Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 9

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 9
Jólahlað l!>74 — ÞJÓÐVILJINN SH)A H Ég gerist útvarpsmaöur Næstu samverkamenn Þórar- ins sem mér er kunnugt um voru Magnús Guðbjörnsson og vélrit- unarstúlka, auk Greifans af Dun- canon og hertoga af St. Kildu, Karls Einarssonar, sem hafði fimm minútna þátt á viku hverri á færeysku (heldur en dag hvern, ef mig misminnir ekki). Má vera aö færeyingar hafi skilið hann, hafi þeir hlustað. Ég skildi hann ekki. Vinur minn, Magnús, þóttist vera mikill vin nasistanna. En þó fórst honum ekki betur en svo við fyrstu kynningu hjá yfirmanni sinum, Schmidt, en að hann stóð fyrir framan hann eins og hver annar góður og gegn islendingur með hendur i vösum. En það er eitur i beinum þýskra yfirmanna. Meira að segja enn i dag þykir það góður siður og bera vitni um vandað uppeldi bjóði maður manni góðan dag á götum Berlin- ar, að taka hendurnar úr vösun- um, þótt enn betri siður sé að ganga ekki með hendur I vösum nema i hörkukuldum. Sem ég sit i vinnuherbergi minu við háskólann einn góðan veður- dag seint á árinu 1942 og á mér einskis ills von, birtist Magnús, sem ég ekki þekkti fyrr, og biður mig eins og guð sér til hjálpar að hlaupa i skarð fyrir sig við út- varpið. Hann ætlaði i stutt fri til Danmerkur, hvort ég gæti tekið að mér að aðstoða Þórarinn i einn mánuð? Sagði mér frá þvi um leiö, hvernig honum hefði verið sagt i prússneskum tón, að gera svo vel að fjarlægja hendurnar úr buxunum. Sennilega til þess að ég félli ekki i sömu gildru. Or þessum eina mánuði varð nokkuð langur timi, þvi að ég sá ekki vin minn, Magnús, fyrr en heima á tslandi löngu eftir stið, fer þó enn vel á með okkur. Eftir mánuðinn þóttist ég laus allra mála, fór að þrá Berlin og skrif- borðið mitt — sat nefnilega austur i Königsberg. Þá þurfti vélritun- arstúlkan Margrét að fara i fri einn mánuð til Danrnerkur. Hvort ég gæti ekki aðstoðað Þórarinn þann tima? Góðmenni sem ég er gat ég ekki haft af henni sumar- frliö sitt né látið Þórarinn einan. Úr þessum mánuði urðu tveir mánuöir. Þá kom hún aftur og ég fór með fyrstu lest til Berlínar. Berlín — Köningsberg Eins og menn sögðu Ctvarp Reykjavik sagði maður „Hér er Berlin” I byrjun fréttaflutnings. Þaö var vist seint á árinu 1942 að norræna útvarpsdeildin, gott ef ekki aðalsendistöðin fyrir útlönd, var flutt til Köningsberg. En samt sögðum við: Hér er Berlin. Ég var sjálfur ráðinn hjá mál- rannsóknastofnun i Braun- schweig og var þvi fjárhagslega óháður útvarpinu þótt ég tæki peninga lika fyrir vinnu mina þar. Ég hafði ekki sóst eftir henni. Þvi aftók ég með öllu, þegar ég samdi við Schmidt, að fastráða mig þar. Ég fékk kaup fyrir að þýða fréttir, fyrir að flytja þær einu sinni i viku á fridegi Þórar- ins og fyrir menningarþátt einu sinni I viku, sem tók fimm minút- ur. Fyrst kallaði ég þessa þætti ,,Úr daglegu lifi”, siðar ,,A við og dreif”. Ég á þá flesta enn. Þó ekki fyrsta þáttinn, en annar þáttur er fluttur 30. október 1942 kl. 20.45- 21. Hann fjallar um háskóialifið i Þýskalandi og ég sé, að sá fyrsti fjallaði um sama efni. Margir voru um stúdentalif meðal Is- lendinga i Höfn. Stundum fór ég þó yfir I aðra sálma og einu sinni var mér næstum þvi orðið hált á þvi. Stytturnar fyrir utan óperuna Einu sinni brá ég mér til Vínar. Maður á næstum tvöföldum laun- um, bæði við visindaiðkanir og pólitiskan fréttaflutning — sem ég réði ekki efnislega nema þeim þáttum, sem ég samdi um sjálfur frá byrjun, menningarþáttunum. Ég nam staðar á göngu minni fyrir framan óperuhúsiö I Vin. Dreg upp leiðsagnarpésann úr vasa minum, þvi best er að hafa allt á hreinu i slikum gjörninga- veðrum. — Já, húsið liktist myndinni, en þó vantaði eitthvað á. Ég rýni bæði I pesann og svo á húsið og umhverfið. Mikið rétt. Þarna voru tveir stallar fyrir framan og myndin sýndi tvær styttur, sem nú voru horfnar. Ég skýrði seinna frá þessu i þáttum mínum. Fékk skömm i hattinn fyrir — að skýra frá þessu i útvarpsþætti til út- landa eins og þjóðverjar væru i þröng og bræddu upp málmstytt- ur I skotfæri. Það var Schmidt sem sagði þetta við mig i smá- hófi, sem haldið var i Könings- berg. Ég lék óvitann, enda þótt ég vissi vel hvað ég var að gera þeg- ar ég sagði frá þessu. Nú hefi ég leitað eftir þessu aft- ur meðal erinda minna og mér finnst það meinlaust. Þar stend- ur: „Eindrucke von Wien” (A við og dreif). Gesendet in Islandisch. Nachrichten am 30.4. 43. Verf (asser) u(nd) Sprecher Dr. Sv.B... Fyrst kemur lýsing af óper- unni, þá þetta: Ég sá i leiðarvis- inum getiðum ljósker sem standa áttu fyrir utan óperuna og áföst við þessi ljósker tvær likneskjur úr bronsi, önnur átti að lýsa atriði úr lokaþætti i óperu Mozarts, Don Juan, sem er fysta óperan sem flutt var i leikhúsinu, hin átti að sýna Sigurð Fáfnisbana með drekann lagðan að velli við fætur sér. Ég fann ljóskerin að ég hélt, en kom hvergi auga á likneskjurnar, svo að ég sneri mér að einum Vinarbúa sem gekk þar fram hjá. — Jú, hérna voru bronslikn- eksjur, sagði hann, en þær væru hér ekki lengur. Það væri búið að taka þær niður og bræða þær upp til hernaðarlegra þarfa. — Svo mörg voru þau orð. Hver var njósnarinn? Styrjöldin var i algleymingi. Ritskoðun á vegum hersins ströng. Ég varð þvi að gefa efnis- yfirlit á hálfri blaðsiðu á þýsku I hvert sinn. Til þess þurfti ég að fara til einkennisbúins offisera sem setti sitt merki um, að þetta væri leyft til flutnings. Skiljan- lega sleppti ég úr uppgötvun minni i Vinarborg sem benti til þess, að þjóðverjar ættu i vök að verjast meö málma „til hernaðar legra þarfa” eins og ég orðaði það. Frá minni hendi átti þetta lika að vera bending vestur á bóg- inn ef einhver hlustaði. Annars hugsaði ég mér að leika fávisa konu (fyrirgefið Rauðsokkar). Hvað ég og gerði. Hafði þó ekki gert ráð fyrir þvi að þjóðverjar skildu Islensku. 1 áöurnefndu hófi norrænna út- varpsmanna, þar sem ég sit við borö með Margréti, kemur Schmidt til min, þungur á brún og biður mig að koma að borði sínu. Hann spyr mig hvað ég hugsi að skýra frá svona nokkru i útvarpi. Ég er eins og álfur út úr hól. Og eins og guð er yfir mér — maður- inn lýsir þessu aftur nákvæm- iega. Ég þumbast við, þræti. Hann endar með þvi, án frekari hótana, að þess sé vænst af þeim, sem starfa við útvarpið, að þeir beri ekki út neinn óhróður um þjóðverja. Ég segi að ég geti farið hvenær sem er, ef hann væni mig um skemmdarstarfsemi. Ég sé ekki fastráðinn. Geti farið strax á morgun. Hann viti það vel, að ég leysi bara af. Og ég hafi ekkert nið sagt um þjóðverja. Það sljákkaði i honum og ég gekk aft- ur til Margrétar minnar. En hver var njósnarinn? Eins og ég lýsti i siöasta jólablaði Þjóöviljans (bls. 60) „vissi utan- rikisráðuneytið um alla islend- inga, bæði I Berlín sem annars staöar”. Þar var bara einn is- lendingur, Matthias Þórðarson, þá á gamals aldri. Og ekki trúi ég honum til þess. Hann var enginn ofstækismaður. Menn sögðu að ut- anrikisráðuneytið fylgdist með öllu sem flutt var i útvarp til út- landa. Þar var llka fröken Ruth Dzulko, doktor i islenskum bók- menntum. En gat hún skilið is- lensku i útvarpi? Varla. Landar minir við útvarpið komu ekki til greina. Enda sáu þeir ekki hand- rit min og hlustuðu held ég ekki á þennan flutning, þótti hvildin betri. Nú þegar ég dreg þessa menn- ingarþætti aftur fram i dagsljós - ið tek ég fyrst eftir að þetta eru allt afrit á ritvél. Hvar eru frum- ritin? Þau hljóta að hafa farið til Marienburg. Rússar sækja fram. utanrikisráðuneytisins. Ritskoð- un hersins hefur krafist þess. Dr. Dzulko, sem var eftir strið nokkur ár prófessor i Greifswald og yfir- gaf svo DDR ásamt Friese án þess að kveðja og fór til Dussel- dorf — hún skildi islensku, hafi hún fengið handrit min i hendur. Múller hét maður... Með óþreyju beið ég þess að Margrét kæmi aftur úr friinu svo að ég kæmist loks til Berlinar, þvi að þar var ég á fullu kaupi við visindastörf og átti þvi ekki að vera að svikjast um austur I Kön- ingsberg. En margt var skemmtilegt þár. Við spiluðum fjárhættuspil, reglunum er ég bú- inn að gleyma. Ég átti vinkonu við bókasafn, sem gaf mér skemmtilega sögu, sem átti að hafa gerst á íslandi. „Sagan af litilli handsög,” eins og ég þýddi hana siðar. Og svo mætti norræna deildin kl. 12 I Blóðréttinum (Blutgericht), þar sem við borð- uöum og var eini staðurinn sem seldi gestum sinum rauðvins- flöskur (Burgunder). Margar hendur voru á lofti þegar þjónn- inn gekk fram hjá með leður- svuntu framan á sér og fangið fullt af flöskum. Norræna borðið var oft heppið. Og stundum gekk norræna deildin reikul i spori aft- ur til vinnu sinnar. Þetta voru herlegheit i miðjum hörmungum styrjaldarinnar. Það fór að liða á tima minn, ég þráði Margréti mina meir og meir svo að ég gæti losnað. Þá opnast dyrnar einhverju sinni, og mabur að nafni Miiller treður sér inn, haldandi sænsku blaði á lofti- með tölum um það, hvernig Ame- rlkumenn hafi aukið dýrtiðina á Islandi um mörg prósent. Ég átti að þýöa það eða gera úrdrátt og flytja i þáttum minum. Ég sagði nei takk. — Þér starfið hér við útvarpið ogflytjið það, sem sýnir, hvernig fjandmennirnir leggjast á litla þjóð eins og Island. — Ég flyt aðeins menningar- þætti hr. Miiller, sagði ég. ópóli- tiska. — Já, en þess er vænst... — Já, þess er vænst, en ég er ekki fastráðinn hér og skipti mér ekki af pólitik. Það veit Schmidt sjálfur. — Það er helviti hart.... og nú var farið að siga i manninn — að sitja hér og fá borgað fyrir það, en vilja ekki flytja það sem okkur og yðar landi er fyrir bestu. — Þvi miður, ég flyt ekki póli- tiska þætti, sagði ég. Maður að nafni Miiller fór með það og skellti hurðinni á eftir sér. Þessi Muller var hægri hönd og undirmaöur Schmidts. 1 Þýska- landi er mikill munur á yfirmönn- um og undirgefnum. Og maur þarf ekki að vera mjög vitur til að kunna að spila á þá strengi. Schmidt missi að hann gat ekki náb tangarhaldi á mér. Vinarferö min og njósnastarfsemi ráðu- neytisins var of viðkvæmt mál til að hann gæti leyft sér réttarhöld. Þvi vissi ég að Muller hafði ekk- ert aö segja, gat engu ráðið. Og Schmidt vildi i lengstu lög halda frið við norrænu deildina. Vikuna áður en ég fór. þegar við sitjum niðri i kjallaramötu- neyti, kemur Miiller i einföldum einkennisbúningi, gengur milli borða klökkur og kveður, kall- aður á austurvigstöðvarnar. Miklir menn verða oft litlir þegar háska ber að. Þá kenndi ég i brjósti um mann að nafni Miiller. 1 huga þjóðverja þýddu austur- vigstöðvar sama og að eiga ekki afturkvæmt. Köningsberg — Berlín Lokaorð Rétt fyrir brottför mina frá A-Prússlandi vorum vér út- varpsmenn kallaðir saman til fundar. Það var yfirmaður i hern- um, langt yfir Schmidt hafinn. Tala hans var ekki hvellandi málmur. Hann skýrði heiðarlega fyrir okkur hvernig staðan væri. — Vér verðum að viðurkenna, ab rússarnir nálgast. Foringinn og herstjórnin hafa gert allt sem hægt er til að hindra að þeir kom- ist inn fyrir landamæri Þýska- lands. Við verðum að viðurkenna aö þeir hafa unnið á. En við hvik um ekki. Þess er vænst að þér standiö með oss og haldið áfram útvarpsflutningi. Þýskaland get- ur aldrei tapað undir handleiðslu foringjans. Heil Hitler. Ég hélt til baka til Berlinar. Ég veit ekki hvenær útvarpið i Kön- ingsberg hætti. Enginn veit... Veikindi min i tvö ár: Berlín — Höfn — Sölleröd — Vifilsstaðir. Fyrsta ferð min til Reykjavikur var til gamla bókasafnsins, p.ð heilsa upp á Láru. Hún rak mig á dyr. Ég væri þokkalegur félagi að tala i útvarp hjá nasistum. Leit- aði til annarra félaga, þeir sneru sér undan, vildu ekkert við mig tala. Ég gekk út á götuna og hugs- aði: — Er ég þá orðinn einhver ann- ar en ég er? Berlin, 30. okt. 1974.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.