Þjóðviljinn - 08.12.1974, Síða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974.
LÚÐVÍK JÓSEPSSON:
LANDHELGISMÁLIN
fréttamenn um stöðuna f landhelgismálinu meðan deilan við breta
„Þennan samning gerði nefndin eftir að hún hafði fengið til þess leyfi þriggja ráðherra, þeirra Matthi-
asar Bjarnasonar, sjávardtvegsráðherra, Gunnars Thoroddsens, félagsmálaráðherra, og Einars
Ágústssonar utanrikisráðherra”.
Samningar
við vestur-
þjóðverja
Það hefur komið æ betur i ljós
að undanförnu að forystumönn-
um Sjálfstæðisflokksins er ekki
trúandi fyrir landhelgismálinu.
Enn á ný hefur það sýnt sig að það
er breitt bil á milli afstöðu for-
ingja flokksins og óbreyttra
stuðningsmanna hans varðandi
stefnuna i þessu stórmáli.
Nú liggur það skýrt fyrir, að
embættismannanefndin, sem
send var til Bonn til þess að kanna
huganlega samningsmöguleika
við vestur-þjóðverja, gerði ekki
aðeins ,,að kanna málið” heldur
gerði hún samning frá orði til orðs
um tilteknar veiðiheimildir
handa þjóðverjum i 50 milna fisk-
veiðilandhelginni. Þennan
„samning” gerði nefndin eftir að
hún hafði fengið til þess leyfi
þriggja ráðherra, þeirra
Matthiasar Bjarnasonar, sjávar-
útvegsráðherra, Gunnars
Thoroddsens, félagsmálaráð-
herra og Einars Ágústssonar ut-
anrikisráðherra. „Samningur”
þessi hefur verið birtur orðréttur
i Timanum.
Það sem vekur sérstaka at-
hygli i sambandi við þessa
samningsgerð við vestur-þjóð-
verja er,
að samið var um veiðileyfi
fyrir 17 frystitogara, suma yfir
3000 rumiestir að stærð,
að veiðisvæðin voru ákveðin
svo til nákvæmlega eins og
þjóðverjar höfðu lagt tii frá
upphafiogþar með áttu þeir að
fá leyfi til að veiða upp að 12
mílum út af Reykjanesi og viö
Hvalbak.
Ekki fer á milli mála, að þaö
voru forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem sóttu það af mestu
kappi að samið yrði við þjóö-
verja. Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra upplýsti að viðræðurnar
við þjóðverja hefðu verið teknar
upp samkvæmt kröfu Sjálfstæðis-
fiokksins.Siðan var það Matthias
Bjarnason, sjávarútvegsráð-
herra, sem knúði á um að samn-
ingarnir yrðu gerðir. Hann hefur
reynt að verja samkomulagið og
haldið þvi fram að það sé einkum
„tilfinningalegar ástæður” sem
standi i vegi fyrir að samningar
séu gerðir.
Ljóst var af skrifum Morgun-
blaðsins um þessa fyrirhuguðu
samninga við þjóðverja, að það
bar sig illa eftir að ljóst var, að
almannaálitið hafði stöðvað
samningsgerðina.
í leiðara blaösins var sagt, að
öll meðferð þessa máls væri
„skólabókardæmi um þaö hvern-
ig ekki ætti að halda á þýðingar-
LUðvik Jósepsson ræðir við erlenda
stóð sem hæst.
miklum samningum”. Það sem
gerst hafði i málinu gegn vilja
þeirra Morgunblaðsmanna var
það, að almenningur hafði fengið
fréttir um efni samkomulagsins
og upp reis mótmælaalda. Áhrifin
urðu siðan þau, að mikill meiri-
hluti þingflokks Framsóknar-
flokksins lét undan mótmælaöld-
unni og neitaði að fallast á samn-
inginn, og svipað fór fyrir nokkr-
um þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins. Eftir sátu ráðherrarn-
ir, Morgunblaðsritstjórarnir og
formaður LltJ og gátu hreinlega
ekki komið málinu fram. Sneypa
þeirra var mikii og enn á ný hafði
sannast að foringjum Sjálfstæðis-
flokksins var ekki trUandi fyrir
iandhelgismálinu.
200 mílur
Þó að sannast hafi hvað eftir
annað að foringjar Sjálfstæðis-'
flokksins eru mestu undanhalds-
menn i hópi islendinga i landhelg-
ismálinu, þá hefur það samt ekki
staðið á þeim að tala og skrifa
allra manna mest um 200 mllna
fiskveiöilandhelgi. Þegar barátt-
an við breta um 50 mllurnar stóð
sem hæst, þá skrifuðu ritstjórar
Morgunblaðsins, að útfærslan i 50
milur „hefði gjörsamlega mis-
tekist” og að engu gagni komið,
og ritstjóri Visis sagði berum orð-
um, að islendingar ættu að hætta
öllu þrefi út af 50 milunum, en
taka þess I stað upp baráttu á al-
þjóðavettvangi fyrir 200 milum.
Og enn segja þeir Morgunblaðs-
menn, að það sé fyrst og fremst
Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun-
blaðiö sem mótað hafi kröfuna
um 200 milna landhelgi og sem
fastast berjist fyrir framgangi
þess máls.
Nú liggur þaö ljóst fyrir aö full-
trúar íslands, sem starfað hafa á
alþjóðavettvangi að hafréttar-
málum höfðu i samráði við fyrr-
verandi rikisstjórn lýst yfir
stuðningi Islands við 200 mílna
fiskveiðilandhelgi löngu áður en
foringjar Sjáifstæðisflokksins
komu fram með þá kröfu sem
sina. Enginn ágreiningur hefur
nokkru sinni heyrst úr hópi islend-
inga varðandi 200 mllna land-
helgi. Hitt vekur hins vegar at-
hygli, að ævinlega þegar harðna
átökin út af 50 milunum okkar, þá
koma fram veikleikamerki i hópi
forystumanna Sjálfstæöisflokks-
ins og þá upphefst jafnframt
kröfugerðin um 200 mllur.
Þannig er þessu farið enn I dag.
Nú liggur t.d. fyrir að foringjar
Sjálfstæðisflokksins voru reknir
heim með undanlátssamninginn
við vestur-þjóðverja — og nú
byrja þeir lika á ný að tala um
sinn sérstaka áhuga á 200 milun-
um.
1 þeim skrifum, sem birst hafa i
Morgunblaðinu að undanförnu
um 200-miina málið, kemur i ljós
að hugsun foringja Sjálfstæðis-
flokksins er sú að sem fyrst eigi
að semja við vestur-þjóðverja um
veiðirétt allt upp að 12 milum og
siðan eigi að lýsa yfir 200
milna fiskveiðilandhelgi, þannig
að bæði bretar og vestur-þjóð-
verjar hafi áfram rétt til veiða
upp að 12 mllum þrátt fyrir allar
200 mllur.
Það er engu likara en að for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins
telji landsmenn almennt algjör
flón sem hægt sé að leika með
eins og börn.
Sú landhelgisbarátta, sem við
islendingar höfum staðið i hefyr
fyrst og fremst verið barátta um
að losna við breska og vestur-
þýska fiskiskipaflotann af okkar
miðum. Það er skipafloti þessara
tveggja þjóða sem veldur okkur
mestum áhyggjum af þvi að hann
veiðir 95% af öll.um þeim afla,
sem útlend veiðiskip fiska hér við
land. Fiskveiðilandhelgi, hversu
stór sem hún er, sem ekki nær til
fiskiskipaflota þessara þjóða
kemur okkur að litlu liði.
Nú stendur baráttan yfir um 50
milurnar. Þvi miður verðum við
að þola áframhaldandi veiðar
breta hér við land til 13. nóvem-
ber á næsta ári. Samningurinn við
þá var gerður til of langs tima að
áliti okkar Alþýðubandalags-
manna, en við það verður að
standa sem gert er. Við þjóðverja
hefur ekki verið samið enn og við
þá á alls ekki að semja Ur þvi sem
komið er.
Og út i 200 mllur eigum við að
færa okkar fiskveiðimörk þann
13. nóvember á næsta ári. Þegar
samningurinn við breta fellur úr
gildi* fyrr hefur sú útfærsla litla
hagnýta þýðingu.
Foringjar Sjálfstæðisflokksins
eru ekki enn af baki dottnir með
að reyna á ný að koma fram
samningum um veiðiheimildir
fyrir þjóðverja. Það sýnir m.a.
grein sem Sverrir Hermannsson
skrifaði nýlega um landhelgis-
málið og birtist i Morgunblaðinu
5. þ.m. Þar reynir Sverrir enn að
réttlæta samningsgerðina við
þjóðverja og fer þess beinllnis á
leit að reynt verði á nýjan leik að
ná samkomulagi.
Allir þeir, sem reiðubúnir eru til
baráttu fyrir 200 milna fiskveiði-
landhelgi, þurfa að koma I veg
fyrir undanþágusamninga út-
lendinga til veiða innan 50 miln-
anna. Baráttan fyrir 200 milna
réttinum mun verða hörð á al-
þjóðavettvangi og tvisýn. Ef
koma á i veg fyrir að sá réttur
verði stórlega rýrður með alls-
konar undanþágum og fyrirvör-
um þá verðum við að hafa hreint
borð þegar til útfærslunnar
kemur og gefa ekki undir fótinn
með að sérstakar þjóðir eigi að
halda hér áfram fiskveiðum.
Kaffi
og basar
Hringsins
Jólakaffi og basar Hringsins verður að
Hótel Borg sunnudaginn 8. desember kl. 3.
Glæsilegt skyndihappdrætti, komist i jóla-
skap og styrkið gott málefni.
KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN.
Frauðplasteinangrun
(Polyurethane)
Sprautum polyurethane-einangrun i
hverskonar húsnæði og skip. Hagkvæm og
fljótleg aðferð við að einangra.
Gerum föst verktilboð ef óskað er. Upplýs-
ingar i sima 72163 á kvöldin og um helgar.