Þjóðviljinn - 13.12.1974, Page 9

Þjóðviljinn - 13.12.1974, Page 9
Föstudagur 13. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Minningarorð Sv einbj örn Hjálmarsson Seyðisfirði Fæddur 28. des. 1905 — dáinn 5. des. 1974 Fáein kveðjuorð langar mig að senda horfnum baráttufélaga og flokksbróður. Sveinbirni Hjálmarssyni kynntist ég fyrst innan verkalýðs- hreyfingarinnar á Austurlandi. Þar var hann hinn skeleggi tals- maður alþýðustéttanna, en flanaði þó ekki að neinu og á öllu auðheyrt, að við orð sin vildi hann i hvivetna standa. Seyðfirskir sósialistar hafa oftlega verið um of fámennur hópur. Það, að and- stæðingarnir völdu Sveinbjörn til forystu i sinu virðulega verka- mannafélagi sýndi mætavel hið almenna traust, sem hann naut hjá verkamönnum á Seyðisfirði, hafið yfir öll flokkasjónarmið. Þeir vissu sem var, að fumlaus forysta hans og þrautseig bar átta fyrir þeirra hag var fölskva- laus og traust. Siðar kynntist ég sósialistanum Sveinbirni. Sú lifsskoðun hans var samofin verkalýðsbaráttunni eins og vera ber. Einlæg trú hans á sigur islensks sósialisma var ungum frambjóðanda góð hvatn- ing og ráðleggingar þær, er hann eitt sinn gaf mér, geymi ég enn i huga mér og reyni að fylgja þeim, þvi mér hefur orðið æ ljósara, hve raunsannar þær voru. Erfiöri sjúkdómsbaráttu er lok- ið, góður drengur og trúr hefur kvatt okkur. Dagsverkið var far- sælt og drjúgt i hvivetna. Sveinbjörn gleymist ekki þeim, er honum kynntust og gott er að kveðja svo veraldar veg, að hlýj- ar endurminningar einar fylgi frá samstarfsfólkinu. Alþýðubanda- lagið á Austurlandi þakkar Svein- birni einlægan trúnað og hollan stuðning við sameiginlegar hug- sjónir. Aðstandendum hans öllum sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Helgi Seljan. Sveinbjörn var fæddur að Vala- björgum i Seiluhreppi i Skaga- firöi, sonur hjónanna Hjálmars Jónssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Astu Ingimundar- dóttur. A unglingsaldri 1922 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni aust- ur til Seyðisfjarðar og bjó þar æ siðan. Sveinbjörn stundaði nám i Unglingaskóla Sauðárkróks vet- urinn 1921-1922 og mun það nám hafa orðið honum drjúgt vegar- nesti. Eftir komu sina til Seyðis- fjarðar lagði hann á margt gjörva hönd, var m.a. lengi fiskimats- maður, en starfaði lengst af sið- ustu árin hjá Sildarverksmiðju rikisins. 011 störf vann hann af samviskusemi og nákvæmni, sem aldrei brást, enda viðurkennt og metið af öllum, sem til þekkja. Manngildi fólks kemur best i ljós eftir þvi hvernig það leysir störf sin af hendi, en hver störfin eru skiptir minna máli. Þegar málin eru skoðuð á þann hátt, er hlutur manna hans gerðar stór. Sveinbjörn var um árabil full- trúi Alþýðubandalagsins i bæjar- stjórn Seyðisfjarðar, sat og lengi i fræðsluráði bæjarins og ýmsum öðrum nefndum. A þeim vett- vangi kom gjörhygli hans, ásamt eölisgreind og réttlætiskennd góðu til leiðar. Hann sat lengi i stjórn Verkamannafélagsins „Fram” og var formaður þess um langt árabil. Margir góðir menn og merkir skilja eftir sig markandi spor i félagsmálasögu verkalýðs- hreyfingarinnar og væri hann skráður, geymdi hann sanna mynd af þvi hugarfari, sem bak við áhugann og einbeitnina bjó. Liklegt er, að timabil kreppuár- anna hafi mótað hugarfar margra að einhverju marki, jafn- vel þeirra, sem til forystu völd- ust. Það voru ár mikillar reynslu og mikillskóli, sem oft kom þessu fólki að gagni seinna i lifinu. Kannski er þvi eðlilegt, að fólk úr þeim hópi hafi e.t.v. annað mat á hinum ýmsu viðfangsefnum, sem við er að fást, en hinir yngri, sem að þessum málum vinna. En sannarlega hefur þeirra leiðsaga oft verið dýrmæt, og varðað leið- ina eftirminnilega. Ekki er mér kunnugt um trúar- TILKYNNING TIL SÖLUSKATTS- GREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- ber mánuð er 16. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. desember 1974 DEILDAR- HJÚKRUNARKONA Staða deildarhjúkrunarkonu við Lyflækningadeild Borgarspitaians er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1975. Upplýsingar um stöðuna eru veittar frá skrifstofu for- stöðukonu Borgarspitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 31. des. nk. Reykjavik, 12. desember 1974 HEILBRIGÐISMALARAÐ REYKJAVíKURBORGAR skoðanir Sveinbjarnar, eins og slikt er jafnan nefnt i daglegu tali. En ég tel mig vita svo mikið um hans „innri gerð”, sem ég vil nefna svo, að ég er sannfærður um, að hann var mannvinur I bestu merkingu þess orðs. Ég tel, að hann hafi i þeim efnum staðið miklu nær kærleiks og jafnaðar- hugsjón kristindómsins, þeirri, sem orðuð er á þessa leið: „Það, sem þér viljið, að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra”, en ýmsir þeir, er oftar hafa slik orð á vörum. Það hefur hann sýnt með breytni sinni, en ekki kostað kapps um að bera trú sina á torg. Það er erfitt að geta i annars hug og hvorki viðeigandi né held- ur gerlegt að kveða upp dóm um ævireynslu eða hamingju ann- arra manna. En þeir, sem lifa lif- inu, án þess að áreita aðra og lausir við annarra áreitni, hljóta vafalaust i mörgu tilliti meiri lifs- fyllingu en margir aðrir. Eftirlifandi kona Sveinbjarnar er Guðrún Ásta Sveinbjarnar- dóttir. Börn þeirra eru fimm, þrjár dætur og tveir synir, sem öll eru uppkomin, búsett og starfandi á Seyðisfirði. Siðustu tvö til þrjú árin barðist Sveinbjörn við þann sjúkdóm, sem þunghöggastur er, og lækna- visindi nútimans hafa enn ekki borið sigurorð af. Baráttan var þvi löng og ströng, en háð af full- komnu æðruleysi og með rósemi þess, sem veit að allt lif á sér að- eins einn endi. Vammlaus maður, sem hefur engan styggt og engan hryggt kveður oss. Hann leitaði litt eftir eigin hag og vann af hljóðlátum kærleika að heill ástvina og að- standenda. Slikra manna hljótum við að trúa að biði vinir i varpa á landi lifenda. Jóhann Jóhannsson kennari, Seyðisfirði. F élagsf undur verður i Iðnó sunnudaginn 15. desember kl. 2 e.h. Dagskrá 1. Félagsmál 2 Kjara- og samningamál. Félagsmenn mætið vel og sýnið J skirteini við innganginn. STJÓRNIN TILRAUNA- DAGHEIMILI Vantar starfskraft frá áramótum. Fram- tiðarstarf. Aldur og kyn skipta ekki máli. Ahugi á barnauppeldi skilyrði fyrir ráðn- ingu og æskileg er sérmenntun eða starfs- reynsla við uppeldi barna. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 20. desember, merkt SÓ — 1974 Stórfréttir frá Hagkaup. Búdin orðin tvöfalt stærri! Nóg pláss fyrir alla, líka á föstudögum og laugardögum tí>TAtO‘&* fafZAMPT*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.