Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVIL.JINN Föstudagur 6. desember 1974. Fundurinn, sem haldinn var I félagsheimili Leirár- og Melasveitar I fyrradag og boðað var til af hálfu iðnaðar- og samgönguráðherra rlkis- stjórnarinnar verður lengi I minnum hafður, þó ekki nema sé fyrir það hvað hann var langur. Hann stóð samfleytt frá kl. 14 til kl. 21.30. Þegar flest var voru fundarmenn tæplega 300. Um þrjátiu manns tóku til máls á fundinum og þar af var rúmlega helmingur ræðumanna úr Vesturlandskjördæmi, nær og fjær fyrirhuguðu verksmiðjusvæði. Fundurinn sem var boðaður til þess að kynna áform stjórnvalda um byggingu málmblendiverksmiðju I félagi við bandarlska fyrirtækið Union Carbide snerist upp I kynningu borgfirðinga og annarra vest- lendinga á viðhorfum slnum til umhverfismála og stóriðju. Virtist ráð- herrum og embættismönnum koma á óvart þegar fundarmenn hver eftir annan lýstu efasemdum sinum og andstöðu gagnvart stóriðju- áformunum. Mjög var á þaðdeilt að nú fyrst skyldi vera farið að kynna málið, þegar það er að komast á ákvörðunarstig. Svo mikil var andstaðan sem I Ijós kom á fundinum, að I lok hans sagði Gunnar Thoroddsen, að ef borgfirðingar vildu ekki málmblendi- verksmiðjuna væru nógir aðrir um boðið. Ætlun ráðherranna var að halda sérstakan fund með sveitarstjórnarmönnum og sýslunefndar- mönnum að loknum hinum almenna fundi, en vegna þess hve fundar- mönnum lá mikið á hjarta varð að fresta honum þar til I næstu viku. Mikil stemmning var á fundinum og lagði fundarstjóri til að hætt yrði að klappa fyrir ræðumönnum, svo það tefði ekki fundarstörfin. Og á meðan rætt var I fundarsalnum um fjárfestingu upp á 8-9 miljarða og áhrif hennar á atvinnuhætti og umhverfi rukkaði einn hreppstjóranna sunnan Skarðsheiðar inn hundaskattinn. Þrjátiu krónur kostar að hafa hund þar i sveitum og hefur kostaðlengi. Var það mál sumra að hunda- skatturinn yrði það eina sem stæði eftir óbreytt þegar stóriðjan I Hval- firði væri komin I fullan gang. Séð yfir þéttsetin fundarsal félagsheimilis Leirár- og Melasveitar. Fremst má sjá Jóhannes Nordal, Þorvald Alfonsson, aðstoðarmann iðnaðarráðherra, Jónas Arnason, Odd Ólafsson, alþm. Friðjón Þóröarson, sýslumann i Dalasýslu, Gunnar Sigurðsson, verkfræðing, Baldur Johnsen, forstöðumann Heilbrigðiseftirlits rikisins og Hauk Hafstaö, framkvæmdastjóra Landverndar. Miklar efasemdir og and- staða á Vesturlandi gegn stóriðju í Hvalfirði Halldór E. Sigurösson I ræðustól og Gunnar Thoroddsen ráðgast við As- geir Pétursson, sýslumann Borgfirðinga, um fundarsköpun. Til hliðar sitja séra Jón Einarsson og Sigurður Sigurðsson oddviti. Þótt fundarboð á kynningar- fund iðnaöar- og landbúnaðarráð- herrann bærist seint um Borgar fjarðarhérað með blöðum og ekki hefði þótt ástæöa til þess að aug- lýsa fundinn I útvarpi voru um 150 manns, fróðleiksfúsir áheyrendur, búnir að taka sér sæti i félags- heimilinu að Leirá um tvöleytið á miðvikudaginn. Þegar flest varð um daginn voru fundargestir rúmlega tvöhundruð. Ráöherr- arnir létu biöa eftir sér, en Gunn- ar Thoroddsen hóf svo fundinn með þvi að bjóða menn velkomna og skipa Asgeir Pétursson, sýslu- mann borgfiröinga og Sigurð Sigurðsson, oddvita i Lambhaga I Skilmannahreppi, fundarstjóra, og séra Jón Einarsson i Saurbæ á Hvalfjaröarströnd fundarritara. Sá siðastnefndi átti fyrir höndum ærið verk, sem eini skrásetjarinn á hátt i átta tima löngum fundi og þátttakandi i umræðum. A þennan kynningarfund voru margir langt að komnir, þótt borgfirskir bændur og húsfreyjur væru að sjálfsögðu i miklum meirihluta. Fólk allstaðar að úr Vestur- landskjördæmi hafði lagt á sig langa ferö, en lengst að voru þó komnir þeir mývetningar, Sig urður Þórisson, bóndi á Græna- vatni, og Þorgrimur Starri Björg- vinsson, bóndi i Garöi. Þeir komu til þess að vara stéttarbræður og sýstur i Borgarfiröi við hættum stóriðju og miðla þeim af reynslu mývetninga af Kisiliðjunni og fyrirtækinu Johns Manville. Ráö- herrarnir Halldór E. Sigurðsson og Gunnar Thoroddsen mættu til leiks studdir sérfræðingnum, Baldri Johnsen, lækni og for- stöðumanni Heilbrigðiseftirlits rikisins, Jóhannesi Nordal, seðla- bankastjóra og formanni við- ræöunefndar um orkufrekan iönaö og Gunnari Sigurðssyni, verkfræðingi, sem hannað hefur hafnarmannvirki á Grundar- tanga. A fundinum héldu þeir framsöguræður og svöruöu fyrir- spurnum. Fátt nýtt kom fram i framsögu- ræðum ráðherranna, og endur- tóku þeir aö mestu þaö sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum. í máli þeirra beggja kom þó fram að rikisstjórnin hefði ekki enn tekið afstöðu til byggingar málm- blendiverksmiðju i félagi við Union Carbide og málið væri þvi enn á afgreiðslustigi. Hinsvegar tóku þeir báðir fram að perSónu- lega þættu þeim stóriðjuáformin álitleg og að framkvæmd þeirra yrði Vesturlandi og landsmönn- um i heild til framdráttar. Gunn- ar Thoroddsen gerðilitið úrþeirri röskun, sem verksmiöjan myndi valda á atvinnulifi I B.orgarfirði, og benti á reynsluna af álverinu i Straumsvik og Keflavikurflugvöll máli sinu til sönnunar. Siðar á fundinum var ráðherranum bent á að óliku væri saman að jafna, þegar gerður væri samanburður á þéttbýlustu svæðum landsins annarsvegar og Borgarfjarðar- svæðinu hinsvegar. Málmblendiverksmiðjuna á aö reisa I landi Klafastaöa á Grundartanga. Halldór E. Sigurðsson sagöist hafa rætt við Klafastaðasystkinin voriö 1973 og fengið þær upplýsingar að þó að þau hefðu engan verulegan áhuga á að leigja eða selja land undir verksmiðjuna, myndu þau ekki koma i veg fyrir byggingu henn- ar. Þeirri spurningu sem siðar kom fram á fundinum um hvort lönd bænda kringum verksmiðju- svæðiö yrðu tekin eignarnámi, ef ekki semdist, svaraði Halldór ekki. Aö öðru leyti lögðu ráðherr- arnir áherslu á að stefna þeirra varðandi málmblendiverksmiöj- una væri einungis áframhald þeirrar stefnu, sem vinstri stjórn- in mótaði á sinum tima. Menningarspurningunni ósvarað Baldur Johnsen, læknir, for- stöðumaður heilbrigöiseftirlits- ins, hafði framsögu um meng- unarvarnir. Hóf hann mál sitt á þvi að lýsa þeim hættum, sem stóriðja hefði leitt af sér viöa i hinum þróuöu iðnrikjum. Jafn- framt benti hann á framfarir og strangari kröfur I þessum efnum á siöustu árum og taldi banda rikjamenn og Union Carbide brautryðjendur i þessum málum. Þá lýsti hann Bandarikjaför sinni á fund fulltrúa Union Carbide og lauk máli sinu með þvi að segjast vera sannfærður um að ekki væri meiri mengunarhætta af málm blendiverksmiðju en venjulegu járnsmiðaverkstæði, ef farið væri eftir ströngustu kröfum. Af mál- flutningi Baldurs Johnsens og sið- ar Gunnars Thoroddsens á fund- inum, sem i báöum tilvikum var grundvallaður á einkaviðtölum þeirra við forsvarsmenn Union Carbide i Bandarikjunum, mátti helst ráða, að loft, láö og lögur kringum Grundartanga yrði mun hreinni eftir byggingu verksmiðj- unnar en áður. Til sannindamerkis málflutn- ingi sinum hafði Baldur Johnsen kvartsmola, ferosilikonmola og tvær litlar ljósmyndir.sem gengu milli fundarmanna, og sýndu stjórnborð málmblendiverk- smiöju I Bandarikjunum og reyk- lausa reykháfa. Þetta fannst mörgum fundarmanna þunnur þrettándinn og flestir sem i pontu komu lýstu áhyggjum sinum vegna mengunarhættu, og svör læknisins urðu frekar til þess að auka á þær. Tak þennan kaleik frá oss Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum i Lundarreykjadal, vakti máls á þvi hvort umhverfis- verndarkaflinn i skýrslu viðræðu- nefndarinnar, sem fyrir fundin- um lá, væri ekki þannig oröaður, að hann þýddi ekki neitt, eins og samsetningur, sem lögfræðingur i Reykjavik hefði eitt sinn lagt sig fram um að gera af öðru tilefni. Siðan beindi hann spurningum til Baldurs og benti á, að túlkun hans á heilbrigðisreglugerð vinstri stjórnarinnar, þar sem minnst er á allskyns stóriöju og bræðslu væri vægast sagt einkennileg. Aö halda þvi fram að reglugerðin mælti svo fyrir að ráðast ætti i stóriðju væri álika greindarlegt eins og halda þvi fram aö flytja ætti inn skriðdreka og vigvélar þótt þeirra væri getið á tollskrá Islands. Séra Jón Einarsson vis- aði á bug fullyrðingum um að annarlegar ástæður lægju að baki efasemdum bænda sunnan Skarösheiðar um ágæti mengun- arvarnar i væntanlegri málm- blendiverksmiöju. Prestur benti á að dýrmætasta eign Islendinga væri hreint loft og heilbrigð náttúra og nauðsynlegt væri að þessi lifsgæði væru i eigu islendinga sjálfra óskert. Þess vegna væri knúið á um sannfær- andi rök fyrir þvi að verksmiðju- reksturinn væri hættulaus. Þórunn Eiriksdóttir, húsfreyja á Kaðalsstöðum I Stafholtstung- um, minnti á að bandarikjamenn hefðu þegar nógu sterk itök i Hvalfirði og efaðist einnig um, að það væri best ósk fólks sonum sin- um og dætrum til handa að þau yrðu vaktavinnuþrælar i stór iöjuveri. Þá kvað hún nær að hlúð væri að þeim smáiönaði sem fyrir væri i kjördæminu og þesskonar iðnaður yrði efldur I tengslum við sjósókn og landbúnað, sem betur félli inn i núverandi atvinnuhætti. Hún lét einnig i ljós áhyggjur um hvað verða myndi um lifriki Hvalfjarðar. Jlún beindi að lokum orðum sinum til embættismanna og ráðherra á fundinum og sagði: „Festið ekki augun um of á háum fjárhæðum. Hugsið lika um það sem tapast. Hugsið ykkur vel um og vegið og metið — og ef mögu- legt er, takiö þennan kaleik frá okkur.” Geysileg röskun á mannlifi Guðmundur Brynjólfsson, bóndi og sýslunefndarmaður á Hrafnabjörgum á Hvalfjaröar- strönd. tók undir með þeim mörgu á fundinum, sem töldu kynninguna vera seint á feröinni. Hann taldi augljóst að verk- smiöjubyggingin myndi valda geysilegri röskun á mannlifi og draga vinnuafl úr sveitum. Þetta myndi auka mjög á þau vand- kvæði sem fyrir væru á þvi aö eölileg kynslóðaskipti ábúenda gætu átt sér stað i sveitum. Oddur Andrésson, bóndi á Hálsi i Kjós, spurðist fyrir um það hvort hugsanlegt væri að ryk eða önnur andrúmsloftsmengun bær- ist yfir Hvalfjörð og hefði áhrif á Sagt frá fundi Halidórs E. Sigurðssonar og Gunnars Thoroddsens um málmblendiverksmiðjuna sem haldin var að Leirá í fyrradag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.