Þjóðviljinn - 13.12.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Friðrik Ólafsson
stórmeistari:
Held áfram
sem atvinnu-
maður næsta ár
og hef ákveðið að taka þátt í millisvœðamótinu
Um slðustu áramót ákvað
Friðrik Ólafsson stórmeistari
að helga sig skákinni eingöngu, I
það minnsta eitt ár, og sjá
hvernig hann stæði, eins og
hann komst að orði. Ná er þetta
ár næstum liðið og þess vegna
höfðum við samband við Friðrik
og spurðum hann hvað hann ætl-
aði að gera nú, þegar árið væri
liðið.
— Ég var nú ekki alveg viss
hvort árið dygði mér til að
kanna þetta, og það hefur svo
raunar komið i ljós, að svo er
ekki, þess vegna hef ég ákveðið
að helga mig skákinni eingöngu
I þaö minnsta næsta ár. Mér
finnst ég ekki hafa fengið næg
verkefni á þessu ári til að fá úr
þvi skorið hvar ég raunverulega
stend i skákinni. Það stóð til að
ég tæki þátt i móti i nóvember
sl. sem fram átti að fara i
Madrid á Spáni, en þvi var af-
lýst, en vegna þessa móts hafði
ég afþakkað boð um þátttöku i
nokkrum öðrum mótum sem
fram fóru á sama tima. Eg mun
þvi sennilega ekki taka þátt I
neinum mótum fyrr en i apríl
nk. en þá hef ég ákveðið þátt-
töku i móti á Las Palmas. Þó
gæti allt eins komið boð um
þátttöku I móti fyrr, en sem
stendur er ekki annað ákveðið
en þetta mót I april, fyrr en svo
næsta sumar. Þá hef ég ákveðið
að taka þátt i millisvæðamóti
sem fram fer næsta vor eða
sumar en það er fyrsti liðurinn i
keppninni um heimsmeistara-
titilinn. Það mót, eða réttara
sagt útkoman hjá mér i þvi móti
segir mér til um hvar ég stend i
samanburði við þá bestu, og
þess vegna hef ég ákveðið að
vera eingöngu I skákinni fram-
yfir millisvæðamótið. Nú sem
stendur er ég eingöngu að
„stúdéra” skák, raunar allt
þetta ár og held þvi áfram.
— Þú hefur auðvitað farið vel
yfir einvigi þeirra Karpovs og
Kortsnojs, hvað finnst mér um
það einvigi?
— Mér finnst taflmennskan I
þvi tiltökulega góö miðað við
svona einvigi og Karpov vel að
sigrinum kominn. Hann byrjaði
vel, en missti svo nokkuð tökin á
þessu þegar á leið, virtist skorta
úthald, en þegar mest reið á
stóð hann fyrir sinu. Karpov er
greinilega mjög góður varnar-
skákmaður, hann hefur lag á
þvi að gera lítið úr sóknartil-
raunum andstæðingsins, þannig
að þær hjaðna niður.
— Hefurðu teflt við Karpov?
— Já, einu sinni, i Moskvu
1971, og þeirri viðureign lauk
með jafntefli.
— Hverju spáir þú um einvígi
þeirra Fischers og Karpovs, ef
af þvi verður?
— Ætli ég veðji ekki á Fishcer
og kannski frekast vegna þess
að þetta verður langt eiiyvigi,
og úthaldið virðist veikur hlekk-
ur hjá Karpov. Annars er erfitt
að spá nokkru, þeir hafa aldrei
teflt saman. Karpov teflir
hreinna og einfaldar stöðuna
meira en Spassky til að mynda,
fer litið úr I flækjur og getur þvi
reynst Fishcer erfiður keppi-
nautur. — S.dór
Húsmœðrafélag Reykjavíkur:
Mótmælir hækkunum
Jólasamvinna
Helguð
KRON
að liluta
Jólahefti Samvinnunnar er
komið út. Hluti þess er helgaður
KRON, og er þvi dreift I kynning-
arskyni meðai félagsmanna.
Birt er viðtal við Ingólf Ólafs-
son, kaupfélagsstjóra um starf-
semi félagsins, og Gunnar M.
Magnúss rithöfundur segir frá þvi
hvernig KRON varð til. Þá er birt
ræða, sem Karl Kristjánsson,
fyrrum alþingismaður, flutti á
siðasta aðalfundi KRON. Hann
segir frá persónulegum kynnum
sinum af frumherjum samvinnu-
hreyfingarinnar, Jakob Hálfdán-
arsyni, Benedikt frá Auðnum og
Pétri á Gautlöndum. Einnig ræðir
hann um Húsavik, Kaupfélag
Þingeyinga og samvinnuhreyf-
inguna almennt bæði fyrr og nú.
Af öðru efni má nefna kafla úr
óprentaðri skáldsögu eftir Guð-
mund Danielsson rithöfund, smá-
sögur eftir Harry Martinsson og
Trausta ólafsson blaöamann, ljóð
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson,
pistil eftir Sigvalda Hjálmarsson
og þátt um islenskt mál eftir
Sverri Tómasson.
Þá eru i jólahefti Samvinnunn-
ar birt bréf og ljóð, sem Kjarval
sendi Birni Guttormssyni, fyrrum
bónda á Ketilsstöðum. Björn seg-
’ ir þar frá kynnum sinum af Kjar-
val, en meistarinn átti sumarhús I
landi hans og dvaldist þar löngum
á sumrin.
Margt fleira er I jólahefti Sam-
vinnunnar, sem er 56 bls. að
stærö. Ritstjóri er Gylfi Gröndal.
—EKH.
Auglýsingasíminn
er 17500
mDVIUINN
Húsmæðrafélag Reykjavikur
lætur nú I sér heyra og mótmælir
þvl, að ekki skuli fleiri kjötteg-
undir en kindakjöt niðurgreiddar
og hvetur borgaryfirvöld til þess
að bæta úr ófremdarástandi I
fisksölumálum á Reykjavlkur-
svæðinu. Þá mótmælir félagið sl-
vaxandi verðhækkunum, sem
koma verst við þá lægst launuðu.
Hér fer á eftir tilkynning frá fé-
laginu:
Framkvæmdanefnd Hús-
mæðrafélags Reykjavikur skorar
á hlutaöeigandi aðila, að sem
fyrst verði hafist handa um end-
urskoðun niðurgreiðslu á land-
búnaðarafurðum.
Telur nefndin allsendis ófært,
að eina kjötið sem niðurgreitt er,
sé lambakjöt. Vill nefndin benda
á, að setja ætti alla kjötframleið-
endur undir sama hatt.
Nú er almennt viðurkennt að
fitumesta kjötið er mun óhollara
en það fitusnauða. Hlýtur þvi að
teljast eðlilegt að almenningi sé
gert kleift að kaupa t.d. nautakjöt
og kjúklingakjöt.
Nefndin skorar einnig á borgar-
yfirvöld að koma sem fyrst á fisk-
markaði I Reykjavik. Nefndin tel-
ur það ástand, sem nú rikir I fisk-
sölumálum á höfuðborgarsvæð-
inu, óverjandi með öllu.
Enn einu sinni vill nefndin it-
reka fyrri kröfur sínar til Mjólk-
ursamsölunnar að neytendum
verði gert kleift að kaupa fitu-
minni mjólk, t.d. 2 1/2%.
Þá skorar nefndin á Islensk
stjórnvöld að reyna að stemma
stigu við sívaxandi verðhækkun-
um á almennum neysluvörum,
sem að sjálfsögðu koma verst við
lægst launuðu stéttir þjóðfélags-
ins.
Síra Björn Jónsson
var kjörinn
prestur á Akranesi
Fékk um
70%
atkvæða
Séra Björn Jónsson, þjónandi
prestur I Keflavik, náði lögmætri
kosningu tii prestskapar á Akra-
nesi i kosningum, sem þar fóru
fram á sunnudaginn, en atkvæði
voru talin á skrifstofu biskups I
gær.
Fjórir prestar voru i kjöri til
prestskapar áSkaganum.Þaö voru
þeir séra Arni Sigurðsson,
Blönduósi, séra Björn Jónsson,
Keflavlk, séra Hreinn Hjartar-
son, sendiráðsprestur i Kaup-
mannahöfn og séra Sigfús J.
Arnason að Miklabæ i Skagafiröi.
Á kjörskra voru 2.537, en at-
kvæði greiddu 1.910, og var kosn-
ingin þvi lögmæt.
Atkvæði féllu þannig að séra
Björn Jónsson fékk 1.319 atkvæöi,
séra Hreinn fékk 432 atkvæði,
séra Sigfús 103 og séra Arni 43 at-
kvæði. 7 atkvæðaseðlar voru ó-
gildir og 7 auðir.
Að likindum fer innsetning hins
nýja sóknarprests i embætti á
Akranesi ekki fram fyrr en um
áramót.
—úþ
Snj óruðnings-
málið leyst
Eins og Þjóðviljinn skýröi frá á
dögunum kom upp mikil deila
milli þingeyinga og flateyringa
útaf snjóruðningstækjum þar
vestra. Gekk þetta svo langt, að
vegaverkstjórinn á svæðinu, Guð-
mundur Gunnarsson, sagði starfi
sinu lausu.
Nú mun lausn hafa fengist á
málinu, og mun nýr veghefill
koma vesturum áramótin, og þar
með er vandinn úr sögunni. Eins
mun Guðmundur verkstjóri vera
að endurskoða afstöðu sina, en
lagt hefur veriö að honum að vera
áfram, enda er hann duglegur og
vinsæll i starfi.
—S.dór
A undanförnum 3 árum að
þessu ári meðtöldu hafa rétt um
600 sveitabýli fengið rafmagn frá
samveitum. Aætlun er um að
tengja um lOObýli til viðbótar við
samveitur og standa vonir til þess
að það takist á næsta ári, að þvi
tilskildu að fjárveitingar verði
nægar. Þá er liklega á annað
hundrað bújaröir eftir sem ekki
eru tengdar samveitum og ekki
verða það samkvæmt fyrirliggj-
andi áætlunum.
I Orkumálum, timariti Orku-
stofnunar, kom fram i fyrra að
180 sveitabýli höfðu vatnsknúðar
einkarafstöðvar i árslok 1972.
r.í«j *St**'*fy
r
JOLA
bœkur
lsafoldar
1974
Menníöndvegi
Hallgrímur
Pétursson
1*A VAH
OIJHV
OVMH
nsson
Helgi Skilli