Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 6
« SIÐA ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1974
GREIN
PRÓF. SIGURÐAR
NORDALS
UM RITDÓMA
þess aö bæta og efla bókmenntir
þær, er samtímis þeim skapast.
Ekkert getur fremur hvatt þá til
þess að leggja sig fram en trúin á
þau áhrif af starfi þeirra.
Ritdómarar geta rifiö niöur, en
ekki hlaöiö upp, þeir geta, ef til
vill, mælt hæö hinna miklu bók-
menntabylgja, en ekki reist þær,
þeir geta haldiö i, en ekki visaö á
nýjar brautir. Slfkar setningar
eru margsinnis viðurkenndar og
endurteknar, og eru samt sem áö-
ur ekki nema hálfsannar. Hvað
sem skáldin kunna aö segja, þeg-
ar á þeim er móöurinn, yrkja þau
fyrir aöra menn, lesendur og á-
heyrendur. Hvort sem þau risa
öndverð gegn samtiö sinni e,öa
leiða eldri tilraunir fram til full-
komnunar, er mjög undir þvi
komiö, hvernig þjóö þeirra bregst
við. Rithöfundur er i sifelldri
samvinnu viö lesendur sina. Og
hann þarf aö vera ofurmenni til
þess aö halda stefnunni á hæsta
mark, ef hann hvorki á von á, aö
þaö sem hann gerir vel veröi skil-
iö og lofaö, né hímsiö skiliö frá
hveitinu, ef hann lætur allt fjúka.
En einmitt ofurmennin eru oft
fúsari en miðlungarnir aö viöur-
kenna skuld sina viö ritdómara og
lesendur. Þau finna af djúpsæi
sinu, aö tækifæriö hefur skapaö
þau meir en aö hálfu. Á sumum
öldum er ekki til neins fyrir snill-
inga aö fæöast. Þegar þjóölifiö er
fátæklegt og stirönað, geta stór-
gáfur veslast upp eins og eikar-
teinungur I urtapotti.
Lággróðurinn
En nú verður aö gæta þess, aö
minnst af lifandi bókmenntum
hverrar þjóðar er verk afburöa-
manna. Mest er blátt áfram vinna
góöra %tarfsmanna, sem leggja
hver til sinn litla skerf, en eiga
allir til samans ómetanlegan þátt
i þvi að halda samhengi bók-
menntanna órofnu. Þeir eru eins
og lágur fjölgróöur, sem verndar
landiö frá þvi aö blása upp og
skýlir ungviöi eikanna. En ef
þessir menn vanda ekki verk sitt,
eru þeir einksis viröi. Þá skapast
sannar hnignunar-bókmenntir,
þar sem efni og form er hvort-
tveggja jafnlitils viröi. Þaö er
hlutverk ritdómara aö gæta þess,
aö ekki sé slakaö til á neinu, sem
sjálfrátt er. Og enginn skyldi
saka þá um það, þó að þeir séu
ihaldssamir og geri snillingunum
i fyrstu torsótt, ef þeir vilja rjúfa
meiri skorður en góöu hófi gegnir.
Þaö er ekki þróttinum til miska,
þótt andstaöan sé svo mikil, aö á
öllu þurfi að taka. Ungt skáld,
sem kveinar og kvartar undan
aöfinnslum ritdómara, sannar
meö þvl, aö það sé ekki á vetur
setjandi. Þaö getur veriö undir
kröftunum komiö, hvort ungt
skáld ræöst i aö lyfta Fullsterk á
stall eöa leika aö smásteinum I
lófa slnum, hvort hann veröur
Geysir eöa óþerrishola. Mein-
laust og meiningarlaust skjall
getur dregiö doða á mikla hæfi-
leika, aöfinnslur ekki, jafnvel þótt
strangar séu 0g ekki geröar af
fullum skilningi.
Útskýring eða dómur
Þessu næst vikur Siguröur Nor-
dal i grein sinni að nokkrum sögu-
legum atriöum. Hann rekur dæmi
um aö „aöhald smekkvisra sam-
tiöarmanna” hafi veriö skáldum
einkar nytsamlegt frá þvi i forn-
öld og tengir hnignun Islenskra
bókmennta eftir 1300 meðal ann-
ars þvi aö slikt aðhald sé á
undanhaldi. Og bætir þvi við, aö
hvenær sem risiö hefur upp vand-
lætari: Guöbrandur biskup, Egg-
ert ölafsson, Jón Þorláksson,
Jónas Hallgrimsson, hefur það
þokað bókmenntunum skör
hærra' . Allir þessir menn hafa
skiliö, aö ekki var nóg aö reisa,
heldur þurfti líka aö rifa niöur og
ryöja til.
Þá fjallar Siguröur Nordal um
tvennskonar afstööu til bók-
mennta. Annarsvegar þá sem
„dæmir bókmenntir eftir vissum
reglum”, eftir þvi hvort þær
standast einhverskonar forskrift
(oftast aftur úr fornöld). Hins-
vegar þá, sem leggur áherslu
fremur á ,,aö skilja ritiö en
dæma, og einkum grafast fyrir,
hvernig það væri til oröiö, rætur
þess I eöli og reynslu höfundar”.
Siguröur tekur þaö fram hvilik
framför þessi „sögustefna” hafi
oröiö, en hún hafi einnig leitt til
þess aö menn töldu aö ritdómur
ætti ekki aö vera neitt annaö en
skýring „án þess aö hugsa um,
hvort æskilegra heföi veriö aö hún
væri ööruvisi”. Reifar Sigurður
siöan þá hugmynd sina aö rit-
skýringin sé aöalatriöi þegar rætt
er um bókmenntir fortiöar, en rit-
dómurinn þegar rætt er um bók-
menntir llöandi stundar. „Það er
ekki til neins aö fárast um galla
fortiöarinnar...En hver timi
verbur fyrst og fremst aö bera á-
byrgö á sinum bókmenntum, aö
þær veröi ekki að arfabing af
Verkamannafélagið
Dagsbrún
óskar öllum félögum sínum
og öörum velunnurum
GLEÐILEGRA JÓLA