Þjóðviljinn - 15.02.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1975 I? 1. deild í körfuknattleik í dag: Heita nær 200 þús. krónum á lið sitt ef það sigrar ÍR-ingana Einstakur áhugi fyrir körfuknattleik i Njarðvíkum — uppselt á alla heimaleiki UMFN, og bæjarbúar standa allir að baki liðinu Undanfarna daga hafa njarðvíkingar safnað nær 200 þúsund krónum sem þeir heita á lið sitt UMFN ef það sigrar í R í leik þessara liða í 1. deildarkeppninni i körfuknattleik sem fram fer í dag. Leikurinn er mjögi þýðingarmikill fyrir bæði liðin,því að nú er svo komið/ að UMFN á mikla möguleika á að blanda sér í topp- baráttuna í deildinni. Liðið hefur sýnt góða leiki und- anfarið/ einkum heimaleiklenda er það hvatt til dáða af heimamönnum sem fylla áhorfendapallana á hverjum leik. Á leikinn i dag er löngu uppselt og svo hefur verið á nær hvern einasta heimaleik UMFN í vetur. En það eru fleiri leikir sem fram fara i 1. deildarkeppninni i körfu um þessa helgi. Að lokn- um leik UMFN og tR i Njarð- vikunum I dag leika Valur og Snæfell. Valsmenn hafa þegar misst af möguleikanum á að vinna mótið og þeir geta heldur ekki fallið.erusem sé komnir i þá aðstöðu að fljóta á milli sem kallað er. Snæfellingar eru aftur á móti i fallbaráttunni og munu eflaust selja sig dýrt i dag og gætu allt eins tekið stigin af Val miðað við hvernig Vals-liðið hefur leikið i vetur. Á morgun fara einnig fram tveir leikir i 1. deild. Þá mætast i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi Armann og Snæfell og ætti þar að liggja á borðinu Ármanns- sigur. Þá mæta stúdentar botn- liðinu HSK og má mikið vera ef ekki verður þar um yfirburða sigur hjá IS að ræða. Snæfell HSK 446: 555: 546 2. 682 0. Staðan í 1. deild: IR KR UMFN A ÍS Valur 8 7 1 9 7 2 9 6 3 8 5 3 9 5 4 667:617 795:709 721:688 672:615 671:664 14. 14. 12. 10. 10. 9 3 6 731:728 6. Þróttur í herferð. til Akur- eyrar um helgina Ármann-Valur Vík.—Fram í 1. deildannaðkvöld jpr** 2. deildar lið Þróttar fer til Akureyrar um þessa helgi og leikur i dag gegn KA en á morgun gegn Þór. Leikurinn i dag milli Þróttar og KA er einskonar úrslitaleikur 2. deildar keppninnar, þvi sigri Þróttur fær ekkert stöðvað lið- ið i ferðinni úppi 1. deild. En sigri KA eða ef Þróttur tapar fyrir Þór á morgun, eykst spennan i 2. deild til mikilla muna og er þó all-nokkur fyrir. Hér syðra fara fram tveir leikir á morgun á milli Breiða- bliks og KR og Fylkis og Stjörnunnar. Tveir leikir fara fram annað kvöid I Laugardalshöllinni i 1. deildarkeppninni í handknattleik. t fyrri ieiknum eigast við Ármann og Valur en I þeim siðari Vikingur og Fram. Báðir þessir leikir eru afar þýðingarmiklir fyrir Val og Víking. Armann blandar sér tæp- iega héðan af i toppbaráttuna og möguleikar Fram til þess hafa minnkað verulega eftir tapið fyrir Armanni á dögunum. I fyrri leik Armanns og Vals unnu Valsmenn mikinn yfirburða sigur, og náðu þá einum slnum besta leik i vetur. Hætt er við að róðurinn verði þeim þyngri nú, þar sem Armenningar geta leikið jiennan leik algerlega afslappaðir en pressan eykst sifellt á Vals- mönnum eftir þvi sem nær dregur lokum mótsins og þeir halda sér i toppbaráttunni, en staða Vals er þannig að liöið má ekki við þvi að tapa leik úr þessu ef þeir ætla að vera með I keppninni um titilinn. Einn leikur er afar þýðingar- mikill fyrir Vikinga sem standa best allra liða i deildinni eins og er, með aðeins 5 stig töpuð. I fyrri leik þessara liða sigraðí Fram, en nú hafa Framarar misst Björgvin Björgvinsson og það breytir miklu. En tivernig sem menn velta þessum málum fyrir sér má vlst telja að báðir leikirnir verði jafn- ir og skemmtilegir. r Hljómskála- hlaup ÍR í 2. sinn á morgun Hljómskálahlaup tR fer fram annað sinn á þessu ári á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14 við Hljómskálann. Sfðast tóku 66 þátt i hlaupinu, en það er opið ölium sem áhuga hafa á að taka þátt i þvi. Þessi mynd er úr leik tS og Vals um sfðustu helgi. Bæði þessi liö eru I eldlinunni um þessa helgi. Einn leikurí úrslita- keppn- inni i blaki um helgina A morgun sunnudag fer fram. einn ieikur I úrslita- keppni islandsmótsins i blaki og fer hann fram I Iþróttahúsi Kennaraháskólans, og hefst kl. 16. Þar eigast viö Víkingur og ÍS og telja fróöir menn aö þetta verði mjög jafn og skemmtilegur leikur tveggja sterkra liða sem bæði komi til með að berjast I toppbarátt- unni. Næsti leikur i keppninni fer svo fram á þriðjudaginn aust- ur á Laugarvatni, en þar eig- ast þá við UMFL og UMFB. Islands- meist- aramót kvenna í blaki Islandsmeistaramót kvenna I blaki fer nú fram I annað sinn. Einu liði frá héraðs- sambandi eða félagi er heimil þátttaka. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Guömundi E. Páls- syni Stórholti 32 Reykjavlk fyrir 1. marz. Þátttökugjald kr. 1000 skal fylgja tilkynningunni ásamt nafni og heimilisfangi for- svarsmanns liðsins. Landinu verður skipt I svæöi þegar þátttaka liggur fyrir og reynt að hafa ferðalög sem minnst. Leikið er upp á þrjár unnar hrinur. Dregiö í bikar keppniKKÍ Dregið hefur verið 1 bikar- keppni KKt og leika þessi liö saman I fyrstu umferð: Fram- Þór,UMFG-tBK, UMFN-UBK, Valur-IR, Snæfell-Armann, Haukar-KR-b, UMFS-IS og tA-KR-a og þess má gcta að þetta er I fyrsta sinn sem skagamenn taka þátt I lands- móti I körfuknattleik og leikur þeirra og KR veröur sá fyrsti sem fram fer á Akranesi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.