Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StDA 7 laxveiðigöngur. Þetta taldi Gunnar Thoroddsen sig geta full- vissað Odd um siðar á fundinum að væri hin mesta firra. Oddur kvað bændur almennt vera sein- tekna og lagði til að greinargóðir menn yrðu valdur úr hópi bænda til þess að heimsækja málmblendiverksmiðjur i ná- grannalöndunum. Þá myndu þeir ef til vill sannfærast um að þær væru eins hættulausar og fram- sögumenn á fundinum h'éldu fram. Stefán Jónsson, alþm. spurði Baldur Johnsen, hvernig hann gæti verið svo sannfærður (sbr. sjónvarpsviðtal á dögunum) um að ekki væri kvikasilfur og blý- mengun frá verksmiðjunni. Stefán kvaðst hafa undir höndum grein úr riti norskra náttúru- verndarsamtaka, þar sem segði, að yfir málmbræðslur legðist ó- hreinsanlegt ský af kvikasilfri og blýsamböndum, sem þéttist og félli yfir stór landssvæði. 1 grein- inni væri þvi haldið fram, að sannað væri, að þetta úrfelli ylli tjóni á ýmsum vatnadýrum. Baldur Johnsen varð tvisaga i þessu máli, en tók þó af skarið i lokin og kvað mengun af þessu tagi verða undir skaðsemismörk- um i málmblendiverksmiðjunni. Fleiri tóku i sama streng i mengunarmálunum. Friðjón Þórðarson, sýslumaður Dala- sýslu, og Asgeir Pétursson, starfsbróðir hans, lögðu báðir á- herslu á að skýrari svör þyrftu að fást við spurningum um mengun- armál heldur en Baldur Johnsen gaf á fundinum. Þótt þeir sýslu- menn slægju ýmsa varnagla mátti þó ráða af máli þeirra að þeir væru hlynntir verksmiðju- áformunum. Bjarnfriður Leós- dóttir á Akranesi taldi ráðamenn furðu bjartsýna á mengunarsið- gæði bandariska auðhringsins. Hún benti á að sildarmjölsverk- smiðjan á Akranesi og Sements- verksmiðjan á Akranesi væru miklir mengunarvaldar þótt þau væru alislensk fyrirtæki. Enda þótt túlipanarnir undir Sements- verksmið juveggnum hefðu blómstrað vel i sumar eins og Daniel Agustinusson, forseti bæjarstjórnar, á Akranesi, hefði haldið fram, væri Ingólfur Daviðsson, náttúrufræðingur á annarri skoðun. Hann hefði komið á Akranes og rannsóknir hans á trjágróðri á Akranesi bentu til þess að hann væri að veslast upp vegna mengunar frá sements- verksmiðjunni. Bjarnfriður taldi vist að Gunnari Thoroddsen yrði i lófa lagið að kippa þessu i lag úr þvi hann réði svo vel við Union Carbide. Haukur Hafstað, fram- kvæmdastjóri Landverndar, taldi málflutning ráðherranna á fund- inum dæmigerðan fyrir vinnu- brögð ráðamanna til þessa i um- hverfismálum. Hann kvað tima til kominn að temja sér nýjan hugsunarhátt og vinnubrögð i umgengni við landið og kvað greinilegt að þessi „siðbót” i hugsunarhætti ætti sé sterkan hljómgrunn meðal hins almenna fundarmanns. Siðasta orð islenskra yfirvalda Baldur Johnsen, læknir, þurfti oft að koma i pontu til þess að svara gagnrýni. 1 siðustu umferð- inni benti hann á að islendingar hefðu öll skilyrði til þess að setja strangari kröfur i mengunarmál- um en gömlu iðnaðarþjóðirnar. Hann svaraði þvi að visu ekki hvort miðað yrði viö bandarisku lágmarksstaðlana, þegar afstaða yrði tekin til þess hvort verk- smiðjan fengi starfsleyfi. Fundið var að þvi af nokkrum fundar- manna, að samkvæmt lögum get- ur heilbrigðiseftirlitið ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi starfsleyfi fyrir verksmiðjuna fyrr en um það verður sótt. Það er ekki hægt að gera fyrr en alþingi hefur samþykkt frumvarp um málmblendiverksmiðjuna og stofnun félags isl. rikisins og Uni- on Carbide, er orðin að veruleika. Vildu menn skilja það þannig að ekki væri hægt að veita eða neita rekstrarleyfis fyrr en það væri um seinan. Baldur Johnsen lagði þá áherslu á að treysta yrði Isl. embættismönnum, sem falið væri að segja siðasta oröið i þessum efnum, til þess að gera það ein- arðlega, og fullvissaði hann fund- armenn um að hann hefði ekki látið blekkjast ,,af sakleysissvip” ráðamanna bandariska auð- hringsins. Almennar umræður Af framansögðu má sjá að mengunar- og umhverfismálin voru efst i huga fundarmanna. Ekki þar fyrir að synja, að miklar umræður urðu um aðra þætti málsins. Einar Valur Ingi- mundarson, umhverfisverk- fræðingur, hafði tekið saman athugasemdir við skýrslu viðræðunefndarinnar um orku- frekan iðnað i 32 liðum, og dreift á fundinum, Rakti hann þessar athugasemdir, sem Jóhannes Nordal, formaður nefndarinnar, svaraði sfðar á fundinum. Ekki er rúm til þess að tiunda hér öll þau atriði sem fram komu i þessum umræðum, en ræða doktors Jó- hannesar var helst til þess fallin að skýra málið fyrir fundar- mönnum af hálfu þeirra sem að þvi hafa staðið. Jóhannes gerði grein fyrir þjóðhagslegum forsendum verksmiðjunnar og nauðsyn þess að renna fleiri stoöum undir atvinnulifið. Hann átaldi fundarmenn fyrir einhæfni i umfjöllun málsins. Nokkrir fundarmanna vöktu máls á þvi að raforkuverðið til auðhringsins væri hlægilega lágt miðaö við það verð sem notendur á lslandi þyrftu að greiða. Meðal þeirra var Ingibjörg Bergþórs- dóttir, húsfreyja I Fljótstungu á Mýrum. Guðmundur Þorsteins- son á Skálpastöðum taldi augljóst að I þvi félagi sem til stæði að stofna með auðhringnum væri hagur Union Carbide tryggður I hvivetna, en islendingar bæru áhættuna. Mikið var rætt um það hvort stóriðjan myndi draga vinnuafl frá landbúnaðinum eða efla hann og sýndist sitt hverjum. Daniel Ágústinusson, forseti bæjar- stjórnar á Akranesi, sagði i sömu ræðunni, að nauðsynlegt væri að skapa tvö þúsund vinnufúsum höndum á ári atvinnu með upp- byggingu iðnaðar og að málm- blendiverksmiðjan væri mikilvæg I þvi sambandi og siðar, að vegna þess hve fáir starfsmenn yrðu i verksmiðjunni myndi hún engin áhrif hafa til röskunar á núverandi atvinnuháttum. Séra Jón Einarsson kvaðst vera fylgjandi þvi að ýmiss konar iðnaður yrði rekinn I fjórðungn- um ásamt hinum hefðbundnu at- vinnugreinum til þess að gera at- vinnulífið fjölbreyttara. Hann kvaðst hinsvegar ekki viss um að stóriðja væri það sem hentaði best. Hann beindi spurn- ingum til ráðamanna sem og fleiri um það hvort ekki væri hægt að nota innlend hráefni til fram- leiðslu i Islenskum verksmiðjum og nefndi þar til köfnunarefni, perlusteinsframleiðslu og glerullarframleiðslu úr gosefnum. Jóhannes Nordal svaraði þessu á þann veg að til þessa hefði köfnunarefnisfram- leiðsla með rafgreiningu ekki verið talin arðbær og þvi ekki talið ráðlegt að ráðast i nýja áburðarverksmiðju. Nú hefðu hinsvegar forsendur allar breyst og byrjað væri fyrir alvöru að kanna möguleika á nýrri áburða rverksmið ju . Um perlustein og framleiðslu úr gos- efnum sagði dr. Jóhannes að hún væri enn langt frá þvi að vera arðbær. Séra Jón Einarsson varaði mjög eindregið við þvi að litið væri á bændur sem annars flokks stétt, eins og stundum virtist örla á, og að ekki mætti láta þá gjalda þess að sveitirnar væru smáar einingar i þjóðfélaginu. Aður hafði doktor Jóhannes varað menn við þvi að lita einungis á það að einhverjir kynnu að hverfa úr landbúnaðarframleiðslu til iöjustarfa, heldur þyrfti lika að meta það til gildis, að margir fengju þarna möguleika til annarskonar starfa en áður hefðu boðist. Séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur- á Staðastað á Snæfells- nesi, sagði fundarmönnum dæmi- sögu af vitringunum þremur og almúgamanninum félaga þeirra. Þeirfyrrnefndu notuðu visku sina til þess að lifga við ljón, en gáðu ekki að þvi að forða sér eins og almúgamaðurinn, áður en villi- dýrið vaknaði i ljóninu. Þeirra endalok urðu dapurleg, og séra Rögnvaldur lagði út af sögunni á þann veg að varlega skyldi treysta hagspekingunum og sér- Mývetningar og þingmenn á leið til Leirár I fyrradag. Staldrað við á Grundartanga og litast um i landi Klafastaða, þar sem málmblendiverksmiðja rikisins og Union Carbide er ætlað að risa. Frá vinstri: Þorgrimur Starri Björgvinsson, Jónas Árnason, Sigurður Þórisson og Stefán Jónsson. Séra Jón Einarsson, i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Baldur Johnsen, forstöðumaður heiibrigðiseftirlitsins heldur á lofti kvarsmola til fróöleiks fyrir fundarmenn. fræðingum, sem þylduyfir mönn- um ágæti málmblendiverksmiðj- unnar. Höfnin á Grundatanga Jóhannes Nordal sagði meðal annars að við Grundatanga væri liklega besta hafnarstæði á landinu og það hefði einmitt verið valið með stækkunarmöguleika fyrir augum. Var það samdóma álit ráðamanna að höfnin gæti orðið arðbær i framtiðinni og mikilvæg umskipunarhöfn, sem yrði I eigu sveitarfélaganna á svæðinu. Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur, gerði grein fyrir teikningum af höfninni. I þvi sambandi spurði Brandur Jónsson, bóndi á Katanesi, hvort til stæði að stækka hafnarsvæðið enn miðað við fyrirliggjandi teikningar, hvort ekki hefði mátt velja höfninni hentugri stað á tanganum með tilliti til umhverfisverndar og hvernig vegalagningu yrði háttað. Tilefni spurningarinnar var meðal annars það að mælingamenn höfðu stundað það nokkuð að klkja með mælingatækjum sinum inn i haughús Brands á Katanesi. 1 svari Gunnars kom fram að margt er enn óráðið i sambandi við nánari hönnun hafnar og vegalagningu frá henni, en hann staðfesti, að mælingamenn hans hefðu ekkert átt með það að vera að kikja inn i haughús Brands: þangað hefðu þeir ekki átt neitt erindi. Á fundinum var nokkuð rætt um unga fólkið og afstöðu þess til stóriðju. Hún kom glögglega i ljós, er Birgir Karlsson, kennari við Leirárskóla, las upp ályktun, sem samþykkt var af sjö ungmennum á fundi i félags- heimili Leirár- og Melahrepps 4. des. sl. Þau eru öll búsett i hrepp- unum sunnan Skarðsheiðar. 1 ályktuninni er þeirri stefnu núverandi stjórnvalda að reisa verksmiðju á Grundartanga harðlega mótmælt, og þvi haldið fram að hún myndi valda óbætan- legu tjóni á náttúru og hefði i för með sér mjög óæskileg áhrif á líf Ibúa þessa svæðis. Loks skora ungmennin á alla hugsandi ibúa hreppanna fjögurra sunnan heiðar að sameinast gegn drag- bitnum. Þingeyingaþáttur Sigurður Þórisson frá Græna- vatni I Mývatnssveit sagði fundarmönnum i upphafi sinnar ræðu, að hann hefði lagt á sig langa ferð til þess að segja frá reynslu mývetninga af Kisil- iðjunni, sem gæti orðið borg- firskum bændum viti til varnaðar. Mýventingar hefðu ekki gert sér grein fyrir þvi hvaða áhrif á félagslif og umhverfi þeir kölluðu yfir sig með þvi að mótmæla ekki byggingu iðju- versins. í kjölfar þess hefði fylgt hvorutveggja, mengun hugans og náttúrunnar. Sigurður svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum, meðal annars frá séra Jóni Einarssyni og skýrði nánar út félagsleg áhrif af stóriðjurekstrinum i Mývatns- sveit. Hann kvað greinilegt að Kísiliðjan og það sem henni fylgdi hefði stuðlað að tviskiptingu sveitarinnar. Vonandi leiddi það ekki til þess að sveitarfélagið klofnaði, annarsvegar i sveita- hrepp fámennan og hinsvegar i þéttbýliskjarna. Verksmiðjusvæðið væri á tvennan hátt úr eðlilegum tengslum við sveitina. t fyrsta lagi ættu þeir sem þar vinna erfitt með að taka þátt i félagslifi sveitarinnar vegna vakta- vinnunnar, og i öðru lagi kæmu margir velmenntaðir starfsmenn i Kisiliðjuna til þess að vinna sig i álnir. Eftir tvö þrjú ár búsettu þeir sig svo á þéttbýlissvæðunum t.d. i Reykjavik. Þá kæmu nýir i staðinn, sem ekki næðu að festa rætur. Þá nefndi Sigurður að bændur væru ekki samkeppnis- færir við verksmiðjuna um kaup- greiðslur og greiddu þar af leiðandi ekki eins hátt útsvar. Það væri þvi tilhneiging til þess að lita á þá sem bónbjargarmenn og annars flokks þjóðfélags- þegna. Um „menningar- neysluna” sagði Sigurður að hún hefði ekki aukist við tilkomu þétt- býliskjarnans. Sem dæmi um það nefndi hann, að ungmenna- félagið sem starfað hefði frá 1909, væri nú klofið, og karlakórinn, sem stofnaður var 1921, starfaði ekki lengur. Ekki vildi þó Sigurður kenna kisiliðjunni um þetta alltsaman einni sér, en taldi þó augljóst að hún hefði haft sin áhrif. Þá gerði hann að umtalsefni erfiðleika þá, sem oft virtust vera á þvi að ná eyrum embættis- manna, og minnti á að þing- eyingar hefðu orðið að gripa til sprerigjunnar til þess að koma i veg fyrir að allsendis óþörf mannvirki eyðulegðu lifkeðju Laxár og Mývatns. Til Baldurs Johnsens beindi hann þeim orðum, að leiðir þeirra hefðu legið saman i upphafi, en sér virtist sem eitt- hvað hefði dofnað vilji hans til þess að fylgja orðum sinum eftir. Hann kvað það mikilvægt að hægt væri að treysta á stofnanir eins og náttúruverndarráð og heilbrigðiseftirlitiðog að frá þeim kæmu óhlutdrægar og greina - góðar upplýsingar. Loks gerði Sigurður það að umtalsefni, að I sveitahreppum drykkju menn með móðurm jólkinni þann hugsunarhátt að samhjálp, sam- vinna og samhugur væri aðal mannlegra samskipta. 1 þvi lifs- gæðakapphlaupi sem nú réði væri mikil hætta á þvi, að frumskogar- lögmálið væri látið ráða, og ekki virtist þurfa margar isl. krónur til þess að villa mönnum sýn, hvað þá þegar asninn kæmi gull- klyfjaður að borgarhliðunum i gervi stóriðju. Þorgrimur Starri Björgvinsson frá Garði i Mývatnssveit beindi orðum sinum til borgfirska bænda og húsfreyja og verkafólks i iðnaði og fiskiðnaði, en kvaðst ekki eyða stuttum ræðutima sinum á embættismenn, sem ekki þýddi að ræaða við, né heldur ræða um þjóðhagslega nauðsyn stóriðju, sem væri hrein þjóð- saga. Hann kvaðst vera á móti stóriðju i hvaða mynd sem væri. Henni fylgdi alltaf allskonar mengun og vandræði. Starri sagðist hafa orð eins færasta náttúrufræðings landsins fyrir þvi, að ekkert gæti bjargað lifkerfi Mývatns nema krafta- verk, sem væru orðin sjaldgæf i seinni tið. Starri beindi þeirri eindregnu askorun til borgfirð- inga að þeir risu upp og snerust gegn stóriðjuáformunum. Hann eggjaði þá lögeggjan að sýna samstöðu um að stöðva þessi áform. Fundarmenn gerðu mjög góðan róm að máli Starrra og þeirra mývetninga beggja og þökkuðu þeim komuna um langan veg, þar á meðal sýslumennirnir báðir. 1 fundarlok var þó vakið máls á þvi af tveimur akurnesingum, að för þingeyinganna hefði verið farin i Frh. £ bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.