Þjóðviljinn - 26.01.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Síða 7
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 árdal, meöan afgangurinn af veg- inum heim til þeirra tekur litlum stakkaskiptum? Hver er sem sagt stefna Alþing- is f vegagerðarmálum? Það ein- kennilegasta við þetta mál er ein- mitt það, að neðri deild Alþingis afgreiðir 2000 milj. kr. fjárveit- ingu, án þess að nokkur þingmað- ur geti skoðað þessar fram- kvæmdir i tengslum við vega- áætlun, sem fjallað verður um I þinginu siðar i vetur. Er það vilji Alþingis, að áður en traustir vegir leysa af hólmi alræmdar slysa- gildrur og niðurgrafnar forar- vilpur viðsvegar á helstu þjóð- brautum landsins, sé 900 milj. kr. eytt i varanlegt slitlag á nokkra hraðbrautarspotta? Eru menn sammála Halldóri E. og Eyjólfi Konráð eða ekki? Og hvar i röðinni kemur svo varanlegt slitlag I þéttbýli? Ætli allt þetta tal um oliumöl á þjóð- vegi hljómi ekki einkennilega I eyrum fólksins i bæjum og þorp- um viös vegar um land, sem enn hefur enga aðstoð fengið frá opin- berum aðilum til lagningar oliu- malar á göturnar heima hjá sér, þrátt fyrir knýjandi þörf af heil- brigðisástæðum. Ég þykist að visu skilja vel, hvað samgönguráðherrann, Hall- dór E. Sigurðsson, er að fara. Hann ætlar að byggja hraðbraut upp I Borgarnes og brú yfir Borg- arfjörð og til þess þarf hann mikið fé. Það er einmitt hættan, að hraðbrautarframkvæmdir noröur og austur i næsta nágrenni Reykjavikur sogi til sin mikinn hluta þessa fjár. Kjarni þessa máls er nefnilega sá, að málið i heild er hugsað frá sjónarhól þeirra, sem búa við Faxaflóa, samanber heitin „Norðurvegur” og „Austurvegur”, sem i vega- lögum heita Suðurlandsvegur, Vesturlandsvegur o.s.frv. og fer þá kannski að skiljast, hvers vegna þingeyingum á gagnstæðu landshorni er sýnd sú dæmalausa litilsvirðing, að sleppt er þjóö- brautinni austan viö Akureyri. Ávísun 10 ár fram í tímann Til eru þeir, sem efast um, að þjóðin hafi efni á aö eyða meira fé til vegagerðar en nú er gert, og benda á hin gifurlegu verkefni i orkumálum, sem vinna verður að á næstu árum og kosta munu 15-20 miljaröa islenskra króna. Ég tel þó, aö endurbætur á þjóðvega- kerfinu seu svo brýnar, að þeim verði að hraða, og ég óttast ekki, aö 2000 miljón króna lántaka til vegamála muni tefja fyrir fram- kvæmdum i orkumálum. Hins vegar mega menn ekki vera svo ábyrgðarlausir að láta sig engu skipta, hvers konar lán er tekið og með hvaöa kjörum, og erum við þá kominn að hinu meginatriðinu, sem mest var um deilt við um- ræðurnar i efri deild á dögunum. Fyrsta skilyrði til þess aö lán- taka rikissjóðs til almennra framkvæmda eigi rétt á sér, er að hugsaö sé fyrir þvl, hvernig lánið verði greitt upp og með hvaða tekjustofnum. Það er ekki gert i þessu tilviki. A næstu 10 árum á sem sagt ekkert að greiða af lán- inunemavexti (væntanlega 9%) i formi happdrættisvinninga. Rikissjóður leggur á herðar þeim, sem veröa skattgreiðendur eftir 10 ár, að borga brúsann, og það verður vafalaut engin smáræðis upphæð, þvi að lánið er visitölu- tryggt. Raunvextir 28-67% Þaö hefur lengi verið skoðun mfn, að með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa rikissjóðs sé svo illa farið með fjármuni rikisins, að ekki verði við unað. Verðtryggð lán, sem þar að auki bera það mikla vexti, að þau tvöfaldast vegna vaxtanna einna á 10-15 ár- um, eru einhver mestu okurlán, sem sögur fara af fyrr og siðar. Fá fyrirtæki þola að fjármagna rekstur sinn með slikum lánum, og allir lántakendur i þjóðfélag- inu reyna að forðast þau eins og heitan eldinn. Allir nema einn! Rikissjóður býður út slik lán af æ meiri krafti ár eftir ár, og enginn viröist um það spyrja, hvernig lánin verða borguð. Rlkissjóður skuldar nú þegar 6800 miljónir króna vegna verð- tryggðra spariskirteinalána og upphæðin á eftir að vaxa trölls- lega á næstu árum, þótt ekki verði tekin fleiri slik lán, enda hafa raunvextir á þessum lánum á undanförnum árum verið lægstir 28% og hæstir 67% á ári sam- kvæmt nýlegri fréttatilkynningu Seðlabankans. Þrjú saman- burðardæmi Til þess að menn skilji þann eðlismun, sem er á verðtryggðum lánum og öðrum lánum, skal ég her nefna þrjú dæmi, sem byggð eru á upplýsingum Seðlabank- ans: A næsta ári á rikissjóður að greiöa spariskirteini frá 1964 að nafnveröi 53 milj. kr. Ef þessar 53 milj. kr. heföu ver- ið teknar að láni beint úr banka- kerfi rikisins og reiknað er með meðalvöxtum 10%, ætti rikissjóð- ur nú að endurgreiða lanið með 137,5 milj. kr. Endurgreibslan er 2,6 sinnum hærri en upphaflega lániö. Ef lánið heföi verið tekiö er- lendis, miðað við dollar og reikn- að er með þeim vöxtum, sem þá tiðkuðust á lánum til islenska rikisins, 5%, næmi endurgreiðsl- an um 237,4 milj. kr. Endur- greiðslan væri þá 5,5 föld á við upphaflega lánið.og er þvi engin furða þótt gengistryggð lán hafi verið með afbrigðum óvinsæl hér á landi, enda má af þessu sjá, að þau hafa verið tvöfalt óhagstæð- ari en innlend bankalán. En vegna þess að rikissjóður valdi sér nýja leiö til fjáröflunar, sem 1964 var reynd I fyrsta sinn, verðtryggð Skuldabréf, þarf hann nú að greiöa 700,9 milj. kr. fyrir þessar 53 millj. kr. Endurgreiðsl- an er 13.2 sinnum hærri en upp- haflega lánið! 1 nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um islensk efnahagsmál er lýst áhyggjum af þessum 700 milj. kr. reikningi, sem greiða ber á næsta ári. Liklegast verður það fé feng- ið með auknum sköttum. Senni- legast er, að megnið af þeim 53 milj. kr. skuldabréfum, sem rfkissjóðurskuldarfrá árinu 1964, hafi verið greidd með fjármun- um, sem teknir voru úr spari- sjóðs- eða ávisanareikningum bankanna eða beinlinis fengnir að láni I bönkum. Ef rikissjóöur hefði fengiö lánið milliliðalaust I bankakerfinu, hefði hann sparað skattgreiðendum 563 milj. kr. á einu ári, en það er jafnvel hærri upphæö en nemur væntanlegri fjáröflun til hringvegarins á næsta ári. Jafnvel erlent lán er bersýnilega miklu skárra en inn- lent okurlán, sem kostar marg- falda skattlagningu á alþýðu manna. Vextir frá dögum Jesú Krists Sumir virðást imynda sér, að verðtryggð lán séu i rauninni heilbrigðustu lánin. Verðtrygg- ingin geri ekki annað en að skila láninu óskertu og til viðbótar komi svo vextir eins og eðlilegt sé I öllum viðskiptum. Þeir skilja ekki eöli vaxta. Meginhlutverk vaxtanna eins og viö þekkjum þá nú oröið, er endurgjald fyrir verðrýrnun peninganna. Á þeim timum þegar helstu gjaldmiðlar heimsins rýrnuðu lltið sem ekkert voru vextir lika mjög lágir. Með verðtryggingu koma vextirnir I ofanálag. 4-7% vextir ofan á verð- tryggingu er þvi efnahagsleg endaleysa. Hitt er annað mál, að þriðjungsverðtrygging, eins og er á húsnæðismálalánum a fyllsta rétt á sér á verðbólgutimum. Oft er varpað fram þvi töfra- orði i islenskum efnahagsmálum að verðtryggja öll lán. Enginn veit þó raunverulega, hvaða af- leiðingar það hefði, en flest bend- ir til þess, að þær yrðu skelfilegar fyrir efnahagslifið, a.m.k. ef ein- hverjir vextir fylgdu meö, enda bendir sú litla reynsla, sem feng- ist hefur af þvi erlendis, i þá átt. Einhver reiknaði það út, að gullspesia, sem lögð hefði verið i banka á dögum Jesú Krists og ávöxtuð á mjög lágum vöxtum ![sennilega 3%) ætti að endur- greiðast með gullklumpi, sem væri þrisvar sinnum stærri en jörðin. Þessa sögu hafði ?íra Jón, faöir Eysteins fyrrv. fjármála- ráöherra, oft á hraðbergi, enda datt Eysteini aldrei i hug að gefa út verðtryggð skuldabref. Og vist Framhald á 22. siðu. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM RITSTÖRF Nú er sýningum „Vesturfaranna” lokið I sjónvarpinu. Varla er nokkurt sjónvarpsefni sem ég hef séð fara jafn vel I eins breiðan hóp og þetta. Frásögnin þrifur með sér alla þá sem á annaö borð fara að horfa. Börn, fullorðna og gamalmenni. Þar sem mikil og upprunaleg frásagnar- kyngi býr að baki verður ekki til efni fyrir af- markaða aldurshópa eða takmarkaöan smekk heldur mannleg örlög sem streyma hjá og koma öllum við. Vissulega eru þessar myndir vel gerðar og sannarlega er leikurinn snilld. En best tekst þó einatt þar sem myndin er trúust uppruna- legri sögu Vilhelms Mobergs. Frá honum kemur allur þessi seiöandi sannfæringarkraftur þvl hann er skapari allra þessara persóna. Sögurnar um vesturfarana skrifaöi Vil- helm Moberg árið 1949 aö loknu áralöngu rannsóknarstarfi. Hann var þá orðinn kunnur rithöfundur og mikils metinn. í þriöja hefti timaritsins Bonniers Litterera Magasin 1974 eru minningar ýmissa mætra manna um þennan skáldjöfur sem dó um haustið 1973. Einhverra hluta vegna hef ég sérstakar mætur á grein sem Gunnela Rathsman skrif- ar I þetta hefti. Gunnela þessi er nú læknir I Karlstad, en um vorið 1949 var hún stödd i New York og haföi nýlokið námi. Hana vantaði vinnu svo hún svaraði auglýsingu 1 „Nordstiernen”, blaði sem gefið var út á sænsku i New York, þar sem sænskur rithöfundur auglýsti eftir einkaritara i þrjá mánuði. Höfundurinn var Moberg og verkefnið að skrifa á ritvél handrit „Vesturfaranna”. Stórvaxinn, útitekinn og kraftalegur eins og vikingahöfðingi tók skáldið á móti henni framan við bústað sinn i Carmel sem er smá- bær sunnan við San Fransisco. Henni varð um og ó. Og hún segir frá starfinu. „Við byrjuðum strax klukkan niu morgun- inn eftir og þannig var það hvern virkan dag næstu þrjá mánuðina. Ekki hafði mig grunað að nokkur rithöfundur ynni svona reglubund- ið. Þetta var i rauninni átta stunda rigbund- inn vinnudagur og þann tima voru ekki gefin nein grið. Og mér varð fljótlega ljóst að vinnudegi húsbóndans lauk ekki klukkan fimm. Hann var lika að á nóttunni meðan við sváfum. Þá urðu persónurnar til, þá var hann I félags- skap bóndans Karls Óskars sem hann dáði mikiö eða draumóra- og ævintýramannsins Róberts sem hann bar afskaplega fyrir brjósti ellegar þá Kristinar, eiginkonu Karls Óskars, sem hann var öldungis heillaður af. Klukkan niu að morgni beið hann svo reiðu- búinn að lesa fyrir það sem skapast hafði um nóttina. Eins og ég sagði þá unnum við átta tima á dag. Allan þann tima las hann viðstöðulaust fyrir. Það var engu líkara en orðaflaumur hans væri óþrjótandi. Stundum fannst mér hann allt of orðmargur. Ég skal játa það, að þegar ég heyrði upphaf sögunnar fannst mér frásagnarstillinn allt of þunglamalegur og endurtekningasamur. En eftir þvi sem frá leið heillaðist ég af þessum stil og frásagnar- máta. Mér skildist lika að styrkur frásagnar- innar lá einmitt i þvi hversu innlift honum var efnið..Það var engu likara en oröaforði hans og myndgnótt væru óþrjótandi. Hann gekk um gólf I stofunni eins og risavaxið bjarndýr og las fyrir i hægum samræðutakti, þ.e.a.s eins hratt og ég gat vélritað eftir hon- um. örsjaldan þurfti hann að leiðrétta eða breyta, þaö var eins og þetta lægi allt saman tilbúið — samtölin gjörhugsuö, lýsingarnar slipaðar...Hann átti til að ræða um vinnu- brögð sin. Þegar hann las fyrir kaflann um dauða Ingu Lenu þá Utlistaði hann fyrir mér hvers vegna frásögnin væri ekki tilþrifa- meiri: „Höfundurinn má ekki blanda tilfinn- ingum sinum I dramatiska frásögn. Atvikum á ekki að lýsa með tilfinningasemi, þá verður lýsingin áhrifalaus. Það eru áþreifanlegu hlutirnir sem verka”. „Hver einasta útstrikun i handriti er til bóta”, hefur hún lika eftir skáldinu. Og hann var afar nákvæmur varðandi fri- dagana hennar, en til marks um það hversu annt honum var um vinnufrið sinn segir hún eftirfarandi. Komin úr frii finnur hún vélritaðan miða hjá ritvélinni: „NU greinir frá þvi hvernig ég varði mln- umfridegi. Ég las prófarkir til klukkan 12,15 og fór svo á fætur. Þá var ég tuttugu minútur I sænskri leikfimi i sólskininu útá grasflöt- inni. Iklæddur var ég engri spjör umfram þaö sem ég var þegar móðir min sá mig i fyrsta sinn. Þetta ætla ég að gera hvern einasta fri- dag héðanifrá. Svo fór ég I baðog eldaði mat. Ég fór fram i eldhús með þeim ásetningi að sjóða mér þrjú egg en við nánari yfirvegun ákvað ég að sjóða bara eitt. Astæðan var öðrum þræði sú að I húsinu fannst ekki nema eitt egg. Mér sárnaöi þetta — þvi óðara skildist mér sú eina hugsanlega skýring á þessum eggja- skorti að ég mundi hafa lagt til ónóga hús- haldspeninga. Meö egginu át ég sjö niðursuöudósir — hafði ekki tima til aö opna þær — var að flýta mér. At þær eins og þær komu fyrir. NU var klukkan orðin 1,15 og ég settist við að skrifa ögn I skáldsögu sem ég ekki hafði snert á I eina 500 daga. Klukkan 2,05 komu vinir mlnir frá Palm Springs — sænskur myndhöggvari og konan hans — þeim hafði tekist að hafa upp á heimilisfanginu minu hérna I Carmel eftir hálsmánaðar leit. Ég rabbaði við þessa gesti mlna 110 minútur en þá var þolinmæðin búin svo ég fleygði þeim á dyr. Viö það brotnuðu I manninum — myndhöggvaranum — tvö rif- bein og framhandleggsbein: þvi er nú ver að ég er svo sterkur. Konan slapp ómeidd sem betur fór þvi ég misþyrmi ekki kvenfólki að nauðsynjalausu. Þegar ég svo var búinn að koma þessum slasaða gesti mlnum á spitalann i Monterey fór ég aftur heim að vinna. Nú er klukkan orðin fimm og ég er búinn i dag.” Enda þótt þetta sé fært i stilinn þá lýsir það vissulega þeim vinnufiton sem I Moberg hef- ur verið — ekki síður en önnur saga sem Gunnela segir frá þessum tima. „Sænsk kona sem vinnandi var I San Fransisco um þessar mundir kom öldungis óboðin i heimsókn á miðjum vinnudegi. Hún fékk að vlsu kaffi og kurteislegt viö- mót en ég merkti undireins óþolinmæðina i húsbónda minum þar sem hann sat á tali við konuna. Loksins spratt hann upp og strunsaði burt I átt til miðbæjarins. Skömmu siðar kom send- ill með skeyti til mín: „Rektu þessa djöfuls manneskju burtu svo við fáum vinnufrið. V.M.” Handritið að sögunni var sent jafnóðum til Sviþjóðar og prófarkirnar bárust jafnóðum til lestrar. Þegar seinasta sendingin var farin þá mætti Vilhelm Moberg I kjólfötum við kvöld- matinn i eldhúsinu. Þetta finnst mér gaman að fá að vita um manninn á bak við fltonsandann i þeirri frá- sögn sem heillað hefur okkur enn i sjónvarp- inu nú undanfarnar vikur. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.