Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974.
Það er ekki oft að menn taka sig
til hér á landi og setja saman
heila bók um hugmyndafræðileg
efni, reyna að koma afstöðu sinni
eða flokkum sem þeir tilheyra i
kerfi. Ruglingslegur
pragmatismi einkennir islensk
stjórnmálaskrif öðru fremur og
þar með andúð á fræðikenningu.
Andúð sem likast til á rætur að
rekja til leti fremur en rækilegrar
yfirvegunar, sem leiði menn að
sömu niðurstöðu og Goethe legg-
ur i munn Mefistó: kenning öll er
grá, en grænt er lifsins gullna tré.
ÞAÐ ERU ÞVÍ i sjálfu sér
nokkur tiðindi þegar Kristján
Friðriksson gefur út bókina
rekstur, sem hann kennir við
kommúnisma, vegna þess að i
báðum tilvikum verði um fá-
mennisstjórn að ræða yfir störf-
um og högum fólks. Hinsvegar sé
rikið byggt upp af samfelldri
keðju smákapitalista og sjálf-
stæðra smáatvinnurekenda, sem
sameinist kannski um stærri
verkefni hvort sem væri i hluta-
félögum eða samvinnufélögum.
Ekki telur höfundur það skipta
neinu höfuðmáli að eignum er
misskipt og tekjum, bara ef það
tekst að forðast sósialisma og
koma i veg fyrir of mikla sam-
söfnun auðs og gera alla aö
smáborgurum. Þessi Fram-
sóknarmaður tekur meira að
Sæluríki smáborgarans
„Farsældarrikið og manngildis-
stefnan”. Það er ekki smátt
boðið, en nánar tiltekið er þetta
útlistun höfundar á þvi sem hon-
um sýnist vera hugmyndafræði
Framsóknarflokksins, óskmynd
hans af henni. Bersýnilega eru
þetta leikmanns raunir. Það sést
vel á yfirliti stuttu um pólitiska
hugmyndasögu. Til dæmis er ég
hræddur um, að mönnum þyki
ekki sérlega mikið koma til
þeirra tiðinda að „frægð” Karls
Marx „byggist fyrst og fremst á
þvi, að honum tókst að sanna
kreppukenningar Malthusar”.
Þetta yfirlit er reyndar óvart dá-
litið spaugilegt: ekki verður af
þvi betur séð en það hafi verið
helsta viðfangsefni helstu jöfra
mannsandans I tuttugu aldir að
undirbúa þann jarðveg, sem upp
úr sprytti Flokkur Ólafs
Jóhannessonar.
í STUTTU MALI SAGT
eru hugmyndir Kristjáns
Friðrikssonar um farsældar-
riki dæmigerð millistéttar-
kenning með hægrislagsiðu.
Hugsjón hans er sú, að
hvorki séu til kapitalisk stór-
fyrirtæki né stórfelldur rikis-
segja upp á þvi að ávita SÍS fyrir
að ganga stundum of langt i verk-
efnavali, þar með, segir Kristján,
er SIS frændi að fækka þeim smá-
kapitalistum („höldum” eins og
hann nefnir þá) sem eru sjálf
staðfesta manngildis.
EINS OG ALGENGT ER um
millistéttakenningar, er boð-
skapur Kristjáns fullur af ósk-
hyggju. Eins og ýmsir aðrir and-
legir ættingjar hans lætur hann
sig ekki miklu varða þá stað-
reynd, að einkaeignaréttur á
framleiðslutækjum og sam-
keppni, sem honum fylgir, vinna
jafnt og þétt gegn tilveru smá-
kapitalista, safna framleiðslu-
tækjum og auöi á æ færri hendur,
þótt sá ferill gerist mishratt eftir
ýmsum félagslegum og pólitisk-
um aðstæðum. Höfundur virðist
halda að það megi koma i veg fyr-
ir þessa samþjöppun með þvi að
„höldar”, millistéttin, nái tökum
á bankavaldinu og beiti þvi til að
skrúfa fyrir vöxt stórra fyrir-
tækja i einkaeign. Vissulega ber
ekki að gera litið úr möguleikum
til að hafa nokkur áhrif i þessa
átt. En þessi óskhyggja mið-
stéttarmannsins, sem tengd er
sterkri andúð hans á auðhringum,
sem hann á sameiginlega með
vinstrisinnum, lætur sér sjást yfir
það sem mestu skiptir: þróunar-
lögmál auðmagnsins og alþjóð-
legteðli þess. Það er ekki hægt að
kæfa auðhringa með lánasvelti.
ÖNNUR MILLISTÉTT-
ARÓSKHYGGJA sem fram kem-
ur i bókinni snýr til vinstri, að
verklýðshreyfingunni. „Höld-
arnir” i farsældarrikinu
þurfa nefnilega að greiða fólki
kaup, og þá vandast málið. Höf-
undur treystir verkafólki og sam-
tökum þess alls ekki til að skilja
„hið flókna efnahagskerfi” eða £11
þess þroska að fólk þetta stilli sig
um að setja fram „ofkröfur” i
launamálum. Lausn höfundar er
svo fólgin i þvi, að skjóta eigi öll-
um kjaradeilumálum til sérstaks
dómstóls. Sem auðvitað á að vera
„vandaður, velmenntaður og
hlutlaus”. Einn millistétta-
draumurinn enn: að kasta and-
stæðum og átökum i mannlegu
félagi inn I helga stofnun fyrir ut-
an og ofan veruleikann i þeirri
von að þær sjáist aldrei meir.
En bittinú — málinu er ekki lok-
ið, og nú kemur fróðleg tvöfeldni
inn i hugsanagang hinna rótfestu
hölda farsældarinnar. Það má
ekki skylda verklýðsfélag til að
hlýða kjaradómi, þvi þá væri
verkfallsréttur þeirra afnuminn,
og það má ekki, af þvi við elskum
lýðræðið. Kristján gerir þvi ráð
fyrir verkföllum — en um leiö þvi,
að slikt verkfall gegn kjaradóms-
úrskurði sé uppreisn gegn sam-
félaginu, sem refsa beri fyrir.
„Þá tel ég rétt væri að þetta þjóð-
félag léti ekki þessum hópi i té
þau sömu hlunnindi, sem það
veitir löghlýðnum þegnum sin-
um” segir hann. Og þeir sem eiga
að refsa óhlýðnu verkafólki, sem
ekki hlýðir „vönduðum og
menntuðum” dómstóli farsældar-
rikisins eru þeir sömu og eiga að
halda auðhringum i skefjum:
bankarnir. Það eru þeir sem eiga
að skrúfa fyrir óþekktina i verka-
lýðnum jafnt og samþjöppun
auðsins á fáar hendur. 1 far-
sældarrikinu eru þeir i senn æðstu
dómstólar og mælikvarði félags-
legs siðgæðis. Á þessum punkti
verður frumleiki framsóknar-
hugsunar Kristjáns Friðriksson-
ar mestur: i útópiskri sýn hans
sameinast kirkjan og lögreglan
undir virðulegum hatti seðla-
bankastjórans.
NtJGÆTU MENN SPURTsem
svo: tekur þvi að eltast við leik-
mannsþanka eins af mörgum
málglöðum framsóknarmönn-
um? Það er ekki gott að vita: satt
að segja finnst mér bók sem þessi
ná út fyrir sjálfa sig að þvi leyti,
að hún er skýrt dæmi um algenga
islenska ruglandi i félagslegri
umræðu, þar sem óliklegustu
kenningabrot kássast hvert upp á
annað i æðislegu kapphlaupi við
ýmsar réttmætar gagnrýnar at-
huganir á leið til furðulegustu og
einatt fáránlegrar niðurstöðu.
Um leið er bók sem þessi partur
af ráðvilltri óskhyggju milli-
stéttarmanna almennt, and-
spænis heimi sem er þeim óhag-
stæður
Nefnum enn eitt dæmi i þá
veru: þörf smáborgarans fyrir
það að fegra hlútverk sitt I sam-
félaginu
Höldar Kristjáns mundu roðna
út að eyrum ef þeim yrði á að
nefna skelfilegt orð eins og gróði.
Þeim dettur svo ljótt athæfi varla
i hug, þeir stunda „ábyrga
eignar- og þjónustuaðild i efna-
hagskerfinu”. Þeir vilja ekki
„drottna yfir öðrum” eða „troða
aðra niður” eins og stórkapital-
istar og yfirkommúnistar. Þessi
sjálfshafning kemur og fram i tali
Kristjáns um þá sem ekki eru
„höldar. Það eru menn sem
ganga að störfum sinum án áhuga
fyrir starfinu sjálfu. Það er t.d.
starfsmaður, sem vinnur verk sitt
eingöngu vegna þeirra launa,
sem hann fær greidd fyrir það. Og
það jafnvel þó hann vinni verk sin
óaðfinnanlega”. En með þvi að
sem flestir vasist i smárekstri
sjálfir eða a.m.k. eigi hlutabréf i
fyrirtæki (ekki of stóru) magnast
þeir að dómi Kristjáns að áhuga
og siðerni og lyftast I höldastétt
þar sem manngildið rikir.
Satt best að segja er tal sem
þetta næsta hvimleitt, en er mjög
iðkað, bæði af stærri og smærri
kapitalistum. Allir eru þeir að
þjóna samfélaginu fyrst og
fremst. Það getur þvi verið bein-
linis hressandi að heyra i hrein-
skilnari og einarðari málsvara
kapitalismans, einkafram-
taksins, eins og t.d. bandariska
hagfræðingnum Milton Fried-
man. Hann kemst svo að orði um
tal stjórnenda fyrirtækja um hin
göfugu félagslegu markmið sem
þeir halda á lofti að hann voni að
það sé allt eintóm lygi: „Aðeins
hræsni og sjónarspil með þaö
fyrir augum að bæta orðstir sinn
andspænis andúð almennings á
kapitalismanum”.
Hugmyndafræðileg
jólahugvekja
Mikið er lagt
á þá Marx og Lenin
Nú hefur Benedikt Gröndal
formaður Alþýðuflokksins
komið þeim fyrir
i miðju Alþýðubandalaginu
Þar ráða þeir, segir hann
öllu sem þeir vilja
um fáa útvalda lærisveina
Tefla fram nytsömum sakleysispeðum
og skáka með djöfullegri slægð
lýðréttindum i landinu.
Það er öðruvisi hjá okkur.
Aldrei þekktum við svoddan menn
Við höfum nóg með Gylfa
o'g Tryggingastofnun rikisins...
Bömin min
snúum hugum okkar til Maós formanns
rýnum i sögulega efnishyggju
i þeirri von
að kjöftugum ratist satt á munn!
Skaði