Þjóðviljinn - 15.02.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Heimild til lækk- unar afnotagjalda Osanngjarnt að heimta fullt afnotagjald sjónvarps af notendum Gagnheiðarstöðvarinnar Sjón varpsskilyrði viða á Austurlandi eru afleit, t.d. nutu reyöfirðingar ekki sæmilegrar móttöku sjónvarpsmyndar nema 5—6 daga I heilan mánuð i vetur. Hátt i 400 sjónvarpseigendur á þrem stöðum austaniands hafa skrifaö undir tilkynningu um að þeir muni ekki greiða afnotagjald sjónvarps á næsta gjalddaga. Norðfirðingar krefjast einróma endurskoðunar á innheimtu af- notagjalda. Austfirðingar eiga ekki aö gjalda veðurofsa umfram aðra landsmenn varðandi sjón- varpsskilyröi og afnotagjöld né una þeir vanbúinni og úr sér genginni endurvarpsstöð hjá Gagnheiði. Af þessum sökum flytur Helgi F. Seljan frumvarp til laga. um heimild til handa ráðherra að á- kveða: Að tekið skuli tillit til þess þingsjá við innheimtu afnotagjalda hljóð- varps og sjónvarps ef útsending- ar einstakra landshluta eða byggðarlaga eru ófullkomnar eða gæði þeirra ekki sambærileg við þaö sem eðlilegt má teljast. Gætu sjálfum sér um kennt? í framsöguræðu sinni fyrir málinu sagði Helgi Seljan m.a.: Ég tel rétt að ráðherra fái ótvi- ræða lagaheimild til að gripa inn á verksvið undirmanna sinna i þessum efnum. Hingað til hafa svör af hálfu forsvarsmanna þeirrar stofnunar sem um ræðir verið lítt skiljanleg venjulegu fólki á Suðurlandi og er nú svo komiö að fólk hefur misst alla þolinmæði — sannarlega ekki vonum fyrr. Það er látið sem svo að hér sé um nýtt vandamái að ræða, þrátt fyrir óviðunandi sjónvarpsskil- yrði austfirðinga frá upphafi. Meira að segja sagði fjármála- sérfræðingur rikisútvarpsins i blaðaviðtali að menn gætu nánast sjálfum sér um kennt að hafa far- ið að kaupa sér sjónvarpstæki, eigandi allt á hættu um not þeirra þvi aldrei hefði nein ábyrgð fylgt af hálfu stofnunarinnar — enda innheimtir hún afnotagjöldin að fullu af austfirðingum jafnt sem þeir er við nær algert öryggi búa. Gagnvart svona fullyrðingum og þeim huga er bak við býr þarf svo sannarlega á þvi að halda að ráðherra geti lögum samkvæmt sett reglur ofar svona röksemda- færslu, ofar sliku skilningsleysi, slikri ósvifni. Sjón manna f hættu Það má lika minna á viðtal I sjónvarpinu við yfirverkfræðing landsslmans þar sem hann kvaðst nánast ekki vita hvernig I ósköp- unum austfirðingar gætu vitað um veðurfar á Austurlandi og þannig um það dæmt hvernig að- stæður væru til viðgerða á Gagn- heiðarstöðinni. Þessi og viðlika viðbrögð nú og áður I garð austfirðinga sem möglunarlaust hafa fullu verði greitt þjónustu sem oft hefur ver- ið fyrir neðan allar hellur og aldrei í fullkomnu lagi, brjótast nú út I gagnviðbrögðum, undir- skriftasöfnun hátt I 400 sjón- varpseigenda á þrem stöðum Hitaveita Siglufjarðar Siglfirðingar eiga að sitja við sama borð og suðurnesjamenn varðandi opinberan stuðning við hitaveitu framkvœmdir Hannes Baldvinsson varaþingmaður frá Siglu- firði flytur frumvarp til laga um Hitaveitu Siglu- fjarðar, sameignarfyrir- tæki ríkisins og Siglu- fjarðarbæjar, og er frum- varpið sniðið eftir nýsett- um lögum um Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveita Siglufjarðar mundi nýta vatn úr Skútudal en einnig mundi þurfa að reisa kyndistöð. Hannes Baldvinsson hefur þeg- ar flutt framsögu fyrir þessu máli i efri deild alþingis og hefur þvl veriðvisaö til nefndar. Framsögu Hannesar verður getið nánar slð- ar, en I greinargerð með frum- varpinu segir svo: Hinn 18. des. s.l. voru samþ. hér á Alþingi lög um Hitaveitu Suður- Hannes Baldvinsson. nesja, en þar er ákveðið, að rlkis- sjóöur og sveitarfélög á Suður- nesjum sameinist um byggingu og rekstur hitaveitu fyrir sveitar- félögin þar. Frumvarp það, sem hér er lagt fram, er svo til sam- hljóða lögunum um Hitaveitu Suðurnesja og efnisatriðum I engu breytt, nema þar sem aðrar kringumstæður en lögin miðast við krefjast breytinga. 1 Skútudal I Siglufiröi hefur um aokkurt árabil farið fram leið að íeitu vatni til notkunar fyrir hita- /eitu I kaupstaönum. Hafa I þvi skyni veriö boraðar nokkrar hol- ír I námunda við heitar lindir, lem þarna eru. Arangur hefur því niður ekki reynst eins góður og ’onir stóðu til, en tilraunir hafa tó leitt I ljós, að þarna má, með iðurdráttardælingu, fá um það il 21 sekúndulítra af 67 gráða heitu vatni og er þaö vatnsmagn talið duga til upphitunar á 2/3 hlutum bæjarins. Frumhönnun á hitaveitu fyrir Siglufjörð á grundvelli þessarar niðurstöðu hefur leitt i ljós, að hagkvæmt er taliö að virkja þetta vatnsmagn. Er áætlað að leggja lokað kerfi um hluta bæjarins og reisa kyndistöð, sem notar svart- oliu og/eða rafmagn til upphitun- ar á þvl vatnsmagni, sem á skort- ir til að fullnægja hitaþörfinni. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþ. að ráöast I framkvæmdir á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir hendi eru, og er fullnaðarhönnun verksins þegar hafin og stefnt að þvi að ljúka lagningu hitaveitunnar á árinu 1976. Með frumvarpi þessu, ef að lög- um verður, er gert ráö fyrir, að rikissjóður veröi aðili að fram- kvæmdum og rekstri á hitaveitu I Siglufirði, á sama hátt og þegar hefur verið ákveðið með lögum um Hitaveitu Suðurnesja. Aætlað er aö leggja fram nokkra fjárupphæö til aö stað- festa eignaraðildina, og heimildin I 12. gr. frumvarpsins til aö ábyrgjast lántöku eða taka að láni fé til framkvæmda ætti aö tryggja, að unnt verði að ljúka verkinu á áætluðum tlma. Að treysta sérfræðingum 1 ræöu sinni um járnbiendi- verksmibjumáliö á dögunum ræddi Stefán Jónsson m.a. um það hversu ráöhollir ýmsir sér- fræðingar okkar hafa reynst viö undirbúning þeirra stóriðjuvera sem nú þegar eru á tslandi, ál- bræöslunnar og kísiliðjunnar. Fara hér á eftir nokkur atriöi I endursögn. Sagt var að ekki væri unnt að fá lán til Búrfellsvirkjunar nema gera fyrst sölusamninga við er- lent stóriðjufyrirtæki og við yrð- um að sætta okkur við lágt og bundið rafmagnsverð til langs tima þvl að kjarnorkuver færu brátt að undirbjóða vatnsorkuver. Ekki reyndist vinstri stjórninni neinum erfiðleikum bundiö að fá SENDIBILASrODINHf MARGAR HENDUR » VINNA §SAMVINNUBANKIÍJN lán til Sigölduvirkjunar án skuld- bindinga um sölu til stóriðju og rafmagnsverð hefur farið hækk- andien ekki lækkandi hvarvetna I heiminum. Nú er boðið 5-falt hærra verð á rafmagni til stóriðju en álbræöslan ætlar að greiða næstu 22 ár, en almennur neyt- andi I landinu þarf aö greiða 35- falt það verö sem bræðslan greið- ir. „Lægðirnar — ryksugur háloft- anna — mundu sjá um alla hreinsun”, ekki þyrfti sérstök hreinsitæki, ekki þyrfti álits óháðra erlendra sérfræðinga um þau mál, en auðvitaö yrði gætt fullkominna hollustuhátta. Nú vitum viö að vinnuaðstæð- ur I Straumsvfk eru heilsuspill- andi. Eitruðum útgangsefnum hefur verið komið fyrir á bersvæði i grennd bræðslunnar en síöan þrætt fyrir skaðsemi þeirra. Alverið er hjúpað bláum mekki og umhverfiö orðið yfirmettað flúor. Fyrst undir vinstri stjórn var ÍSAL fyrirskipað að setja upp hreinstæki en það er þybbast við og engin hreinsitæki I augsýn. í sambandi við kisiliðjuna var heitið miklum fjárhagslegum ábata og aö'ei mundu Verða nein náttúruspjöll. Nú spýr verksmiðj- an yfir Mývatnssveit þúsundum lesta af kisilgúrryki. Skólpiö frá verksmiðjunni og ibúöarhverfinu stofnar lifriki Mývatns nú þegar I auðsæan voða. Þaö ágæta fólk, sem réðist til vinnu I verksmiðj- unni, lenti i andstööu við mikinn hluta heimamanna, meö þeim af- leiðingum aö mannabyggö við Mývatn má nú heita klofin I tvo hagsmunahópa. Kisilgúrverk- smiðjan er sem sagt vel á veg komin meö að eyðileggja Mý- vatnssveit, og enn sér ekki hilla undir þann ódæma mikla gróöa, sem gæti hugsanlega bætt það tjón. Stefán fjallaði slðan um þá spurningu hvort þeir Islensku sér- fræðingar sem undirbjuggu kisil- iðjuna og álsamninginn hafi fyrirfram gert sér grein fyrir af- leiöingum verka sinna eða verið i góðri trú. Hann kvaðst viss um að þeir hafi hvorki veriö fífl né fant- ar heldur raunverulega trúað þvi að þetta yrði þjóðinni hagstætt. Þeir hafi t.d. haldið að „fast- breeder”-kjarnakljúfar sem framleiða myndu rafmagn fyrir skit og ekki neitt væru á næsta leiti og það væri svo mikið I húfi fyrir okkur að fá álverið að það væri afsakanlegt aö segja ósatt um litilræöi sem aöeins varðaöi meingun umhverfisins. Enda var þetta skömmu áður en þær miklu umræður hófust sem afhjúpað hafa þann voða sem öllu jaröllfi er búið af stóriðju og hagvaxtar- kapphlaupi. Stefán sagðist ætla að þessir ágætu menn hafi veriö blekktir, enda að miklum hluta menntaöir undir reykskýjum stóru iönaðar- samfélaganna. i grófum dráttum má segja að þetta séu mennirnir sem hafa verið aö koma þvi inn hjá islenskum fiskimönnum og bændum að landbúnaöur og sjávarútvegur takmarki hagvöxt þjóðarinnar. Þessir sérfræöingar hafa numið fræði sem falla ekki að islenskum atvinnu- og þjóð- háttum. Þeir telja þjóðhætti og at- vinnuhætti I landinu óhæfa af þvi þeir falla ekki að þessari reykskýjafræði þeirra. Þess vegna þurfi að breyta þjóðfélags- háttunum I staðinn fyrir aö raun- verulega þarf að breyta fræöum þeirra. Helgi F.Seljan austanlands þar sem þeir til- kynna að þeir muni ekki greiða afnotagjald sjónvarps á næsta gjalddaga. Norðfirðingar hafa einnig einróma krafist endur- skoðunar á innheimtu- afnota- gj alda. Ég horfi á sjónvarp bæði hér syðra og eystra og get vel um það dæmt hve ósambærilegt það er á flestan veg. Vlða eru sjónvarps- skilyrði eystra það léleg að ég get vart ímyndað mér annað en að sjón fólks sé I stórhættu, einkum sitja börn gjarnan of lengi og rýna f snjókomuna á skerminum. Illviðrin ekki við- hlitandi skýring Ekki skal ég efa það að eitthvað hafi verið fyrir Gagnheiðarstöð- ina gert til að bæta skilyrðin frá þvl hún var reist, en erfitt hefur okkur reynst að sjá þess merki I reynd. Fullyrðingar um truflanir af völdum rafbilana hafa verið gjör- hraktar og bilanir hafa slður en svo verið við illviðri ein bundin þó þá hafi þær verið nær óbrigðular. En mér hafa tjáð fróðir menn að illviðri ættu að hafa sáralitið að segja ef allt væri með felldu. Sannleikurinn sem ekki má segja nógu skýrt mun nefnilega sá, að sendirinn á Gagnheiði og allt I tengslum við hann mun vera af miklum vanefnum gert, mikið af því tæknidóti gamalt og óhæft til notkunar I raun. Verst að kofinn fauk ekki Ég minni einnig á smærri endurvarpsstöðvarnar sem ég spurðist fyrir um fyrr I vetur og enn eru í umsjá heimamanna, þó sjónvarpið hefði löngu átt að vera búið að taka þær inn á sitt kerfi. Stöðin á Reyðarfirði er I gömlu kofaskrifli sem þvl miður fauk ekki I vetur þó nærri lægi, þvi ef til vill hefði þá eitthvað raunhæft verið gert. Varahlutir eru þar engir og bilanir tiðar og þvl eöli- legt að reyðfirðingar hafi riðið á vaöið með undirskriftasöfnun og þar ritaði ég heils hugar mitt nafn. Nú allt I einu, þegar svona er komið gagnviðbrögðum, fara for- ráðamenn sjónvarpsins að tala um ósamræmi, ekki sé hægt að kefjast lagfæringa á sama tlma og verið sé að neita um tekjur. Þolinmæði þýðir ekki En reynsla liðinna ára og van- ræksla varðandi úrbætur allar, þrátt fyrir fulla greiðslu óhæfrar þjónustu alla tið, sannar okkur austfirðingum ótvirætt að við höf- um ekki gert rétt I þvi að biða þol- inmóðir og treysta á lagfæringar þessara aðila. Austfirðingar sem nú hafa neit- aö aö greiöa afnotagjöld munu e.t.v. endurskoða afstöðu slna ef þeir sjá það I verki að til móts viö þá verður gengið og betri þjón- usta tryggð eftirleiðis. Verði þessum mótleik austfirö- ing á engan hátt svarað hlýtur viökomandi ráðherra að láta málið til sin taka og það þvl frem- ur sem ráðherra er nú þingmaður þessa kjördæmis og ég vil veita honum til þess skýra lagaheimild að gripa hér beint inn I. Þó kastast hafi I kekki um sinn milli okkar ráðherrans út af út- varpsráðsmálinu og ég sé honum sár og gramur vegna þess tiltæk- is, breytir það engu um fullkomið traust mitt á honum sem einörð- um málsvara okkar austfirðinga og einlægum stuðningsmanni góðra réttlætismála af flestu tagi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.