Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 36

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 36
36 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1974 Jólaskraut úr glans- og silkipappír Þetta jólaskraut er aö mestu búið til úr karton- pappír eða glanspappír af ýmsum gerðum og litum. Þá þarf einnig að hafa við höndina lím, blaðaklemm- ur, pípuhreinsara, plast- perlur o.fl. Límið er best að hafa í litlum túbum, og það sem límt er saman, verður að fá að standa óhreift nokkra 1<lukku tíma. Lítum t.d. á no. 11 á myndinni. Þar eru klippt út tvö jólatré úr grænum glanspappír. Á milli þeirra er smeygt eldspýtustokki og ,,trén/y línd á hann. Er þá gott að setja tvær eða þrjár þvottaklemmur á, meðan stokkurinn er að límast fastur. Stjarna úr gullpappír er límd sín á hvora hlið. (sjá mynd) Jólatrén á mynd 9 og 10 eru klippt út úr tvöföldu kartoni eða stífum glans- pappir. Þið sjáið hvernig trjánum er skotið hvoru inn i annað, eftir að rifur hafa verið klipptar í þau, bæði að ofan og neðan (sjá no. 10). — Jóla-englar, eða jóla-sveinar, á myndunum 12, 14 og 15 eru klipptir út úr tvöföldum eða marg- földum pappír. No. 12 er brotinn í harmonikkubrot áður en klippt er. — Myndirnar af jólafugl- unum skýra sig sjálfar að mestu leyti. Fugl no. 3 er gerður úr kartöflu og glanspappír. Hann er nof- aður sem stjaki f yrir kerti. Stærðina á þessum hlutum mætti hafa svipaða og er á myndunum, 4-8 sentimetra á hæð eða þá lengd. Gott er að setja létt blýantstrik á, áður en klippt er. — Búið til „skapalón” úr þunnum pappa af hringunum, sem tengja jóla- sveinana saman. Einnig þarf að gera „skapalón” af jólasveini (sjá no. 3). Þá er tekin örk af glanspappir, t.d. rauðum, og brotin tvöföíd, þannig að hvita hliðin snúi út. Þá er skapalón hringanna sett ofan á tvöfalt blaðið og látið vera við brotið á örkinni (sjá mynd 2). Siðan eru dregnar umlinurn- ar með blýanti og klippt eftir þeim. Þá er snúið við blaðinu, þannig að glans-hliðin snúi út. Takið eftir mynd 6, en þar sést hvernig hringur og jóla- sveinar eru tengdir saman. Helmingur jólasveinsins fer gegnum hringinn, en samanbrotinn helmingur af hring fer i gegnum vinstri hönd jólasveinsins. Siðan eru smádropar af limi settir i samtengingarnar, til þess að keðjan verði ekki of „laus i reipunum”.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.