Þjóðviljinn - 15.02.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Side 7
Laugardagur 15. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 SVERRIR HÓLMARSSON SKRIFAR LEIKHÚSPISTIL Uppá siðkastið hefur allskyns þjóðfélagslegur dókúmentar-« fsmi verið i tisku i leikhúsum. Af leikritun þessarar tegundar höf- um við einna helst fengið að kynnast verkum tveggja svia, þeirra Kent Andersons og Bengl Bratts, en þeir félagar héldu innreið sina hérlendis með sýningu Leikfélags Akureyrar á Sandkassanum fyrir nokkrum árum, en áriö 1973 sýndi Þjóð- leikhúsið annað leikrit eftir þá, Elliheimilið. Og nú er þriðja verkið komið uppá fjalirnar, Hvernig er heilsan? i Þjóðleik- húsinu, undir stjórn Sigmundar Arnar Arngrlmssonar. Hvað veldur? Ekki fæ ég i fljótu bragði séð hvað veldur hinum yfirþyrm- andi vinsældum sem þessir kumpánar njóta I Islenskum leikhúsum. Ekki hafa þau verk þeirra sem ég hef séð þá yfir- burðaverðleika til að bera að þeir réttlæti dálætið. En kannski er þetta bara tilviljun einsog svo ótalmargt annaö sem gerist i islenskum leikhúsum. Elliheimilið var i sjálfu sér ósköp snoturt litið stykki, sem gerði grein fyrir alvarlegu félagslegu vandamáli á gamalmenna og hnyttilegum reviuatriðum. Hér er reynt að gera slikt hið sama, en ein- hvernveginn skapast engin lif- ræn tengsl milli þessara tveggja þátta verksins. Allir gera sitt besta Þær aöfinnslur sem hér hafa verið settar fram snerta ein- ungis leikritið sem slikt og val þess. Um uppsetningu þess er ekki nema gott eitt að segja. Sjaldan hef ég séð betri og um- fram allt jafnari leik á islensku sviði. Fyrir það á Sigmundur örn mikið hrós skilið, en þetta er frumraun hans i Þjóðleikhús- inu. Það væri út i bláinn að stagla hér nöfn allra leikaranna — þeir gerðu allir vel. örfá nöfn er þó kannski vert að nefna. Það var sérstök ánægja að sjá Flosa Ólafsson fá tækifæri til að sýna að innan við hrjúft yfirborðið býr viðkvæm og tilfinningarík sál. Það er alltaf hættulegt þeg- ar leikarar detta i týpur, eru ævinlega valdir i svipuð hlut- verk og festast i þeim. Þannig eru þeir sviptir öllu tækifæri til að þroskast. Annar leikari i HVER tK GEÐVEIKUR? Þóra Friðriksdóttir og Þórunn Magnea f hlutverkum sínum í Hvern- ig er heilsan? skemmtilegan og upplýsandi hátt og beitti leiksviðstækni af töluveröri fimi. Hið sama bragð hafa höfundarnir reynt að leika i Hvernig er heilsan? en megna eingan veginn að gera vanda- málin sem um er fjallaö nægi- lega nærtæk áhorfendum. Geð- deildarsjúklingarnir sem rekja raunir sinar fyrir okkur koma að visu næsta kunnuglega fyrir sjónir, en eru einmitt of hvers- dagslegir og banalir til þess að geta vakið verulega athygli okkar. 1 Elliheimilinu var skemmtilega blandað saman svipmyndum úr daglegu lifi þessari sýningu fær tækifæri til að spreyta sig á öðru en sinni venjulegu rullu, Bessi Bjarna- son, þessi prýöilegi leikari sem er búinn að fiflast fyrir áhorf- endur svo lengi að flestir voru búnir að gleyma að hann er töluvert miklum leikhæfileikum búinn. Hann sýnir þá óspart I þessari sýningu. Aðrir leikarar sýna kunnug- legri hliðar hæfileika sinna. Þóra Friðriksd. á liklega full- mótaðasta leik allra sem hin inniherpta húsmóðir sem einn daginn uppgötvaði tilgangsleysi lifsins. Ingunn Jensdóttir fær betra tækifæri en hún hefur áður fengið til að sýna að hún er skapmikil dugnaðarleikkona. Góö meining Það væri svo sannarlega ósk- andi að þetta væri miklu betra leikriten það er þvl að efni þess og boðskapur á erindi til allra. Það fjallar sumsé um mál sem hefur gerst afar umdeilt á siðasta áratug, meðferð þjóð- félagsins á geðsjúku fólki. I leikritinu er reynt að sýna hvernig fólk þetta er sjúkdóms- greint á hinn yfirborðslegasta hátt, ekkert hlustaö á raunveru- leg vandamál þess, en þvl slðan haldið rólegu með ótæpilegum meðalagjöfum. Þegar sjúk- lingarnir sjálfir gagnrýna með- ferðina beitir sjúkrahússtjórnin valdi til aö þagga niðri I þeim. Hér er tæpt á hugmyndum og kenningum um meðferð geð- sjúkra sem hafa átt vaxandi fylgi að fagna aö undanförnu, þótt þær hafi furðu lltið verið nefndar á opinberum vettvangi á Islandi, en það er nú líka svo sjaldgæft að nokkurri merki- legri eða alvarlegri skoöun eða kenningu sé lyft á opinberum vettvangi i þessari andans eyði- mörk. Kenningar þær sem hér um ræöir eru fyrst og fremst sprottnar frá breska i?eðlæknin- um Ronald Laing, sem heldur þvi fram að sjúkdóms- greiningar geðlækna séu yfir- leitt gersamlega út I bláinn, meðferð sjúklinga handhófs- kennd, gagnslitil og stundum stórlega skaðleg, og hugmyndir manna um það hvað sé geðveiki og hvað andlegt heilbrigði eigi litið skylt við skynsemi. Þetta eru prýðilega merkileg- ar kenningar og mætti áreiðan- lega gera i kringum þær hiö ágætasta leikverk, þó svo þeim Andersson og Bratt hafi ekki tekist það. Miklum mun var það dramatiskari upplifun að hlusta á Laing sjálfan útlista boð- skapinn á fyrirlestri en að horfa uppá þetta leikverk. En Ronnie Laing er vel að merkja óvenju- lega dramatískur maður. Dókúmentarismi Það er ákaflega vandmeðfar- inn hlutur að fjalla um við- kvæmar og róttækar kenningar i félagsmálum meö aðferðum dókúmentarismans. Eins og fram hefur komið tel ég tilraun svianna I Hvernig er heilsan? hafa mistekist. Samt er engan veginn út I bláinn að sjá verkiö, bæði vegna athyglisverðra skoðana sem það flytur og eink- ar vandaðrar uppfærslu. En núna undanfarnar vikur hafa sjónvarpsáhorfendur haft tækifæri til að skoða dæmi um það hvernig áðurnefnd umfjöll- un getur tekist best. Þar á ég við Dagbók kennara eftir Vittorio de Seta, mynd sem setur fram þær rðttæku kenningar i kennslumálum sem mest hafa verið ræddar slðastliðinn áratug á svo ljóslifandi, hlutlægan, átakanlegan og innilega sann- færandi hátt að maður fyllist þakklæti og lotningu. Það ætti þegar i stað að leggja niður kennslu i uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Islands og láta kennaraefni þess i stað grandskoða þessa mynd. Hún segir allt sem segja þarf um efnið. Sverrir Hólmarsson ,Heilsan’ í leikför Meðan á Norðurlandaráðs- þingi stendur verður leikrit Þjóðleikhússins Hvernig er heilsan? sýnt i nágrenni Rvikur. Sýnt verður i félagsheimilinu Árnesi á sunnudaginn, 16. febrúar, og i samkomuhúsinu Stapa I Njarðvikum miöviku- daginn 19. þ.m. Tuttugu og tveir leikarar og tæknimenn frá þjóöleikhúsinu taka þátt I leikförinni, Farar- stjóri er leikstjórinn, Sigmund- ur örn Arngrimsson. Frönsk kvik- myndavika í Háskólabíói Dagana 18.-25. febrúar stendur Franska sendiráð- ið á (slandi fyrir franskri kvikmyndaviku í Háskóla- bíói. Þar verða sýndar sjö nýjar kvikmyndir eftir stjórnendur, sem sumir hverjir eru að hefja sinn feril en aðrir gamlir i hett- unni, en allir eru þeir lítt þekktir hér á landi. Þarna gefst tækifæri til að sjá eitthvað af þvi, sem ungir fransk- ir stjórnendur eru að fást við t.d. Úrsmiðurinn I Saint-Paul (L’Hor- loger de Saint-Paul) eftir Tavernier og Autt Sæti (La Chaise Vide)eftir Jallaud. Þessir tveir stjórnuðu sinum fyrstu kvikmyndum fyrir þremur eða fjórum árum. Val á frönskum kvikmyndum til sýninga i kvikmyndahúsum hér hefur þvi miður ekki verið Úr kvikmyndinni Autt sæti, sem er stjórnað af Jallaud. fjölbreytilegt undanfariö. Mest hefurborið á Chabrolog nokkrum öörum gömlum nýbylgjumönnum og umbótamönnum, sem tekið hafa upp á þvi aö gera rómantisk- ar og sálfræðilegar glæpamyndir með „listrænu” yfirbragöi og gleymt gömlum hugsjónum. Fréttir berast af þvi að ungir stjórnendur kvikmynda i Frakk- landi séu farnir að beina kröftum sinum meira að nútiðinni og raunverulegum vandamálum, sumpart fyrir áhrif frá frönsku- mælandi þjóðabrotum i Kanada og Sviss. Þær kvikmyndir, sem sýndar verða auk hinna tveggja fyrr- nefndu eru: Leikarinn (Saiut L’Atiste) stjórnað af Robert, Einkasýning (Projection Privee), stjórnað af Leterrier, Borsalino & Co stjórnað af Deray, Kinnhest- urinn (La Gifle) stjórnað af Pinoteu og Kaldhæðni örlaganna (L’Ironie du sort) stjórnaö af Moiinaro. Sýningar verða alla dagana nema 20. febrúar. Þrjár sýningar eru á hverri kvikmynd og dreifast þær á þrjá daga og þrjá sýningartima.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.