Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1974. BÓKAHILLAN Loftur Guðinundsson: Þrautgóðir á raunastund, 0. liindi. Rvík 1974. Örn og Örlygur. Ritsafnið. Þrautgóðir á raunastund, sem Steinar J. Lúðvíksson blaðamaður hefir skráð og sainið, er þegar orðin gagnmerk heim- ild um merkilegan þátt í baráttusögu þjóðar vorrar á þessari öld. Þar hefir verið rakin sjóslysasaga nokkurra áratuga, lýst hetjulegri baráttu, hörmulegum atburðum en einnig gleðilegum sigrum. í þessu bindi, sem Loftur Guðmundsson rithöfundur semur, er brugðið á nýtt ráð og skýrt frá ævi og störfum þriggja manna, sent hæst ber í þvx að skipuleggja björgunarstarf og korna á fót al- mennum slysavörnum. Þeir eru: Síra Oddur Gíslason, Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti og Jón E. Bergsveinsson erind- reki. Gerð er allrækileg grein fyrir ævi þeirra og störfum, en einkum þó öllu því, er laut að slysavörnum. Síra Oddur er braut- ryðjandinn, í aðra röndina ævintýramaður, en á hinn bóginn raunsær athafnamaður, sem eygir markið og ryður brautina, svo að því verði náð, þótt honum auðnaðist ekki að leiða þjóðina fram til sigurs. Enda skilningur og stuðningur annarra lítill. Sigurður skáld braust i að stofna Björgunarfélag Vestmannaeyja, og leysti þar af hendi mikið starf og merkilegt, sem ekki mun síður lifa en hin ágætu kvæði hans. í björgunarstarfinu samein- aðist glöggskyggni og framsýni skáldsins við raunsæja athafnasemi. LofturGuómundsson Þrautgóðir á raunastund t>EIR aotu MtKW t’cltö bindi b|ótyt»ntJr- ag sjoslysosogu fe* lontly cr hclqvd rtilnpíntju þiigtjjd mormo scm hófu mirkí slySavBtno ó loft, þcitro ício Odd'.V GidosOrtorrSigvrðar;Sí(juiðs- jonoi frá Anioiliolti. oy Jóns i. Berg svcins'. cnm. órindrokfi SVFl Jón E. Bergsveinsson varð brautryðjandi á tveimur sviðum ís- lenskrar útgerðar, hann lærði fyrstur íslendinga meðferð síldar og kom með því fótum undir síldveiðamar, og síðar verður hann einn aðalstofnandi Slysavarnafélags íslands og erindreki um mörg ár, og ;uá fullyrða, að hann ltafi mótað starf þess og stefnu öðrum mönnum fremur. Þessir þrír menn voru harla ólíkir að gerð, uppeldi og ævistörfum, en eitt áttu þeir sameiginlegt, óbil- andi áhuga, framsýni og fórnfýsi til að vinna allt, sem þeir máttu fyrir hugsjón sína, sem þeim öllum var sameiginleg: að forða slysum og bjarga, þar sem bjargað varð. Og ótalin eru mannslífin, sem starf þeirra hefir bjargað, og mikil er þakkarskuld þjóðar- innar við þá. Af þeim sökum er þetta þörf og góð bók, sem í senn heldur uppi minning^þeirra mætu manna og bendir fram á við og eggjar til dáða. Oll er bókin hin læsilegasta, en helst mætti finna að því, að hún sé of stutt. *« Einar frá Hergilsey: Blærinn í laufi. Rvík 1974. Öm og Örlygur. ^ Þettá er önnur skáldsaga höfundar, sem er bóndi vestnr á Barða- strönd, en hefir það hjáverkastarf að tjá hugsanir sínar í skáld- söguformi. Sagan gerist í litum firði, sem er að leggjast í eyði fyrir tíntanna rás. Hún er því jöfnum höndum þjóðlífslýsing á barátu fólksins og einkamálum söguhetjanna, þar sem mjög gætir árckstra í tilfinningum og víxlspora. Höfundur segir vel frá og bregður upp mörgum skyndimyndum af persónuni og atvikum án málalenginga. Persónum, ólíkum að eðli og gerð, er teflt saman og fer honuin það yfirleitt haglega úr hcndi. Undiraklan er átthagaástin og viðnámið gegn eyðingu byggðarinnar. Og sagan endar þar sem söguhetjan stendur föstum fótum á jörð sinni. Einar gjörþekkir það fólk, sem hann lýsir og umhverfi þess. Það ásamt góðri frásagnargáfu er styrkur sögunnar. Þetta er ritdómur úr HEIMA ER BEZT, sem birtist hér sem auglýsing. GÓÐ BÓK ER GÓÐ GJÖF Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Simi: 25722 sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar. Tóti bak- ar, Róbert bangsi og félagar hans lenda i ævintýrum, Söngfuglarnir syngja og Bjartur og Núi steikja hnet- ur. Einnig verður i Stund- inni flutt saga, sem heitir „Sykurhúsið”, og spurn- ingaþáttur með þátttöku barna úr iþróttafélaginu Gerplu og barnastúkunni Æskunni. Loks sýnir Friða Kristinsdóttir, handavinnu- kennari, hvernig hægt er að búa til skrautlega kúlu. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.55 Skák. Stutt, bandarisk mynd. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 19.05 Vetrarakstur. Fræöslu- og ieiðbeiningamynd frá Umferðarráði um akstur i snjó og hálku. Þulur Arni Gunnarsson. 19.25 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Heimsókn. Aning I Eyj- um. Að þessu sinni heim- sækja sjónvarpsmenn Vest- mannaeyinga. Brugðið er upp myndum af endurreisn- arstarfinu i Heimaey og rætt við vestmannaeyinga, innfædda og aðflutta. Umsjón Ömar Ragnarsson. Kvikmyndastjórn Þrándur Thoroddsen. 21.25 Heimsmynd I deiglu. Finnskur fræðslumynda- flokkur I sex þáttum um vis- indamenn fyrri alda og uppgötvanir þeirra. Fyrst er greint frá hugmyndum manna um umheiminn til forna, en siðan koma til sög- unnar visindamennirnir Nikulás Kópernikus, Tycho Brahe, Johann Kepler, Galileo Galilei og Isaac Newton, og er hverjum þeirra helgaður einn þáttur myndaflokksins. 1. þáttur. Fornar hugmyndir um skip- an veraldar. Þýðandi Jón Gunnarsson. Þulur Jón Hólm. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.50 Sunnudagstónleikar. Mynd um norska hljóm- sveitarstjórann Olaf Kiel- land. Fyrst er brugðiö upp mynd frá hljómsveitar- æfingu, en siðan er rætt við Kielland um lif hans og starfsferil. Loks leikur svo norska útvarpshljómsveitin undir stjórn hans. Einleik- ari Kjell Bakkelund. Verkin, sem þar eru flutt, eru Forleikur að Kátu kon- unum i Windsor eftir Otto Nicolai, Forleikur að Aidu eftir Giuseppi Verdi, Coriol- an forleikur eftir Ludwig van Beethoven og Konsert- rondó i D-dúr og Forleikur að Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision —- Norska sjónvarpið) 23.20 Að kvöldi dags. Sr. Tómas Guðmundsson I Hveragerði flytur hugvekju. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Onedin.skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 10. þáttur. Frægur farþegi. Þýðandi óskar Ingimars- son. Efni 9. þáttar: Skip, sem James hefur tekiö á leigu af Callon, týnist i hafi. Skip og farmur er hátt vátryggt en I ljós kemur að púöur, sem var þar meðal annars varnings, ógildir tryggingarsamninginn. Onedinbræðurnir sjá fram á gjaldþrot, og Robert lætur undan hótunum Callons og selur honum búðina fyrir litið fé. James vill ekki gef- ast upp við svo búið. Hann tekur að sér að smygla púðri og byssum fyrir er- lenda uppreisnarmenn og græðir á þvi talsvert fé. 21.40 tþróttir. Fréttir og myndir frá fþróttaviðburðum helgar- innar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.15 Hvað gera norömenn? Norsk heimildamynd um áætlanir þær, sem þarlendir menn hafa á prjónunum um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.50 Dagskrárlok, Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Hjónaefnin. ítölsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Alessandro Manzoni. 8. þáttur, sögulok. Þýðandi Jónatan Þór- mundsson. Efni 7. þáttar: Drepsóttin berst til Mflanó, og meðal þeirra, sem veikj- ast, er don Rodrigo. Renzó veikist einnig, og er um skeið nær dauða en lifi. Hann hressist þó og heldur heim á leið, til að leita frétta af Lúciu. Hún er þá komin til Milanó, og hann hraðar för sinni þangað. I Mflanó fréttir hann að Lúcia hafi verið flutt á farsóttarhúsið. Þar finnur hann hana að lokum innan um fjölda sjúklinga, og einnig rekst hann á föður Kristófer, sem segir honum, hvernig komið sé fyrir don Rodrigó, og fylgir honum að sjúkrabeöi hans. 21.35 Indiánar eru lika fólk. Fræðslumynd um kjör og þjóðfélagsstöðu Indiána I Suður-Ameriku. Annar þáttur af þremur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.10 Heimshorn. Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaöur Jón Hákon Magnússon. 22.45 Dagskrárlokj Miðvikudagur 18.00 Björninn Jógi. Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Hljómplatan. Siðasti hluti fræöslumyndar um hljómplötur og gerð þeirra. Þýðandi Jóhanna Jóhannes- dóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö) 18.40 Filahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Fílahirðir- inn mikli. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglvsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi, Frissi, tölva meö skynfæri, öryggispúðar I bifreiðum. Dauðhreinsuð skurðstofa. Svifnökkvi til þungaflutn- inga. Ferð til Marz. Umsjónarmaöur Sigurður H. Richter. 21.10 Bréfin. Bandarisk sjónvarpskvikmynd, gerð I fyrra. Aðalhlutv. Barbara Stanwick, John Forsythe og Ida Lupino. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. í myndinni eru raktar þrjár sjálfstæðar sögur, sem eiga það sam- eiginlegt, að bréf, sem seinkað hefur um eitt ár, koma óvænt til skila og valda miklum breytingum i lifi sendendanna og þeirra, sem fá bréfin i hendur. 22.30 Eins konar jass. Nýr þáttur. Erlendur Svavarsson, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Þórðar- son, Halldór Pálsson, Rúnar Georgsson og Sigurður Árnason leika jasstónlist I sjónvarpssal. Einnig syngur Janis Carol eitt lag meö hljómsveitinni Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 E ldfuglaeyjarnar. Fræðslumyndaflokkur um dýralif og náttúrufar á Trinidad og fleiri eyjum I Vestur-Indium. 1 regnskógum Trinidads. Þýðandi og þulur GIsli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.20 Kapp með forsjá Bresk sakamálamynd. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Kastijós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. Dagskrárlok um eða laust eftir kl. 23.00. Laugardagur 16.30 Jóga til heilsubótar. Bandarisk mynd með leiöbeiningum i Jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 Iþróttir. Knattspyrnu- kennsla. Breskur kennslu- myndaflokkur. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan. Aörar Iþróttir. M.a. keppni vikunnar: Hástökk i sjónvarpssal. Umsjónar- maöur Ömar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður, 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Læknir á lausum kili. Bresk gamanmynd. Arfurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Ugla sat á kvisti. Getraunaleikur með skemmtiatriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Stjórn Upptöku Egill Eðvarðsson. 21.40 Liljur vallarins. (The Tuttles of Thahiti). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1942, byggð á sögunni „No More Gas” eftir Charles Nordhoff og James Norman Hall. Leikstjóri Charles Vidor. Aðalhlutverk Charles Laughton og John Hall. Þýðandi óskar Ingimarsson. Myndin gerist á Tahiti á fyrri hluta 20. aldar og lýsir lifi fjölskyldu, sem þar býr. Tuttle-fjölskyldan er af er- lendu bergi brotin, en hefur þó mjög blandast ættum eyjarskeggja. Höfuð fjöl- skyldunnar, Jónas Tuttle, er mesti sæmdarkarl, en hon- um og sonum hans er flest betur gefið en fjármálavit. Myndin hefst á þvi, aö sonur hans kemur heim úr sigling- um og hefur með sér forláta hana, en hanaat er uppá- haldsskemmtun Tuttle- fólksins og annarra eyjar- skeggja. Sagan ,,No More Gas” kom út I islenskri þýð- ingu Karls Isfelds fyrir all- mörgum árum undir nafn- inu Liljur vallarins. 23.30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.