Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Af hörmungunum í Norðfirði kl. 9 á laugardagsmorgun Rétt fyrir hádegi á iaugardag barst sú frétt að einn þeirra f jögurra sem saknað var haf i fundist á lífi í rúst- um frystihússins. Var hann fluttur i sjúkrahúsið á Nes- kaupstað. Yfirlitsmynd yfír Neskaupstaö. I' jallift er 640 ti) 800 metrar á hcð. Myndina tók Hjörleifur Guttormsson. Níu hafa fundist látnir — fjögurra enn leitað Sleitulaust unnið að björgunarstörfum alla nóttina Fréttamenn Þjóðviljans, Gunn- ar Steinn Pálsson og Olfar Þor- móðsson fóru áleiðis til Norð- fjarðar kl. 2 i fyrrinótt með flug- vél frá Flugstöðinni hf. Fóru þeir til Egilsstaða, þaðan til Reyðar- fjarðar og þaðan með togaranum Barða. Þeir komu til Norðfjarðar um niuleytið I gærmorgun. Eftir- farandi upplýsingar eru byggðar á viðtali við þá kl. 10 á laugar- dagsmorgun: Um eittleytiö i nótt höfðu niu menn fundist látnir i snjóflóðun- um i Neskaupstað. Fjögurra manna er enn saknað. Þeir látnu eru 5 karlar, 2 konur og 2 börn annarrar konunnar. Fjöldi fólks hefur séð á bak nánustu vanda- mönnum sinum og sumir þeirra manna sem fórust áttu mörg Þjóðviljinn ræddi við Lúðvik Jósepsson, alþingismann, um tiu- leytið i gærmorgun. Hann var þá nýkominn af fundi með rikis- stjórninni, sem hann sótti ásamt öðrum þingmönnum Austfjarða. Hann sagði að ákveöiö yröi að fara i uppbyggingarstarf i Nes- kaupstaö þegar i stað og af mikl- um krafti. Það sem einkum hefur skemmst þarna og þarf að endur- byggja er þetta: börn. 2 hinna látnu fundust i frystihósinu, 3 fundust i sildar- bræðslunni. Bilstjóri lenti út i sjó með bil sinum og lést. Þá lést kona ásamt tveimur börnum sin- um, en þau voru i Mánahúsinu. Nú er leitað á alveg ákveðnum stöðum að þeim fjórum, sem ó- fundnir eru. 5 menn eru nú á sjúkrahúsinu. Er liðan þeirra eftir atvikum. Það var ki. 9 i morgun að al- mannavarnarnefnd Neskaup- staðar hélt fund. Hana skipa þrir embættismenn, bæjarfógetinn, bæjarstjórinn og sjúkrahúslækn- irinn auk nokkurra aðila, sem bæjarstjóri, Logi Kristjánsson kvaddi til i nótt. Þá hefur bæjar- stjórnin boöað til fundar kl. 1 til þess að fjalla um ástandið. Frystihúsið er mikiö skemmt. Eru taldar vonir til þess að það komist i gang innan mánaðar verði settur fyllsti kraftur á að koma þvi i lag. Til þess þarf mik- inn mannafla, þar á meðal menn til þess að gera við vélar hússins. Skemmdir eru miklu meiri i sildar- og fiskimjölsverksmiðj- unni. Verksmiöjuhúsið má heita ónýtt og vélar eru vafalitiö mjög Segja má að öll helstu atvinnu- fyrirtæki staðarins hafi skemmst meira og minna i snjóðflóðunum önnur en dráttarbrautin, sem er miklu utar i bænum, og saltfisk- verkunin i Reyðubjörgum, sem eru fyrir innan Bjarg, en við ytri brún þess húss rann innri tunga snjóskriðunnar I sjó fram. Fólk hefur verið flutt úr innstu og efstu húsum bæjarins. Býr fólkið nú ýmist i heimahúsum eða i stofnunum bæjarins, skólunum. Þá hefur verið komið fyrir mötu- neytisaðstöðu i félagsheimilinu. t alla nótt hefur veriö unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Veðrið hefur verið gott i nótt. en veðurspáin er ekki hagstæð. Það sem farið hefur hér af mannvirkj- um eða skemmst verulega er: mikið skemmdar. Er talið hæpið að takist að koma verksmiðjunni i lag fyrir byrjun loðnuvertiöar, en verksmiðjan i Neskaupstað hefur verið ein sú öflugasta á landinu og sérstaklega hefur reynt á hana við upphaf loðnuveiðanna. Næstum öll önnur atvinnutæki eru tengd á beinan eða óbeinan hátt við þessi fyrirtæki. Þá hafa tveir aðrir aðilar en Sildarvinnslan —sem á frystihús- Sildarbræðslan er mjög illa leikin og hefur nær eyðilagst. Svartoliugeymir hefur eyði- lagst og runnið hafa úr honum ýmist i sjó eða á land um 900 tonn af oliu. 3 lýsisgeymar eru ónýtir. Skemmdir eru mjög miklar á frystihúsinu, þvi eina á staðnum. Utbyggingar þess létu einkum undan og snjóskriðan fór i gegn- um kaffistofu starfsfólksins. Starfsmannahús i byggingu rétt utan og ofan við frystihúsið fór i snjóskriðunni, kubbaðist i sundur eins og eldspýtustokkur. 1 ytri skriðutungunni fór Mána- bragginn en þar voru tvær fjöl- skyldur. Steypustöð Gylfa Gunnarsson- ar eyðilagðist. ið og verksmiðjuna — orðiö fyrir miklu tjóni. Þar er um að ræða Gylfa Gunnarsson sem hefur rek- ið vélaþjónustu og steypusölu. Hann átti húsið, sem kennt hefur veriö við söluturnastöðina Mána og miklar aðrar eignir sem eyði- lögðust. Þá varð Eirikur Asmundsson sem átti bifreiðaþjónustufyrir- tæki fyrir miklu tjóni. Bifreiðaverkstæði Eiriks As- mundssonar eyðilagðist. Þessi upptalning gefur nokkra hugmynd um eyðilegginguna sem áreiðanlega nemur hundruðum miljóna króna, — en enginn hefur enn gefið sér tima til þess að kanna þessa hlið málsins af skilj- anlegum ástæðum þar sem öll áhersla hefur veriö lögð á vinnu við að bjarga mannslifunum. 1 gær og fram eftir nóttu reyndi mest á heimamenn við björg- unarstörfin. Unnu menn hratt og sleitulaust og eru margir úrvinda af þreytu. Þó munu fáir Norðfirð- ingar hafa fest blund þessa nótt. Um 60 manna flokkur kom frá Eskifirði um 2 leytiö i nótt með Sæbjörgu. 1 þeim hópi var læknir sem kom til aðstoðar þeim Daniel Danielssyni og Kristinu Gutt- ormsdóttur læknum við sjúkra- húsið. Um sjöleytiö i morgun kom Irafoss með um 40 manna sveit' frá Reyðarfirði en með skipinu komu einnig fleiri moksturstæki. Það eru um 40 manns sem komast að björgunarstörfunum eins og þau eru skipulögð nú. Um kl. 9 komu menn frá Fáskrúðsfirði með Barðanum. Minnst á alþingi Hörmunganna á Neskaup- stað var minnst i upphafi fundar i Sameinuðu alþingi i gær. Flutti Geir Hallgrimsson forsætisráöherra yfirlýsingu frá rikisstjórninni um undir- búning þeirra ráðstafana sem gripa ber til vegna náttúru- hamfaranna eystra. FRYSTIHÚSIÐ í GANG EFTIR MÁNUÐ EÐA SVO — verði farið af stað af krafti strax. Vafi hvort verksmiðjan kemst í notkun fyrir byrjun loðnuveiðanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.