Þjóðviljinn - 16.02.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Gengislækkunarstjórn Þessi mynd birtist I MorgunblaOinu 29. ágúst 1974, daginn eftir aO rlkis- stjórn Geirs Hallgrimssonar var mynduö. Myndinni fylgdi svolátandi texti: „Ólafur Jóhannesson fyrrverandi forsætisráöherra afhendir Geir Hallgrimssyni, hinum nýja forsætisráöherra, lyklavöldin i for- sætisráöuneytinu um fimmleytiö I gær”. — Reynsla undanfarinna fimm mánaöa hefur sýnt aö Geir fékk ekki aöeins lyklavöldin úr hendi Ólafs, hann fékk einnig vöidin yfir Framsóknarflokknum. Þá hefur rikisstjórn ihalds og Framsóknar tekist að hnekkja hinu gamla meti viðreisnar- stjórnarinnar i gengislækkunar- hraða. Viðreisnarstjórnin lækk- aöi gengið fjórum sinnum á 12 ár- um og eitt sinn liöu aðeins 11 mánuðir á milli gengislækkana. Núverandi rikisstjórn hefur þegar lækkað gengið tvisvar og nú liðu aðeins 5 mánuöir og 10 dagar á milli gengislækkana. 2. september lækkaði hún geng- ið um 17%, sem jafngildir 20,5% hækkun á erlendum gjaldeyri. Og nú er gengislækkun krónunnar 20%, sem jafngildir 25% hækkun á erlendum gjaldeyri. Stjórnleysi og fálm Þann tima, sem núverandi rik- isstjórn hefurverið við völd, hefur stefna hennar i efnahagsmálum vægast sagt verið fálmkennd og hikandi. Fyrstu viðbrögð hennar voru gengislækkun og raunveruleg kaupbinding þar sem visitölubæt- ur á laun voru ekki leyfðar. Siðan fylgdi i kjölfarið runa af allskonar verðhækkunum, enda hækkaði framfærsluvisitalan á fyrstu þremur mánuðum stjórnarinnar um 15,4% þrátt fyrir það að kaup- gjald stæði óbreytt að ööru leyti en þvi, sem láglaunabætur til hinna lægst launuðu komu til. Eftir 5 1/2 mánaðar stjórnar- tima er svo komið, að kaupmátt- ur launahefuralmennt lækkað um 25% og að minnsta kosti um 12—15% hjá þeim lægst launuðu.l rauninni hefur kjaraskerðing lág- launafólks verið ennþá meiri en þessar tölur segja til um, af þeim ástæðum, aö verðhækkanir hafa orðiö mestar á nauðsynjavörum, eins og matvörum og ýmiskonar þjónustu, sem allir verða að kaupa. Ráðstafanir stjórnarinnar i efnahagsmálum hafa haft mikil áhrif til skerðingar á lifskjörum almennings, en þær hafa hins vegar haft harla litil áhrif til hagsbóta fyrir atvinnulifið i land- inu. Þrátt fyrir stöðvun visitölubóta á laun og þrátt fyrir 17% gengis- lækkun, nefur gjaldeyrisvara- sjóðurinn farið siminnkandi og staða útflutningsatvinnuveganna hefur farið versnandi. Rikisstjórninni hefur tekist með stórfelldri vaxtahækkun, gif- urlegri hækkun á ýmsum þjón- ustugjöldum, söluskattshækkun og misráðnum sjóðamyndunum, að gera erfiða stöðu atvinnuveg- anna enn verri en hún áður var. Vandinn í efnahagsmálunum Það hefursannarlega ekki skort á stórorðar lýsingar á þeim vanda, sem við er að glima I efna- hagsmálunum — að minnsta kosti ekki I málgögnum rikisstjórnar- innar. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er þurrausinn að sagt er. Gifurlegur hallarekstur er I sjávarútvegi og allur atvinnurekstur er á heljar- þröminni samkvæmt þeim lýs- ingum sem gefnar eru i blöðum og útvarpi. Og i beinu framhaldi af öllum þessum hryllingslýsing- um er svo verið að skella yfir einni gengislækkuninni enn, og enn er talið að almenn kjara- skerðing sé óhjákvæmileg. En hver er þá sannleikurinn I raun og veru um stöðuna i efna- hagsmálum? Hver er vandinn, sem leysa þarf og hvaö er helst til ráöa að leysa þann vanda? í umræðum um þessi mál er helst svo að skilja á málflutningi stjórnarblaöanna, að s.l. ár — ár- ið 1974—hafi veriðslæmt ár og að á þvi ári höfum við orðiö fyrir gif- urlegu áfalli vegna markaðs- hruns. Þetta er I aðalatriðum rangt. Arið 1973 var óumdeilanlega sér- staklega hagstætt ár, og það ár högnuðust flestar greinar at- vinnulifsins. Um árið 1974 segir Þjóðhags- stofnunin i nýlega útgefinni skýrslu: „Þjóöarframleiöslan 1974 varö um 3—3 1/2% meiri aö raunveru- legu verögildi en áriö 1973” „Verölag útflutnings hækkaöi aö meöaltali á árinu um 34% i krónum — um 21—22% I erlendri mynt—”, Þessar tölur sýna, að árið 1974 var ekki óhagstætt i framleiðslu og heldur ekki I markaðsmálum, þegar á heildina er litið, og þegar það er borið saman við góða árið 1973. Vissulega féll fiskblokkin i verði á Bandarikjamarkaði á ár- inu og vissulega féll fiskimjöl i verði frá þvi sem það komst hæst I stuttan tima i árslokin 1973 og i ársbvrjun 1974. En ymsar aðrar útnutningsvörur hækkuöu lika i veröi. Það sem fyrst og fremst gerði árið 1974 lakara fyrir þjóðarbúið, en árið á undan, var mikil verö- hækkun á innfluttum vörum. Það hækkaði I erlendri mynt um 34—35%. En það sem þó réði mestu um gjaldeyrislega erfiðleika, sem upp komu á árinu, var óvenjuleg- ur og gífurlega mikill innflutning- ur og gjaldeyrisnotkun á öllum sviöum. Verðmæti innflutnings- ins jókst á árinu um 66%. Sá vandi, sem nú er við að fást I efnahagsmálum þjóðarinnar er aömlnumati I aðalatriðum þri- þættur. t fyrsta lagier staðan i gjaldeyr- ismálum. Gjaldeyrisvarasjóð- urinn er búinn. t ööru lagier rekstrarstaða sjáv- arútvegsins og þó einkum hallarekstur nokkurra greina hans. t þriöja lagi er svo staðan I kjara- málum launafólks og þá fyrst og fremst þeirra, sem búa við lág laun. Vandinn I gjaldeyrismálum er vissulega mikill, m.a. af þeirri ástæðu að hér hefur verið fylgt þeirri stefnu, að heimila frjálsan innflutning á nær öllum vörum og mjög frjálsa meðferð á gjaldeyri. Þessi stefna leiddi til þess á s.l. ári, að rúmlega 3,0 miljöröum króna I gjaldeyri var varið til bilainnflutnings og um 1,7 mil- jaröi til ferðalaga erlendis. Til samanburðar má nefna, að til hinna gífurlega miklu skipakaupa á árinu, þ.e.a.s. til kaupa á tugum fiskiskipa og tugum flutninga- skipa, sem samtals kostuðu um 5,4 miljarða króna, var ekki varið nema 0,9 miljörðum i gjaldeyris- greiðslu, vegna þess að 80—90% af andvirði skipanna var tekið að láni erlendis. Gengislækkunarleið rikisstjórnarinnar mun ekki bjarga gjaldeyrisvarasjóðnum eins og nú standa sakir. Eigi að reisa þann sjóð við að nýju og það fljótlega, þá verður óhjákvæmi- lega að stööva um nokkurn tima gjaldeyrissölu til bflakaupa og draga úr gjaldeyrisnotkun til ut- anlandsferöa og draga úr inn- flutningi á lftt nauösynlegum varn ingi. Slika stefnu vill Sjálfstæðis- flokkurinn ekki samþykkja, þvi hann vill að þeir sem peningana hafa geti verið frjálsir i sinni eyðslu. Sá vandi I efnahagsmálum, sem varðar rekstursafkomu at- vinnuvegannaer alltaf umdeilan- legur. Atvinnurekendur, hvort sem það eru útgerðarmenn, eða aðrir, telja hag sinn aldrei of góð- an. Þeir geta aldrei greitt hærra kaup, að eigin sögn, og þeir segj- ast alltaf tapa. Þjóöhagsstofnunin hefur gert nokkra grein fyrir áætlunum sin- um um rekstursafkomu sjávarút- vegsins. 1 þeim áætlunum kemur skýrt fram, að öllu máli skiptir varðandi útkomuna, á hvaða forsendum er byggt, t.d. varðandi væntanlegt aflamagn, áætlaö markaösverö og uppfæröar af- skriftir. í þeirri áætlun Þjóðhagsstofn- unar, sem mest hefur verið rædd, er gert ráð fyrir, að heildartap sjávarútvegsins alls geti numið 1721 miljón króna.miðað við árs- rekstur. Þá hefur verið gert ráð fyrir að sjávarútvegurinn sem heild taki greiðslur úr Verðjöfn- unarsjóði samtals 968 miljónir króna. Við þessar tölur er það að at- huga, að þetta tap kemur fram þegar reiknaðar hafa veriö 2690 miljónir króna I afskriftir. Þessa sömu útkomu mætti eins orða á þann veg, aö sjávarútveg- urinn sem heild, þ.e.a.s. allar veiöar og öll vinnsla hafa 969 miljónir kr. I rekstrarafgang, upp i afskriftir. Greiðslan úr Verðjöfnunarsjóði er I rauninni ekki sérstaklega mikil þegar þess er gætt, að I sjóðnum voru 2600 miljónir króna um siðustu áramót. Þaö er skoðun min, að ekki sé ástæða til að reikna nema hálfar þær afskriftir, sem Þjóðhags- stofnunin færir upp, miðað við það árferði sem nú er. I góöæri mætti reikna með hærri afskrift- um. Ég tel þvi að vandi sjávarút- vegsins sé engan veginn eins mik- ill eins og ýmsir talsmenn rikis- stjórnarinnar og forystumenn út- gerðarinnar vilja telja hann. Ég hef af þeim ástæðum gert grein fyrir tillögum, sem ég' tel að framkvæma heföi átt til hagsbóta fyrir sjávarútveginn og ekki hyggja á gengislækkun. Ég tel að lækka ætti vexti um 3—4% og létta af útgerðinni margvlslegum aukagreiðslum, sem nú ganga i allskonar sjóði, en hækka fisk- verð jafnframt um 12—14%. Jafn- framt tel ég að með stuðningi rik- isins eigi að stórauka hagræðingu i rekstri og stjórn fyrirtækja, — ekki sist fiskvinnslustöðva. t kjaramálum er brýn þörf að ná samkomulagi við verkalýðs- samtökin um sanngjarnar launa- bætur til láglaunafólks og um ör- yggi gegn hækkun verðlags á brýnum nauðsynjavörum. Þann- ig ætti að lækka og i sumum til- fellum að afnema sölusaktt af brýnum nauösynjavörum. Gera yrði rikissjóði slikt kleift m.a. með lækkun I rekstrarútgjöldum um 1500—2000 miljónir króna og með hækkun á skatti á hæstu tekj- um og e.t.v. með auka-innflutn- ingsgjaldi á lítt nauðsynlegum vörum. Jafnframt yrði að stöðva þvi sem næst hækkun á öllum þjónustugjöldum. Með vaxta- lækkun ætti einnig aö fylgja nokk- ur lækkun á verslunarálagningu. Gengislækkunar- stefnan og Fram- sóknarflokkurinn 1 rauninni þarf enginn að vera hissa á þvi, þó að ihaldiðhaldi enn fast við gengislækkunarstefnuna. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins sjá aldrei aðra leið en lækkun kaupgjalds verkafólks. Gengis- lækkunarleið þeirra miðar fyrst og fremst að minnkun kaupmátt- ar almennings — að raunveru- legri kauplækkun. íhaldsforingj- amir telja „sanngjarnt” að mat- vara og aðrar lifsnauösynjar hækki hlutfallslega jafnmikið i verði og bflar og ýmsar beinar eyðsluvörur. En hvað kemur til að Framsóknarflokkurinn beygir sig fyrir þessum Ihaldskenning- um? Er þannig komið fyrir for- ingjum Framsóknarflokksins, að þeir telji eðlilegt að minnka þann- ig kaupmátt verkafólks, bænda og sjómanna, að náð veröi jafn- vægi i gjaldeyrismálum þjóðar- innar eftir þeirri leið? Afleiðingar gengislækkunar- innar, sem nú hefur verið ákveð- in, verða þær, aö allar innfluttar vörur hækka strax um 25% þ.e.a.s. olian til þeirra, sem verða að hita hús sin með oliu hækkar um 25%, og kornvaran hækkar um 25%, áburðurinn hækkar um 25% og innfluttur fatnaður hækk- ar um 25%, — án þess aö laun eigi aö hækka á móti. Telja foringjar Framáóknar- flokksins það réttlátt, að þessar vörur, sem hér voru nefndar, hækki hlutfallslega jafnmikið og lúxusbilar, skrautmunir, tisku- klæðnaður og gjaldeyrir til utan- landsferða? Er Framsóknarflokkurinn orð- inn svo samdauna ihaldinu eftir aðeins 6 mánaða stjórnarsam- starf, að hann sætti sig við ihalds- stefnuna ómengaða á öllum sviö- um? # Gengislækkunarleið rikis- stjórnarinnar mun ekki reynast haldbetri nú en áður, — það er þvi von að menn spyrji: Hvað liöur langt til næstu gengislækkunar? Lúövik Jósepsson Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Harrys O. Frederik- sens framkvæmdastjóra verða eftirtaldar stofnanir lokaðar eftir hádegi þriðjudag- inn 18. febrúar: Skrifstofur Iðnaðardeildar, Ármúla 3, Fataverksmiðjan Gefjun, Snorrabraut 56, Gefjun, Austurstræti 10, Vöruafgreiðsla Iðnaðardeildar Hring- braut 119 Jötunn, Höfðabakka 9. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.