Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 33
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 33
_
Um hafgúuna
Framhald af bls. 31.
þaðan. Hún var dóttir auðugs
námueiganda, svo þú getur
imyndað þér hvilfkt uppistand
varð. Faðir hennar kom með lög-
fræðing, en þeir gátu ekkert að
gert, ekki fremur en ég. Þeir báðu
og hótuðu, en að síðustu urðu þeir
að fara við svo búið, og án þess að
ná nokkru af okkur — peningum á
ég við. Viö létum gifta þau i kirkj-
unni. Það var ljóta gamanið.
presturinn mátti aldrei ógrátandi
á þetta minnast, og krakkanir
hentu i okkur grjóti, þegar við
komum út úr kirkjunni.. . Ég held
að ég hefði viljað allt til vinna að
henni liði vel, en aldrei skal mað-
ur fá nokkru ráðið.”
,,Leið þeim þá ekki vel i hjóna-
bandinu?”
„Þau elskuöu hvort annað, en
það er ekki sama sem farsæld.
Enginn er svo aumur að hann geti
ekki fundiö sér maka, það er svo
sem enginn vandi. Eftir þetta
varð ég aö vinna fyrir báðum, þvi
það var jafnt á komið með þeim.
Þau töluðu alveg eins bæði — það
þekktist ekki að. Svo neyddist ég
til að selja bátinn minn og vinna
hjá þessum andskotans gamla
karli. Og svo var farið að tala illa
um okkur og það var verst. Og
leggja til okkar. Krakkarnir byrj-
uðu, svo kerlingarnar, svo karl-
arnir. Þvi orsök alls þessa ófarn-
aðar var — ætlaður að lofa að
segja ekki eftir mér?” Ég lofaði
þvi upp á æru og trú og þá losnaöi
heldur en ekki um tunguhaftið á
manninum. Hann stillti sig ekki
fremur en maður sem er nýslopp-
inn undan ánauö, og þvilik blóts-
yrðaruna og allt i garö prestanna
sem hann sagöi vera valda aö öllu
þessu böli. „Svona var farið með
okkur,” þettavoru ályktunarorð
hans og akæra og svo sparkaði
hann og sparkaði i bláa landöld-
una uns hún huldist sandinum,
sem upp grófst við hvert spark.
Mér var orðið órótt innanbrjósts.
Þessi frásaga, svona full af hjátrú
og hindurvitnum, var miklu nær
lifi og raunveruleika en nokkuð
sem ég haföi heyrt áður. Ég skil
ekki hvernig á þvi stendur, en það
vakti mér löngun til að hjálpa
þeim sem hjálparþurfi eru, —
þetta er okkar sárasta þrá, held
ég, og ekkert er eins vonlaust
verk. Enda hvarflaði þetta fljótt
frá mér aftur.
„Hún var að þvi komin að aia
barn. Þá tók út yfir. Fólkið sagði
við mig: „Hvenær ætli þetta
yndislega frændbarn yðar fæðist?
Þetta verður vissulega undra-
barn og eiga þvilika foreldra.”
Ég stiilti mig og svaraði eins og
ekkert væri: Það held ég hljóti að
verða. Af sorg fæðist gleði, svo
segir i einu máltæki okkar. En
fólkinu varð ekki um þetta svar,
það varð skelkað og sagði þetta
prestunum,og þeirurðu skelkaöir
einnig. Svo komst sá orðrómur á
kreik að barnið mundi verða
sjálfur Andkristurinn. En láttu
þér ekki bregða við — hann fædd-
ist ekki.
„Gömul spákona fór að spá, og
þvi fékk hún að halda áfram
óáreitt. Hún sagði þau hafa
þögulan illan anda, Jósef og
stúlkuna, og að sá andi gæti litið
illt af sér gert. En svo bætti hún
þvi við að barnið mundi verða si-
talandi og sihlæjandi og fullt af
óþekkt, og að siðustu mundi það
fara út á haf og ná i hafgúuna og
setja I loft upp og allir mundu sjá
hana og heyra hana syngja. Og
jafnskjótt sem hún upphæfi rödd
sina mundu Hinar sjö öskjur
óskapanna opnast og páfinn
mundi deyja og Mongibello eyð-
ast I eldi, og slæða heilagrar
Agnesar brenna. Þá mundi
drengurinn giftast hafgúunni og
ráða svo yfir heiminum um eilifar
aldir.
„Það varð mikill uppsteytur i
þorpinu, og hóteleigendurnir
hræddir um að verða fyrir tjóni,
þvi gestkomutiminn var að nálg-
ast. Þeir höfðu fund með sér
og ákváðu að Jósef og stúlkan
skyldu verða send lengst inn i
land þangað til barnið fæddist og
til þess söfnuðu þeir fé, Kvöldið
áður en þau áttu að fara var fullt
tungl og austanvindur, og hafið
brimaði við ströndina með silfur-
litum. Þetta var fagurt að sjá og
Maria sagðist mundu vilja sjá
það aftur.
„Farðu ekki,” sagði ég. „Ég sá
prestinn fara hjá og einhvern með
honum Hótelstjórárnir vilja ekki
að þú látir sjá þig út, og ef þeim
mislikar við okkur gera þeir okk-
ur bölvun.”
„Ég ætla að fara,” sagði hún.
„Hafið er i tryllingi, og liklega
gefst mér aldrei oftar að sjá
þessa sjón.”
„Nei, hann hefur á réttu að
standa,” sagði Jósef. „Farðu ekki
eða láttu annanhvorn okkar fara
með þér.”
„Ég vil fara ein,” sagði hún, og
hún fór ein.
„Ég batt farangurinn þeirra i
hnýti, og þá rann mér það svo til
rifja að þau skyldu vera að fara
frá mér, að ég settist hjá bróður
minum og tók um hálsinn á hon-
um, og hann gerði hið sama, en
það hafði hann ekki gert siðan
fyrirári. Svona sátum við saman,
ég veit ekki hve lengi.”
Þá opnuðust dyrnar allt i einu
og inn kom tunglskin og austan-
vindur, og barnsrödd kvað við
með hlátri: „Henni var hrint út
fyrir klettinn niður i sjóinn.”
„Ég veit hver hefur gert það,”
sagði ég, „og þann mann skal ég
drepa.”
' „Ég var um það leyti að komast
út úr dyrunum þegar hann náði i
mig og hafði mig undir, tók um
báðar hendur minar og hélt þeim
báðum út frá mér með læsings-
taki, fyrst hinni hægri, svo hinni
vinstri og sneri upp á úlnliðina.
Enginn hefði gert þetta nema
Jósef. Þetta var sárara en orð
fá lýst og ég féll i öngvit. Þegar ég
rankaði við mér var hann farinn
og ég hef ekki séð hann siðan.”
En ég fékk andstyggð á Jósef.
„Ég sagði þér að hann væri
vondur,” sagði hann. „Engum
heföi dottið i hug að hann fengi að
sjá hafgúuna.”
„Hvernig veistu þá að hann sá
hana?”
„Af þvi að hann sá hana ekki
„oft og mörgum sinnum” heldur
einu sinni.”
„Hvers vegna þykir þér þá
vænt um hann?”
Þá hló hann i fyrsta sinn. öðru
svaraði hann ekki.
„Er sagan búin?” spurði ég.
„Ég náði aldrei i morðingja
hennar til að drepa hann, þvi þeg-
ar mér var batnað i úlnliðunum
var hann kominn til Ameriku, og
enginn drepur prest. En það er af
Jósef að segja, að hann fór um
allan hnöttinn i leit að einhverjum
sem séð hefði hafgúuna, annað-
hvort karlmanni, eða þó öllu held-
ur kvenmanni, þviþá átti barnið
að vera fætt. Að e'ndingu komst
hann til Liverpool — er þessi stað-
ur til? — og þá var hann farinn að
spýta blóði, uns hann dó af þvi.”
„Ég giska á að enginn lifandi
maður hafi séð hana. Það kemur
varla fyrir að meira en einn á
hverjum aldarf jórðungi sjái
hana, og aldrei karlmaður og
kvenmaður sem svo eignist barn
saman, það barn sem nái henni
upp úr djúpinu, og ráði niðurlög-
um þagnarinnar, og bjargi heim-
inum!”
„Bjargi heiminum?” hrópaði
ég. Lauk nú spádóminum
svona?”
Hann hallaði sér upp að klettin-
um og andaði djúp. Mér sýndist
hann skipta litum þó að blágræna
skinið bæri á milli. Ég heyrði
hann segja: „Þögn og einvera
geta ekki varað að eilifu. Þau
kunna að vara viö i hundruð eða
þúsundir ára, en hafið varir leng-
ur, og á endanum kemur hún upp
og syngur. „Mig langaöi til að
spyrja hann um fleira, en i sömu
svipan dimmdi i hellismunnanum
og báturinn, sem nú var að koma
aftur, smaug þar i gegn.
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Rörsteypan h.f.
KÓPAVOGI
t TÓMSTUNDAHÚSIÐ 4
STÆRSTA LEIKFANGAVERZLUN LANDSINS
Undir heitinu HAPPY hafa þessi hús-
gögn unnið sér gifurlegar vinsældir
hjá unga fólkinu i Noregi og á öðrum
Norðurlöndum, en þó eru þau nú fyrst
komin til Islands. Splunkunýr still og
grind úr plasthúðuðum plötum, ein-
mitt það sem unga fólkið vill. Og verð-
ið er viðráðanlegt. Raðstólar, sófa-
svefnbekkir, borð.
Einkaumboð á Islandi
fyrir HAPPY húsgögn:
Úlfar Guðjónsson h.f.,
Auðbrekku 61/ Kópavogi.
Sími 41690.
SPLUNKU-
NÝR STÍLL!
HÚSGÖGN FYRIR
UNGA FÓLKIÐ
■HIDSIDaMDNA
IHIOSIHD IH.IF.
AUÐBREKKU 61 KÓPAVOGI SlMI 41694