Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 21
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 21
IÐJA
félag verksiniðjufólks
óskar öllum félagsmönnum sinum, og
öðrum
landsmönnum
gleðilegra jóla og gæfuriks komandi árs
með þökk fyrir samstarfið á árinu,sem er
að liða.
IÐJA
félag verksmiðjufólks
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
SAMVINNUBANKINN
WBEYFILL
Simi 85522
ER STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ
LANDSINS
HREYFILL veitir yður þjónustu allan
sólarhringinn.
TALSTÖÐVARNAR i bifreiðum vorum
gera kleift, að hvar sem þér eruð staddur
i borginni er HREYFILS-bill nálægur.
Þér þurfið aðeins að hringja i sima
8-55-22
WWEYFILL
álagahöllin
sem
hrundi
sem skjöldurinn hékk á vegg, en
það var sem hann biði komu hans,
og er hann nálgaðist, féll hann að
fótum hans með ofboðslegum
glym.”
Varla hafði ég sleppt orðunum
þegar svo var að heyra sem þung-
um látúnsskildi væri varpað á
gólf úr silfri, og hljóð þetta var
málmkennt, holt, glymjandi og
meö hálfkæfðum endurhljómi. Ég
þaut á fætur, yfirkominn, en
Usher hélt áfram að rugga sér i
stólnum með sama móti og áður,
eins og hann hefði ekkert heyrt.
Ég skundaði yfir gólfið til hans,
og sá þá að hann staröi framund-
an sér, stjarfur á svip. En þegar
ég lagöi höndina á öxl honum, tók
hann að skjálfa ákaft. Sjúklegt
bros breiddist um varirnar, og
hann talaði hratt, lágt, þvoglu-
lega, umlaði, og ekki að finna að
hann vissi neitt af mér. Ég beygði
mig niður að honum til að heyra
betur og gat þá greint orðin, það
lagði að mér iskalda skelfingu.
„Heyrði ég það ekki? Jú, ég
heyrði það, ég hef heyrt það.
Lengi, lengi — margar mínútur,
margar klukkustundir, marga
daga hef ég heyrt það — samt
þorði ég ekki — æ, aumkaðu mig
vesælan mann — ég þorði ekki —
ég þorði ekki að segja neitt! Viö
löföum hana lifandi i kistuna!
Sagði ég ekki að ég hefði skarpa
heyrn? Ég heyrði þegar hún
bærði fyrst á sér í kistunni. Ég
heyrði til hennar dag eftir dag, en
ég þorði ekki — ég þorði ekki að
segja neitt! Og svo I kvöld —
Ethelred, ha! ha! — Þegar hann
braust inn til einbúans og svo ösk-
ur drekans og glamrið i skildin-
um! Þaö er sönnu nær að það hafi
veriö brakið i likkistunni þegar
hún braust út úr henni, urgið i
hjörunum á hurðinni þegar hún
opnaði hana, og barátta hennar
við að komast gegn um göngin i
grafhvelfingunni! Hvar á ég nú
að leita hælis? Eða er hún ekki að
koma til þess að ásaka mig fyrir
glæpinn? Heyri ég ekki fótatak
hennar i stiganum? Heyrði ég
ekki þennan þunga, hræðilega
hjartslátt? Vitfirringur!” Og nú
þaut hann á fætur, og æpti af öll-
um mætti, eins og sálin væri að
þvi komin að losna úr tengslum
viðlikamann: — Vitfirringur! Ég
fullvissa þig um aö hún stendur
hérna fyrir utan dyrnar!”
Það var þvi likast sem þessu
yfirmannlega átaki raddarinnar
fylgdi sú furða, að þessi þunga,
forna hurð, sem hann benti á,
laukst upp sjálfkrafa, i vetfangi,
og svart gimald blasti viö fyrir
utan. En það var stormurinn sem
opnaöi hana. Og fyrir framan
huröina stóð hún reyndar, systir-
in, hávaxin, sveipuð líkklæði,
laföi Madeline Usher. Klæði
hennar var blóðugt, og öll bar hún
vott um eitthvert hroðalegt átak,
hroðaleg átök, sem hún stóð
þarna skinhoruð, óstyrk á fótum,
skjálfandi og riöandi á þröskuld-
inum, en siöan rak hún upp hálf-
kæft sorgþrungið vein, og réðst á
bróður sinn, og þau tókust á i
dauöateygjunum, féllu svo örend
á gólfið, og rættist þannig sú ógn
sem hann hafði fundið að sér
steöja.
tlr þessu herbergi, úr þessari
höll, flýöi ég frávita af skelfingu.
Storminn var ekki farið að lægja
þegar ég hljóp burt. En allt I einu
laust björtum bjarma á veginn,
og þá leit ég við til að sjá hverju
þetta gegndi, þvi að að baki mér
átti ég ekki á öðru von en þessu
mikla, dimma húsi. Birtan kom
frá tungli i fyllingu og á niöur-
göngu, og skein gegn um sprung-
una, sem getið er I upphafi sög-
unnar, og var þá varla sýnileg en
hafði nú vikkað svo að tunglið
sást allt I gegn, og sprungan tók á
sig mynd eldingarinnar, hina
þverbrotnu skálinu. En meðan ég
var að horfa á þetta, vikkaði gluf-
an enn meir — siðan kom svipti-
vindur að og tunglið birtist enn—
en sjálfur var ég sem haldinnr
óráði, og ég sá veggi hallarinnar'
gliðna sundur um sprunguna,
hallast, hrynja og hverfa niður i
þessa djúpu dimmu tjörn, sem
siðan luktist yfir siðustu leifar af
landsetri ættarinnar Usher.
Óskum félagsmönnum
sambandsfélaganna og
samstarfsmönnum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þökkum samstarfið á liðna árinu
Málm- og skipa
smiðasamband
Islands
Kaupfélag Berufjarðar
Djúpavogi
óskar öllum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þökkum ánægjulegt samstarf og viðskipti
á liðnum árum.
Samvinnumenn!
Verzlið við eigin samtök — það tryggir
yður sannvirði.
Kaupfélag
Svalbarðseyrar
Útgerðarfélag
Akureyringa hf.
Óskar öllu starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
árs og friðar
Þakkar gott samstarf og viðskipti á
liðandi ári.