Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
komP/\ ,
H.ÉR iEA/oi E&
aspn®
FELLí i mosFELLSSVEiT
þÉPv Pni'AlDiR AF
KISUVÍSA
Hér er visa um köttinn okkar.
Hosa er með hárin löng
hvita, loðna sokka.
Stendur og starir á matinn svöng
stirnir á svarta lokka.
Sigríður G. Gisladóttir, 11 ára.
Eftir Klas Gustafson
3. Tímarnir breyttust með iðn-
væðingunni. Það voru reistar verk-
smiðjur og fólk hópaðist til borga og
bæja.
Verkamennirnir í verksmiðjunum
stofnuðu verkalýðsfélög. Ein af kröf-
um þeirra var fast ákvarðaður vinnu-
tími. Þeir vildu að 24 klukkustundum
sólarhringsins yrði skipt niður. Allir
áttu að eiga rétt á 8 tíma vinnu, 8 tíma
fríi og 8 tíma hvíld.
4. Nú á tímum eru enn þá margir
sem ekki eiga 8 tíma frí á hverjum
degi, jafnvel þó vinnudagur þeirra sé
ekki nema 8 tímar. Töluverður hluti af
frítíma þeirra fer í það að ferðast til
og frá vinnustað, að bíða eftir strætis-
vögnum eða sitja í bílalestum, þar sem
umferðaöngþveiti er stöðugt vaxandi
plága í borgunum.
Framhald í næsta blaði
TVÆR GUNNUVÍSUR
EN ENGIN MYND
f blaðinu 12. janúar birtum við tvær
vísur um Gunnu-tunnu-grautarvömb.
önnur var mjög gömul og höfðum við
hana eftir konu af Skaga. Hún var
nýleg og frá Stykkishólmi. Nú höf um
við fengið tvö gömul afbrigði af vís-
unni.
Jóhannes Ásgeirsson, ættaður vest-
an úr Dölum, lærði vísuna fyrir 60 til
70 árum, og þá af gömlu fólki. Hann
lærði vísuna þannig:
Gunna tunna grautarvömb
gömul ættarskita.
Aldrei berst það út um lönd
að hún gefi bita.
Ásgeir Bl. Magnússon kann vísuna
svona:
Gunna tunna grautarvömb
gömul flautaskita.
Aldrei berst það út um lönd
að hún gefi bita.
Enginn sendi okkur mynd af Gunnu.
Þið ættuð, krakkar að spreyta ykkur á
því að teikna af henni mynd. Það er
hægt að gera það á f leiri en einn veg.
Hvað segir vísan? ,,Aldrei spyrst það
út um lönd/að hún gefi bita." Gunna
tunna getur verið við öll í ríku löndun-
um, sem étum yf ir okkur meðan börn-
in í fátæku löndunum deyja úr sulti.
HJÁLPSAMUR OG GAMANSAMUR
Þið munið eftir myndasögunni um
fyrsta dag kennarans í skólanum.
Kennaranum mistókst að ná sambandi
við börnin og til þess að fá þau til að
'vinna skammaðist hann og hafði í hót-
unum við þau. Hann ógnaði þeim með
lækkun og ref isaðgerðum, þó var þetta
kennari sem bjó sig vel undir kennsl-
una og vildi fara rétt að. Nú spurðum
við ykkur hvernig ykkur fyndist að
kennarinn hefði frekar átt að fara að.
Einnig báðum við ykkur að svara
spurningunni: Hvernig á góður
kennari að vera?
Níels Harðarson, 12 ára, Seyðisf irði,
svarar spurningunni svona: Góður
kennari er hjálpsamur og gamansam-
ur. Það á ekki að hóta, því það er
hvorki gott fyrir nemendurna eða
kennarann sjálfan.
Við þökkum Níels fyrir þetta greini-
lega svar. Gaman væri að fá svör frá
fleirum og þá helst að mynd fylgdi.
Sendið okkur myndir úr skólanum
ykkar, teikningar eða Ijósmyndir.