Þjóðviljinn - 26.01.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975.
Dr. Björn Dagbjartsson
Brynhildur Flovenz viö tæki til próteinákvöröunar.
Rannsóknir eru
undir-
staðan
Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins var stofnuð
með lögum árið 1965, en
hún er arftaki Rannsókna-
stofnunar Fiskifélags (s-
lands, sem hóf sína fyrstu
starfsemi árið 1934. Báðar
stofnanirnar voru undir
stjórn dr. Þórðar Þor-
bjarnarsonar, en hann lést
í mars í fyrra og hefur dr.
Björn Dagbjartsson mat-
vælaverkf ræðingur, verið
forstöðumaður Rf. síðan
Rannsóknastofnunin hef-
ur aðsetur að Skúlagötu
4 í Rvík við ágætan húsa-
kost og bærilega aðstöðu.
Þar starfa nú 10—12 há-
skólamenntaðir sérfræð-
ingar, en starfsfólk er oft-
ast á milli 30 og 40 manns.
Eins og nafn stofnunar-
innar ber með sér er það
hlutverk hennar að gera
rannsóknir á ýmsu því,
sem viðkemur sjávarút-
vegi og fiskverkun, svo
sem rannsóknir á hráefn-
um og f ramleiðsluháttum,
aðstoða og leiðbeina við
uppbyggingu fiskiðjuvera,
kynna nýjungar í fiskiðn-
aði og fl. í þessum dúr.
Fyrir nokkrum dögum
hafði Þjóðviljinn tal af
forstöðumanni stofnunar-
innar dr. Birni Dagbjarts-
syni, og spurði hann út í
þau verkefni, sem stofnun-
in sinnir þessa stundina,
árangur þeirra og væntan-
legan viðgang.
Ilelga Heimisdöttir viö mælingar á snefilefnum.
— Þið stundiö margháttuö
rannsóknastörf hér, Björn, og
þar á meöal rannsóknir á svo
gömlu verkunarformi sem fisk-
söltun. Hver er árangur þeirra
rannsókna?
— Við höfum gert tilraunir með
notkun ýmissa aukaefna við fisk-
söltun, sem miða að þvi að bæta
nýtingu og gæði fisksins. Saltið,
sem notað var til fisksöltunar
hérlendis áður innihélt þá tals-
vert magn af „kalki”, eða
kalsiumsöltum, sem gaf fiskinum
hvita og fallega áferð. Nú er mjög
víða fariðað þvo saltið vegna ým-
iss konar notkunar þess, og þar
með eru kalsiumsöltin ekki leng-
ur i saltinu. Fiskur, sem saltaður
er úr kalksnauðu salti verður ekki
eins áferðarfallegur, og þvi höf-
um við verið að gera tilraunir
með að bæta kalkinu I saltið á ein-
hvern hátt.
Við höfum gert þetta bæði við
pækilsaltaðan fisk og eins stafla
saltaðan fisk. Einnig höfum við
gert samanburð á þvi, hvort
meiri þyngdarnýting fæst úr fiski
ef hann er pækilsaltaður fremur
en staflasaltaður. I ljós kom, aö
pækilsöltun gefur meiri þyngdar-
nýtingu að jafnaði, jafnvel eftir
að búið er að þurrka hann. Skýr-
ingin á þessu er m.a. sú, að i þvi
sem rennur frá staflasöltuðum
fiski, eru uppleyst eggjahvituefni.
Þetta gerist ekki I eins rikum
mæli við pækilsöltun.
— Breytir það bragði fisksins
að setja þessi viðbótarefni i salt-
ið?
— Viö höfum ekki getað fundið
það með okkar bragðprófunar-
hóp, en það er hópur manna, sem
gefur álit sitt á þvi hvort bragð-
breytingar hafa átt sér stað eöa
ekki, og sker úr um bragðgæði.
Við höfum heldur ekki fundið
bragðmun á pækilsöltuðum fiski
og staflasöltuðum.
Snefilefni
— A siðustu árum hefur eftirlit
með matvælaiöju og hráefni til
matargerðar aukist mjög. Þetta
eftirlit beinist t.d. að kvikasilfur-
magni i fiski og fiskafurðum.
Fylgist þið með þvi hvert magn
■ Kvikasilfursinnihald íslenskra fiskafurða er
langt fyrir neðan skaðleysismörk þau,
sem sett hafa verið
■ Er mjölframleiðslan á undanhaldi vegna þess,
að annars konar verkun á hinum ýmsu
fisktegundum ryður sér meira til rúms?
■ Ef fiskinnyfli eru látin melta sig sjálf við
sérstök skilyrði má vinna úr þeim verðmætt
fóður og e.t.v. mannamat
■ Kryddsöltuð loðna er herramannsmatur,
en samt vill engin borða hana
■ Að líkindum er loðnumjölið of feitt til þess,
að hægt sé að gera úr því góðan mannamat
Munu humarveiðimenn framtíðarinnar hafa
með sér heilu ámurnar af alkóhóli í róðra?
Verður það framtíðarfrystingin að hver
einstakur fiskur verði hraðfrystur í fljótandi
freoni?
Hefst lyfjaframleiðsla úr galli eða sviljum
hérlendis á næstunni?