Þjóðviljinn - 26.01.1975, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975.
Nú veröur auðvitað ekki þver-
fótað fyrir þorrablótum og góu-
blótum langa hrið fremur en und-
anfarin ár, og er þvi ekki úr vegi
að gera nokkra grein fyrir þess-
um nafngiftum. En þorri hefst
föstudaginn I 13. viku vetrar, þ.e.
á föstudaginn var, en góa sunnu-
daginn i 18. viku vetrar, þ.e. 23.
febrúar nk.
Frá þvi er fyrst að segja, að
nöfnin Þorri og Góa eða Gói eru
býsna gömul i málinu, þvi þau eru
bæði nefnd i Hænsa-Þórissögu og
Snorra-Eddu, en auk þess i
Staðarhólsbók Grágásar frá 13.
öld, og i Flateyjarbók er getið um
þorrablót. Það er eftirtektarvert,
að til eru fleiri en eitt nafn á
gömlu mánuðunum kringum
Þorra og Góu, t.d. er Ýlir stund-
um nefndur frermánuður, Mör-
sugur hrútmánuður, trúlega
vegna fengitimans, og Harpa er
lika kölluð gaukmánuður. En
nöfnin þorri og góa virðast ekki
hafa átt sér neina keppinauta, og
bendir það heldur til þess, að hér
sé um einhverjar eldfornar vættir
að ræða, sem notiö hafi sinnar
dýrkunar lengur en aðrar.
Orðskýringar
Málspekingar eru ekki á einu
máli fremur en endranær og sist
um það, hvað orðið þorri eigi að
merkja. Ein kenning er sú, að
Þorri sé einskonar gælunafn á
goðinu Þór — Asþór, sem þá hafi
með nokkrum hætti verið per-
sónugervingur þessa harðasta
tima vetrarins. önnur er sú, að
konungur yfirGotlandi og jafnvel
fleiri löndum, Kvenlandi og Finn-
landi. Þorri var blótsmaður mik-
ill. Hann hafði blót á hverju ári að
miðjum vetri. Það kölluðu þeir
þorrablót. Dóttir Þorra hét Gói.
Það varð tiðinda einn vetur að
þorrablóti, að Gói hvarf i brott og
var hennar leita farið og finnst
hún ekki. Nú með þvi að þá var
ekki jafnauðgjört og nú að aug-
lýsa eftir týndum stelpum i út-
varpi og sjónvarpi, og er sá mán-
uður leið, svo að Gói kom ekki
fram, þá lét Þorri enn fá að blóti
og blóta til þess, að þeir yrði visir,
hvar Gói væri niður komin. Það
kölluðu þeir góiblót. Er ekki aö
orðlengja það, að Hrólfur i
Bjargi, sonur Svaða jötuns, hafði
numið Gói á brott, en kom meö
hana i blótið og allt féll i ljúfa löð.
Af þessu máttu sál min sjá, að
ef dóttir þin hverfur úr þorrablóti
og finnstekki lengi, þá er ráðið að
halda sem fyrst annan fagnað
ekki minni, svo að hinn veislu-
glaði svaðamaður og hjartaknos-
ari geti ekki bundist við að gefa
sig fram, þvi að
mætara yndi stúlkan lér,
en flaskan fleira gaman,
einsog sjálfur Sveinbjörn Egils-
son kvað.
Þorradýrkun
Að öðru leyti vitum við ekki öllu
meira um þorrablót og góublót til
forna, en nöfnin sanna þó líklega,
að þau hafi átt sér stað, og vænt-
anlega hafa þau haft viðlika til-
gang og önnur blót, semsé aö
ÞORRA-
BLÓT
orðið sé skylt sögninni að þverra-
þvarr-þurrum-þorrið, og merki
þá þann tima, þegar vistir tekur
að þverra. Þriðja skýringin teng-
ir nafnið við orðið þorri, megin-
þorri, svo sem það skyldi merkja
þorra vetrarins eða hávetur.
Fjórða kenningin vill hafa þetta
skylt lýsingarorðinu þurr, þvi á
þorra riki oft þurrviðri og heið-
rikja, sbr. orðið þorrakyrrur og
þulubrotið: þurr skyldi þorri,
þeysöm góa, votur einmánuður,
þá mun vel vora.
Ekki skal neinni þessara kenn-
inga haldið að mönnum annarri
fremur og ekki heldur hinni elstu,
sem er i Flateyjarbók og er
greinileg skýringartilraun á orð-
inu þorrablót. En þar segir, að
Þorri væri sonur Snæs konungs,
sem svo aftur var sonur Frosta
eða Jökuls. Systur Þorra hétu
Fönn, Mjöll og Drifa. Þorri varö
bliðka þann, sem blótaður er,
enda ekki vanþörf á, þar sem
þorrinn hefur að öllum jafnaði
verið talinn harðasti hluti vetrar-
ins:
Þorra dægrin þykja löng,
þegar hann blæs á norðan.
En menn hafa ugglaust haft
þann ágæta háttá þá einsog nú að
éta sjálfir og drekka það, sem
eiginlega átti að fórna honum
Þorra.
Eftir að kristni komst hér á og
heiðni og önnur góð forneskja
lagðist niður, hafa þorrablótin
trúlega farið sömu leiðina. Þó er
ekki fyrir að synja, að menn hafi
átt nokkur skipti við eða blótað
Þorra á laun, enda örðugt hjá þvi
að komast, þar eð hann gerðist oft
ærið heimakominn. Sem leifar af
glens
Eiginkona slökkviliðsmannsins
ætlaði að fara að eignast annað
barniö, og frumburðurinn hinn
dæmalausi Pétur, spurði hana,
hvernig þetta hefði eiginiega
borið að.
Nú var frúin dálitiö Ijóðræn i
sér, svo hún sagði:
— Jú, sjáðu til, Pétur minn —
hann pabbi þinn hefur slökkt innri
eld I mér...
— Huh, hnussaði f Pétri. —
Þetta er i fyrsta sinn sem ég hef
heyrt aö eldur sé slökktur áöur en
hann brýst út!
Skólabekkur úr Reykjavik var
á ferð austur > Flóa, og átti að
kynnast sannleikanum um einn af
undirstöðuatvinnuvegum þjóðar-
innar landbúnaðinum.
Allt i einu kom Egill litli
hlaupandi fyrir hornið á bænum.
Hann hafði séð kassa fullan af
mjólkurflöskum.
— Komið ið krakkar! Ég fann
beljuhreiður!
■
Maður nokkur, sem býr I
Skerjafirðinum, fékk sér nýlega
rafmagnsorgel. Hann settist
þegar við hljóðfærið og hóf að
spila. En þegar hann var i
miðjum kiiðum bilaði eitthvað I
orgelinu, og það fór að virka sem
radiomóttakari., og meðan hann
var að spila sálminn „Hærra
minn guð til þin”, hljómaði um
stofuna frá hljóðfærinu:
„Tilbúnir til flugtaks!”
■
Lisa hringdi i vinkonu sina til
að fá nýjustu fréttir.
— Ó, þetta er búinn að vera al-
veg hræðilegur dagur! Höfuð-
Hvergi sjást jafn hlaðin borð og á þorrablótunum. Þessi mynd var
tekin á einu sliku I félagsheimilinu Brún i Andakilshreppi.
þorradýrkun á siðari öldum er
helst að nefna þann alkunna sið
að hafa einhverja tilbreytni i mat
á fyrsta degi þorra — og góu, og
nöfnin bóndadagur og konudagur,
sem lúta að þvi, hverjum ætti að
auðsýna mesta hylli þann daginn,
og stundum munu hjón hafa fært
hvort öðru morgunmat i rúmið á
þessum dögum. 1 þjóðsögum er
þess lika getið, að bóndi eða hús-
freyja hafi átt aö vakna fyrir all-
ar aldir þessa daga og bjóða
þorra eða góu velkomin. Það
fylgir sögninni, að þau hafi átt aö
ganga fáklædd út til þess arna og
jafnvel hoppa hálfnakin kringum
bæinn á öðrum fæti og draga
brókina eftir sér á hinum fætin-
um. ósannað er raunar, að þetta
hafi nokkurntima verið gert i al-
vöru, en sé samt svo, þá gæti hér
verið um að ræða leifar af frum-
stæðum trúarbrögðum, einskonar
hermigaldri til þess að hafa áhrif
á veörið. Með þvi nefnilega að
taka fáklæddur eða sumarklædd-
ur á móti þessum veðurvættum,
mundi e.t.v. hægt að ginna þau til
að fara lika i sumarfötin sin.
Einnig gæti verið að þetta hafi átt
að sýna, hversu óðfúsir menn
væru að fagna Þorra, að þeir
mættu ekki vera að þvi aö klæða
sig skikkanlega, áður en honum
væri boðið i bæinn.
Þorrablót hin nýju
Einsog áður sagði gengur nú
vart á öðru meira en þorrablótum
og þorramat um land allt. En það
munu ekki vera meira en svosem
20 ár, siðan þau urðu svo almenn
sem raun ber vitni, og orðið
þorramatur ekki nema 18 ára
gamalt i málinu, fundið upp af
forráðamönnum veitingahússins
Naust i Reykjavik.
Hinsvegar eru rúm 100 ár, siðan
fyrst var tekið að efna til þorra-
blóta i nýjum sið. Þeirra finnst
fyrst getið meðal islenskra
Hafnarstúdenta árið 1873 eða 74
að sögn Ólafs Daviðssonar, og
eitthvaðmun Björn M. Ólsen hafa
verið við það riðinn. Elsta þorra-
blót af þessu tagi á Islandi mun
afturámóti hafa farið fram i
Reykjavik áriö 1881 með forgöngu
Fornleifafélagsins. Þar var að
sögn mikiö um dýrðir og drukkin
úr hornum full Óðins, Þórs, Freys
og áss hins almáttka, en guö-
hræddir Reykvikingar urðu
felmtri lostnir og hugðu, að nú
ætti að fara að endurvekja ása-
trú. Þessu var semsé ekki tekið
jafngóðlátlega og ásatrúarfélag-
inu okkar nýja.
Á Akureyri mun þessi siður
hafa verið tekinn upp kringum
1890, en elstu þorrablót útum
sveitir, sem enn eru öruggar
spurnir af, 'eru austan af Fljóts-
dalshéraði, nánar tiltekið Egils-
stöðum frá árunum 1896 eða 97, en
siðan breiðist þetta smám saman
út um landið og er þó langt frá þvi
að verða reglubundið fyrr en á
siðustu áratugum. Frá þvi um og
eftir aldamótin eru meira að
segja heimildir um nokkurskonar
leiksýningar eða söngleiki þessu
samfara, t.d. austur i Vopnafirði
árið 1910. Þar komu fram 6 per-
sónur: Þorri, Þorraþræll og fjór-
ar vikur Þorra, sem nefnast dæt-
ur hans. Þær koma inn hver á fæt-
ur annarri og dansa við Þorra og
syngja, en hann svarar með dálit-
illi ariu. Höfundur var Sveinn
Jónsson bóndi i Fagradal. Sem
sýnishorn skal sett hér brot úr
einni ariunni, þar sem vottar fyr-
ir sigildu pólitisku nöldri:
Styttur lands og stoðir allar
standa ykkur með og falla.
Heyrið. Hvað mun þá?
Stjórnarvöldin standa og hima,
stara á „kassa” lands,
þvi tómt er hólfið hans.
Landið þá er vist i voða,
valdið rýrt og meyrt
og frelsiö rcipum reyrt.
Þessi gömlu þorrablót austur á
Héraði voru annars hinar bestu
og gagnlegustu samkomur rétt
einsog nú og til ýmissa hluta nyt-
samlegar, likt og sjá má á þessari
visu, sem varð til eftir eitt blótið á
Egilsstööum:
A Egilsstöðum enn er mót,
sem ýmsra léttir buddu.
Þar var haldið þorrablót
og þar fékk Stebbi Guddu.
Þetta sýnir, að Þorri getur ver-
ið karlmönnum hjálplegur i glim-
unni við kvenfólkiö og gott á hann
að heita til slikra hluta. Það er
heldur varla nein tilviljun, að ein-
mitt fyrsti dagur þorra, bónda-
dagurinn, skuli vera eini dagur
ársins á þessum timum rauð-
sokka og hægri stjórnar, sem
karlmenn fá að njóta fornrar og
réttmætrar virðingar. Og vér
skulum,bifrja þ$ss nú á alþjóðlega
kvennaárinu, að sá dagur verði
aldrei af oss tekinn.
■ ■!
verkur, eymsli i baki, þrir org-
andi rollingar og fyrirliggjandi
stórþvottur. Þetta er að ganga af
mér dauðri!
— Heyrðu mig! Ég kem yfir til
þfn i hvelli, og hjálpa þér við
baslið. A eftir fáum við okkur svo
kaffi og biðum þangað til Óli
kemur heim.
— Óli, hvaða óli?
— Nú maðurinn þinn, auðvitað!
Já, en maðurinn minn heitir
Alfreð...
— Guð minn góöur, þá hef ég
fengið vitlaust númer!
Löng þögn.
— Hérna... ætlið þér þá ekki að
koma?
■
— Já, sagði eigandinn, — hann
er aðeins notaður einu sinni. Það
erennþá varaliturá púströrinu....
Þau höfðu verið að halda upp á
gullbrúðkaupið og ætluðu nú að
fara að sofa.
— Heyröu pápi, sagði Anna, —
heldurðu að við gætum gert það
núna sem við gerðum á
brúðkaupsnóttina fyrir fimmtiu
árum.
— Já, ætli það ekki.
— Heldurðu að ég nái að hátta
mig,áður en þú kemur til min,
spurði hún
— Já, ætli það ekki.
— Heldurðu að ég komist lika úr
sokkunum?
— Já, og þú getur líka
áreiðanlega stoppað i þá áður,
mútter....
■