Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974. MAGNÚS KJARTANSSON: AÐ NÍÐAST Á ÞEIM MÁTTARMINNSTU Þegar unnið var að myndun vinstristjórnar eftir kosningasig- ur Alþýðubandalagsins 1971 var fjallað mjög ýtarlega um mál- efni. Skráð voru lið fyrir lið markmið sem vinstristjórn setti sér, og um þau var fjallað án þess að tengja þau skiptingu ráðu- neyta milli flokka. Gengiö var frá málefnasamningnum að fullu áður en farið var að minnast á verkaskiptingu, og síöan reyndist það auðvelt og fljótunnið verk að ganga frá þeim framkvæmdaat- riðum. Þannig telja félags- hyggjumenn sjálfsagt að vinna. Málefnin þurfa að skera úr, og hafi verið ráðið fram úr þeim á viöunandi hátt skiptir minna máli hver fer með verkstjórnina. Mál- efnasamningurinn reyndist okkur ráðherrum Alþýðubandalagsins ákaflega mikilvægur; hann var einskonar stjórnarskrá i sam- vinnu okkar viö Framsóknar- flokkinn og Samtökin; við gátum i sifellu beitt honum til þess að knýja fram mál eða koma i veg fyrir hugmyndir sem voru i and- stöðu við upphaflegt samkomulag okkar. Ég hygg að sanngjarnir menn sem bera saman málefni og framkvæmdir vinstristjórnarinn- ar komist að þeirri niöurstöðu að furðu miklu hafi tekist að koma til leiðar á þremur árum. Þegar ólafur Jóhannesson vann að þvi i haust að mynda helmingaskiptastjórn handa Geir Hallgrimssyni var hafður allt annar háttur á. Þá fór allur tim- inn i togstreitu um völd og met- orð. Hver átti að verða forsætis- ráðherra, Ólafur eða Geir — eða ef til vill Gunnar? Hvernig átti að skipta ráðuneytunum; átti Sjálf- stæðisflokkurinn að fá fimm en Framsókn þrjú, eða áttu að vera helmingaskipti? Um þetta — og þetta eitt — snerist refskák hinna æfðu stjórnmálamanna. Þegar henni var lokið var hripaöur upp svokallaður málefnasamningur á hluta úr degi, en hann var svo al- mennur og loðinn að ekki var unnt aö taka mark á neinu fyrirheiti. 1 viðræðum þessara flokka var fjallað um völdin ein; málefni skiptu engu — og orðið hugsjónir á að sjálfsögðu ekki við i sam- bandi við kaupmála af þessu tagi. Ekkert frumvarp, engin tillaga Þegar málefnasamningurinn svokallaði var birtur veitti ég þvl þegar athygli að I honum var ekki orö að finna um heilbrigöis- og tryggingamál. Þetta er þó sá málaflokkur sem er langstærstur i umsvifum rikisins; til hans rennur þriðja hver króna sem tekin er af þegnunum. Og þetta er sá málaflokkur sem varðar landsmenn alla og ekki sist þann tiunda hluta þjóðarinnar, aldrað fólk og öryrkja, sem á afkomu sina undir bótum almannatrygg- inga. En flokkarnir stóru, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, höföu greinilega „gleymt” þessum málaflokki. Úr þeirri „gleymsku” mátti aö sjálf- sögðu bæta i verki, og mér þótti það eftir atvikum góðs viti þegar Matthias Bjarnason var gerður ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála. Matthias er greindur maður og duglegur og kunnur að þvi aö láta helst ekki hlut sinn fyrir neinum. Matthias Bjarnason hefur sýnt þessa eiginleika sina á sviði sjávarútvegsmála; þar hefur hann rutt frá sér tillögum, frum- vörpum og ákvörðunum. Þau um- svif verða ekki rædd hér efnis- lega, en þau bera þaó m.a. með sér að Matthias hefur þann einn áhuga á kjörum og réttindum sjó- mannastéttarinnar að skerða þau i þágu útgerðarmanna. Það hefur einnig komið i ljós að Matthias Bjarnason leggur þá merkingu i orðið ráðherra að það sé herrann sem eigi aö ráöa. Með þvi ofriki hefur hann sjálfur búið til furðu- legustu vandamál, sem auðvelt hefði verið aö leysa af manni sem betur hefði kunnað að taka tillit til annarra. En hvernig er háttað störfum hins greinda, duglega og ráðrika heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra? Þeirri spurningu er fljótsvaraö; þau eru ekki sjáan- leg. A þinginu i vetur hefur ekki veriö flutt eitt einasta frumvarp, ekki ein einasta tillaga frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu — og mun þaö eina ráðu- neytið sem þannig er ástatt um. Matthias Bjarnason hefur greini- lega ekki snefil af áhuga á þess- um málaflokkum eöa högum þess fólks sem á afkomu sina undir skipan þeirra; honum er öldungis sama. Ekki heldur neinn áhugi Raunar er stjórn þessara mála ekki aöeins bundin frumvörpum og tillögum á þingi; á þessum sviðum þarf daglega aðgát. í tlð fyrri rikisstjórnar urðu þáttaskil i heilbrigðisþjónustu með löggjöf um nýtt heilsugæslukerfi og stór- auknum fjárveitingum og um- svifum á þeim vettvangi. A sviði almannatrygginga urðu stórfelld- ari breytingar en nokkru sinni fyrr, siðan það kerfi var tekið upp á Islandi. En þess var einnig vandlega gætt i tima að ellilauna- fólk og öryrkjar nyti hverrar kjarabótar sem verkafólk samdi um, að þessir tekjulægstu hópar þjóðfélagsins væru verndaðir gegn verðbólgu eins fljótt og auðið væri. A timabilinu frá lsta mai 1971 til lsta april 1974 hækkaði visitala framfærslu- kostnaðar um 56%. A sama tima- bili hækkaði almennur elli- og ör- orkulifeyrir um 149% og lifeyrir þeirra sem einnig nutu tekju- tryggingar hækkaði um 285%. Þannig varð stökkbreyting á af- komu þeirra sem bjuggu við bág- ust kjör i þjóðfélaginu. Til þess að koma slikum breytingum á þurfti að færa til miljarða króna innan þjóðfélagsins og muna eftir elli- launafólki, öryrkjum og öðrum viöskiptavinum almannatrygg- inga i hvert skipti sem geröar voru efnahagslegar ráðstafanir. Þetta var erfitt viðfangsefni, þvi að um háar upphæðir var jafnan að tefla. En þetta tókst allan þann tima sem vinstristjórn var viö völd. Einnig þetta hefur gerbreyst, ráöherra heilbrigðis- og trygg- ingarmála hefur ekki heldur neinn áhuga á þessari hlið viö- fangsefna sinna. Þegar gengið var frá svokölluðum láglaunabót- um i haust áttu allir undir tilteknu tekjumarki að fá 3.500 kr. kaup- hækkun á ári. En við fram- kvæmdina var niðst á öldruðu fólki og öryrkjum. Þeir umkomu- minnstu i þjóðfélaginu fengu ekki 3.500 kr. heldur nærfellt helmingi lægri upphæð. A fyrstu þremur mánuðunum eftir aö núverandi rikisstjórn tók við hefur almennt verðlag hækkað um 20%; al- mennur lifeyrir hefur hins vegar aðeins hækkað um 6% og iífeyrir þeirra sem einnig fá tekjutrygg- ingu um 10%. En prósentur segja ákaflega litla sögu þegar tekju- grundvöllurinn er jafn lágur og hann er I þessu dæmi; þeir sem fá hámarksbætur frá tryggingunum hafa innan við 20.000 kr. til lifs- framfæris á mánuði. Sú upphæð er notuð i mat, I upphitun og raf- magn og húsnæði — aörar þarfir koma hreinlega ekki til greina. En maturinn hefur hækkað meira en allt annað á þessu timabili; mjólkurafurðir um allt að 131,5% á þremur mánuðum; kindakjöt um allt að þvi 64,5%. Mörg inn- flutt matvæli hafa margfaldast i verði — allt að þvi sexfaldast. Hita veitugjöld i Reykjavik hafa hækkað um 60% á einu ári og oliu- kynding miklu meira. Rafmagn hefur á einu ári hækkað um 130%. Og hvernig ætti fólk sem ekki býr i gömlum eignaribúöum að leysa húsnæðisvandamál sin? A þvi er enginn vafi aö kjör aldraðs fólks og öryrkja hafa nú þegar verið skert um að minnsta kosti fimmtung; til þess að láta enda ná saman verður þetta fólk að spara við sig mat, boröa minna kjöt, drekka minni mjólk, spara upphitun og rafmagn. Hálaunamenn — en ekki aldrað fólk og öryrkjar! ■ Og hvað um framtíöina? Þegar athugaðar voru þær tillögur sem ráðherra heilbrigðis og tryggingamála haföi lagt fram um þau verkefni sem honum er faliö að annast kom i ljós að ekki var gert ráð fyrir einum eyri til þess að verja aldrað fólk og öryrkja fyrir veröbólgunni sem nú æöir áfram með hraða sem jafngildi 60% meðalverðhækkun á ári. Samkvæmt almennum kjara- samningum fékk launafólk 3% kauphækkun lsta desember, einnig hálaunamenn — i tillögum tryggingamálaráðherrans var ekki gert ráð fyrir þvi að aldraö fólk og öryrkjar fengi þá hækkun. Samkvæmt almennum kjara- samningum á kaup á sama hátt að hækka um 3% lsta júni næsta sumar — i tillögum trygginga- málaráðherrans var ekki heldur gert ráð fyrir þvi að viðskiptavin- ir almannatrygginga fengju þá upphæð. Þessi „gleymska” ráð- herrans hefur nú verið leiðrétt vegna baráttu Alþýðubandalags- manna á þingi. En þar með eru upp taldar þær leiðréttingar sem unnt reyndist að knýja fram. Ég bar fram fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins tillögu um það að 800 miljónum króna yrði variö á fjárlögum næsta árs til þess að verja aldrað fólk og öryrkja fyrir áhrifum óðaverðbólgunnar. Þessi tillaga var mjög hófsamleg og nægir engan veginn til þess að bæta þær verðhækkanir sem nú eru óbættar og fyrirsjáanlegar eru i nánustu framtið. Hún er einnig hófsamleg að þvi leyti að tekjur rikissjóðs eiga að aukast á næsta ári um hvorki meira né minna en átján þúsund miljónir króna. Sé litið á heildarupphæð fjárlaga fjallaði tillagan um það eitt að rúmlega einni krónu af hverjum 100 yrði varið til þess að vernda kjör þeirra þjóðfélags- hópa sem búa við erfiðust kjör i þjóðfélaginu. En þessi tillaga var strádrepin af öllum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins. t þvi sambandi er ástæða til þess að veita afstöðu Framsóknarþingmanna sérstaka athygli. Fyrir kosningarnar i sumar hældu þeir sér mjög af þeim stórfelldu umbótum sem geröar hefðu verið á almanna- tryggingakerfinu. Nú taka þeir ákafan þátt i að brjóta það kerfi niöur á nýjan leik. Sú reynsla sannar að Framsóknarflokkurinn hefur enga meginstefnu á þessu sviöi frekar en öðrum. Hann fylgir félagshyggjustefnu i sam- starfi við Alþýðubandalagið; andfélagslegri stefnu i samvinnu við ihaldið. Honum geta engir treyst, nema þeir einkahags- munahópar sem nú ráða stefnu forustunnar. Hætturnar hafa breyst í veruleika Fyrir kosningarnar I sumar sendi ég bréf til aldraðs fólks og öryrkja i Reykjavlk og Reykja- neskjördæmi. Ég rakti þar fá- einar staðreyndir um þróun tryggingamála og benti á þá ein- földu staðreynd að aldrað fólk og öryrkjar hafa ekki samningsrétt, eiga þess engan kost að ná fram rétti sinum meö afli samtaka; ég benti á að ákvörðunarvaldið um kjörin væri i höndum þeirra manna sem kosnir yrðu á þing. Ekki bað ég menn að kjósa Al- þýöubandalagiö, heldur fylgja dómgreind sinni, þótt ég skuli vissulega játa að ég taldi Alþýðu- bandalagið veröskulda aukið fylgi frá þessum þjóðfélagshóp- um. Þær hættur sem varað var viö i bréfinu hafa nú þvi miður breyst i veruleika sem mótar daglegt lif hvers einasta manns sem á afkomu sina undir bótum almannatrygginga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.