Þjóðviljinn - 13.12.1974, Blaðsíða 4
4 StPA — ÞJÓÐVILJINn' Föstudagur 13. desember 1974.
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ DILLA ROFUNNI
Fyrr i þessari viku kom hingað til ís-
lands aðstoðarutanrikisráðherra Banda-
rikjanna, Joseph Sisco, að nafni. Málgögn
Sjálfstæðisflokksins hafa notað tækifærið
til að votta Bandarikjastjórn sérstaka
hollustu sina. 1 Morgunblaðinu i gær er
birt heilsiðuviðtal við aðstoðarutanrikis-
ráðherrann og forystugrein blaðsins er
helguð samskiptum fslands og Bandarikj-
anna.
Samkvæmt hinu hjartnæma þakkará-
varpi til Bandarikjastjórnar, þ.e. forystu-
grein Morgunblaðsins i gær, höfum við is-
lendingar svo sannarlega ástæðu til að
þakka bandariskum stjórnvöldum fyrir
margt og mikið.
Þau hafa látið svo litið að taka að sér að
vernda okkur sem skrimtum hér ósjálf-
bjarga á hjara veraldar, þau hafa keypt af
okkur fisk og þar með tryggt að við höfum
sjálf efni á þvi að éta fisk, og þau hafa
meira að segja heimilað islenskum flug-
vélum að lenda i ,,guðs eigin landi”.
Auðvitað hvarflar það ekki að þeim
Morgunblaðsmönnum, að hin vammlausa
Bandarikjastjórn hafi neitt annað en um-
hyggju fyrir okkur i huga, þegar hún lætur
svo lítið, að leggja til 3000 dáta til að
vernda frelsið á Suðurnesjum. Þvi siður
koma þeim i hug gagnkvæmir viðskipta-
hagsmunir, þegar um kaup og sölu á fiski
er að ræða, enda þekkja vistmenn Morg-
unblaðshallarinnar vist ákaflega litið til
peninga. Hitt eru þeir ákaflega fljótir að
skilja, að ástæða þess að ýmsir banda-
rikjamenn vilja gjarnan borða islenskan
fisk sé sú, að rikisstjórn Bandarikjanna
ber svo einstaklega hlýjan hug til okkar
islendinga, ekki sist til núverandi rikis-
stjórnar.
Og það, að islenskar flugvélar fá að
halda uppi flugsamgöngum milli Evrópu
og Ameriku, — slikt góðverk er nú bara
alveg sérstakt, að dómi áróðursmanna
Sjálfstæðisflokksins.
,,í samskiptum við hið bandariska stór-
veldi á þessum þremur mikilvægu sviðum
hefur framkoma þess i okkar garð verið ó-
aðfinnanleg”, segir Morgunblaðið og á
öðrum stað i sömu forystugrein: „Hins
vegar verður ekki um það deilt að sam-
skipti okkar við Bandarikin hafa verið svo
góð að óliklegt er, að þess séu mörg hlið-
stæð dæmi”.
Já mikið er lán okkar islendinga, og þá
ekki sist Suðurnesjamanna. En skyldi nú
ekki hvarfla, að einhverjum lesenda
Morgunblaðsins, að slikar ástarjátningar
til erlendis stórveldis væru torfundnar hér
i Vestur-Evrópu, og helst væri samlikingu
við skrif Morgunblaðsins að finna allmiklu
austar i álfunni og þá með breyttu nafni
stórveldisins? En það er vist sama hvaðan
gott kemur.
Ekki má minna vera en sjálfur Joseph
Sisco taki undir lofsöng Amerikutrúrra is-
lendinga, enda hefur Morgunblaðið eftir
honum orðrétt að „samskipti Islendinga
og bandarikjamanna væru frábær”.
Það var rétt skilið „frábær”, hvorki
meira né minna. Það vantaði bara, að
herra Sisco bætti þvi við, að enda hefðu is-
lendingar verið einir i hópi aðeins 7 ann-
arra rikja af 142 á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, sem fyrir stuttu héldu trúnað við
Bandarikin i erfiðu máli.
Og auðvitað gleymir Morgunblaðið ekki
að geta þess, að við eigum bandarikja-
mönnum lýðveldið okkar að þakka. Um
það segir svo i forystugrein Morgunblaðs-
ins i gær:
„Viðurkenning Bandarikjanna á stofn-
un hins islenska lýðveldis var i raun for-
senda þess, að lýðveldisstofnun okkar
hlaut þegar i stað alþjóða viðurkenningu”.
Já, margt er að þakka.
Þegar lýðveldið var stofnað á íslandi
fyrir 30 árum var reyndar svo ástatt, að i
landinu sat bandariskur her. íslensk
stjórnvöld höfðu um það skýlaust loforð
frá Bandarikjastjórn, að herinn færi héð-
an strax að lokinni heimsstyrjöldinni, er
þá geisaði, en henni lauk ári siðar.
Þetta hátiðlega loforð sveik Banda-
rikjastjórn. Og þegar spurt er, hvaða hug-
ur var að baki framkomu Bandarikja-
stjórnar við lýðveldisstofnunina á Islandi
1944, þá er svarið reyndar ekki að finna á
siðum Morgunblaðsins, heldur i þeim
sagnfræðilegu heimildum, sem fyrir
liggja. Ungur islenskur sagnfræðingur,
sem kannað hefur ýtarlega heimildir frá
striðsárunum, er ísland varða, i banda-
riskum og breskum skjalasöfnum birti
markverða grein i timaritinu Skirni á sið-
asta ári.
Þar er orðrétt birtur rökstuðningur þá-
verandi deildarstjóra Norður-Evrópu-
déildar bandariska utanrikisráðuneytis-
ins fyrir þvi, að Bandarikjastjórn viður-
kenni lýðveldið á íslandi 17. júni 1944, og
segir svo:
„Ég er þeirrar skoðunar, að núverandi
samskipti okkar við Island, sem byggjast
á dvöl hers okkar i landinu, auk hagsmuna
okkar eftir strið, svo sem beiðni um flota-
og flugbækistöðvar i samræmi við áætlan-
ir, sem hlotið hafa samþykki yfirherráðs-
ins og forsetans, krefjist þess, að við lát-
um sérstaklega til okkar taka i tilefni
þessa sögulega atburðar í islensku þjóð-
lifi”.
Oft er flagð undir fögru skinni, en Morg-
unblaðsins og foringja Sjálfstæðisflokks-
ins er að þakka.
Orkuvandi austfirðinga
rækjuvandi lögfræðinga
Allur fundartimi sameinaös
þings i gær fór i að ræða mál utan
dagskrár. Fyrst trónaði Jón
Ármann Héðinsson upp með það
hneykslismál að sjávarútvegs-
ráðherra einkaframtaksins skuli
leggja stein í götu tveggja fjár-
vana lögfræðinga úr Reykjavik,
sem fiengjast nú með smábát I
kringum allt land i leit að miðum
og vinnsluaðstöðu og fá ekki einu
sinni griðiand i hinni friðsælu
samgöngumiðstöð, Biönduósi.
Síðara málið utan dagskrár var
orkuvandi austfiröinga sem
Tómas Arnason vakti máls á.
Tómas kvaðst helst sjá 2 leiðir
til að austfirðingar geti haft raf-
orku til heimilisnota og atvinnu-
reksturs i vetur úr þvi að ekki
væri unnt að fá leigða aftur
gastúrbinustöðina frá Noregi sem
starfrækt var i fyrra: Annað væri
það að kaupa disilvélar frá
Bandarikjunum sem unnt væri að
fá með skömmum afgreiðslu-
fresti, væru 1 mW aö afli og kost-
uöu 14. milj. kr. Mundu þurfa
tvær slikar vélar og heföu þær
þann kost að vera á vögnum,
þannig að unnt er með litilli fyrir-
höfn að færa þær til eftir þvi sem
hentar. Hinn kosturinn væri sá að
fá gamlar báta- eða togaravélar
og tengja þær við rafal, væri þetta
ódýr lausn ef slikar vélar lægju
einhvers staðar á lausu.
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra minnti á að fyrirhuguð
virkjun á Bessastaöaá kæmi ekki
i gagnið fyrr en eftir 4 ár hið
skemmsta, en afl hennar yrði
væntanlega um 30 mW. Siðan
ræddi hann nokkuð dráttinn á þvi
að Lagarfossvirkjun.7,5 mW, hæfi
vinnslu en vegna birgða á afhend-
ingu tékkneskra véla getur það
ekki orðið fyrr en I mars eða jafn-
vel aprfl. Gunnar kvað helst i ráði
að kaupa disilvélarnar frá
Ameriku. Þá minntist ráðherrann
á vatnsleysi við Smyrlu og kvaðst
gera ráð fyrir þvi að gufutúrbinu-
stöð á Blönduósi yrði flutt til
Hornaf jarðar, en á Blönduósi yrði
komið upp stærri stöð.
Lúðvik Jósepsson benti á að
þegar væri komið i óefni I raf-
magnsmálum Austurlands og
farið væri að skammta til al-
mennrar notkunar nú, enda þótt
rekstur fiskvinnslustöðvanna
væri nú minni en I meðallagi og
frystihúsin notuðu varla nema
helming þeirrar orku sem þau
þurfa þegar vertiðin stendur sem
hæst. En þá bætast 10 loðnuverk-
smiðjur á svæðinu við sem brýnt
er að hafi rafmagn þegar I upp-
hafi loðnuvertiðar, eða upp úr
miðjum janúar. Langt er siöan
það kom i ljós að gastúrbinan
norska fæst ekki leigð I ár og þaö
verður þvi að hefjast handa þegar
i stað. Engin bið má verða á þvi
að vélar verði útvegaðar til orku-
vinnslu.
Um seinkunina á Lagarfoss-
virkjun vildi Lúðvik segja það að
þar hefðu tékkar vissulega brugð-
istog ekki staðið við afhendingar-
tima, en nú virðist sem nauðsyn-
legir hlutar frá ýmsum öðrum
aðilum komi enn seinna.
Einnig tóku til máls um þetta
Ilalldór Asgrimsson, Sverrir
Hermannsson og Jón Sólnes.
Ráðherraúrskurður
um vinnslustöðvar?
Um sorgarsögu lögfræðinganna
sem Jón Armann Héðinsson bar
fyrir brjósti tóku til máls, auk
hans og sjávarútvegsráðherra
Matthiasar Bjarnasonar: Sig-
hvatur Björgvinsson, Lúðvik
Jósepsson, Steingrimur
Hermannsson, Ellert Schram,
Eggert Þorsteinsson, Kjartan
óiafsson, Sverrir Hermannsson,
Pétur Sigurösson og Albert Guð-
mundsson.
Jón Armannlas úr álitsgerð frá
Magnúsi Thoroddsen borgardóm-
ara og gekk hún i þá átt að ráð-
herra væri óheimilt að meina lög-
fræðingum rækjuvinnslu á
Blönduósi.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
rækjuleyfi sin væru samhljóða
rækjuleyfum fyrri ráðherra að
undanteknu þvi að nú væri við-
bótarskilyrði um ,,viðurkennda
vinnslustöð”. Að sinni hyggju
þyrfti að samræma skipulag á
veiðum og þvi sjálfsagt að
samþykkja frumvarp þess efnis
sem stjórnin hefur lagt fram.
Bréf og sendinefndir frá þorpun-
um við Húnaflða sem byggðu af-
komu á rækjuvinnslu bentu á
hættuna af þvi að fjölga bátum og
verksmiðjum á svæðinu, og mátti
skilja á máli ráðherrans að hann
teldi að fyrst þyrfti að lita á
vanda þeirra staða sem lengi
hafa búið að rækjunni áður en
hægt væri að sinna kvabbi lög-
fræðinga að sunnan. En þeir góðu
menn komu eitt sinn með 15
miljóna kröfu á hann 10 mínútum
fyrir 5 á föstudegi og kröfðust
svars á mánudegi! Nú ætluðu þeir
vist að halda veiðunum áfram yf-
ir jólin þótt aðrir bátar hættu, en
það mundi hann ekki liða.
Lúðvik kvaðst ekki hafa tekið
afstöðu til Húnaflóamálsins, en
hann væri mótfallinn þeirri reglu
að binda veiðileyfin við vissar
vinnslustöðvar og öfundaði hann
ráðherra ekki af þvllikri ráðs-
mennsku.
Kjartantaldi að eðlilegt væri að
ákveðin tengsl væru milli veiða
og vinnslu og geti þvi verið rétt af
hálfu stjórnvalda að takmarka
vinnslustöðvar ekki siður en báta.
Benti hann á þorp við Húnaflóa
sem hefðu náð sér upp á rækju-
vinnslu, en á Blönduósi hefði at-
vinnulifið byggst á öðru.
Steingrímur og raunar Sverrir
lika tóku mjög i sama streng.
Albert, hugsjónarikur að
vanda, kvaðst fagna þvi ef pen-
ingamenn I Reykjavik hefðu efni
á þvi að fjárfesta I atvinnurekstri
úti á landi!
ii?r AK\/5» mnia
n nn
S|;i
þíngsjá þjóðvíljans