýðir ekki að heild-
arskatturinn minnki. Þetta
þýðir einfaldlega, að aðrir
skattgreiðendur fá hærri
skatt. Hér er þvi um hreinan
þjófnað að ræða, þjófnað frá
þeim skattgreiðendum, sem
þurfa að greiðá skatt fyrir þá,
sem $tela undan skatti. Hvað
gera þjófarnir við býtið? Jú,
þeir ráðstafa þvi á 3 vegu:
1. á fyrirtækið
Þeir stækka fyrirtækið, sem
eykur enn frekar fyrningar-
möguleika fyrirtækisins og
þar með hagnaðinn.
2. á sig og sina
Undir öllum kringumstæð-
um reyna þeir að bæta hag
sinn og sinna. Og að sjálfsögðu
á kostnað hinna, sem stolið er
frá. Hvernig þá? Jú,þeir fjár-
festa býtinu i iburðarmiklu i-
búðarhúsi fjölskyldunnar og
nauðga þar með öllum lög-
málum um húsnæðislýðræði.
Þeir fjárfesta býtinu i dýrum
gjaldeyriskrefjandi lúxusvör-
um eins og bilum (CADILAC
sá ég ekki alls fyrir löngu) og
herða þar með ólina að t.d.
gjaldeyrisþurfandi islenskum
námsmönnum. Þeir fjárfesta
býtinu i menntun barna sinna
og nauðga þar með öllum lög-
málum um menntunarlýð-
ræði. Það er afar sorglegt að
vita til þess að það sé gert með
skattpeningum heiðarlegra
skattgreiðenda, sem geta ekki
(vegna hárra skatta) kostað
sin eigin börn til náms. Við
vitum sennilega öll ótal mörg
dæmi um miður gefna ein-
staklinga sem keyptir hafa
verið i gegnum menntaskóla
og háskóla á kostnað hinna
efnasnauðu sem voru vel
fallnir til æðra náms.
3. á flokkinn
1 þriðja lagi fjárfesta þeir
býtinu i pólitiskum tilgangi,
beinteða óbeint. Óbeina leiðin
er t.d. farin i gegnum keyptar
auglýsingar i Morgunblaðinu.
Allir vita, sem eitthvað hafa
kynnt sér blaðarekstur. að
auglýsingarnar eru aðaltekju-
lind þeirra. Blað sem hefur
miklar auglýsingatekjur hefur
þvi ráð á ýmsu sem blað með
minni auglýsingatekjur hefur
ekki ráð á. Ef við litum td. á
Morgunblaðið, þá hefur það
mun fleiri blaðamenn en önn-
ur blöð. Það getur þvi boðið
upp á fleiri fréttir, þó.gæði
þeirra þurfa ekki að vera
meiri en á fréttum annarra
blaða. Morgunblaðið getur
einnig kostað á sig mun full-
komnara dreifingarneti en
önnur blöð. Morgunblaðið get-
ur einnig kostað á sig að halda
verði dagblaðanna niðri til að
gera rekstrarafkomu annarra
blaða erfiðari. Svona má lengi
halda áfram. En af þessu má
sjá, að rekstrarafkoma vissra
dagblaða þarf ekki að starfa
af slæmum rekstri þessara
blaða, heldur stafar hún öllu
frekar af mismuni i sam-
keppnisaðstöðu. Það er hlægi-
legt að vita til þess að sú betri
aðstaða sem Morgunblaðið
hefur sé beinlinis fjármögnuð
með þvi býti sem einkarekst-
urinn stelur frá heiðarlegum
skattgreiðendum.
Með þvkkara blaði (fleiri
auglýsingar og fréttir) og
betra dreifingarkerfi hefur
upplag Morgunblaðsina aukist
þaö mikið að það hagnast
einnig á eintakasölunni.
M.ö.o. hagnaðurinn eykst sem
stuðlar enn frekar að dreif-
ingu blaðsins og þar með póii-
tiskum áróðri og áhrifum
Sjálfstæðisflokksins. Nálgast
þetta næstum einokun á skoð-
anamyndun landsmanna.
Beina leiðin er að styrkja
Sjálfstæðisflokkinn beint með
býtinu. Það er ófur eðlilegt að
Sjálfstæðisflokkurinn vilji
setja og viðhalda viss lög sem
t.d. auka fvrningarmöguleika
einkarekstursins. Þessi lög
slefna nefnilega óbeint og
beint að þvi að fjármagna all-
an pólitiskan rekstur Sjálf-
stæðisflokksins.
Enginn skvldi ætla að þetta
sér gert ómeðvitað. Nei. þetta
er þaulhugsað af mönnum
(lögfræðingum ). sem eru sér-
fræðingar i lögum frumskóg-
arins.
RAÐSTOFUN Á BÝTI
EINKAREKSTURSINS
sig og sínir
lúxus- I menntun
vörur I sinna
r
býtiö
fyrirtækið
I
stækkun fyrir-
tækisins
auknar. af-
skriftir m.m.
f lokkurinn
styrkur til
f lokksins
I
betri sambönd
aukið býti