Þjóðviljinn - 03.01.1975, Page 3
Föetadagur 3. >an*ar 1975 ÞJ6ÐVILJINN — StDA 3
ÓVENJU MIKIÐ AF VARNINGI LÁ í VÖRUHÚSUM UM ÁRAMÓTIN
Risastórar pantanir
heimilistœkja seldust
ekki nú fyrir jólin
Siðari hluti ársins sem var að
liða og þá ekki sist desember-
mánuður var einstaklega erfið-
ur fyrir þá aðila, sem þurfa að
liggja með óafgreiddar vörur i
pakkhúsum. Landsmenn hafa
haldið að sér höndum undan-
gengna mánuði og margir stór
kaupmenn hafa farið fremur
illa út úr minnkandi kaupgetu
almennings. Fyrir utan Toll-
vörugeymsluna standa ýmsar
vörur, sem ekki komast undir
þak vegna þrengsla, og liggja
þar t.a.m. frystikistur undir
skemmdum vegna sölutregðu.
Pakkhús Eimskips og Hafskips
eru troðfull svo að til vandræða
horfir og er „misheppnaðri”
jólasölu aðallega kennt um
þrengslin.
Engum vafa er undirorpið, að
viða hefur óskynsamlega verið
haldið á spöðunum og ekki er
fritt við að fremur illá hafi verið
á hinum dýrmæta gjaldeyri
haldið undanfarið og þá ekki sist
þegar heildsalarnir gerðu jóla-
innkaupin. 1 tollvörugeymslunni
var okkur sagt af starfs-
mönnum að 2-4 frystikistur
eyðilegðust daglega ef veður-
guðirnir brostu ekki sinu
bliðasta og er auðvelt að geta
sér til um þau verðmæti, sem
þar fara i súginn vegna ógæti-
legrar hegðunar i kjölfar kaup-
æðisins, sem gekk hér yfir á
sinum tima.
Fyrir jólin 1973 seldust öll raf-
knúin heimilistæki, sem til voru
i landinu upp. Brauðristar og
vöfflujárn, hrærivélar og ryk-
sugur, uppþvottavélar og frysti-
kistur, — allt seldist upp og raf-
væðingarþörf heimilinna virtust
engin takmörk sett. Kaupmenn
gerðu risastórar pantanir i
byrjun siðasta árs en sl. vor
voru þó öll heimilistæki gjör-
samlega uppseld að nýju. Fólk
miðaði innkaup sin væntanlega
við yfirvofandi gengisfellingu
og vörugeymslur, heildsalar og
smásalar stóðu tómhentir af
heimilistækjum þegar sumarið
gekk i garð.
Enn gerðu nokkrir aðilar risa-
pantanir, en sölutregða fór að
gera vart við sig og þeir, sem
ekki höfðu séð hana fyrir sitja
nú uppi með töluvert af vörum,
sem ekki seljast. Skemmst er að
minnast þess, þegar fyrirtæki
eitt hér i borg tók upp á þvi að
gefa kjötskrokka i kaupbæti
með frystikistum sinum og þótt
sá verslunarmáti væri stöðv-
Framhald á 11. siðu.
Héi r er • allt í
s tal kas ta ] la«' • í
var sagt i tollvörugeymslunni, en
annað kom upp á teninginn
Við hringdum inn f tollvöru-
geymslu og fengum þær upp-
lýsingar að hjá þeim væri
ekki óeðliiegt ástand á nokk-
urn hátt. Hjá þeim væru engir
bilar um þessar mundir og ut-
anhúss væru þær vörur einar
geymdar, sem ekki þyrftu
nauðsynlega að vera innan-
dyra.
Aðspurður um frystikistu-
mál sagði viðmælandi blaðs-
ins að fyrir þeim orðrómi um
að þær lægju undir skemmd-
um væri ekki nokkur fótur.
Annað kom þó i ljós þegar
inn i tollvörugeymslu var
komið. Starfsmaður þar tjáði
okkur að allt væri þarna yfir-
fullt og frystikistur lægju út
um allt undir skemmdum.
„Það eyðileggjast svona 2-4 á
dag ef veður er vont” sagði
hann og lýsti yfir ófremdar-
ástandi á staðnum.
Siðan brugðum við okkur
inn til forstjórans og báðum
um að fá að liósmynda frysti-
kisturnar, sem enginn vildi
kaupa. Það var ekki tekið i
mál og var okkur tjáð að
myndatökur i portinu væru
bannaðar. Til þess að við
fengjum að mynda kisturnar
yrði að fá leyfi kaupmannsins
sem þær ætti. Aðspurður sagði
forstjórinn okkur að hann gæti
ekki gefið okkur upp hver ætti
kisturnar, — til þess hefði
hann alls ekkert leyfi.
Þar með var máíið komið i
strand og sú mynd, sem hér
birtist er tekin með aðdráttar-
linsu utan af götu inn um að-
keyrsluhliðið og gerði snjókóf
og litil birta ljósmyndaranum
erfitt fyrir.
Það er trúlega álika vanda-
samt að ná myndum af Jackie
Onassis naktri á eyðieyju eins
og að fá að festa á filmu frysti-
kistur i porti tollvörugeymsl-
unnar. A.m.k. er sama aðferð-
in nauðsynleg.
—gsp
2000 bílar óseldir
um áramót
Sala á siðasta ári 11000 bilar —
i ár verða fluttir inn 2-3000
Við hringdum i nokkur bila-
umboð, s.s. Velti (með Volvo),
Davið Sigurösson (Fiat) P. Ste-
fánsson (Austin Mini og Land
Rover) Svein Egilsson (Ford)
og fleiri og fengum við ailsstað-
ar einstaklega greið svör.
Hjá Velti fengum við þær upp-
lýsingar að töluvert hefði dregið
úr sölu er á leið og væri búist við
nokkurri sölutregðu á næsta ári.
Markaðurinn virtist mettaður i
bili og Volvo innflytjendur hög-
uðu sér nákvæmlega eins og
kaupendurnir — þ.e. héldu fast
að sér höndum og byggju sig
undir að lifa spart.
Fiat umboðið hafði sömu sögu
aö segja. Rúmlega 1000 bilar
seldust á árinu sem var að liða
og nú væru 200 bilar á lager sem
ætti að vera þriggja til fjögurra
mánaða lager. „Við gerðum það
gott á siðasta ári og erum alveg
tilbúnir til að lifa spart á þvi ári,
sem nú fer i hönd”. P. Stefáns-
son flytur inn Austin Mini og
Land Rover og var mikil sala
hjá þeim á árinu 1974, enda voru
Fiat og Mini með allra sölu-
hæstu bilunum og greinilegt var
að litlu sparneytnu bilarnir voru
sú tegund farartækja, sem fólk
kaus sér helst. 884 Mini bilar
seldust á árinu og þar af aðeins
100 eftir gengisfellingu, sem
setti mikið strik i reikninginn.
Lagerinn hjá fyrirtækinu sam-
anstendur eingöngu af árgerð-
um 1975 og telst P. Stefánsson
þvi á grænni grein þótt harðæri
fari i hönd.
Ford bilarnir hafa eins og
aðrir bilar hækkað gifurlega i
verði og hækkanir frá árgerðum
’74 yfir til ’75 eru miklar. Þannig
hækkar Cortina úr 720 þúsund-
um i 850 þúsund og er það einn
af ódýrustu bilunum hjá Ford,
sem getur siðan selt lands-
mönnum bifreiðir að verðmæti
allt að þremur og hálfri miljón.
Lagerinn er ekki óeðlilegur að
sögn skrifstofustjórans, enda
var farið varlega i sakirnar eftir
gengisfellingu.
Innf lytjendur
tilbúnir
Þrátt fyrir þann mikla bila-
kost, sem liggur i vöruskemm-
um Eimskips og Hafskips, eru
bilainnflytjendur bvi ekki óró-
legir að þvi er virðist. Flestir
eru bilarnir árgerð 1975 og
standa þvi fyrir sinu út árið og
þeir, sem liggja með ’74 módelin
eru hinir ánægðustu yfir sinu
hlutskipti, þvi verðið er mun
lægra á gömlu bilunum en þeim
nýju.
Bilakaupmenn eru tilbúnir að
mæta sölutregðu á nýja árinu og
spá yfirleitt þvi, að 4-5000 bilar
muni seljast. 1 viöbót verða þvi
ekki fluttir til landsins nema 2-
3000 eintök af bifreiðum og er
það óneitanlega ekki há tala
miðað við þá 11000 bila, sem
fluttir voru inn á hinu mikla
„kaupæðis- og kreppuári”, sem
var að liða.
—gsp
Mynd þessi var tekin með aödráttarlinsu inn i port tollvöru-
geymslunnar, þar sem frystikistur standa I röðum undir
skemmdum. Sagt er að tvær til fjórar kistur skemmist á dag, ef eitt-
hvaðer að veðri. A bak við lyftarann er stafli af frystikistum, sem
aðeins eru huldar þunnu plasti. Við sjáum ekki betur en að i marg
rifnum kössum t.v. séu einnig ilát undir matarforða islendinga, sem
ekki ætla þó að seijast á næstunni.
GEYMSLUR
YANTAR
Hafskip og Eimskip bera sig illa
Hjá Eimskipafélagi Islands
var rætt við Ingólf Möller vöru-
afgreiðslustjóra.
„Þetta nýliöna ár hefur vissu-
lega verið frekar erfitt og vöru-
geymslur okkar hafa pndan-
tekningarlitið verið troðfullar.
Innflutningur var óvenjumikill
og hreyfing á vörunum var góð
og mikið var að gera i vöruaf-
greiðslu allan fyrri hluta ársins.
Að septembermánuði loknum
fór þó heldur að draga úr og svo
virðist sem siðustu sendingar af
heimilistækjum og bilum hafi
litið sem ekkert hreyfst. Þó er
það vissulega mismunandi eftir
tegundum. Einkum er það
mikið af frystikistum sem
liggur hjá okkur, en svo virðist
sem sala um sláturtiðina hafi
orðið minni en kaupmenn
bjuggust við. Annars er náttúr-
lega erfitt fyrir mig aö vera aö
giska á svona hluti, en svona
virðist mér þetta lita út.
Utan dyra hjá okkur i
Eimskip eru einir 1600 bilar og
svo auðvitaö timbur, steypu-
styrktarjárn og annað það, sem
Framhald á 11. siðu.
„Við gefum engar
upplýsingar hér99
Undantekningarlitið fengum
við afar greið og vinsamleg svör
á þeim stöðum, sem hringt var á
tii að fá upplýsingar um söluna
á siöasta ári. Hjá féiagi stór-
kaupmanna var þó annað uppi á
tcningnum.
Július S. ólafsson frkvstj.
varð þar fyrir svörum og var
hann fámáll um innflutning
stórkaupmanna á árinu sem var
að liða og vildi alls ekki tjá sig á
nokkurn hátt um jólasöluna.
Bauð hann blaðamanni hins
vegar i kappræður um hvað
væri „eðlileg kaupgeta” og
þóttist þar með heldur en ekki
hafa kveðið hann i kútinn. Stór-
kaupmenn leggðu það ekki i
vana sinn að velta vöngum yfir
eðlilegu eða óeðlilegu ástandi,
þvi væri tekið möglunarlaust
sem að höndum bæri. Sagði
Július sér þó ekki kunnugt um
nokkurn kaupmann, sem ætti i
erfiðleikum vegna litillar sölu.
„Annars gefum við hér hjá fé-
lagi stórkaupmanna engar upp-
lýsingar um þetta mál, — þú
verður að leita fanga annars
staðar”, voru lokaorð Júliusar i
miður vinsamlegu samtali við
tiðindamann Þjóðviljans.
—gsp