Þjóðviljinn - 08.12.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 08.12.1974, Side 7
Sunnudagur 8. desember 1974. ÞJöÐVILJINN — SIÐA 7 Lítil frásögn af lærðum mönnum Lærðir menn vildu leggja lið góðum málum, eggja sina þjóð að hún sinnti þeim. Höfuðin býsn þeir bleyttu, Börslegir hár sitt reyttu, sáu þá stjörnur „guðs i geim”. Prúðmennin saman settust, sveittust og allir grettust við það að semja vixil þar, meira svo mætti þéna, mylkja upp hermangsspena ósköp sem geldur orðinn var. Fannst þeim sem finast væri (Fastir á kanasnæri) þræla og morðingja að hafa hér. Frá Vietnam voru reknir vaskir drengir og teknir aðra fjéndur að finna hér. Hlegið þá margur hafði. Hinum úr tungan lafði við það að safna á vixilinn. Allskonar brögðum beittu, bitling og snafsa veittu. Fullstóran margur fékk það sinn. Með Watergeit-vixla gengu, vist margra nöfn á fengu, fjöldamorðingja að hafa hér. Hundflatur lyddulýður lofsyngur kana og skriður hvar sem hann staddur annars er. Prófessorarnir prúðu, pjattdrengir Moggans flúðu siðan i skot að skammast sin. Úr þeim varð ekki togað orð, en i sálum logað smánin hefur, er gert var grin. Glettum á vildu grynna, gott hugðust ráð til finna hneisu sinnar að hefna þar. Rembdust þá mjög úr máta, margt urðu frá sér láta, sumt fór þá beint i buxurnar. Másókn svo mikla hófu, (mygluð fræði upp skófu) til þess að koma i tugthúsið öllum sem ekki vildu amerikana né skildu að glæpalýður oss færði frið. Likkistu smiða láta, — ljót var hún fram úr máta —, andlegt fóstur að fela i. Arka svo allir saman, — ýmsir ei, henda að gaman i grafhýsið siðan glutra þvi. Um ókomnar aldir verður að þessu hlátur gerður, er menntastjörnurnar gáfu gjöf á ellefu hundruð ára afmæli, svo af tára- flóði ei þeirra grænkar gröf. Magnús Jóhannsson ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR Um hagsmuni þrjótanna „Aö undanförnu hafa iltvegsmenn mátt þola gegndarlausan áróður gegn starfsemi sinni ifjölmiðlum, einkum i ríkisútvarpinu”. Dagblaðið Visir hefur þetta eftir Kristjáni Ragnarssyni fimmtudaginn 28. nóvember ár- ið 1974. Og hann segir fleira sá mæti mann. „Hefur þessa gætt i hinum ótrúlegustu dagskrárliðum eins og barna- og unglinga- þáttum. Svo virðist sem þeir gangi lengst i þessu efni sem komist hafa upp með að sitja langdvölum á skólabekk, án sýnilegs náms- árangurs til þess að þurfa ekki að vinna og fengiö þvi hærri lán sem þeir hafa unniö minna...” Og enn heldur hann áfram að opinbera lifs- filósóflu sina. „Að undanförnu hefur þetta fólk svo lagt sig fram um að litillækka það fólk, sem að framleiðslustörfum vinnur”, sagði Kristján, „og i þvi sambandi vanvirt menningu þess og lifsviðhorf”. Og nú kemur boöskapur þessa oddvita út- gerðarauðvaldsins. „Ég geri þetta að umtalsefni hér”, segir þessi Kristján kóngur þeirra útgerðarmanna „vegna þess aö við höfum ástæðu til að veita þessu athygli og okkur er skylt að veita þessu viðnám. Það gerum við best með þvi að kynna fyrir þjóðinni þá starfsemi sem unnin er I hinum ýmsu sjávarþorpum þessa lands og gera henni grein fyrir að hagsæld hennar er komin undir þvi að fólk vinnur þau störf sem mestu framleiðsluverðmætin skapa”. Svo mörg voru þau herrans orð. Náttúrlega er okkur skylt aö leggja við eyrun þegar oddviti heillar stéttar tekur svo skelegglega til máls á almannafæri. vonandi er okkur heldur ekki bannað að skoöa orð hans nánar. Það fyrsta sem álykta verður af þessum texta, ef litiö er á Kristján þennan sem full- trúa stéttarinnar, er hvorki meira né minna en það að stétt útgerðarmanna á Islandi i dag er fullkomlega á valdi móðursýki. Þetta er afar slæmt fyrir stétt sem kveðst vinna þaustörf sem „mestu framleiðsluverð- mætin skapar” eins og kellingin sagði. Það er stórt orð Hákot og engan veginn heilbrigt að kalla það „gegndarlausan áróö- ur” gegn starfsemi útgeröarmanna þó tvisv- ar eða þrivegis hafi i Rikisútvarpinu verið vikið frá þeirri moðsuðulegu afstöðu sem allt tekur gott og gilt eins og það er varðandi at- vinnumál. Það flokkast undir karlægan vesældóm að taka hreinlega ekki fegins hendi umræðum um sin málefni. Og i rauninni er mjög alvar- leg sjálfásökun fólgin i þessum töluðum orð- um Kristjáns. Eða hvernig stendur á þvi að stétt úrgerðarmanna er ófær um að svara fyrir sig meö öðru en dylgjum og kjaftæði á borð við þessi ummæli hans? Stétt sem ekki er fær um að ræða málefni sin á vitsmunalegum grundvelli ætti raunar að láta af störfum, setjast inná eitthvert hæli og fela hæfari starfskröfum verkefni sin. Enginn heilvita maður mundi einu sinni sjá eftir þeim aurum sem færu i hælisvistar- kostnað svo farlama manna. Það er lika alveg fáheyrð djöfulsins afdala- mennska sem kemur fram i þeim ummælum Kristjáns að skólaganga sé ekki vinna. For- kastanleg út af fyrir sig er sú afstaða að vilja afgreiða raunverulegan eða imyndaðan skoðanafjandmann sinn með bölvi, ragni og uppnefnum en það nær út fyrir allan leyfileg- an þjófabálk þegar farið er aö nota mennta- mannsheiti sem blótsyrði. Ofaná þessar óburðugu hugsanir leggst svo hræsnin eins og glassúr á viðbrunniö vinar- brauð. Atvinnurekendur og málpipur þeirra hafa undanfarnar vikur verið sitalandi um þetta: að kvikmyndin „Fiskur undir steini” sé að „litillækka að fólk sem að framleiðslu störfum vinnur”. En hvernig stendur á þvi að enginn fulltrúi verkafólksins sem f jallað var um hefur tekið til máls um þetta? Og hvað er litillækkun ef ekki einmitt þetta að taka að sér að tala fyrir munn heilla hópa eins og kapitalistarnir hafa gert i þessu máli? Hvernig stendur á þvi að þeir virðast ekki reikna með þvi aö frystihúsafólkið sjálft hafi neina aðra skoðun en þá sem þeir eru að gera þvi upp? Þannig bendir allt til þess að útgerðar- menn liti ekki bara á sjálfa sig sem vesalinga og druslur sem ófærir séu að ræða eigin mál- efni við próflausa menntamenn og aðra held- ur lita þeir lika á verkafólk sitt sem skoðana laus dusilmenni eða i besta falli ilát fyrir brenglaðar skoöanir sjálfra sin. Og i samræmi við þetta virðist fulltrúi skuldugustu stéttar i heimi lita svo á að sá sem einu sinni hefur fengið lán af almannafé sé þar með skuldbundinn til að halda kjafti æfilangt. Þaö er sama reisnin yfir öllum hans kenn- ingum. Og niðurstaðan er eins og til er stofnað. Þegar fitjaö er upp á umræðum um vanda- mál undirstöðustéttanna i samfélaginu þá „er okkur skylt að veita þvi viðnám” Vitaskuld. Umræður um málefnið gætu semsé leitt til spurninga. Hversvegna er öll þessi yfirvinna böl og áþján? Af hverju finnur þetta fólk ekki dýrð og dásemd handverksins? Eitt af svörunum gæti hljóðað sem svo: Sá sem er arðrændur og skilar eiganda sinum þeim mun meiri óveröskulduðum gróða sem hann slitur fyrr og forsjárlausar út kröftum sinum, hann er vansæll I starfinu þvi hann er i rauninni búinn að missa sambandið við frumuppsprettu vinnugleðinnar. Hvað meö verkalýðsfélögin og Alþýðu- sambandið? mætti þá aftur spyrja. Máske kæmi að þvi að einnig þeir aðilar séu að svikjast aftan að hinum heilaga verkamanni. Og þá gætu atvinnurekandinn og verkalýðs- foringinn sameinast i andanum og skinhelg- inni. Nei, frjálsum umræðum veröum við að veita viðnám og gerum það I nafni þess sem mest þyrfti á þessum umræðum að halda. Skoðanahræðslan er okkar aðalsmerki. Hrokabull eins og þaö sem Visir hefur eftir Kristjáni i nafni útgerðarmanna kemur ekki fyrir daginn nema þar sem þrjótar eru að verja hagsmuni sina og þá vafasama. Hags muni sina byggja þessir dónar að parti á skoðanahræðslu almennings og almennum andlegum dauða, Frá sjónarmiði þess dauða eru umræöur nákvæmlega jafn háskalegar og hvert annað lifsmark. Og satt er það. Sá sem hefur skoöun hættir náttúrlega á það af hafa ranga skoöun i einhvers augum. Hinn sem hefur það sjónarmið eitt að leið- arljósi að bæla niður allar skoðanir og sér- hverja umræðu, flýja á náðir dilgju og for dóma, hann tekur aldrei þennan séns. Hann getur verið viss i sinni sök. Eitt getur hann þó alveg bókaö. Hann mun aldrei hafa rétt fyrir sér heldur. Þorgeir Þorgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.