Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
htta er lítfc
en el<ki' eínS*
Fréttabréf
frá Seyðisfirði
í skólanum hér á
Seyðisfirði eru 223 nem-
endur. Það er aðeins
starfandi æskulýðsfélag
hérna eða unglingastarf,
en við köllum það svo
vegna þess að ennþá er
þetta aðeins á tilrauna-
stigi, því ekki er hægt að
hafa unglingastarf ef
enginn vill taka þátt í því.
Hér eru haldnar æsku-
lýðsguðsþjónustur annan
hvern sunnudag..
Hér eru nýbyrjaðir
tveir kórar. Annar við
Barnaskólann hinn við
Gagnf ræðaskólann.
Hingað er nýkominn tón-
listarkennari og ætti því
að vera hægt að haf a f jöl-
breyttari skemmtanir, ég
á við að skóla-
skemmtanirnar gætu
haft f jölbreyttara
skemmtiefni t.d. söng,
spil, dans og leiki. Það
hefur áður verið eitthvað
af þessu.
Fermingarbörnin fá
fleira að hugsa um en
áður, þau fá að leika
helgileiki, og drengir og
stúlkur sem kunna að
spila á gítara spila við
æskulýðsguð-
þjónusturnar og margt
fleira.
Þeir unglingar sem eru
fermdir fá líka að gera
margt. Við fáum að leika
leiki;it (það fá yngri
krakkarnir líka) og halda
barnaskemmtanir. Við
höfum unglingavökur á
miðvikudagskvöldum.
Hérna starfar kirkju-
skóli. Presturinn kennir
yngri börnunum 4-11 ára.
Þau fá líka að föndra
ýmislegt. Við sem erum
fermd fáum að hjálpa til,
þau sem það vilja.
Krakkar 12-13 ára eru í
fermingarundirbúningi.
Skólaf élögin eru
hvorugt byrjuð að starfa
enn.
Þetta læt ég vera nóg,
þó er ekki allt talið sem
um er að vera hér á
Seyðisfirði. Mæsa.
Viðþökkum Mæsu fyrir
þetta greinargóða bréf,
myndina og kvæðið.
Gaman væri að fá fleiri
svona bréf. Mæsa ætti að
skrifa okkur í vor, þegar
krakkarnir eru komnir í
vinnu, og segja okkur frá
því hvað þau gera og
hvernig kjörin eru. Hvað
gera verkalýðsfélögin
Fram og Brynja fyrir
vinnandi börn og ung-
linga? Krakkar á fleiri
stöðum ættu að skrifa
fréttabréf.
Á Seyðisfirði frost er oft
og snjór i stórum sköflum
en oftast þegar kalt er loft
og mannhár skafl á köflum
þurfum við að ösla snjó
i skólann eins og gengur.
Alltaf samt við heimtum þó
að hafa snjóinn lengur.
Skaflar eru út um allt
háir mjög og stórir
og öllum ávallt verður kalt
sem eru illa klæddir.
Nú er úti veður svalt
og skaflar eru þræddir.
Seyðfirsk börn nú hrópa og kalla
þvi hér er kátt á hjalla.
Mæsa, Seyðisfirði
'01, ai
horfa t r
SPeqjlbrotiö
Svör viö verðlauna-
getraun kompunnar
Þorvaldur Pétur Böðvarsson, 12 ára, Borgar-
holtsbraut 37, Kópavogi sendi rétt svör sem hér
fara á eftir. Hann teiknaði lika þessa ágætu mynd
af piltinum.
1. Or bókinni Óli frá Skuld.
2. Eftir Stefán Jónsson.
3. ólafur Þorláksson.
4. Honum datt i hug aö hella lir neftóbaksdósunum hans pabba sins
upp i opinn munninn á honum.
Fresturinn til að senda svör er lítrunninn og i næsta blaði segjum
við frá þvi hverjir fengu bók til að lesa um jólin.
PENNAVINIR
Ég er 10 ára og óska eftir bréfaskiptum við
dreng eða stúlku á aldrinum 9-11 ára. Svara öll-
um bréfum.
Jakob Agnarsson, Kirkjuvegi 18, Ólafsfirði.
Ég óska eftir pennavini, dreng eða stúlku, á
aldrinum 10-11 ára. Ég svara öllum bréfum.
Halldór Jónsson, Aðalgötu 44, ólafsfirði.
VETUR Á SEYÐISFIRÐI