Þjóðviljinn - 31.01.1975, Page 7
Föstudagur 31. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Skoraö á
ráðuneytið
að gefa út
skýrsluna
um
jafnrétti
kynja
Ef tirfarandi áskorun
sendi ráðstefnan um kjör
láglaunakvenna til félags-
málaráðuneytisins:
„Ráðstefna ASB, Iðju,
Rauðsokkahreyf ingarinn-
ar, SFR og Sóknar um kjör
láglaunakvenna haldin í
Lindarbæ 26. janúar 1975,
skorar á Félagsmálaráðu-
neytið, að gef a út sem allra
fyrst, skýrslu um jafnrétti
þegnanna, sem unnin var
af Guðrúnu Sigríði Vil-
hjálmsdóttur nemanda í
námsbraut i þjóðfélags-
fræðum í Háskóla íslands,
undir umsjón kennara
deildarinnar, og liggur nú
fyrir hjá hinu háa ráðu-
neyti tilbúin til útgáfu."
Allir
lífeyris-
sjóðir verði
verð-
tryggðir
Kjör ellilaunþega og
lifeyrissjóðir alþýðu-
samtakanna voru mikið
ræddir á ráðstefnu
Sóknar, ASB, Iðju, SFR
og rauðsokka um kjör
láglaunakvenna sl.
sunnudag, bæði i al-
mennum umræðum og
starfshópi. Var • dregið
fram, að i raun gæti eng-
inn lifað á ellilaununum
einum saman og bent á
þá mismunun sem aldr-
að fólk býr við i þessu
tilliti.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt um lifeyrissjóðina:
„Rá&stefnan um kjör láglauna-
kvenna telur brýna nauðsyn að
samræma reglugerðir allra lif-
eyrissjóða landsmanna til aukins
réttlætis.
Lifeyrissjóðir eru margir og
misöflugir. Félst mismunur
sjóðanna hvað mest i þvi, aö sum-
ir njóta verðtryggingar, en aðrir
ekki. Má ljóst vera mikilvægi
verðtryggingar i verðbólguþjóð
félagi.
Ráðstefnan ályktar:
a. Að i fyrsta lagi skuli allir lif-
eyrissjóðir verðtryggðir.
b. í öðru lagi njóti allir lifeyris-
þegar sömu réttinda án tillits
til kyns eða atvinnustéttar.
c. 1 þriðja lagi að ávaxta skuli fé
sjóðanna til félagslegrar upp-
byggingar t.d. með byggingu
leigu- og sölufbúða á svipuðum
grundvelli og framkvæmda-
nefnd byggingaáætlunar vann
eftir”.
i Western Electric
%
t *'Y
"'fs
(G*»'
ÍCT
;\\Oc-
— Þannig er Puerto Rico, hvort sem þú trúir þvi eður ei. Þessi texti fylgdi klippimyndinni að ofan,en hún er tekin úr kúbanska
blaðinu Granma.
Einhver ofsóttasti
minnihlutahópur í
Bandarikjunum nú á
dögum er eflaust
puertoríkanar. Tugþús-
undum saman hafa þeir
flykkst til „fyrirheitna
landsins" til þess eins að
grotna niður í fátækra-
hverfum New York og
annarra stórborga
Bandaríkjanna. En
hvernig er þá ástandið
heimafyrir? Hvað er
fólkið að flýja?
Eins og kunnugt er hafa
Bandarikjamenn ráðið Puerto
Rico frá árinu 1898 er þeir
hrifsuðu eyna af spánverjum. A
pappirnum er eyjan kölluð
„frjálst sambandsriki” (free
associated state) með eigin
landstjóra en i raun er hún eins
og hver önnur arðrænd nýlenda.
Tœpur helmingur
atvinriuiaus
Tekjuskiptingin er mjög
klassisk fyrir nýlendur: 20% fá
51% teknanna i sinn hlut meðan
rúmlega 60% puertorikanskra
Ejölskyldna lifa undir svo-
nefndum hungurmörkum.
Erlendar skuldir eyjarinnar
nema um 8 milljörðum dollara.
Nú þegar kreppan bankar á
dyrbandarikjamanna hefur hún
hálfu verri áhrif á Puerto Rico
þar sem ástandið var ekki
beysið fyrir. Af 888 þúsund
vinnufærum mönnum hafa 427
þúsund enga eða skerta vinnu,
og 33% þjóðarinnar lifa á
tryggingabótum sem ekki
nægja fyrir brýnustu lifsnauð-
synjum og eru auk þess andlega
niðurdrepandi. Verðhækkun á
innfluttum matvælum nam
32.8% á siðasta ári og 22% af
heimaunnum matvælum.
Mjólkurpotturinn kostar nú um
50 kr.
Mikill hluti þeirra matvæla
sem landsmenn þarfnast er
fluttur inn frá meginlandinu en
það stafar af miklu leyti af
þeirri stefnu yfirvalda að
beina öllum fjárfestingum i
iðnað og láta landbúnaðinn
drabbast niður.
Ofan á þetta bætist að öll
helstu fyrirtækin sem annast
innflutning og dreifingu mat-
væla á eynni eru bandarisk og
þau eru algerlega frjáls hvað
snertir verðlagningu varanna.
Auk þess er einokun mikil á
þessusviði: eittfyrirtæki dreifir
75% allrar innfluttrar þurr-
mjólkur, eitt dreifir 95% þeirrar
dýrafeitisem landsmenn neyta,
þrjú fyrirtæki flytja inn og
dreifa öllum barnamat, tvö
fyrirtæki flytja inn og dreifa
hhti
Ber öll merki
nýlenduskipunar
79% hrisgrjóna og eitt prósent
smásölufyrirtækja hafa 44%
smásölunnar á sinni hendi.
Kreppa i byggingariðnaði
— útþensla fátækra-
hverfa
Verðbólgan hefur mikil áhrif
á húsnæðismál landsmanna. Nú
standa 7 þúsund ibúðir auðar
vegna þess að þær er of dýrar
fyrir ibúana, hvort sem er til
leigu eða kaups. Vegna
verðbólgunnar hafa bandariskir
bankarhækkaðlánavexti og það
kemur illa niður á byggingar-
iðnaðinum. A árunum 1972-73
nam samdrátturinn 13,5% i
byggingariðnaöinum og ekki
skánáði ástandið þegar
bandarisk yfirvöld afnámu
húsaleigustyrk til lágtekjufólks
i ársbyrjun 1973.
En einhvers staðar verður
fólkið að búa og vandræðin i
húsnæöismálum eru leyst með
útþenslu fátækrahverfa i
borgum eyjarinnar þar sem fólk
hróflar sér upp húsum úr
tiltækum efnivið: trjágreinum,
blikki og krossviði. Þannig er nú
komið fyrir byggingariðn-
aðinum sem löngum var einn
blómlegasti hluti atvinnulifs
eyjarinnar og sá sem mesta
vinnu skapaði.
Misrétti i
orkumáium
Ekki er ástandið skárra i
orkumálum. Orkuverð er geysi-
hátt, þeas. fyrir þann hluta
orkunnar sem almenningur
notar. Algengt er að rafmagns-
reikningur fyrir tveggja
mánaöa neyslu meðalfjölskyldu
sé allt að 12 þúsund krónum.
Hins vegar fá bandarisk stór-
fyrirtæki orku á mun lægra
verði og kemur þá i hugann
samningur viöreisnarstjórnar-
innar við Alusviss.
Arið 1973 hækkaði verð á orku
til almennings um 16%. A sama
tima lækkaöi verð á orku til
iðnfyrirtækja um 4%. Tvö
bandarisk efnafyrirtæki, Pitts-
burgh Plate Glass og Union
Carbide (kannast einhver við
nafnið?) svelgja i sig 14% allrar
raforku sem framleidd er á
eynni. Þessi tvö fyrirtæki nota
meiri orku en 17 riki Rómönsku
Ameriku til samans. En orku-
stofnun Puerto Rico tekst ekki
að ná endum saman þrátt fyrir
hiö háa oliuverö sem almenn-
ingur veröur að greiða.
Erlendar skuldir hennar nema
nú um einum miljarði dollara og
er þvi fyrirsjáanlegt að rót-
tækra aðgerða er þörf i fjárhags
málum stofnunarinnar ef hún á
ekki aö fara á hausinn. Þær
aðgeröir munu þó örugglega
ekki bitna á hinum bandarisku
iönfyrirtækjum þarsem þau eru
varin i bak og fyrir i stjórn-
skipunarlögum þessarar
bandarisku nýlendu.
Andspyrnan eykst...:...
En ýmis teikn eru á lofti um
að almenningur sé að gera sér
grein fyrir stöðu sinni og að með
samtakamætti sinum geti hann
hamlað gegn æ hrikalegri
árásum á lifskjör hans. Vegna
hinna óhóflegu veröhækkana á
raforku hvatti Sósialistaflokkur
Puerto Rico almenning til þess
að greiða ekki rafmagns-
reikningana. Þessi aögerð hefur
heppnast mjög vel og náð
mikilli útbreiðslu. Auk hinna
beinu efnahagslegu afleiðinga
hefur hún orðið alþýðu manna
góður skóli I þvi að samstaðan
ein getur komið hagsmálum
hennar áleiðis.
Annað dæmi um vaxandi
pólitiska meðvitund eyjar-
skeggja er að um áramótin var
tiu sprengjum komið fyrir i úti-
búum bandarlska auöfyrirtækja
á eynni. Tvær þeirra sprungu i
fyrirtækjum Rockefeller-
ættarinnar, verslanakeðjunni
IBEC og útibúi Chase Man-
hattan bankans. Þá var farið i
miklar mótmælagöngur er þeir
félagar Nelson Rockefeller og
HenryKissinger komu til Puerto
Rico um áramótin i vetrarorlof
en eyjan er mjög vinsæl meðal
bandariskra auökýfinga sem
sólbaðstaður. Mótmælendurnir
rööuðu sér meöfram þeim
vegum sem stórmennin áttu leið
um og hrópuðu vigorö sin að
þeim. Meðal annars var það
haft að orði að þarna væru
komnir tveir spilltustu stjórn-
málamenn Bandarikjanna og er
þá mikið sagt.
... og fasisminn
sömuleiðis
Og eins og alltaf gerist þegar
alþýðan ris upp og krefst réttar
sins stendur ekki á fasiskum
hefndar- og ógnaraðgerðum.
Um miðjan janúar sprakk
sprengja i veitingahúsi einu i
borginni Mayaguez á vestur-
strönd Puerto Rico þar sem yfir
stóö fundur Sósialistaflokksins
með þeim afleiðingum að tveir
létu lifið og 11 særðust. Aður
höfðu flokknum borist hótunar-
bréf frá samtökum sem nefndu
sig Andkommúniska fylkingu
Puerto Rico. Samhliða gerist
það að fyrrum starfsmaður
bandarisku alrikislögreglunnar,
FBI, leysir frá skjóðunni og
skýrir ma. frá þvi að lögreglan
hafi nánar gætur á félögum and-
spyrnuhreyfinga á eynni og
haldi spjaldskrá yfir þá. Einnig
gerast æ tiðari lögregluaðgerðir
— húsleitir, handtökur og skot-
árásir — gegn andspyrnu-
hópum.
(ÞH tók saman — stuðst viö
Granma og Prensa Latina)
Kreppan í Bandaríkjunum kemur mun harðar
niður á Puerto Rico — Andstaða alþýðu vaxandi