Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974 Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 011 þekkjum við frásagnir og sögur af gömlu jól- unum heima i sveitinni, þar sem fátt var til tilbreyt- ingar, en nýtt til ýtrasta það sem fyrir hendi var: Bærinn þrifinn, fágaður og fægður óvenju vel frá gólfi upp i rjáfur, allir fengu eina nýja flik og kannski eitt kerti og matur var ótæpilega skammt- aður þennan eina dag á árinu — jafnvel hafði fengist sælgæti úr kaupstaðnum, rúsinulúka eða kandis- moli.... Húslestur var lesinn og kannski kveðið eða sung- inn sálmur... enginn þurfti að vinna... allir voru ánægðir... Jú, það færist yfir mann ákveðin værð og lika söknuður við þennan lestur... var það ekki hinn eini sanni jólaandi, sem þarna rikti i öllum sinum ein- faldleik? Hve ólikt þeim yfirþyrmandi jólum sem við sjálf upplifum árlega i kapphlaupi við timann, búðarápi óendanlegum undirbúningi, auglýsinga- flóði, svo miklum mat og sælgæti að við ekki torg- um, gjafahaugum undir jólatrénu. Og á aðfanga- dagskvöld sitja fullorðnir þreyttir af ýfirvinnu og sveittir af ofáti og varla sést i börnin fyrir leikföng- um og umbúðapappir. Hver hefur nú þrek til að taka að sér lesturinn eða stjórna söngnum, svo ekki sé minnst á að kveða? Þetta kunna nú að vera fullgrófir drættir i báðum tilvikum, en i alvöru talað: Hvar er jiólaandinn? Hvar er friðurinn i öllu þessu bjástri? Aumingja börnin sem aldrei hafa kynnst öðru! Með einhverjar þvilikar hugsanir litum við inn i Austurbæjarskólann rétt fyrir jólin, — ekki á Litlu jólin svokölluðu, þegar allir koma i sinu finasta pússi á skemmtun eða jólaball og dansa kringum jólatréð, heldur siðasta reglulegan kennsludag fyrir jólafriið. Og þar upplifðum við reyndar rólega jóla- stund með tveim bekkjum og kennurum þeirra, stund sem notuð var til að syngja, lesa sögur og tala saman i einlægni. Kennslustofurnar höfðu börnin skreytt með einföldum, ódýrum ráðum og þau gerðu sér lika dagamun i mat og drykk: i stað venjulegs nestis mátti þennan dag taka með sér gosdrykk og súkkulaðikex. Og allir voru með log- andi kerti fyrir framan sig. Frá kennaraborðinu ilmaði reykelsi. Atta ára bekkurinn hennar önnu Njálsdóttur hafði I samvinnu við 11 ára bekk, sem notar sömu stofu á morgnana, gert skrautlega veggmynd með jólasveinum og jólatrjám, en framlag niuára bekkj- arins hjá Helgu Gunnarsdóttur til jólanna var að æfa saman jólalög, sem þau ætluðu siðan að syngja á Litlu jólunum. öll hlökkuðu til jólanna, en gáfu mismunandi ástæður: Friið, sem mætti nota til að leika sér úti allan daginn, eða þá fara I sund. Og ef það kæmi nú snjór... Bækurnar sem þau myndu lesa. Af þvi að pabbi og mamma væru ekki i vinnunni. Af þvi að Jesús fæddist þá. Og gjafirnar, siðast en ekki sist. Það væri voðalega gaman að fá þær, en kannski mest spennandi að gefa..og þau sögðustlöngu vera búin að kaupa eða búa til gjáíír eða amk. að hugsa út hvað það ætti að vera.... Og áfram var rabbað meðan Ari ljósmyndari smellti af. Allt I rólegheitum. Hér var enginn að flýta sér. Gamli, friðsæli jólaandinn var rikjandi. —vh LITIÐ INN í AUSTURBÆJAR- SKÓLANN SÍÐASTA DAG FYRIR JÓLAFRÍ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.