Þjóðviljinn - 26.01.1975, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975.
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SOSIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Umsjón með sunnudagsblaöi: Vilborg
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 Ifnur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
Harðardóttir
ÁNDFÉLAGSLEG VIÐHORF
Fyrir rúmum mánuði voru samþykkt
fjárlög fyrir árið 1975. Þau gerðu hinn
nýja fjármálaráðherra, Matthias Á.
Mathiesen, að algeru viðundri; hann hafði
áður talið auðvelt að skera fjárlög niður
um miljarða króna með einu pennastriki
en gerðist nú ábyrgur fyrir hrikalegri
fjárlagahækkun en nokkur dæmi eru um i
sögu landsins. Einnig voru þessi fjárlög i
algerri andstöðu við lýsingar forráða-
manna stjórnarflokkanna á horfunum
framundan og stefnumiðum sjálfra sin.
Engu að siður voru f járlögin samþykkt og
fjármálaráðherra horfði stoltur á þennan
frumburð sinn. En nú er svo komið mán-
uði siðar að Morgunblaðið telur það helst
til bjargar i efnahagsmálum að taka upp
heiðna siði og bera frumburðinn út. Það
verður að semja algerlega ný fjárlög,
segir blaðið, og telur að vinna verði að þvi
„með þvi að lækka beina skatta mjög
verulega, en það verður að sjálfsögðu
aðeins gert með þvi að skera niður útgjöld
og framkvæmdir hins opinbera”. Þessi
lækkun á tekjuskatti á siðan að koma i
stað kauphækkana og létta undir með þvi
launafólki sem harðast hefur orðið fyrir
óðaverðbólgu og kaupbindingu. Rétt er að
athuga þessa kenningu nokkru nánar.
Verulegur hluti launamanna greiðir ’
engan eða óverulegan tekjuskatt til rikis-
ins. Þetta á við um allan þorra láglauna-
fólks, aldrað fólk, öryrkja og aðra sem
svipað er ástatí um. Þessu fólki kemur
lækkun á tekjuskatti ekki að neinu gagni,
og verði tekjuskattur lækkaður með ó-
breyttum grundvelli verður ábati gjald-
enda þeim mun meiri sem menn hafa
hærri tekjur og betri afkomu, þ.e.a.s. auk-
ið misrétti.
Almennt tal um ,,að skera niður útgjöld
og framkvæmdir hins opinbera” segir
litla sögu nema skilgreint sé hvað við er
átt. Verulegur hluti af greiðslum rikis-
sjóðs fer til samneyslu, það er að segja til
verkefna sem eiga að tryggja sameigin-
legt öryggi og jafnrétti þegnanna. Þetta á
við um framlög til heilbrigðis- og trygg-
ingamála, menntamála og félagsmála;
þetta á einnig við um framlög til sam-
göngumála, hafnamála og atvinnumála
sem miða að þvi að jafna aðstöðu þegn-
anna. Ekkert hefur stuðlað jafn mikið að
vaxandi jafnrétti og öryggi á íslandi og
aukin samneysla, sú staðreynd að vaxandi
hluti af þjóðartekjum hefur runnið til
slikra félagslegra verkefna. Eigi að skera
niður framlög til heilbrigðismála, trygg-
ingamála, skólamála og annarra hlið-
stæðra verkefna er verið að framkvæma
andfélagslega stefnu sem mun stuðla að
vaxandi misrétti i þjóðfélaginu og bitna
harðast á þeim sem verst eru settir fyrir.
Þeir skattar sem þyngst hvila á lág-
tekjufólki eru annarsvegar útsvör en hins
vegar söluskattur. Núverandi rilkisstjórn
hefur heimilað 10% hækkun á útsvars-
álagningu ofan á þá verðbólguhækkun i
krónutölu sem birtist á framtölum manna
jafnframt þvi sem rauntekjur lækka til
muna. Ekki hefur verið ýjað að þvi i
Morgunblaðinu að lækka þurfi útsvör lág-
tekjufólks. Söluskatturinn er nú orðinn svo
hár að nærri liggur að hann gleypi fimmta
hluta af verði hverrar vöru. Að þvi leyti
sem hann tekur til daglegra lifsnauðsynja
hefur hann svipuð áhrif og nefskattur og
leggst af langmestum þunga á barnmarg-
ar fjölskyldur og það fólk sem aðeins hef-
ur þurftartekjur sér til framfæris. Lækkun
eða afnám söluskatts á brýnustu lifsnauð-
synjum væri skattabreyting sem kæmi
lágtekjufólki að gagni, en á slika breyt-
ingu er ekki minnst i Morgunblaðinu.
Morgunblaðið reynir að gera þvi skóna
að andfélagslegar hugmyndir þess um
lækkun á einum saman tekjuskatti og ó-
skilgreindan niðurskurð á f járlögum séu i
samræmi við óskir verklýðshreyfingar-
innar um þessar mundir. Sú staðhæfing er
fjarri sanni. Alþýðusambandið hefur lagt
megináherslu á nauðsyn þess að rétta hlut
láglaunafólks, aldraðs fólks og öryrkja, og
frá þeim viðhorfum verður að sjálfsögðu
ekki hvikað i þeirri hörðu stéttabaráttu
sem rikisstjórn og atvinnurekendur eru að
leiða yfir þjóðina. —m.
Fyrsta skipulagða aðgerð kvenna á kvennaári SÞ
Ráðstefna um kjör
láglaunakvenna
Fyrsti umræðufundur islenskra kvenna um kjör
sin á þessu ári sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helg-
að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, friði og
framþróun, verður haldinn i Lindarbæ i dag. Verður
athyglinni þar fyrst og fremst beint að aðstæðum
láglaunakvenna, stöðu þeirra og aðbúnaði i at-
vinnulifinu og á heimilunum.
Það eru fjögur stéttarfélög,
Starfsstúlknafélagið Sókn, ASB
félag afgreiðslustúlkna í brauð-
og mjólkurbúðum, Iöja, félag
verksmiðjufólks og Starfsmanna-
félag rikisstofnana sem boða til
þessarar ráðstefnu ásamt Rauð-
sokkahreyfingunni og er mark-
miðið fyrst og fremst aö draga
fram sérstöðu kvenna i atvinnu-
lifinu og að hvetja þær til að
krefjast úrbóta.
1 þvi skyni að fá fram sem
sannasta og besta mynd af
aðstæðum láglaunakvenna hefur
verið miðað við að fá fram-
sögukonur beint af vinnu-
stöðunum, fremur en úr stjórnum
félaganna, að þvi er Erna Egils-
dóttir sagði Þjóðviljanum, en hún
er i starfshópi rauðsokka um
undirbúning ráðstefnunnar.
Ráöstefnan hefst kl. 10 árdegis i
dag og flytja þá stutt framsöguer-
indi þær Guörún Agústsdóttir,
SFR, Ásdls Guðmundsdóttir,
Iðju, Aðalheiður Bjarnfreðsdótt-
ir, Sókn, Stella Stefánsdóttir,
Framsókn, Herdis Helgadóttir
VR, Ilallveig Einarsdóttir ASB,
Sigrún Clausen Verkal.fél. Akra-
ness, Guðrún Emilsdóttir Sókn og
Ingibjörg Guðmundsdóttir SFR.
Eftir framsöguerindin verður
unnið i starfshópum þar til siö-
degis, þá verða almennar um-
ræður um það sem fram kemur I
hópunum og erindunum.
Spurningunni um hversvegna
fleiri félög stæðu ekki að
ráðstefnunni svaraði Erna, að
ætlunin hefði fyrst og fremst
verið að miða eingöngu við hreinu
verkakvennafélögin I Reykjavik
til að halda hana, en bjóða jafn-
framt þátttöku öðrum félögum,
sem hafa láglaunakonur innan
sinna vébanda. En stjórn Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
treysti sér ekki til að standa með
að boðun þótt hún vildi styðja
ráðstefnuna með þátttöku, og
eftir að farið var að ræða við
konur úr fleiri félögum kom fram,
að stjórnir Iðju og SFR höfðu
áhuga á að standa opinberlega að
ráðstefnunni með okkur, sagði
Erna, og var það að sjálfsögðu vel
þegið. Siðan hefur verið haft sam-
band við stjórnir fleiri félaga
bæði i Reykjavik og
nágrannabæja á Suðurnesjum,
fyrir austan f jall og á Akranesi og
Borgarnesi og þeim boðið að
sækja ráðstefnuna.
— En ég vil sérstaklega taka
það fram, að sagði Erna
Egilsdóttir að lokum, að ráðstefn-
an er að sjálfsögðu opin öllum
sem áhuga hafa á málefninu,
hvort sem þeir eru félagar i stétt-
arfélögum eða ekki, og vonumst
eftir mikilli þáttöku og fjörugum
umræðum. — vh
Betra seint
en aldrei
Arið 1908 var breski sund-
maðurinn Jim Hallows sviptur
rétti til að keppa vegna brots á
áhugamannareglunum. En nú
hefur breska sundsambandið
tilkynnt honum, að banninu sé
aflétt og hann megi keppa á ný.
Mister Hallows varð 86 ára á ár-
inu sem leið.