Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 39
JólablaO 1974 — ÞJáÐVILJINN StDA 39 Benedikt Gíslason frá Hofteigi Saga íslands hefur lengi litiö stórum augum á Oddastað á Rangárvöllum. Þó er nokkurn- veginn vlst að I langan tlma hefur hún ekki getað séð það, sem þar er mest að sjá, ef augun væru nógu stór. Það er ekki vitað svo aö fullri vissu nái, hvernig á þann stað hafa borist auðræði, héðan og handan áf Rangárhéraði ár- lega, eins og I ljós kemur með Al- þingdómi 1270 eöa um það leyti. í sögu Arna biskups Þorláks- sonar segir á bls. 307, að Oddi sé frægastur af stöðum, þ.e. óðals og aðalsstöðum I landinu, en slikir staðir héldu kirkjur, og bændur höfðu gefiðhenni hluta I staðnum, en áttu svo sjálfir kirkjurnar. Nú á að rannsaka það fyrir norskum erkibiskupsdómi hvort kirkjan á Islandi eigi ekki þessa jörð, þenn- an stað, því að ef svo reynist, þá sé auðveldara fyrir kirkjuna að láta dæma sér staði er séu minni háttar. Það er árið 1273, sem bóndinn og einn af eignarmönn- um Odda, Sighvatur Hálfdánar-^ son, stendur frammi fyrir sókn Arna biskups fyrir þessum erki- biskupsdómi og segist „ætla að það skilorð mætti standa, sem Sæmundur Sigfússon gerði fyrir Oddastað, að hann skildi sér for- ræði og varðveislu hans og sínum örfum ævinlega.” En það var komið fram yfir 1262 og íslendingar farnir að súpa ýmsa súra bikara út i Noregi. En nú var dómur erkibiskups, að kirkjan skyldi ævinlega eiga Oddastað, og Sighvatur og bræður hans, meðeigendur hans, láta lausan staðinn strax næsta ár, og skipaði þá Arni biskup prest á staðinn. Tíu árum slðar hratt Eirikur kon- ungur prestahatari þessum dómi, en til stuttrar stundar var það og Oddi gekk endanlega undir kirkjuvaldið og erkibiskupinn áskildi sér veitingavaldið á hon- um, ásamt þrem öðrum ríkustu stöðunum á landinu. Tæpum 100 árum fyrr, eða 1179, var lika uppi biskup, sem vildi að kirkjan ætti staði og bar fyrir sig erkibiskupsboðskap um eignar- rétt á kirkjustöðunum. Þá bjó i Odda Jón Loftsson, Sæmundsson- ar fróða, Sigfússonar, er þá var kallaður „dýrstur” maður á landi og mestu virtist ráða um málefni landsmanna og beita vel I víndinn fyrir slna þjóð og hennar réttindi. Hann svaraði þessum erki- biskupsboðskap þannig: „Heyra má ég erkibiskupsboðskap, en ráðinn er ég I þvi að halda hann að engu, þvl ekki held ég að hann vilji betur né viti, en minir for- eldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans.” Það var Sighvatur Hálfdánarson, Sæmundsson, Jónssonar, sem varð að heyra erkibiskupsboðskapinn og halda hann um Odda. Það eru þessir menn, frá þvl Sæmundur fróði fæddist 1056, og til þess að Loftur Hálfdánarson labbar alfarinn frá Odda um 1290, sem við köllum Oddaverja og vitum að af lífi þeirra, allra I Odda, varð Oddi frægasti staður I landinu af höföingja- og kirkjustöðum að vera. Hvað þarna gerðist af frægri sögu, liggur eigi ljóst fyrir, en mikið er það, vel skoðað, sem Jón segir um foreldra sina, Sæ- mund Sigfússon og syni hans. Við teljum það vist, að Sæmundur hafi haldið skóla og til hans séu lögð hin ríkulegu auðræði um Rangárþing. Það er nokkurnveg- inn vlst, að Eyjólfur sonur hans hélt áfram þeim skóla eftir daga Sæmundar 1133. Og Loftur sonur Sæmundar fékk til fylgilags konu út I Noregi, sem hét Þóra, og reyndist að vera dóttir Magnúsar konungs berfætta, ólafssonar kyrra, Haraldssonar harðráða. Þeirra sonur var Jón er um gat. Það er I skóla þessum, sem verið er að koma grunninum undir hin frægu og þýðingarmiklu Islensku fornfræði og bók- menntastarf I sambandi við þau. I kemur ekki ofvel saman. Hér verður ekki farið orðum um eitt eða neitt af því sem búið er að segja um þessa bók, en af frægð hennar hefur það orðið eins og heit ósk, að vita hvaða maður setti hana saman, þvl það ætla ég að margt komi til I mismunandi gervi og ræði eigi heldur um. Málfar bókarinnar hefur þótt til fyrirmyndar, og stillinn fastur og vel samræmdur. Um þetta vitnar sagan, allt þar til kemur aö síðustu setningunni. Höfundi finnst að hann þurfi að taka það fram, að nú sé sagan búin! Flest- um dugar að sleppa pennanum og slðan ekki meira. Hann segir: „Lýk ék hjer Brennu-N jálssögu’ ’ Hann hafði aldrei sagt ,,ek” I allri sögunni og að segja Brennu- Njáll, er lokleysa, eins og hér hafði farið sögu fram. Þetta hlýt- ur að vera gert að ásettu ráði og þjóna tilgangi. Þekkt og fræg er gátu- og önnur felufræði I ritverk- um og íslenska málið er svo auðugt af tilfyndni I því efni. Menn geta kallað veturinn Vind- svalsbúr, en það er gáta sem auðvelt er að ráða, kunni menn til, en það er Islenska málið að kunna til orðfæris. Menn höfðu bundið nöfn sln I málgátum og oft svo flókið að vit þurfti til að vita þýöinguna, þvi orðfræðina vantaði. Mér datt I hug, og mun ekki vera einn um það, af öllum sem þetta hafa athugað, að höf- undur hefði bundið heiti sitt I setningunni. Mér tókst að lesa: Brjánn Eyjulvsson klerkegh., út úr þessum orðum, og sannarlega var freistandi að hugsa sér að þessi maður væri sonur Eyjólfs Sæmundssonar fróða. En Eyjólfs er ekki getið við barneign og hafa menn álitið hann barnlausan. Hann var prestur, og hefði hann átt barn, þá hlaut það að vera óskilgetið, eða að minnsta kosti deyja á undan föður sinum, svo faöirinn erfi barnið, en barnið ekki föðurinn. En menn hafa álitiö, að þess yrði ekki vart að Eyjólfs ættleggur erfði neitt I Odda og engan mann telja fræöi af honum kominn. Ég var þvl engu bættari með þennan lestur á málsgreininni. Hér stóð allt I stafni og þeir, sem hafa gleymt, eða ekki fengið að læra fornislenska menningarsögu, gátu farið að sýna listir slnar, og kom fljótt I ljós að eftir þvl var leitað. En lengi er von á einum, segir máltækið,og svo reynist þeim er fræðin stunda. Ég opna Sturlungu, II G.J. á bls. 305. Þar segir að þeir bræður, Böðvar og Sturla Þórðarsynir, voru að fara frá Sauðafelli heim til sin, út á Snæfellsnes. „Og er þeir fóru út eftir Skógarströnd reið á móti þeim kona sú, er Álfheiður hét. Hún var dóttir Eyjólfs Jónssonar, bróður Keldna-Valgerðar. Hún var komin frá Helgafelli og hafði sklrt sig og fært sig I föðurætt. En hún var þó eiginkonu-dóttir og einkabarn Eyjólfs. En Sólveig, (dóttir Keldna-Valgerðar kona Sturlu á Sauðafelli) vildi ekki taka við frændsemi hennar, áður hún skirði sig, þvi að hún þótti óllk frændum sinum I skapi og aðferð. En nú er hún var skir orð- in, sagði Sturla, (á Sauðafelli), að hún væri orðin arfi að hálfum Oddastað, er þeir hefðu tekið eftir Eyjólf prest Sæmundarson, Loft- ur prestur og Loðmundur faðir Jóns, föður Eyjólfs, föður Alfheiðar.” Þetta segir Sturla Sighvatsson, lögvirtur maður, og þetta skrifar Sturla Þórðarson, lögsögumaður. Þetta fer ekki milli mála. Það sem hér fer á milli mála er, að Loðmundur afi Eyjólfs, er ekki sonur Sæmundar fróða, hann er annaðhvort sonur eða sonarsonur Eyjólfs Sæmundssonar. Hér gat Álfheiður ekki verið arfi að fé Sæmundar ef Loðmundur langafi hennar hefi erft féð eða tekið i slna vörslu. Þá átti hún þangað að sækja féð eins og allir sem erfa, enginn erfir nema feður sína og frændur þeirra, og fé Eyjólfs komið i sjóð Loðmundar og Lofts bræðra hans, eins og hér virist hafa verið skilið. Hér var ekki að nefna nafn Eyjólfs við arf i öðru skyni. Það er klárt mál. Eyjólfur hefur átt launson og lögin eru þannig, að I arf eftir hann gengur ekki fyrr en skilgetinn maður, og það er nú fyrst Eyjólfur, sem náttúrlega heitir i ættina, sem eignast skilgetið barn. Sturla lög- sögumaður fer með rétt mál. I ættartölum Oddaverja er Eyjólfur talinn að eiga börn með tveim konum, fjögur alls, og þar er þessi reginvitleysa, að telja Loömund afa hans son Sæmundar fróða. Jón faðir Eyjólfs mundi fæddur um 1150. Keldna-Val- geröur átti dætur sínar með Sæ- mundi I Odda Jónssyni litlu eftir 1200, og er reið og herská á Sauðafelli, þegar Vatnsfirðingar ræna þar um 1230. Jón faðir Keldna-Valgerðar getur ekki verið sonur Loömundar Sæmundssonar fróða, sem ætla má að hafi verið fæddur fyrir 1090, hafi sá maður verið til. Skýringin á þvi, sem hér ber á milli er sú, að Eyjólfarnir hafi veriðtveir, synir Jóns Loðmunds- sonar, en annar ekki talinn. Alf- heiöur seldi Sturlu heimildir sinar á Oddastað. Hér er fullorðið fólk ekki að leika börn, enda mátti arfheimta þessi fram ganga, þar sem öll börn Sæmundar Jónsson- ar voru óskilgetin. En þetta var um áramótin 1237 og 38 og næstu áramót lifði ekki Sturla. Nú er Oddaverjar og Njáluhöfundar þessu efni mæna allra augu á Odda og Oddaverja, þvi hér hefst starfið, hér er stefnan tekin á það markmið, sem náðist, að vera eitt af stórmálum heims, sem afrek Islendinga út i horni heims. Komu nú fleiri á skák I þessu efni og margt er hér stórt, og margt er hér starf, sem sýnilega ekki stendur I beinu sambandi við Oddaverja, enda vitað, að á fleiri stöðum var hér gengið vel til verks. Eitt af þeim verkum, sem kem- ur fram I þessum fornverkum, er bókin Njáls-saga. öðrum fremur hefur hún þótt mikið og frægt verk, innan lands og utan. öðrum bókum fremur hefur hún þótt benda á það, að hún væri runnin undan rótum Oddaverja. Bókin er stór, efnið mikið og stórbrotið, en misjafnt hvað fræðin, sem hún flytur,mega sýnast örugg eins og frá þeim er gengið. Bókin segir frá fólki I heiðni en metur allt á kristinn siðferðislegan anda, og örlögin gerast af þvl að þessu Benedikt Gislason frá Hofteigi það vist að Eyjólfur á launson og hann gæti vist heitið Brjánn. Hitt ætla ég þó heldur, að hann heiti þvl nafni er fela megi I írsku nafni, og þó vera rétt tákn, þeim er kann að ráða. Það hefur verið mikil þraut að búa til setninguna og skjóta fram hjá rökhyggjumáli með Brennu-Njál. Ég verð nú að leggja einn á stað með þennan launson Eyjólfs og þarf að fara allvlða. Ég geri það, að Eyjólfur sé fæddur um 1080, og eignist laun- soninn um 1102-05. Biskups- stóllinn er settur á Hólum 1106, og llklega liður ekki á löngu að þarna er hann fenginn Jóni biskupi til fósturs og kennslu. 1 skólann þar kemur fljótlega Jón Þorvarðarson, kallaður svarti, og er eflaust sonur Þorvarðar, ætt- göfugs manns, sem búið hefur i Hvammi I Vatnsdal og átti Þóreyju dóttur Sæmundar fróða, og heitir Þorvarður Ólafsson. Karl ábóti er sýnilega sonur þessa Jóns og á Hvamm. Annar maður kemur þarna fljótlega um tektar aldur. Hann heitir Klængur Þorsteinsson og verður lengi I dvöl á Hólum og gerist mikil- virkur rithöfundur, segir Jóns biskups saga,og slðar er hann tal- inn gott skáld.Hungurvaka. Hann var f. 1102. Jón biskup deyr 1121 og á stólinn kemur næsta ár, Ketill Þorsteinsson. Hann og Sæmundur fróði eru systkinabörn Eyjólfs halta Guðmundarsonar rlka. Og hafi nú launsonur Eyjólfs ekki komið fyrr i Hóla, þá kemur hann það nú. Klængur er að byrja að rita og nátturlega að kveða. Bróðir Ketils biskups heitir Dálk- ur. Hann dvelur eflaust með bróður slnum á Hólum umsjónar- maöur á búi hans, ef til vill, og það gerist kært með Dálki og launsyni Eyjólfs og kannske gerist Dálkur einskonar fóstri hans um stund. Hann lærir þó mest af Klængi og fer að langa til að rita bækur eins og hann eða gera sér grein fyrir þvi, hvar bókarefni er að finna. Arin liða. Launsonur Eyjólfs tekur prestsvigslu og fær sér fylgikonu og tekur að eiga börn. Það kemur árið 1133. Þá andast Þorlákur biskup i Skálholti þ. 31. janúar. Biskupsefni er til staðar, eflaust fóstursonur og allnáinn frændi Sæmundar fróða, hann heitir Magnús Einarsson. Sæmundur kemur honum i biskupskjör og andast svo 22. mai um vorið. Þvi varð ekki Eyjólfur biskup? Var það fyrir launson- inn? Varla! En Eyjólfur er fjórmenningur við Magnús biskup og launsonur hans fær prestssetur einhversstaðar nærri Skálholti —- á kannske sjálfur Gaulverjabæ! Hann ritar bækur, eflaust Njálu um 1140 — fyrir og eftir,— Hann fylgist með Klængi vini sinum og segir kanske „mörg þægileg ráð fæ ég af Klængi”! Og nú fær hann að vita það, að Klængur hefur ort eitt dásamlegt kvæði, en siðan kallast Sólarljóð og einmitt birfdur heiti sitt, stöðu og staðfestu i einn fimm vlsna kafla, kannske, þann siðasta, þvi ekki eru nema tvær visur i fimmta kaflanum og geta verið ortar siðar, ef til vill af öðrum. Það telur þó enginn sig vita hver ort hefur Sólarljóð — þau eru bara ortá 12. öld segja fræðin. En upp úr háandlegheitum I kvæðinu og I nýjum kafla segir skáldið: Hringvör og Listvör setja I Herðls dyrum organ stóli á. Það er engin kenningafræði til þessara heita, en við vitum að hamarinn er Hringvör og töngin Listvör og þegar þau sitja á organstóli I Herðisdyrum, vitum við að þau sitja á steðjanum I smiðjudyrunum, en steðjinn heit- ir Klængur, hljómurinn I steðjan- um heitir Klang. Klængur hefur þvl bundið nafn sitt við ljóðin. Og hvað hugsar launsonur Eyjólfs? Það væri gaman að binda heiti sitt neðan við Njálu! Það verður auðvitað yfirlegu þraut, þvi það eitt verður að segja sem er þó i beinu sambandi við söguna. Þeir urðu fleiri að liggja yfir þvi að binda nöfn sin, eða gera dulmál, og launsyni Eyjólfs tekst það nú með því að gera gátu um sitt nafn og nota útlent orð til þess. Hann getur lika verið alinn upp i Odda en þá elnar honum skapið við að sjá konungsdóttursoninn alast Framhald á 41. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.