Þjóðviljinn - 13.12.1974, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. desember 1974.
Föstudagur 13. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
HÁVAÐI III — TRÉSMIÐJAN MEIÐUR — BLAÐAPRENT
Trésmiöjan Meiður er til
húsa aö Síðumúla 30.
Reyndar er það húsnæði
nýtilkomið og hýsir aðeins
hluta af starfsemi fyrir-
tækisins. Hinn hlutinn er í
Hallarmúla5. Húsið í Sfðu-
múla er geysistórt en ekki
fullfrágengið, td. eru út-
veggir þess ómúraðir og
bráðabirgðahurðir halda
veðurguðunum í skefjum.
Þegar inn var komið blasti við
okkur stór salur fullur með alls
kyns trésmiðatólum og voru þar
10-20 manns að vinnu. Mikill
hávaði var þar en menn þó ekki
allir með eyrnahlifar.
Svipað og í
stærstu skipum
Við hófum strax mælingar og
gengum að vél sem ungur maður
vann við. Tjáði hann okkur að
fyrirbærið héti kantlimingavél.
Kormákur brá mælinum á loft og
las af honum hvorki meira né
minna en 106 decibel. Framleiddi
vélin háan og skerandi hvin þegar
viðnum var rennt i gegnum hana.
Til samanburðar gat Kormákur
þess að þessi hávaði væri
svipaður og i námunda við ljósa-
vélar i stærstu flutningaskipum
landsins. Hefur hávaðinn mælst
þar 109 db .
Næsta vél sem á vegi okkar
varð var vélhefill og mældist
hávaðinn i honum 96 decibel.
— Heyri illa samtöl
Við vélhefilinn vinnur Sölvi
Jónsson trésmiður. Við lögðum
fyrir hann nokkrar spurningar,
fyrst hve langi hann hefði unnið
við þessa iðn.
— Ég hef verið i húsgagna-
smiðum nálega 20 ár. Aður en ég
kom hingað var ég á gamla
staðnum niðri i Hallarmúla i
fimm ár og þar áður i um tiu ár
hjá Kristjáni Siggeirssyni. Fram
að þvi var ég húsasmiður.
— Hvernig gengur þér að þola
hávaðann hér?
— Hann er óþægilega mikill og
meiri en i Hallarmúlanum. Þar
var timburgólf og timbur-
klæðning i lofti sem drakk i sig
eitthvað af hávaðanum en hér eru
allir veggir, loft og gólf úr steini
og engin klæðning.
— Finnurðu fyrir heyrnartapi?
— Já, mér finnst það vera
mikið. Ég heyri illa samtöl. Ég
hef hins vegar ekki látið mæla i
mér heyrnina.
— Hvað ertu gamall, Sölvi?
— Ég er 58 ára.
— Finnurðu fyrir einhverjum
öðrum kvillum en heyrnartapinu
sem þú getur rakið til hávaðans?
— Já, ég hef lengi átt erfitt með
svefn og svo eru taugarnar ekki i
sem bestu lagi.
— Hvað hefurðu gert til að
verjast hávaðanum?
— Ég hef notað eyrnahlifar
siðan ég kom hingað. Við fáum
þau hjá fyrirtækinu. Annað hef ég
ekki gert.
Að afloknu spjallinu við Sölva
fórum við upp á næstu hæð. Þar
var litið um hávaðasamar vélar
en hins vegar mætti vitum okkar
mikill fnykur. Stafaði hann af
starfsemi hokkurra manna sem
voru að lakka viðarplötur i þar til
gerðri vél. Voru þeir allir með
grimur til að verja vitin.
— Sumir finna ekkert
fyrir hávaðanum
Sem við ætlum að hverfa á
braut hittum við Guðmund
Hauksson verkstjóra. Við
spyrjum hann hvað gert sé af
hálfu fyrirtækisins til að vernda
starfsfólkið fyrir hávaðanum.
— Það fá allir eyrnahlifar, það
er það eina.
— Var eitthvað mið tekið af
hávaðanum i byggingu hússins?
— Nei, ekki það ég veit. Hins
vegar eru allar vélarnar á
púðum.
— Hvað hefur þú unnið lengi
, við þessa iðn?
— í tólf ár.
— Og hvernig er heyrnin?
— Alveg sæmileg. Ég merki
ekki að ég hafi tapað heyrn.
— Hvernig gengur að láta
starfsfólkið nota eyrnahlifarnar?
— Það gengur misjafnlega,
flestir nota þær þó. Hávaðinn
leggst mjög misjafnlega i menn.
misjafnlega í menn
Hávaðinn leggst
Sumir kvarta undan heyrnartapi,
aðrir fá hausverk en sumir
virðast ekkert finna fyrir
hávaðanum.
Kristján Jóhannsson og Jörundur Guðmundsson pressumenn athuga prentgæðin á VIsi.
Blaðprent
tJr trésmiðjunni röltum við
eftir Siðumúlanum niður á númer
14 þar sem Blaðaprent er til húsa.
Þegar okkur ber að garði er verið
að leggja siðustu hönd á að búa
Visi undir prentun. Meðan það er
gert setjumst við inn I kaffistofu
og hittum þar Kristján Jóhanns-
son pressumann að máli en sá var
einmitt tilgangur ferðarinnar i
Blaðaprent að mæla hávaðann I
pressunni. Við spyrjum Kristján
hve lengi hann hafi unnið þarna.
— Ég hef unnið við pressuna I 3
og hálft ár. Aður en ég kom
hingað var ég i Alþýðuprent-
smiðjunni. En ég hef unnið lengi i
prentverki við önnur störf.
— Þú notár eyrnahlifar.
— Já, ég hef notað þær siðan
ég byrjaði hér.
— Hvernig er heyrnin?
— Hún er ágæt. Ég get ekki
merkt að ég sé farinn að missa
heyrn. Ég hef hins vegar aldrei
látið mæla i mér heyrnina.
— Er betra að vinna hér en i
Alþýðuprentsmiðjunni?
— Já, þessi pressa er á
steyptum undirstöðum þannig að
hún titrar ekkert. Gamla pressan
i Alþýðuprentsmiðjunni var hins
vegar alveg að syngja sitt siðasta
Sölvi Jónsson viö vélhefilinn
og framleiddi mikla skelli og
annan hávaða.
óþverri í loftinu
Nú kemur hinn pressu-
maðurinn, Jörundur Guðmunds-
son, inn i kaffistofuna og við
leggjum sömu spurningar fyrir
hann.
— Ég hef unnið við pressu i
fjórtán ár og ég finn það greini-
lega að heyrnin er ekki eins góð
og þegar ég byrjaði. Ég hef notað
eyrnahlifar i fjögur ár og það er
allt annað lif, það er ekki yfir
nokkru að kvarta siðan ég fékk
þær.
— Finnið þið fyrir einhverjum
öðrum kvillum en heyrnartapi?
— Nei, ekki sem hægt er að
kenna hávaðanum um. Hins
vegar er mikill óþverri i loftinu
þegar verið er að prenta sem
kemur af litnum og ýmsum
kemiskum efnum, sem notuð eru
við prentunina. Þetta er verra en
hávaðinn.
Nú er Visir tilbúinn og prent-
unin getur hafist. Þungur niður
fyllir pressusalinn og Kormákur
bregður mælinum á loft. 91
decibel mælist hávaðinn. Tiðnin
er mæld og reynist mestur
hávaðinn vera lágtiðnihljóð, upp i
500 herz.
Þar með var tilgangi ferðar-
innar náð og skiptum við þvi liði,
Kormákur hvarf til sinna starfa i
Heilsuverndarstöðinni en við
hinir niður á Skólavörðustig til að
skjalfesta árangur ferðarinnar.
Sími 22400
Þess má svo geta að lokum að
Atvinnusjúkdómadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur i
samvinnu við heilbrigðiseftirlitið
sér um hávaðamæiingar á vinnu-
stöðum og þangað geta bæði
atvinnurekendur og verkafólk
leitað ef það vill láta mæla
hávaðann á vinnustaðnum.
Einnig má þar fá allar
upplýsingar um skaðsemi hávaða
og varnir við honum.
Finnist mönnum hins vegar
heyrnin vera farin að daprast
geta þeir snúið sér til heyrnar-
deildar Heilsuverndarstöðvar-
innar og látið mæla i sér
heyrnina. Siminn i Heilsu-
verndarstöðinni er 2-24-00 og i þvi
númeri er hægt að fá samband við
allar ofannefndar deildir.
—ÞH
Kantllmingavélin sem hæst lét — framleiddi 106 decibel.
Vélin sem hæst lét reyndist vera trésmíðavél og hávaðinn í henni mældist 106 decibel
ANATOLI
KARPOV
áður og í framtíðinni
Anatoli Karpov: ,,Það verður
mjög erfitt fyrir mig...”
Antoli Karpov, hinn 23. ára
stórmeistari stendur nú andspæn-
is heimsmeistaranum iskák eftir
sigur sinn yfir Kortsnoj i einvig-
inu um réttinn til að skora á
heimsmeistarann.
,,Ég ætla aðeins að hvila mig”
sagði Karpov við blaðamanninn,
þegar hann tók á móti hamingju-
óskunum, ,,og siðan fer ég að
undirbúa mig fyrir einvigið við
Fischer, hvort sem það verður
eða ekki...”
Nokkru áður, eða þegar einvig-
ið við Kortsnoj stóð enn yfir, sagði
Karpov i viðtali við júgóslav-
neska sjónvarpið, þegar þann
möguleika bar á góma, að hann
skoraði á Fischer:
,,Það verður mjög erfitt fyrir
mig, ef af þvi verður. En ég held
samt, að ég eigi möguleika á
sigri.”
Siðasta setningin vitnar um
vaxandi trú Karpovs á hæfileika
sina. Enginn hafði áður heyrt
slika staðhæfingu frá honum.
Jafnvel eftir hinn glæsilega sig-
ur yfir Lew Polugajevski i áskor-
endakeppninni sagðist Karpov
halda, að Fischer yrði heims-
meistari til ársins 1978. Heims-
meistarinn yrði fullur orku i
næstu heimsmeistarakeppni, en i
þar næstu keppni eftir þrjú ár
færi að færast i verra horf fyrir
hann.
Það var ekki fyrr en eftir ein-
vigið við Spasski, að Karpov
komst að þvi, að hann sem skák-
maður óttaðist ekki neinn i heim-
inum, þ.á.m Fischer. A Olympiu-
skákmótinu i Nizza lýsti hann þvi
yfir, að krafa Fischers um
tveggja vinninga forskot vitnaði
um vaxandi vantrú heimsmeist-
arans á hæfileika sina. Og svo
kom setningin, sem minnst var á
hér að framan: ,,.... ég eigi mögu-
leika á sigri”.
Blaðamenn vita af eigin
reynslu, að Karpov fer ekki með
neitt fleipur i blaðaviðtölum. Þess
vegna ber að taka allt, sem hann
segir i fullri alvöru.
Reyndir skákmenn hafa forðast
að vera með spádóma um heims-
meistaraeinvigið. Max Euwe,
forseti FIDE sagði t.d. að Karpov
hefði meiri sigurmöguleika gegn
Fischer heldur en Kortsnoj, þar
sem leikstill Karpovs og Fischers
væri mjög likur. Stórmeistarinn
Evgeni Vasjúkov, skákfréttarit-
ari blaðsins „Vetsernaja
Moskva” sagði varfærnislega, að
hinn ungi stórmeistari yxi ekki á
dögum, heldur á klukkustundum.
,,Og við vonumst tiT,' að sovéski
skákmaðurinn verði alvæddur,
þegar til kasta keppninnar kem-
ur. Hann á fyrir höndum mjög
erfitt verkefni, en að minum dómi
er það ekki óleysanlegt.”
Þetta er eðlilegt. Það er hægt
að gera sér i hugarlund, hvernig
Karpov mun leika i náinni fram-
tið, en enginn veit hvernig undir-
búningur Fischers er, eða hvern-
ig hann verður eftir hálft ár.
Heimsmeistarainn hefur um
tveggja ára skeið ekki látið neitt i
sér heyra um þetta mál.
Fischer er iþróttamaður og
heilsuhraustur, sem er mikils
virði i þreytandi keppni. En
Karpov helgar einnig likamleg-
um undirbúningi mikinn tima.
Það leikur enginn vafi á að taugar
hans eru i góðu lagi. Nokkrir
skáksérfræðingar vildu halda þvi
fram, að slappur leikur Karpovs
undir lok einvigisins við Kortsnoj
væri að kenna likamlegri þreytu
og ofreynslu. En Karpov sagði
sjálfur eftir einvigið, að þar væri
ekki um likamlega þreytu að
ræða, heldur ofmat á stöðunni.
Það er sem sagt erfitt að segja
fyrir um hvor er sterkari, Fischer
eða Karpov.
Sérfræðingar eru sammála um
eitt atriði. Leikur Karpovs i ein-
viginu við Kortsnoj var fjölþætt-
ur, rökréttur og sannfærandi.
Undirbúningurinn, hæfileikarnir
og hugkvæmnin er hrifandi. í
nokkrum skákum lék hann óað-
finnanlega,.þar sem endirinn var
mjög flókinn, en slikt er öruggt
merki um skákmann i besta
flokki. 1 hinni erfiðu baráttu við
einn besta skákmann vorra tima
öðlaðist Karpov dýrmæta
reynslu, einstakan möguleika til
að reyna styrk sinn fyrir einvigið
við heimsmeistarann, einvigi,
sem búist er við að verði enn
erfiðara.
En verður þetta einvigi? Nú
koma fram bjartsýnisspár á þvi
sviði. Tigran Petrosjan, sem
hafði viðtal við Karpov i sovéska
sjónvarpinu, sagði af fullri sann-
færingu, að einvigið við Fischer
yrði haldið. Dimitri Belits, júgó-
slavneski skákfréttaskýrandinn.
sem er mikill sérfræðingur i mál-
efnum Fischers, heldur þvi fram,
að heimsmeistarinn hafi áhuga á
að tefla við Karpov.
Anatóli Karpov er fulltrúi ungu
kynslóðarinnar. Ungur töfrandi
maður, hagfræðistúdent við
Háskólann i Leningrad, sem hef-
ur mikla unun af náminu. Hann
hefur yndi af leikhúsferðum og
bókmenntum, er fróður og hefur
áhuga á mörgu. Þetta er maður-
inn, sem er fulltrúi Sovétrikjanna
i heimsmeistaraeinviginu.
(Alexej Strebnitski, APN)
AF ERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
Exístentialism
John Macquarrie. Penguin Books
1973.
Höfundurinn fjallar um
existentialismann sem afstöðu til
vissra efna og þátta, byggir á
þematiskri aðferð. Hver kafli
fjallar um þýðingarmestu þemu
existential heimspeki. Existenti-
alistar byrja á manninum, ekki á
náttúrunni og umhverfinu,
subjektið er viðfangsefnið fremur
en objektið. Miguel de Unamuno
segir að „heimspekin sé skilgetið
afkvæmi, persónuleg tjáning
hvers heimspekings og að heim-
spekingar séu manneskjur með
holdi og blóði, sem tali til annarra
manneskja með holdi og blóði og
þessvegna ráði tær skynsemin
tjáningunni að takmörkuðu leyti,
heldur viljinn og tilfinningarnar,
holdið, beinin, allur likaminn og
sálin”. Existentialistar eru ekki
fjarri kenningum Unamunos, þeir
byrja með manninum, ekki að-
eins sem hugsandi fyrirbrigði
heldur einnig sem verandi.
Existentialisminn er fremur
heimspekilegur lifsstill en kerfi
heimspekikenninga, þvi fjalla
existentialistar fremur um frelsi,
ábyrgð og val en rökfræði og
fyrirbrigðafræði. Valfrelsi er ein-
kenni mannsins og þar með vald
hans á mótun framtiðarinnar.
Þemun sem hér eru rædd eru
m.a. Existentialisminn og saga
heimspekinnar, hugmyndin um
tilveruna, tilveran og heimurinn,
hugsun og tungumál, tilfinning
o.fl. Höfundurinn er skýr i fram-
setningu,og i bókarlok eru skrár
um bækur varðandi efnið.
The New Industrial
State
John Kcnneth Galbraith. Second
Edition. Penguin Books 1974.
Galbraith hefur mörgum frem-
ur náð að túlka og lýsa eðli nú-
tima iðnaðarþjóðfélaga i bókum
sinum, The Affluent Society og
þessari, sem er önnur útgáfa,
kom fyrst út i Bandarikjunum
1967. Hann fjallar um þær breyt-
ingar sem eru orðnar á kapital-
ismanum með einokun fjölþjóða-
hringa og stöðugt magnaðri á-
hrifum þeirra og algjörri einsýni
og tillitsleysi þeirra til alls nema
eigin útþenslu. Rit Galbraiths
hafa alltaf vakið eftirtekt og um-
ræður, og Times likti þýðingu
bókarinnar og áhrifum við Das
Kapital.
Penguin Cordon
Bleu Cookery.
Rosemary Hume and Muriel
Downes. Illustrated by Juliet
Renny. Penguin Books 1973.
Hugtakið „Cordon Bleu” tákn-
ar fullkomnun i eldamennsku og
matargerð og i þessari bók eru
uppskr. að þvi besta, sem frönsk
matargerð hefur upp á að bjóða.
Til þess að búa til góðan mat, þarf
mikla natni, nákvæmni og
óbrigðult bragðskyn og tilfinn-
ingu og þekkingu fyrir og á hrá-
efninu, en þetta allt er einkenni
góðra franskra kokka. Matar-
smekkur þjóða vottar menning-
arástandið meðal þeirra og af
þeim smekk má einnig draga
ýmsar ályktanir um eðli þjóð-
anna og srnekk i öðrum efnum.
Þróun matargerðar á sér langa
sögu og sumir telja að menningin
hafi hafist með matargerðinni,
umbreytingu úr hrámeti i steikt
eða soðið, þessu fylgdi margvis-
leg meðhöndlun hráefnisins og er
fjölbreyttnin mikil i þeim efnum.
Hér á landi var hráefnið nýtt á
hinn margbreytilegasta hátt og
matargerð var hér á háu stigi, en
afturför er augljós i þeim efnum
eftir að sjoppusmekkur, prins
pólóát og ropvatnsþamb ásamt
ameriskum lágmenningaráhrif-
um i matargerð var innleitt hér af
pröngurum og sjoppuhöldurum.
Þessi stefna i manneldi er þjóð-
inni dýrkeypt og leiðir til vaneldis
og óþrifa, en þvi verður ekki
breytt, meðan bensinsalar og
kaupahéðnar stjórna landinu. þvi
að þeir græða á þessari athafna-
semi sinni. Fyrirmynd lágmenn-
ingar i matargerð er sótt i banda-
riskan matarsmekk sykraður
hænsnamatur, úrgangskjöt i
gervi hamborgara og vúlgær
kryddnotkun ásamt sætdrykkjar
þambi með mat eru einkennin.
Bók þessi getur komið að miklu
gagni hér á landi, þar eð óviða er
völ á jafn góðu hráefni til matar-
gerðar og hér og önnur efni sem
þarf eru hér fáanleg, kryddvörur
og vin, en það siðast nefnda er
nauðsynlegt til matargerðar eftir
uppskriftum þessarar bókar.