Þjóðviljinn - 26.01.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975. YFIRLÝSING bráðabirge Hér birtist i heild yfirlýsing bráðabirgðabylting- arstjórnarinnar um ástandið i Suður-Vietnam, en i yfirlýsingunni eru settar fram þær kröfur, sem mótað hafa baráttuna i Suður-Vietnam siðustu mánuðina: að Bandarikin hætti algerlega allri ihlutun i Suð- ur-Vietnam að Nguyen Van Thieu og kliku hans verði steypt af stóli að sett verði á laggirnar ný stjórn i Saigon, sem sé reiðubúin að fara i einu og öllu eftir Parisarsam- komulaginu. Útdrattur úr viðtali í út- varpi Kúbu við Nguyen Huu Tho, formann mið- stjórnar Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar og formann ráðgjafarnefndar Bráða- birgðabyltingarstjórnar- innar í lýðveldinu Suður- Víetnam) Nú er verið að hvetja þjúðina i Suður-Vietnam til að risa upp gegn stjórnarkliku Nguyens Vans Thieus. Hvernig litið þér á hinar nýju aðstæður i Suður-Vietnam i ljósi þessa, og hverjar eru fram tiðarhorfurnar eftir aö hinni ger- spiiitu þjóðsvikastjórn Thieus hefur verið steypt af stóli? — Þeim sem fylgjast vel með þvi sem er að gerast i Suður-Viet- nam núna kemur sennilega ekki á óvart, hvernig ástandið hefur þróast á nýjan og rökréttan hátt. A þeim tveimur árum sem liðin eru siðan Parisarsáttmálirin um Vietnam var undirritaður hefur ekki enn verið komið á friði og þjóðlegri einingu, eins og sátt- málinn kveöur á um. Fyrsti tálm- inn i baráttu suður-vietnömsku þjóðarinnar er sá, að stjórn Fords heldur áfram hernaðaraðgerðum þeim og ihlutun i innanrikismál Suður-Vietnams sem stjórn Nix- ons gerði sig seka um. Fyrir at- beina verkfæris sins, Nguyen Van Thieu-klikunnar, heldur Ford áfram „friðunaraðgerðum” og leitast við að ná á sitt vald frels- uðum landsvæðum Bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar. Allt er þetta gert i þvi augnamiöi að þröngva upp á þjóðina i Suður- Vietnam hinni nýju nýlendu- stefnu Bandarikjanna, sem rúmri hálfri miljón bandariskra her- manna tókst ekki að koma til leið- ar. Vegna þessa hefur eftirfarandi vigorð farið sem eldur i sinu um borgir og bæi Suður-Vietnams: BURT MEÐ THIEU! Tvö ár eru liðin frá undirrit- un Parisarsáttmálans um Vietnam. Tvö ár sem friður hefur rlkt I orði en ekki á borði. Herforingjastjórnin i Saigon, undir forustu Thieu „forseta” og Bandarikja- stjórn á bak við sig, hefur gert allt til þess að brjóta sáttmál- ann. Gegn þeim hefur staðið megnið af ibúum Suöur-VIet- nam, Þjóðfrelsisfylkingin og BBS. En eftir þvi sem tíminn hef- ur liðið og samningsrof Thieus oröið augljósari hefur þriðja afiið I Vietnam farið að láta meira frá sér heyra. Þriðja afliö er fólk sem ekki hefur tekið þátt i frelsisbaráttu ÞFF, en heldur ekki fallist á nærveru Bandarikjanna i sinu landi. Hér er mest um að ræða trúarleg samtök, búddista og kaþólikka. Þriðja aflið tók að skipuleggja sig markvissar á' nýliðnu hausti og mótmæla samningsbrotum Saigonstjórnarinnar og Bandarikjanna. En lika gegn hinni feiknalegu spillingu hjá Saigonstjórninni, gegn vald- beitingunni og ófrelsinu, gegn þvf að meira en 200 þúsund pólitiskir fangar hafa enn ekki verið látnir lausir. Þess er krafist að Thieu verði steypt af stóli. HVAÐ ERBBS Þaö var í júní 1969, sem þjóðfrelsisöf lin mynduðu raunverulega ríkisstjórn, bráðabirgðaby Itingar- stjórnina í lýðveldinu Suð- ur-Víetnam, á þingi sem haldið var einhversstaðar á frelsaða svæðinu i ná- grenni Saigon. Það var ár- angur af þolinmóðu og kerfisbundnu uppbygging- arstarfi. BBS varð til á grundvelli skipu- lags sem áður hafði verið mótað. Hún er einingarstjórn, mynduð af fólki úr Þjóðfrelsisfylkingunni (ÞFF) og bandalagi borgara- legra menntamanna sem yfirgef- ið höfðu yfirráöasvæði Saigon- stjórnarinnar meðan á Tet-sókn- inni stóð árið 1968 (Bandalag þjóðlegra, lýðræöissinnaðra frið- arafla Vietnams). BBS er stjórnað af tveim æðstu stofnunum, rikisstjórninni og ráðgjafaráðinu. Arkitektinn Huynh Tan Phat, stofnandi ÞFF, er forseti og Nguyen Huu Tho, forseti ÞFF, er forseti ráðgjafa- ráðsins. Næstum helmingur forystu- manna BBS tók þátt I and- spyrnubaráttunni gegn frökkum. Fú Nguyen Thi Binh, utanrikis- ráðherra BBS, er dótturdóttir andspyrnuhetju frá byrjun aldar- innar. En þriöjungur forystumann- anna gekk ekki til liös við þjóð- frelsisöflin fyrr en um 1968. Mikil- vægt hefur verið að fá nýtt blóð i hreyfinguna og binda traustari bönd milli frelsuðu svæðanna og fólksins á yfirráðasvæði Saigon- stjórnarinnar. Nýi heilbrigðis- málaráðherrann t.d„ læknirinn Duong Quynh Hoa, var þekktur læknir I Saigon fram til ársins 1968. Helmingur allra forystumanna eru háskólamenntaðir, margir þeirra i Frakklandi. Á hverjum stað eru byltingar- ráð, sem valin eru beinni kosn- ingu af fólkinu og nefndir, sem saman standa af búddistum, kon- um, bændum, ungu fólki, smá- kaupmönnum, iðnaðarmönnum og fulltrúum annarra hagsmuna- hópa. Allir þessir hópar eru meö I á- kvaröanatekt um bæja- og sveita- félagsmál. Fólkið lærir aö lesa og skrifa og þjálfast til æðri stjórn- unarstarfa. Þetta kerfier I mikilli andstöðu við það sem rikir á yfir- ráðasvæði Saigonstjórnarinnar. Þar er fólkið útilokað frá mennt- un og áhrifum á stjórn sinna mála af herforingja- embættismanna- klikum borganna sem lúta stjórn Thieus. BBS tók upp fána og stefnuskrá ÞFF og tók jafnframt við hlut- verki ÞFF i Parisarviðræðunum, sem hófust sex mánuöum áöur en BBS var sett á laggirnar. BBS nefnist bráðabirgðastjórn, vegna þess að lokamarkmið allra vietnama er sameinað Vietnam, þarsem suðrið og norðrið velja sameiginlega forystu fyrir alit landið. Stofnun BBS felur i sér sönnun um styrk þjóðfrelsisafl- anna I Suður-VIetnam og gerði það mögulegt fyrir þau að afla sér virðingar sem jafnrétthár samn- ingsaðili öðrum við samninga- borðið i Paris. (Vietnambulletinen/srh).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.