Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 labyltingarstjórnarinnar Lögfræbingurinn Nguyen Huu Thieu, forseti ráögjafaráös og Nguyen Doa, varaforseti Bráöabirgöabylt- ingarstjórnarinnar, híýöa á skýrslu frú Nguyen Thi Binh utanrlkisráöherra. Frú Nguyen Thi Dinh, næst æösti yfirmaöur Þjóöfrelsishers Suö- ur-Vietnams, er ávallt i fremstu viglinu meöal hermannanna. „Meöan Thieu er viö völd mun striöiö halda áfram!” Sivaxandi barátta fyrir þvi aö steypa Thieu af stóli er fullkom- lega rökrétt. Hún miöar aö þvi að ryöja úr vegi þeim tálma, sem veldur þvi aö ekki er hægt aö tryggja framkvæmd allra á- kvæða Parisarsáttmálans um Vietnam! Fólkið i borgum Suöur- Vietnams er sér jafnframt meö- vitandi um hin nýju vandkvæöi sem hafa komiö upp og munu koma upp við þessar flóknu aö- stæður. En eitt er fullkomlega ör- uggt: með þvi að samræma bar- áttu sina hinni öflugu og alhliða baráttu suður-vietnömsku þjóð- arinnar mun fólkið i borgunum geta rutt þessum tálma úr vegi og myndað i Saigon stjórn, sem hafi á stefnuskrá sinni frið og þjóðlega eindrægni og sé fús til að fara eft- ir Parisarsáttmálanum i öllum atriöum. Meö þeim hætti geta aö- stæöur i Suöur-Vietnam þróast i samræmi viö óskir allra. Og aö- eins með þessum hætti getur þjóöin i Suöur-VIetnam, sem hef- ur þolað svo ósegjanlegar þján- ingar siöasta aldarfjóröung af völdum árásarstriös bandarisku heimsvaldastefnunnar, náð þvi marki sem hún keppir að og berst fyrir: friöi, sjálfstæöi, lýöræöi, betri lífskjörum og þjóölegum sáttum. Jafnframt er þetta ekki. siöur timabær krafa bandarisku þjóö- arinnar, sem veröur aö taka af- leiðingunum af hinum efnahags- lega samdrætti og verðbólgu sem hefur til muna versnað vegna styrjalda hinnar nýju nýlendu- stefnu i Vietnam og i Indó-KIna. Hvaöa afstööu mundi Bráöa- birgöabyltingarstjórnin taka til nýrrar stjórnar i Saigon, sem heföi möguleika til aö fara i öllum atriöum eftir Parisarsáttmálan- um? — Eins og skýrt kemur fram i yfirlýsingunni frá 8. október, kréfst Bráðabirgðabyltingar- stjórnin þess, aö Bandarikja- stjórn hætti öllum hernaöarað- gerðum og ihlutun i innanlands- mál Suður-Vietnams. Við krefj- umst þess, aö Bandarikin kalli heim allt hernaðarlegt starfsliö sitt, sem nú er dulbúið borgara- legum klæðum. Viö krefjumst þess að Bandarikjastjórn láti af stuðningi við Nguyen Van Thieu og áhangendur hans, sem eru nú helsti tálmi þess að hægt sé aö finna lausn á öllum pólitiskum vandamálum Suöur-Vietnams. Og viö mælum með þvi, aö i Saigon verði mynduð stjórn, sem styöji friö og þjóölegar sættir og fari i öllum atriöum eftir ákvæð- um Parisarsáttmálans um Viet- nam. Bráöabirgöabyltingar- stjórnin er reiöubúin að semja viö slika stjórn til aö finna skjóta lausn á vandanum i Suöur-Viet- nam. Hvernig er lifiö og lifskjörin á frelsuöu svæöunum? — Beinar árásir Bandarikj- anna nýlega og stefna Bandarikj- anna og Thieus, sem hefur aö markmiði aö halda áfram ný- lendustriðinu; allt hefur þetta skilið eftir sig djúp sár. Fólkiö á frelsuðu svæöunum hefur ekki eins og nú er ástatt nauösynleg skilyröi til aö lækna sár striösins og þróa meö skjótum hætti hiö efnahagslega og menningarlega lif. Hvað um þaö, hetjur okkar og fólkiö i suöri hefur meö miklu átaki og erfiöismunum komiö til leiöar stórkostlegum árangri. Skref fyrir skref byggjum viö upp og þróum landbúnaöinn, fiskveið- arnar og skógræktina, viö byggj- um upp iðnað sem hæfir lifsskil- yröum okkar og þróum samgöng- ur og viðskipti. Verölag er alltaf stööugt á frelsuðu svæðunum. Á liðnum vetri fengum við góða uppskeru. Fólkiö á frelsuöu svæöunum liður aldrei matarskort, á sama tima og hungur er daglegt braub á þeim svæöum sem lúta yfirráðum Saigon-stjórnarinnar. Lif fólksins á frelsuöu svæðunum hefur i öllu tilliti orðið tryggara og jafnvæg- ara, og þaö batnar dag frá degi. Bandaríkin veröa aö fara eftir Parísarsáttmálanum Meira en tuttugu mánuðir eru liðnir siöan Parisarsáttmálinn um Vietnam var undirritaður, sem samt rikir ekki raunveruleg- ur friöur i Suður-Vietnam og von- irfólksins um friö, sjálfstæöi, lýö- ræöi, velferð og þjóöarsætt hafa ekki oröið að veruleika Bráðabirgðabyltingarstjórn lýöveldisins Suöur-Vietnam hefur af festu og alvöru virt Parisar- sáttmálann og fariö eftir honum. Engu aö siöur hafa Bandarikin stööugt og kerfisbundið reynt að spilla framkvæmd sáttmálans, samtimis þvi sem herforingja- stjórn Nguyen Van Thieu hefur haldið strlðinu áfram i þjónkunarskyni viö bandarisku heimsvaldastefnuuna. Her- foringjastjórnin hefur staðið ip vegi fyrir samningaviöræöum og margfaldað þannig glæpi sina gegn þjóðinni. Þaö er augljóst að svo lengi sem Bandarikin halda áfram hernaöarlegri ihlutun sinni og af- skiptum af innri málefnum Suð- ur-Vietnams, og svo lengi sem Nguyen VanThieu og kllka hans halda völdum I Saigon, munu brot á Parisarsamkomulaginu eiga sér staö og ófært reynast aö koma á friöi og þjóöarsætt i Suður-Viet- nam. Meö tilliti til ástandsins eins og það er, i samræmi viö vilja sinn til aö koma til móts við lágmarks- kröfur hinna ýmsu þjóðfélags- hópa i Suður-Vietnam og til þess aö skapa skilyröi, sem likleg væru til þess aö auðvelda og hraða lausn vandamála I Suöur- Vietnam á grundvelli Parisar- samkomulagsins, setur bráöa- birgðabyltingarstjórnin fram eft- irfarandi kröfur: Bandarikjastjórn láti alger lega af hernaöarlegri ihlutun sinni og afskiptum af innanlands- málum Suöur-VIetnams og kalli þegar i stað heim allt þaö lið úr Bandarikjaher, sem enn er i Suð- ur-Vietnam dulbúiö sem óbreyttir borgarar. Samkvæmt Parisar- sáttmálanum á aö kalla allt slikt lið heim. Nguyen Van Thieu og bófa- flokki hans veröi steypt af valda- stóli, enda er sú klika nú megin- hindrunin i vegi pólitiskrar lausn- ar mála i Suöur-Vietnam. Mynd- uö veröi i Saigon stjórn, sem áhuga hafi á friöi og þjóðarein- ingu og sem fús sé til aö hlita Parisarsamkomulaginu um Viet- nam. Bráðabirgðabyltingarstjórn lýðveldisins Suður-Vietnam er reiðubúin aö hefja viðræöur viö sllka stjórn meö það fyrir augum að greiða sem fyrst úr vandamál- um Suöur-Vietnams, og aöeins stjórn af þessu tagi er fær um að taka af alvöru þátt I samningum viö bráðabirgðabyltingarstjórn- ina um framkvæmd á skilmálum Parisarsáttmálans og verða við brýnustu kröfum almennings i Suöur-Vietnam, þaö er að segja kröfunum um friö, sjálfstæði, lýö- ræöi, velferð og þjóöareiningu. Þrátt fyrir allar skuldbindingar sinar hafa stjórn Bandarikjanna og Nguyen Van Thieu-stjórnin þrákelknislega fylgt fram striös stefnu meö freklegum brotum á Parisarsáttmálanum um Viet- nam og hina sameiginlegu yfir- lýsingu frá þrettánda júni 1973. Bandarikin halda áfram hernaðarlegri ihlutun sinni og af- skiptum af innanlandsmálum Suður-Vietnams og notfæra sér Thieu-stjórnína i tilraunum sin- um til þess aö neyða hinni nýju bandarisku nýlendustefnu upp á Suöur-Vietnam. Hin striösóöa og fasiska herforingjaklika Nguyen Van Thieu kyndir ófriöarbáliö kappsamlega fyrir sitt leyti og et- ur hersveitum sinum út i blóöug- ar landvinningaárásir og „friðunar” aðgerðir. A sama tima fer i vöxt aö fólk sé þvingað til herþjónustu, ógnaraögerðir veröa tiðari, kúgunin og arörániö aukast og fóíki er á gróflegan hátt meinað að njóta frumstæöustu lýðréttinda. Herforingjastjórnin ræöst af heift gegn öllum ætt- jaröarvinum og friöarsinnum, snýst tryllingslega gegn einstak- lingum og samtökum þriðja afls- ins (samtök sem hvorki styöja Þjóðfrelsisfylkinguna né Saigon- stjórnina, þýð.) og beitir jafnvel kúgun þá aöila innan hers sins og stjórnarkerfis sem ekki þykja nógu eftirlátir. Það fólk, sem þola veröur þá haröstjórn og þann ruddaskap, er einkennir stjórn bófaflokks Nguyen Van Thieu, er i verstu kröggum. Miljónir manna hafa veriö hnepptar i einangrunar- fangabúöir, hundruö þúsunda pólitiskra fanga eru enn i haldi, skattar eru háir, verðbólgan gegndarlaus, atvinnuleysi veru- legt og margir búa viö sára fá- tækt eöa beina hungursneyð. Hverskonar félagslegt böl er drottnandi og daglegt lif veröur almenningi stööugt erfiöara. Þjóöin þolir þetta ekki lengur. Hreyfing hefur skyndilega og á ofsafenginn hátt sprottiö upp á yf- irráöasvæöi Saigon-stjórnarinn- ar, bæöi I borgum og dreifbýli. Hreyfing þessi berst fyrir friöi, velferö, lýöræöisréttindum, þjóöarsætt og þvi aö staöiö veröi viö Parisarsáttmálann. Hreyfingin berst lika gegn harð- stjórn og spillingu Thieus og krefst þess að hann láti af völd- um. I þessari hreyfingu tekur þátt mikill hluti landsmanna meö mis- munandi pólitiskar skoöanir og af ýmsum trúarbrögöum, þar á meðal einstaklingar sem setu eiga á „þjóöþingi” Thieu-stjórn- arinnar, og aðrir úr stjórnkerfi hennar og her. Allt þetta fólk ger- ir sér ljóst aö stjórn Thieu hefur óhjákvæmilega I för meö sér kúg- un, ógnir, arðrán, spillinu, dauöa, fátækt, fjandskap og sundrung, og þessvegna er fyrsta og helsta krafa þess aö Thieu verði steypt af stóli og aö mynduð veröi ! Saigon stjórn, sem vinni aö friöi og þjóöarsætt og sé fús til þess ati Framhald á 22. siðu. MOTMÆLASTAÐA Á morgun, mánudaginn 27. janúar kl. 17.30 gengst Vietnamnefndin á Islandi fyrir mót- mælastöðu fyrir utan Bandariska sendiráðið i tilefni þess að tvö ár eru liðin frá undirritun Parisarsamkomulagsins. Formaður nefndarinnar, ólafur Gislason, flytur ávarp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.