Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 27
Jólablab 1974 — ÞJÖÐVILJINN SIÐA 27
um fram yfir timann. Hann hætti
aö kústa. Slæmt að Marinó skyldi
fá tækifæri til að áminna hann.
Mágur hans stóð og var að leysa
af sér svuntuna, fuglsbringan
gekk upp og niður. Það hvein i
honum. Liklega tæki hann nú upp
einn af lyktvondu vindlingunum,
sem hann kveikti i, þegar and-
þrengslin leituðu á hann. Hö, hö.
Alltaf var hann hóstandi.
Það var misráðið að hann
skyldi láta undan Steinunni og
hætta i tollinum, til að fara i
hreingerningarnar. Ekki sist
vegna þess að hann hafði Marinó
grunaðan um að hafa lagt á flest
ráðin. Það var ekki bláónýtt fyrir
mann, sem enginn vildi hafa i
vinnu að geta ráfað sisona I kring
um hann til einskis gagns og hirt
ágætt kaup fyrir.
Mennirnir settust á bekk á
ganginum og byrjuðu að huga að
nestinu sinu, — allir nema hann.
Hann gat ekki hugsað sér að sitja
með þeim og úða i sig mat, þess-
um kauðum, með pappirspoka
eða bréfbát á höfðinu. Þarna sátu
þeir hver við annars hlið, sveittir
og óhreinir, meðan prúðbúið fólk
gekk framhjá og gaut til þeirra
augunum, eins og þeir væru ein-
hverjir villimenn.
— Ætli ég fái mér bara ekki
hreint loft, sagði hann og sneri i
þá baki, um leið og hann gekk til
dyranna. Hann heyrði Marinó
segja eitthvað og hinir hlógu.
Marinó var eitraður, — eins og
systir hans. Þótt hann væri verk-
lltill, tókst honum samt alltaf að
fá hina á sitt band. Þeir stóðu allt-
af með Marinó, jafnt þótt þeir
töpuðu á aðhafa hann i flokknum.
Það var mælskan, — helvitis
mælskan!
Af hverju bauð hún einmitt hon-
um inn? Ef til vill fengist ein-
hverntima úr þvi skorið. Hann
hafði ætlað niður i kjallarann, til
að óska húsverðinum gleðilegs
árs, þegar hún kallaði til hans og
spurði hvort hann vildi ekki lita
inn fyrir. Óneitanlega kostuleg
framkoma, — ha,ha! Og á endan-
um fór hann aldrei til húsvarðar-
ins.
Hún hafði fylgt honum til dyra,
þegar hann fór. — Þú hefðir
aldrei átt að hætta i tollinum,
haföi hún sagt og hvilfkur gáski
var ekki i röddinni! — Ég er viss
um að búningurinn hefur farið
þér vel. (Gat kona sagt á finlegri
hátt við karlmann, að henni litist
á hann?) Siðan höfðu þau heils-
ast. Þau höfðu að visu ekki tekið
tal saman, en brosað hvort til
annars og boðið góðan dag. Og
hann hafði fyrir löngu gert sér
ljóst að honum var ekki alveg
sama um hana. Hún var aðlað-
andi,-augun i henni, hendurnar,
það hvernig hún hreyfði varirnar,
verslunarprófið...
Úti var ausandi rigning sem
undangengna daga. Hann dokaði
viðundir skýlinu yfir dyrunum og
leit yfir bilamergðina á stæðinu
SMÁSAGA
EFTIR
ATLA
MAGNÚSSON
HREINGERNINGAR
Hann hafði látið sér fallast
hendur og horfði enn á dyrnar,
sem rétt i þessu höfðu lokist að
baki henni. Það var vist skrifstofa
einhvers fulltrúa. Hún var þó ekki
fulltrúi? Nei, liklega var hún að-
eins ritarinn hans. Hvi i fjáranum
hafði hann farið að klifrast þetta
upp i stiga? Hann hefði ekki þurft
að láta hana sjá sig með
svuntuna.
Það var kallað til hans. Marinó
vildi vita hvort byrja skyldi á
veggnum handan við. Blessaður
asninn! Auðvitað átti að.byrja á
veggnum handan við. Hann hljóp
niður úr stiganum og hjálpaði
honum að flytja áhöldin til.
— Ég held bara að hún hafi
verið að gera sig til framan i þig,
sagði Marinó, þegar þeir höfðu
komið hlutunum fyrir á sinum
stað. — Er þetta ekki hún á fyrstu
hæðinni?
Hann ansaði ekki. Þetta var
Marinó likt, já og raunar þeim
systkinum báðum. Hvaðan kom
þeim þessi kjaftanáttúra eigin-
lega? Þetta var vist sveitlægt,
þarna sem þau áttu heima fyrir
austan.
— Við ættum að hækka stigann,
sagði hann, ráðinn i að svara ekki
þvættingnum i honum. Honum
leiddist hvernig Marinó þóttist
geta sagt við hann hvað sem var,
aðeins af þvi að þeir voru tengdir.
Þegar verið var að vinna óskaði
hann eftir að mágur hans talaði
við hann sem yfirmann sinn, ekki
siöur en aðrir. En þessi gremja
var þó blandin hljóðum fögnuði að
þessu sinni. Það hafði þá ekki far-
ið fram hjá Marinó, — þetta
augnaráð hennar! Svona hafði
hún ekki litið á hann fyr.
Hann byrjaði að kústa á ný,
seildist undir tauma, sem fengið
höfðu gott forskot niður á vegg-
inn, meðan hann sinnti Marinó.
Nei, hann ætlaði ekki að láta þau
systkinin halda að það væri eitt-
hvaö á milli þeirra, — hennar og
hans. Hann gerði sér far um að
handleika kústinn léttilega. Ef
hún kæmi auga á hann aftur,
þyrfti hún ekki að halda að hann
þrælaði. Enda var skollann ekk-
ert á milli þeirra. Þau voru vön að
heilsast og brosa hvort til annars
ef þau sáust, — væri hún að flýta
sér létu þau brosið nægja. Nei,
það var ekki mikið á milli þeirra.
En djöfull var að hún skyldi sjá
hann með svuntuna! He, he. Hún
hefði átt að sjá hann i einkennis-
búningnum. Kona eins og hún
hefði kunnað að meta slíkt, —
verslunarmenntuð. Hafði hún
ekki sagt það? Ætli Steinunni
hefði ekki orðið hverft við, hefði
hún vitað hvað þeim fór á milli á
gamlaárskvöld? Aldrei skyldi
hún fá minnsta pata af þvi.
— Á ekki að vera kaffi? Það
var auðvitað Marinó, sem rauf
þögnina, og i röddinni var áreitna
illkvittnin, sem honum féll svo
illa við. Hann leit á armbandsúr-
ið. Þegar var komið fimm minút-
úti fyrir. Sem snöggvast datt hon-
um byggingin i hug og dælan, —
hvort hún hefði undan i svona
veöri. Þetta gekk svo hægt hjá
honum, svo hægt... Þarna stóð
billinn hennar. Hann hafði einu
sinni gengið fram hjá honum,
þegar einn glugginn var opinn og
fundið finlega ilmvatnslykt út um
hann. í framsætinu lá bók á ein-
hverju öðru máli — kannske
skýrsla. Þessi lykt og bókin höfðu
blandast draumum hans um hana
siðan. Hann gekk undan skýlinu
og að bilnum. Hann reyndi að sjá
inn i hann með að skáskjóta aug-
unum.um leið og hann gekk fram
hjá, en hann kom ekki auga á
neina „skýrslu”. Hins vegar lá
Framhald á 29. siðu.