Þjóðviljinn - 08.12.1974, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974.
Umsjón: Vilborg Haröardóttir
■ Það vakti furðu margra
og umræður m.a. á siðum
Þjóðviljans er nokkur verka-
lýösfélög undirrituðu kjara-
samning við danskt verktaka-
fyrirtæki, sem áhuga hefur á
umsvifum hérlendis og það
m.a.s. áður en fyrirtækiö hafði
fengið leyfi til atvinnurekstr-
ar.
■ Skýringar forystumanna
verklýðssamtakanna voru, að
betra væri að tryggja sig með
samningi en vera samnings-
laus, þarsem ekkert sam-
kvæmt íslenskum lögum
hindraði, aö fyrirtæki af þessu
tagi kæmist hér inná vinnu-
markaðinn.
■ Hinsvegar virðist ekki
hvarfla að neinum og kemur
hvergi fram I umræöum með
og móti samningum, að það
gæti veriö fullkomlega eðlilegt
verkefni verklýðshreyf-
ingarinnar að reyna að bæta
um það sem á vantar I lögum
og koma sjálf I veg fyrir það
fordæmi sem skapast með að
hleypa þessum erlenda
verktaka inná markaðinn.
Þaö er stór spurning, hvort
verklýðshreyfingin I viöleitni
sinni til að halda sér „ópóli-
tiskri’’ útilokar ekki þarmeö
eðlilega verklýösmálapólitfk,
sem nær útfyrir skammtima
launa- og kjarasamninga á
hverjum tfma.
■ 1 þeim sérstaka samningi,
sem hér um ræðir, þe. við
Danska hreingerningafélagið
hf. er einnig annað varhuga-
vert atriði, sem snertir konur
sérstaklega. Það er, að sá
vinnutimi og aöstæður, sem
fyrirtækið áskilur sér, gæti átt
eftir aö ýta útaf þessum
vinnumarkaði þeim eldri
konum og oft slitnum, sem
ekki eiga nú völ á neinni
annarri vinnu.
Það er staðreynd i okkar þjóð-
lifi, að við ræstingar vinna nær
eingöngu konur, hvort sem það nú
er á félagssvæði Sóknar, þe, á
sjúkrahúsum, elliheimilum,
barnaheimilum osfrv. eða á
félagssvæði Framsóknar og sam-
svarandi verkakvennafélaga,
sem tekur til ræstinga á öðrum
vinnustöðum, ma. i skólunum.
Margar kvennanna, einkum
Sóknarkonur, vinna fullan vinnu-
dag við ræstingarnar, en mjög
margar aðeins hluta úr degi og þá
oft i svokallaðri timamældri
ákvæðisvinnu.
VARHUGAVERÐ
SAMNINGSGERÐ
Hvortsem um er að ræða ungar
konur eða eldri i
ákvæðisvinnunni er það venju-
lega vegna aðstæöna þeirra
(barnafjölda, heimilishalds,
heilsufars) sem þær vinna aðeins
hluta úr degi og það er vissulega
ekki um margt að velja i þeim
efnum. Þegar um eldri konur og
vinnulúnar er að ræða, konur sem
ekki treysta sér af heilsufars-
ástæðum tilaö standa I frystihúsi
eða verksmiðju, en eru ófag-
lærðar, er eiginlega ekki um neitt
annað að velja en ræstingar. Þá
geta þær lika venjulega, ef þær
vilja, unnið sér heldur hægar.
Timakaupið verður þá lægra i
ákvæðinu, en þær hafa amk.
vinnu og eitthvert kaup. Um þær
sem vinna samkvæmt
samningum um uppmælt vinnu-
pláss, taka td 1-2 skrifstofur eða
stigagang, gilir það sama. Þetta
eru oftast konur, sem ekki . geta
gengið i eða fengið aðra vinnu.
Ungt og hraust fólk
Þar sem starfað hafa hrein-
gerningafyrirtæki ámóta
og það danska, sem nú
hyggst færa verksvið sitt hing-
að, hefur sjálfsagt náðst fram
hagræðing og meiri flýtir i
ræstingum. Kannski til hagsbóta
fyrir atvinnurekendurna sem
verslað hafa við verktakann (sem
er þó vafamál vegna þess hve
ópersonuleg vinnan verður), en
áreiðanlega á kostnað þeirra sem
áður unnu verkið. Þeir eða
réttara sagt þær sem áður unnu
verkið eru nefnilega margar
hættar þvi. Sömu aðstæður og
voru ástæðan til að þær völdu sér
að atvinnu ræstingar hluta úr
degi valda þvi nú, að þær forðast
þessa vinnu. Þær treysta sér ekki
til að uppfylla ýmsar kröfur verk-
takanna, svosem um flýti og
vinnutima, td. á nóttunni.
Þaö er fært fram i þessu máli,
að launin yrðu jafnvel meiri eftir
danska samningnum. Og liklega
hafa þau lika orðiö það. En jafn-
framt hefur skipt um starfsfólk.
Eldri konurnar, sem ekki þola
flýtinn eða geta ekki unnið á
hvaða tima sem er sólarhrings-
ins, hafa vikiö fyrir yngra fólki og
hraustara. I Kaupmannahöfn og
Osló er td. algengt að námsfólk
vinni svona störf. Það ræður
meira yfir tima sinum á daginn
og getur þá bara lagt sig ef það er
þreytt. t frium tekur námsfólk
þetta sem heilsdagsvinnu eða
meira og margir islenskir náms-
menn i þessum borgum hafa td.
unnið sér inn aukaskilding með
þessu móti. Ungt fóik sem er að
koma upp heimili fer oft i
ræstingar sem aukavinnu um
tima. Vitaskuld eru áfram
margar konur, sem hafa störf hjá
verktökunum sem aöalstarf og
fullt starf. En þær eru að meiri-
hluta ungar konur og hraustar,
hinar falla úr.
ör skipting á fólki i þessu starfi
er áberandi. Það kemur, vinnur
um tima, fer siðan I annað. Það
endist semsé ekki lengi. En
einsog áður var bent á eru þær
aðstæöur hér á landi, að fyrir það
starfsliö, sem nú vinnur þessi
störf að meirihluta, er ekki um
margt annað að velja.
Fleiri útlendir
atvinnurekendur?
Sem betur fer eru umsvif þessa
danska fyrirtækis hér enn ekki
orðin veruleiki og verða kannski
aldrei. En óneitanlega veldur það
verklýðssinnum vonbrigðum, að i
stað þess að snúast til varnar i
stórpólitisku máli einsog að
erlendum atvinnurekendum sé
opnuð leiö inni landið skuli verk-
lýðssamtökin álita sig svo „ópóli-
tlsk” (?) að það komi þeim ekki
við. Hugsunin viröist aðeins
snúast um að tryggja skamm-
tima réttindi innan þess, sem
fyrirfram er ákvarðað að ekki
þýöi að berjast gegn.
Næsta sporið verður kannski
bresk offsetprentsmiðja. Hvað
gera prentarar þá? Eða þýskur
verktaki i ibúðabyggingum.
Hvernig brygðust iðnaðarmenn
við? Nú, eða útibú frá Marks &
Spencer eða Woolworth, sem
virðast eiga svo mikla hylli
islenskra ferðamanna. Hvað gera
þá kaupmenn?
Hér hafa ekki verið tiundaðar
deilurnar um hvort launin yrðu
meiri eða minni hjá danskinum
né hvort þegar áunnin réttindi
gagnvart atvinnurekendum séu
tryggð þar lika, þótt einkum
siðara atriðið skipti miklu máli.
En það er varhugaverð þróun ef
verklýðshreyfingin horfir ekki
útyfir þrengstu skammtimahags-
muni Séu samtök alþýðunnar
ekki á verði, hver þá? —vh
ORÐ
í
BELG
Um mannréttindi
Þá yfirskrift setur Lesandi
á bréf sitt með úrklippunni
hér til hliðar:
„Meðfylgjandi hluti úr grein
dr. Halldórs I. Eliassonar
prófessors vekur vanga-
veltur: „Endurskoðun á
leiðum til velferðar”,
1/ A líf konunnar að
stjórnast af hagsmunum for-
stjóranna?
2/ Er heimilisþjónusta og
barnagæsla einkamál
konunnar? Hefur karl-
maðurinn einskis að gæta
þegar eiginkona hans vinnur
ásamt honum fyrir heimilinu?
3/ Ætlar Halldór Eliasson að
fara þá leið til velferðar að
fela konum — kauplaust — að
taká við hlutverki Trygginga-
stofnunar Rikisins?
Sem betur fer lesa fáir tima-
ritið sem þessi grein birtist i
(Eimreiðin, 3. tbl. 1974), en er
það ekki skuggalegt, að um
það leyti, sem Sameinuðu
þjóðirnar gangast fyrir
kvennaári til þess að vekja
áhuga á mannréttindabaráttu
kvenna skuli prófessor við
Háskóla íslands reyna að
beita sér fyrir þvi að LATA
konur gera það, sem þeim er
skipað hvort sem þeim likar
betur eða verr??????????
Hvernig á að starfrækja
hann?
Og enn stinga auglýsingar
lesendur, að þessu sinni i út-
Mestir fjárinunir ríkisins fara í þiónustu við þarfir einstak-
Ibnganna í mcnnta-, heilbrigðis- og trvggingamáluni. H:cgt er
að leiða rök að þvi, að skyldunáin sé eðlilegt að fjárniagna
mnð skattheinitu og að skólarnir séu reknir af hinu opinbera,
i þessu tilviki sveitarfélöguin. Hins vegar er ekki sjáanlegt,
Ihvers vegna ríkisvaldið þarf að vera alls ráðandi um frainhoð
framhaldsnienntunar, cn það leiðir óhjákvæmilega af rekstri
rikisins á framhaldsskólum, sen veitn ókevpis sk lavist. Það
er allt annað, livort rikið styður nemendur fjárhagslega til
franihaldsnáms í |>ví skyni að iafna aðstöðu til slikrar mennt-
unar. Slíkt verður að mcta i sainhengi við tekjuöflun ahnennt
í jijóðfélaginu. Það er mjög vafasaml, að greiðslur til einstak-
Iinga vegna tiltekinna athafna sé heppileg aðferð til tekju-
jöfnunar. Rikisvaldið er þá að gerast dómari vfir því, hvaða
athafnir eru verðugar og neyða menn til þeirra alhafna. Rikis-
stjórn, sem vildi fá allar konur á vinnumarkáðinn, inyndi reisa
mörg dagheimili fvrir hörn með ókeypis vislun og styðja ódýra
.matsölu. llvaða fjölskylda hefði efni á að horga fvrir slikt með
skattgreiðslum sinum ogJáia.eiginkonuna Inilda áfram að vcra
heinia til að Imgsa nniíi^^^oglicinnli? Þær konur, scm hcld-
ur vilja vinna að öðru en uppe)di harna sinna og heimilishaldi,
geta auðvitað gerl j>að og grcitt fvrir lieiniilisþjónustii og barna-
gæxln með tekjiim shnnn. Eg stórefa, að hagkvæmarn sé fyrir
þjóðina að fjárfesU^^^Blöku húsnæði lil harnagæzlu og ráða
starfsfólk til slikra starfa og láta svo heimahúsin standa auð
og ónotuð allan daginn. Ef grunur niinn er réltur, eru störf
húsmæðra verðmætari fvrir jijóðfélagið en framlag þeirra, ef
þær ynnu úti. Að þessu slepptu væri það og siðlevsi að dæma
slörf húsmæðra einskisnýt með aðgerðum eins og lýst er hér
að ofan.
Rikið hefur á undanförnum árum stefnt að þvi\að koma
öldruðu fólki inn á elliheimili með aðgerðum sinumli skatta-
°g trvggingamálum. Furðulegt verður að teljast, að^fjölskyld-
ui-\skuli ekki örvaðar til þess að taka að sér framfærslu aldr-
aði'a og öryrkja með skaltaívilnunum. j>. e. nieð frádrætti á
sama grundvelli og vegna framfærslu barna.
Tryggingakerfi okkar er orðið að algeru skriinsli, sein liöggva
verður höfuðið af. Stcfna ber að þvi að leggja Tryggingastofn-
un rikisins niður og sameina almannatryggingakerfið inn-
heimtu opinberra skatta með lekjujöfnun eina að markmiði.
Tekjutrýgging gæti auðveldlega verið svo liá, að hún greiddi
langtimaísjúkrahúsvist ásaint læknishjálp fullu verði. ffeil-
brigðis|>jónusta okkar væri ]>á ekki i neinum vandræðum með
að afkasta þvi, sem um væri beðið, og rikið þvrfti þar hvergi
nærri að koma.
varpinu. Það fór þannig ofsa-
lega i taugarnar á önnu að
heyra fyrir nokkru marg-
sinnis lesna auglýsingu um
„Draum konunnar” i skart-
gripabúð nokkurri. Hinsvegar
vakti það mest kátinu hjá
Siggu og fleirum þegar Loft-
leiöir auglýstu að fyrirtækið
vantaði „karlmenn til starf-
rækslu”. Þær langar mikið að
vita, hvernig hann er starf-
ræktur og hverjir njóta.
— vh
Ræstingakonur fá láglaunabætur
þótt þær vinni bara hluta úr degi
Vegna skoðanaágreinings um
túlkun laganna um launajöfn-
unarbætur aö því er tekur til
ákvæöisvinnufólks, sem ekki er I
fullri vinnu, hafa ræstingakonur
framaö þessu ekki fengiö bætur
greiddar á laun sin, þótt þær
heyri ótvirætt til láglaunafólks.
En nú hefur veriö greitt út þessu
atriöi og eiga konurnar aö fá
uppbótina bæöi á desember-
kaupiö og greitt aftur I timann
fyrir október og nóvember.
Eðlilega hafa ræstingakonur-
nar veriö óánægðar með að fá
ekki sinn hlut uppbótanna og hafa
konur, sem vinna við gólfþvotta
hjá borginni, snúið sér til jafn-
réttissiöu Þjóðviljans útaf þessu
máli. Var þeim ekki ljóst, hvort
ástæðan til að þær fengu engar
bætur væru sú, að þær ynnu ekki
fullan vinnudag eða einhver
önnur.
En það kom I ljós, að þaö voru
ekki bara þær, sem voru i vafa,
heldur lika viðsemjendur, bæði
af þeirra hálfu og atvinnu-
rekenda. Það stendur að visu
skýrt i lögunum, að bæturnar
greiðist á lægri laun en 50 þús. kr.
á mánuði til þeirra sem skila
fullum dagvinnutima, en „hlut-
fallslega lægra til annarra”, en
erfiöleikarnir lágu i þvi, sagði
Þórunn Valdimarsdóttir for-
maður Vkfél. Framsóknar. að
þótt mér væri ljóst, að þær ættu
þennan rétt stendur i reglu-
gerðinni, að launajöfnunarbætur
skuli „aldrci taka inn i reikni-
tölur ákvæöisverka eöa kaup-
taxta ákvæöisvinnufó!ks”.Bar þá
að lita á umsamiö kaup i tima-
mældu ákvæði einsog i ræstinga-
vinnunni sem útreikningstölu eða
sem timakaup?
Samkomulag tókst i lok nóvem-
berumaðlitið skyldi á I9af99%
álags i næturvinnu (kl. 21-08)
sem ákvæðisálag og
þarafleiöandi væru einnig 19% af
65% álaginu i vinnutimanum kl.
08-21 vegna ákvæðis.
Samkvæmt þessu bætast þvi viö
hverja mælda vinnustund I dag-
vinnutimanum kr 29,50, en I
næturvinnutimanum kr. 36,40
Þetta eiga konurnar að fá greitt
aftur i timann fyrir október og
nóvember, þannig að fyrir hvern
unninn tima I þeim mánuðum
eiga þær að fá kr. 343,60 i dag-
vinnunni og kr. 415,20 i nætur-
vinnunni. Kaupið i desember
fyrir timamælda ákvæðisvinnu
við ræstingar verður þá meö lág-
launauppbótinni og 3% hækkun-
inni kr, 353,00 á timanni dagvinnu
og kr. 426,60 á timann i nætur-
vinnu.
—vh