Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJóDVILJINN' Sunnudagur 8. desember 1974. DIÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. VIÐ BORGUM 1000 MILJÓNIR Á ÁRI MEÐ ÁLVERINU Magnús Kjartansson og Lúðvik Jóseps- son hafa lagt fram á alþingi þings- ályktunartillögu um nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu. Lagt er til að alþingi skori á rikisstjórnina að láta fullgera endanlega áætlun i þessum efnum og nái áætlunin jafnt til framkvæmda sem fjár- mögnunar. Verði áætlunin við það miðuð, að lokið verði við jarðvarmaveitur, þar sem þær eru hagkvæmar, á árinu 1977, og að fyrir lok þessa áratugs eigi landsmenn kost á nægri raforku til húshitunar og ann- arra þarfa, en öll orkuveitusvæði verði samtengd. Magnús Kjartansson mælti fyrir þessari tillögu á alþingi i siðustu viku. Rakti hann nokkuð niðurstöður af þeirri sérfræði rannsókn, sem fram fór að tilhlutan vinstri stjómarinnar á þvi, hvernig unnt væri með sem skjótustum hætti að nýta innlenda orkugjafa til húshitunar og ann- arra þarfa. Um þetta sagði Magnús: „Meginniðurstöður voru þær, að það væri mjög hagkvæmt þjóðhagslega að nýta innlenda orkugjafa i stað oliu til hús- hitunar. Húshitun með raforku frá virkjun á borð við Sigöldu var talin verða 20-30% ódýrari en hitun með oliu eftir þvi hvort um gömul eða ný hús væri að ræða. Talið var að hitaveitur utan Reykjavikur gætu selt heitt vatn á verði, sem gerði upphitun húsa 30-40% ódýrari en oliukyndingu. Tal- ið var i skýrslunni að unnt væri að halda þannig á málum, að jarðvarmaveitur yrðu að mestu komnar i full not um ára- mótin 1976-1977 og að unnt yrði að tengja um 80% af fullum rafhitunarmarkaði i árslok 1981.” Magnús minnti siðan á þá stefnu vinstri stjórnarinnar að þessi verkefni skyldu hafa algeran forgang með tilliti til brýnn- ar þjóðhagslegrar nauðsynjar, en siðan núverandi rikisstjórn var mynduð hefur ekkert verið unnið að þeirri áætlanagerð i þessum efnum, sem áður var i fullum gangi. Framkvæmdir áttu að hef jast þann 15. september s.l. við byggðalinuna, sem ætlað er að tengja saman orkuveitusvæðin á Norður- og Suðurlandi. Allt var undirbú- ið, en úr framkvæmdum hefur ekkert orð- ið siðan núverandi rikisstjórn tók við. Þessi óverjanlegi dráttur þýðir, að byggðalinan, sem ætlað var að tryggja Norðlendingum rafmagn að sunnan strax haustið 1975, verður þá ekki komin i gagn- ið. Engin skýring kom fram i umræðunum á alþingi frá talsmönnum rikisstjórnar- innar á þessum furðulega drætti. Magnús Kjartansson gerði i þessum umræðum á alþingi skýra grein fyrir þvi gifurlega óhagræði, sem okkur er búið vegna orkusölunnar til álversins, en það borgar nú, hvorki meira né minna en 1000 miljónum króna lægra verð fyrir orkuna á ári, en eðlilegt mætti kallast. Um þetta sagði Magnús: „Það hefur lengi verið ljóst að erfiðleik- ar landsmanna i raforkumálum stafa fyrst og fremst af þvi að fylgt hefur verið þeirri stefnu að hver landshluti ætti að búa að sinu, virkja i heimahéruðum án tengsla við heildarþróun. Þegar islendingar réðust i fyrstu stórvirkjun sina, Búrfells- virkjun, sem framleiddi raforku á mjög hagkvæmu verði, áttu landshlutar utan suð-vesturlands engan kost á þeirri orku. í staðinn var tveimur þrið ju af afli Búrfells- virkjunar ráðstafað til erlends fyrirtækis, álbræðslunnar i Straumsvik, og samið um fast og afar lágt verð allt til ársins 1997. Þetta verð nemur nú svo sem fjórðungi þess sem talið er eðlilegt rafmagnsverð til orkufreks iðnaðar um þessar mundir, en i krónum talið nemur sá mismunur nærri þúsund miljónum króna á ársgrundvelli. Ef þessi orka væri nú tiltæk landsmönnum á þvi meðalverði sem Búrfellsvirkjun fær, væri ekki orkuskortur og ekkert álitamál að rafhitun húsa væri miklu hag- kvæmari einstaklingum en húshitun með oliu. Af slikri reynslu ber landsmönnum og stjórnarvöldum að læra. Lengi hefur verið um það rætt að Lands- virkjun breyttigjaldskrá sinni til þess að ýta undir húshitun með raforku og auka þannig eðlilegan markað landsmanna fyr- ir Sigölduvirkjun. Slikri lækkun var heitið fyrir ári, en siðan hefur ekkert gerst, og i siðustu viku heyrðu alþingismenn hvernig iðnaðarráðherra svaraði fyrirspurn frá Ingólfi Jónssyni um þetta efni án þess að segja nokkuð sem hægt væri að henda reiður á. 1 stað hinnar fyrirheitnu lækkun- ar á raforku til húshitunar mun nú liggja fyrir rikisstjórn ósk frá Landsvirkjun um að hækka raforkuverð enn einu sinni um 25% frá næstu áramótum, og yrði þá heildsöluverð frá Landsvirkjun til is- lenskra viðskiptavina sinna komið nokkuð - á þriðju krónu fyrir kilóvattstund — eða verða tifalt hærra en raforkan til ál- bræðslunnar. Ástæðan fyrir þessum si- felldu hækkunum á raforkuverði Lands- virkjunar er sú að aukinn tilkostnaður fyrirtækisins, aukin fjármundamyndun og arðsemi verður einhliða á kostnað þeirra islensku viðskiptavina sem fá aðeins þriðjunginn af aflinu: hinn erlendi kaup- andi býr við fast raforkuverð, án tillits til aðstæðna hérlendis, án tillits til þarfa islendinga. Það er ekki sist af þessum ástæðum sem verð á raforku til húshitun- ar er ekki i neinu samræmi við raunveru- legan tilkostnað.” ErútiMin ekki úessviríi? líd ciHlivad sc (ijrir lumu tjcrt. Cátid luirótvdiim vcra [tá prýdi scni til cr (Ttlast. Vid liöfiun Irckkingu cnj útbúnad. Mogmís og Siguröur Sími 7 18 15 HUNDAR VALDA ERFIÐLEIKUM Hér á landi, einkum þó í Reykjavík og nágranna- bæjum, hefur mikið verið deilt um réttmæti þess að banna fólki að halda hunda í húsum sínum. Ekki skal fjallað um þá hundaum- ræðu að þessu sinni hér, en endursögð grein úr banda- riska visindaritinu „Science", september- hefti, en þá grein reit Max Feldmann, forstjóri gæludýradeildar háskóla- spítalans í Berkeley, Kaliforníu. Hundurinn er mörgum mannin- um verndari, leikfélagi og jafn- vel, eina vörnin gegn einangrun fjölmennisins I borgum. Hundar eru mörgum eins konar staö- genglar sálfræöinga. Og þaö er ekki aðeins geðveilt eða tauga- bilað fólk sem heldur sönsum af þvi þaö hefur hund að tala við, heldur einnig „venjulegt, heilbrigt fólk” — ég og þú. I Bandarikjunum er vitað um yfir 40 miljónir hunda i eigu borgarbúa. 46% bandariskra heimila halda amk. einn hund eöa fleiri. Þessi hundafjöldi veldur gifur- legum vandkvæöum, en erfiðastir eru þóþeirhundar sem lent hafa á flækingi, eöa menn hafa beinlinis hrakiö frá heimilum sinum, þar eð þeir vildu ekki eiga þá lengur. Einnig leyfa margir hundum sin- um að valsa um frjálsum og gera sér ekki sérstaka rellu út af ferðalögum þeirra. Flækingshundar kosta banda- riska skattborgara stórfé. Háum fjárhæðum er varið til að elta uppi flækingshunda og koma þeim fyrir kattarnef. Þessu tii viðbótar er haldið opnum dýra- spitölum og skýlum fyrir flækingshunda, bæði af hinu opin- bera og af einkaaðilum. Sérhver bandarisk borg og bær á við erfiöan vanda að glima þar sem flækingshundarnir eru. Flækingshundar eru samfélagi manna hættulegir, þar sem þeir eru smitberar, bita oft fólk, valda umferöarslysum og menga út frá sér, eyöileggja verömæti og leggjast á aðrar dýrategundir, svo sem fugla. 1 Bandarikjunum rekja menn yfir 40 sjúkdóma til hunda. Þeir sjúkdómar sem menn fá einkum af hundum, er ormaveiki af ýmsu tagi og flær. Hundsbit veröa nú æ tiöari eftir þvi sem hundum fjölgar. Og þaö sem verra er, aö hundaeigendur fá sér nú i auknum mæli stóra hunda, jafnvel grimma varð- hunda, og þessir hundar bita verr en þeir litlu kjölturakkar. Aö meðaltali frétta heilbrigöisyfir- völd af einu hundsbiti fyrir hverja 170 bandariska borgara. Yfir 60 prósent hundsbita lenda á börn- um. t New York eru 500.000 þúsund hundar, sem vitaö er um. Þessi hálfa miljón hunda losar sig ár- lega við 150.000 pund af skit og 90.000 gallon af hlandi. Auk þessarar mengunar á götum borgarinnar, valda hundar sorp- hreinsunarmönnum alvarlegum erfiðleikum, þar eö þeir gera oft- lega „áhlaup” á sorptunnur, slita upp úr þeim drasl og matarúr- gang og dreifa á tvist og bast. Max Feldmann, sá er ofan- skráðar upplýsingar gefur. heldur þvi fram, aö nú þegar sé afstaða manna til hundahalds tekin að breytast og eftir nokkur ár muni æ fleiri losa sig við hunda, þar eð þeir séu að veröa mannlifinu alvarleg ógn. (endur- sagt úr Science)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.