Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 08.12.1974, Qupperneq 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974. Katrín Guðjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! Það er eitt af þekktustu og bestu lögunum hans Bob Dylans, sem Katrin hefur valið gitar- gripin við i dag, Blowin’ in the Wind.Ljóðið er eftir hann lika, og það er ekki sist ádeilukveðskap eins og þessum, sem hann á vin- sældir sinar að þakka. Blowin’ in the Wind C F C How many roads must a man walk down F CG7 Before you call him a man? C F C Yes, ’n’ How man seas must a white dove sail F G G7 Before she sleeps in the sand? C F C Yes, ,n’ How many times must the cannon balls fly F C Before they ’re forever banned? d G7 The answer my friend a is blöwin’ in the wind d G7 C The answer is blowin’ in the wind. How many times must a man look up Before he can see the sky? Yes ’n’ How many ears must one man have Before he can hear people cry? Yes ’n’ How many deaths will it take till he knows That too many people have died? The answer my.... How many years can a mountain exist Before it ’s washed to the sea? Yes ’n’ How many years can some people exist Before the ’re allowed to be free? Yes ’n’ How many times can a man turn his head Pretending he doesn ’t see? The answer my friend is blowing in the wind The answer is blowin’ in the wind. d G G7 c The answer is blowin’ in the wind. F-hljómur. C-hljómur. w < 'b -é C I !l 0 -s ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓKSAMAN Erlendis voru þaö fyrst og fremst galdrakerlingar, en ekki karlar, sem stunduðu gandreið. Þessi mynd er frá 15. öid, hefðbundin hugmynd um slikar nornir. Gandreið Sýn Hildiglúms Njála segir svo frá fyrirburði fyrir Njálsbrennu: ,,Að Reykjum á Skéiðum bjó Runólfur Þorsteinsson. Hildi- glúmur hót sonur hans. Hann gekk út drottinsdagsnótt, þá er tólf vikur voru til vetrar. Hann heyrði brest mikinn, svo að hon- um þótti skjálfa bæði jörð og himinn. Siðan leit hann i vestur- ættina. Hann þóttist sjá þangað hring og eldslit á og i hringinum mann á grám hesti. Hann bar skjótt yfir, og fór hann hart. Hann hafði logandi brand i hendi. Hann reið svo nær hon- um, að hann mátti gerla sjá hann. Hann var svartur sem bik. Hann kvað visu þessa með mikilli raust: Eg rið hesti hélugbarða, úrigtoppa, ills valdanda. Eldur er í endum, eitur I miðju. Svo er of Flosa ráð sem fari kefli. Svo er of Fiosa ráð sem fari kefli. Þá þótti honum hann skjóta brandinum austur til fjallanna, og þótti honum hlaupa upp eldur mikill i móti, svo að hann þóttist ekki sjá til fjalla fyrir. Honum sýndist sá maður riða austur undir eldinn, og hvarf þar. Siðan gekk hann inn og til rúms sins og fékk langt óvit og rétti við úr þvi. Hann mundi allt það, er fyrir hann hafði borið, og sagði föður sinum, en hann bað hann segja Hjalta Skeggjasyni. Hann fór og sagði honum. — ,,Þú hef- ur séð gandreið,” segir Hjalti, ,,og er það jafnan fyrir stór- tiðindum.” Frásögn þessi er með öllu frá- brugðin þeim hugmyndum sem islensk þjóötrú annars geymir um gandreið. Þjóðsögur geta víða gandreiðar, en að jafnaði með öðrum hætti. Trú þessi um farflýti hefur innbyrt hinar sundurleitustu hégiljur. I Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er drepið á gandreið með svofelldum orðum: „Gandreið er nýlega upp- fundin, þótt orðið sé frá fornöld, en þá merkti það einungis ferðir trölla og anda. t erlendri hjátrú er það kunnugt, að menn trúðu þvi að galdrakindur gætu riðið um loft og lög á sópsköftum eða þær breyttu mönnum I hesta i sama skyni, og svo framvegis. En á tslandi er aðeins talað um, að gömul hrossbein eða beina- grindur sem úti lágu, væru notaðar til gandreiðarinnar, en gandar þessir heidu sér aðeins við jörðina, en svifu ekki uppi i loftinu. Var sagt, að þeir misstu máttinn, ef þeim var riðið yfir stað, þar sem hrossbein lágu. Aðalgaldurinn var fólginn i gandreiðarbeislinu, sem gert skyldi úr sérstöku leðri og ristir á tilteknir galdrastafir.” Eftirfarandi lýsing Jóns Arnasonar á gandreið og gand- reiðarbeisli sýnir, að trú þessi er aukin ýmsu fleiru: ,,Hver sem vill geta riðið loft og lög verður að hafa beisli það sem heitir gandreiðarbeisli. Það er svo til búið að maður tek- ur upp nýgrafinn mann og ristir af honum hrygglengjuna. Hana hefur maður i tauma. Þvi næst skal flá höfuðleðrið af hinum dauða manni og hafa það i höfuðleður i beislið. Málbein hins dauða manns skal i mél hafa og mjaðmir i kjálka. Galdur þarf og að lesa hér yfir, og er þá beislið búið. Þarf nú ekki annað en leggja gand- reiöarbeislið við mann eða dýr, stokk eða stein. Fer það þá i loft meö þann sem á situr og flýgur fljótar en elding til þess staðar er maður vill. Verður þá þytur mikill i loftinu og þykjast sumir hafa heyrt hann og heyrt glamra i gandreiðarbeizlinu. — 1 heiðni var gandreið alltið. Orðið þýðir eftir uppruna sinum úlfareið, og úlfum riðu tröllkon- ur, sem segir i Eddu bæði hinni eldri og yngri”. Galdramessur og islenskir galdramenn Gandreið er naskyld og sam- ofin hugmyndum um galdra- messur og sópskaftanornir mið- alda. Af galdramessum fer fá- um sögum hérlendis; þó getur Jón Arnason Valakirkju við Ingólfsfjall i þvi sambandi, og með Dönum var lifseig hug- myndin um slikar samkundur i Hekkenfeld —Heklu. í sögum af islenskum galdramönnum er fullt eins algengt að merkis- klerkar þeysi gandreið langa vegu til messugerðar á hross- um, hrosskjálkum, spýtukubb- um og torfusneplum, og gildir galdrasnápar létu sig ekki muna um að riða út á kistunni sinni sér til gamans eftir að ærukærir menn hugðu sig hafa huslað þá i henni. — Svo ólik sem þessi trú virðist gand- reiðinni sem Hildiglúmur varð vitni að i Njálu, er ekki þar með sagt að slikar sýnir hafi með öllu lagst af, þvi áþekkar undraskynjanir eru þekktar frá öllum timum og gjarnan taldar boða stórtiðindi; munurinn er aðeins sá að þær eru sjaldnast settar I samband við gandreið. Þó segir Brynjúlfur frá Minna- núpi eftirfarandi sögu af gand- reið, sem var nýleg á hans dög- um, og er álitamál hvoru atvik hennar likjast fremur, loftsjón Hildiglúms eða töfragöndum galdratrúarinnar. Gandreið „Þauhjón, Sigurður Isleifsson og Ingibjörg Sæmundardóttir, sem siðar bjuggu lengi á Barkarstöðum, reistu fyrst bú*á Seljalandi, föðurleifð Sigurðar. Þá bjó Sveinn læknir Pálsson i Vik f Mýrdal. Það var um haust, að hann fór eitt sinn vestur yfir Markarfljót, og gerði ráð fyrir að koma að Seljalandi kvöldið eftir. Það kvöld, mjög seint, fóru hundar að gelta. Hyggur Ingibjörg, að nú komi Sveinn. Fór hún fram i dyr og tvær vinnukonur með henni. Hún helt á kerti með ljósi. Þær heyra jódyn koma vestan að.Ingibjörg ætlaði að ljúka upp bæjardyrun- um. Þá kom dynurinn i hlaðið, og var nú ólikur jódyn, miklu meiri og svo voðalegur, að það var eins og allt ætlaði ofan að ríða. Hundarnir geltu sem óðir væru. Hikaði Ingibjörg við að opna dyrnar, þar til hún heyrði að dynurinn fór austur af hlaðinu. Þá leit hún út, og sá á eftir gráleitu ferliki austur úr tröðunum. Það fór hart og hvarf skjótt. Lögun þess sá hún ógerla, þvi skuggsýnt var orðið. En mikið fór fyrir þvi, og langt var það að sjá. Þetta sama kvöld kom Einar Isleifsson, bróðir Sigurðar, austan af bæj- um. A Hvammsleiru mætti hann þrem reiðmönnum. Þeir voru i gráleitum búningi og á gráum hestum. Þeir riðu hver á eftir öðrum, en svo þétt saman, að þvi var likast sem hestar þeirra væru samfastir. Þeir fóru fljótt yfir, og sýndist Einari þeir varla koma við jörðina. ts-skrof var á leirunni, þvi frost var, og glamraði það mjög, er um var riöið. En undir þessum reiðmönnum heyrði Einar það ekki glamra. Tók hann eftir þvi, er þeir fórust hjá. Þá er hann kom heim, sagði hann frá þessu. Þótti það vel koma heim við timann, að þetta hefði verið hið sama og það er Ingibjörg sá. Sveinn læknir kom ekki fyrr en daginn eftir. Var honum sagt þetta hvorttveggja. Hann sagði það hefði verið „gandreið”. Hefði það verið mikil heppni, að Ingibjörg lauk ekki upp bænum, annars hefði það grandað henni. Seinna fréttist, að þetta sama kvöld hefði i Skálakoti heyrst dynur mikill, er fór aust- ur um hlaðið með voðalegu braki og brestum. Þorði enginn að lita út, fyrr en stundu eftir að það var hjá farið. Þá var bæjar- hurðin öll mölbrotin, og hafði hún þó verið sterk. Að öðru leyti varð ekkert að sök. Engar likur þóttu til, að hurðin hefði brotnað af mannavöldum, enda eigi mögulegt, að menn hefðu getað gert slikan dyn. Þótti auðsætt, er saman var borið, að allt hefði veriö sama „gandreiðin”. (Brennu-N jálssaga; Ferðabók Eggerts og Bjarni, Þjóðsögur Jóns Arnasonar; Dulrænar smásögur Brynjúlfs frá Minnanúpi).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.