Þjóðviljinn - 16.02.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975
x _______i____ i
'msggm
.
arson, læknir
Heimilislæknisþjónusta á
Reykjavikursvæðinu hefur
mjög verið i sviðsljósinu að und-
anförnu, og verður það að telj-
ast vonum seinna. Umræður um
heilbrigðismál hafa oftast til
þessa fjallað annað tveggja um
læknaskort dreifbýlisins eða
sjúkrahúsbyggingar. Orsök
þess að dreifbýlið hefur verið
svo mjög á dagskrá að þessu
leyti er að sjálfsögðu sú, að þar
var um tima tilfinnanlegur
skorturá læknum, trúlega mest
vegna aðstöðuleysis. Nú hafa
málin hins vegar skipast þann-
ig, að það er sagt auðveldara að
fá heimilislækna til starfa úti á
landi en á Reykjavikursvæðinu,
og er enginn vafi á, að þvi veld-
ur vinnuaðstaðan að mestu eða
öllu.
Olnbogabarn
Heimilislækningar hafa til
skamms tima verið olnboga-
barn I heilbrigðiskerfinu bæði á
tslandi og annars staðar. Þróun
siðustu áratuga hefur leitt til
dýrkunar á tækni og sérhæf-
ingu. Aukinn þekkingarforði gat
af sér æ fleiri sérgreinar á sifellt
þrengri sviðum, sem
heimilislæknirinn sat ævinlega
,,Sést ekki
fyrr en það fer”
En það fór með heimilis-
læknastéttina eins og rykið hjá
Þorsteini Valdemarssyni, sem
,,sést ekki fyrr en það fer”. Það
var fyrst þegar þessi vanmetna
starfsstétt var i þann veginn að
þurrkast út á höfuðborgarsvæð-
inu, að fólk tók að gera sér grein
fyrir þvi að hún var nauðsynleg-
ur þáttur i heilbrigðiskerfinu.
Skortur á heimilislæknum olli á-
standi, sem af sumum var kall-
að neyðarástand. Og við skulum
gera okkur grein fyrir þvi, að
þetta neyðarástand er ekki
vegna læknaskorts, heldur
vegna skorts á heimilislæknum.
Starfandi læknar með lækninga-
leyfi i Reykjavik eru ca. einn á
hverja 550 ibúa, og eru þá ekki
meðtaldir þeir læknakandidatar
og læknastúdentar, sem vinna
læknisstörf, en þeir skipta
mörgum tugum. Hins vegar er
heimilislæknastéttin fámenn,
mig minnir, að talað hafi verið
um 23 heimilislækna i Reykja-
vik, en það mun svara til þess,
að ca. einn heimilislæknir sé á
hverja 3000-4000 ibúa. Ofgnótt
sérfræðinga á sjúkrahúsum og
utan þeirra getur ekki bætt upp
þetta neyðarástand að neinu
marki.
Greinarhöfundur, Guðmundur Helgi Þórðarson, er starfandi heim-
ilislæknir i Hafnarfirði og Garðahreppi.
Heimilislækningar
uppi með það, sem sérfræðing-
amir vildu ekki sinna. Með
auknum fjölda sérgreina
minnkaði stöðugt svarfssvið
heimilislæknisins, og þar kom,
að farið var að tala i alvöru um
að leggja þessa starfsstétt alveg
niður, þar sem til væru sérfræð-
ingar i öllum hugsanlegum
greinum læknisfræðinnar; kök-
unni skipt upp og ekkert skilið
, eftir handa heimilislæknunum,
þeir höfðu sem sagt ekki jörð til
að ganga á. Ef spurt var um
hlutverk heimilislæknis, vafðist
mönnum tunga um tönn, og er
svo raunar enn. Þessi loft-
kennda undirstaða stéttarinnar
ásamt rýrnandi áliti á starfs-
greininni s.l. 2-3 áratugi olli að
sjálfsögðu minnkandi aðsókn að
henni;heimilislæknum fækkaði.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. A siðustu áratugum hafa
orðið stórstigar framfarir i
læknisfræði, bæði greiningar-
tækni, meðferð og skipulagn-
ingu. Þessi þróun hefur að
mestu farið fram hjá heimilis-
læknunum. A meðan sjúkrahús-
læknar státa sig af dýrlegum
höllum yfir starfsemi sina á-
samt fjölmennu starfsliði og
imponerandi véltækni, hefur
heimilislæknirinn setið einn og
aðstoðarlaus, lengst af með
hlustarpipuna eina að vopni,
anakrónisminn uppmálaður.
Frá árabát
til skuttogara
Segja má, að með lögum um
heilbrigðisþjónustu, sem gengu
i gildi 1. janúar 1974, hafi i
fyrsta skipti á Islandi verið gerð
alvarleg tilraun til að snúa við
þeirri þróun, sem hér hefur ver-
ið lýst með ákvæðunum um, að
öll heimilislæknisþjónusta skuli
innt af hendi á heilsugæslu-
stöðvum, þar sem læknar ynnu I
hópum ásamt öðrum heil-
brigðisstéttum. Með þessum
lögum er raunar i fyrsta sinn
reynt að örva til skipulags i
þessari starfsgrein og þar með
aðgera heimilislæknum fært að
hagnýta sér að einhverju marki
nýjungar i faginu. Breytingunni
frá hinum einstæða lækni til
heilsugæslustöðvarinnar má
likja við breytinguna frá árabát
til skuttogara eða aðra hlið-
stæða þróun I atvinnulifinu.
Tækniframfarir og aukin þekk-
ing ááamt breyttum þjóöfélags-
háttum hefur sprengt af sér
gamalt kerfi og neitað nýrra að-
ferða.
Rök —
vegna sjúklings
Það yrði langt mál, ef telja
ætti fram öll þau rök, sem mæla
með tilvist hcilsugæslustöðva.
Hins vegar finnst mér timabært
að ræða opinskátt nokkur slik
rök, og þá ekki sist þau atriði,
sem snúa beint að sjúklingun-
um, þar sem mér virðist fólk ai-
mennt og þar með taldir for-
ráðamenn bæjar- og sveitarfé-
laga, ekki gera sér grein fyrir
þvi, hvað vinnst með þessari
skipulagsbreytingu. Ég mun
hér gera að umræðuefni nokkur
framkvæmdaatriði, sem snerta
náið þá, sem leita til heimilis-
lækna og hafa trúlega verið
nokkuð til umræðu manna á
milli.
Um það hefur verið kvartað,
að erfitt sé að ná sambandi við
lækni, ef veikindi ber að hönd-
um, einkum ef um bráð veikindi
er að ræða. Þótt merkilegt megi
virðast i fljótu bragði, er þetta
oft og tfðum erfiðast á þeim
tima sólarhringsins, þegar
heimilislæknirinn er á vakt, þ.e.
frá kl. 8 að morgni til kl. 5 sið-
degis. Þetta sambandsleysi
liggur að miklu leyti i kerfinu,
sem unnið er eftir. Heimilis-
læknirinn á að ansa sjúklingum
sinum á timabilinu frá kl. 8 til
kl. 5. A þessu timabili þarf hann
að sinna þrem þáttum starfsins,
ef vel á að vera, þ.e. svara sim-
tölum, sinna viðtölum á stofu og
annast vitjanir i heimahús og
aðra fyrirgreiðslu utan lækn-
ingastofunnar. A meðan hann er
I vitjunum úti i bæ, getur hann
að sjálfsögðu ekki ansað simtöl-
um eða sinnt öðru á stofunni, og
þar með eru sjúklingar hans
sambandslausir við heilbrigðis-
kerfið.
Með tilkomu heilsugæslu-
stööva skapast möguleikar á
þvi, að læknar skiptist á um að
ansa þeim vitjanabeiðnum, sem
ekki þola bið, svo að sjúklingar
þurfi aldrei að standa frammi
fyrir þvi, að ná hvergi sambandi
við kerfið eða fá enga úrlausn
mála sifina, ef snögg veikindi
bera að höndum.
Siminn
Siminn er vandamál hjá öll-
um læknum, sem vinna aðstoð-
arlausir. Sé hann látinn glymja
lækningastofunni allan daginn,
gerir hann ógagn með tvennum
hætti, veldur streitu og ergelsi
hjá lækninum, þvi að fáir þola
slikt arg til lengdar, og i öðru
lagi torveldar það samband
læknisins við þá sjúklinga, sem
leita á stofuna. Það kannast
sjálfsagt flestir við það, þegar
siminn slitur látlaust i sundur
samtal þeirra við lækninn og
það stundum svo, að þeir kom-
ast aldrei að efninu, en slita
samtalinu að lokum, án þess að
nokkuð markvert hafi gerst. A
hinn bóginn getur verið brýn
nauðsyn fyrir fárveikan sjúk-
ling úti I bæ að ná simasam-
bandi við lækni og það stundum
fyrr en seinna. Simaþjónusta á
heilsugæslustöð gæti leyst þenn-
an vanda mjög auðveldlega
þannig að sjúklingum, sem
hringja til læknis, er ansað, og
jafnframt væri hægt að skapa
læknum vinnufrið á lækninga-
stofunni.
Rannsóknir
Oft ber það við, að sjúklingar
þurfi rannsóknir af ýmsu tagi
auk þeirra, sem læknir getur
framkvæmt á stofu sinni. Við
núverandi aðstæður verða
heimilislæknar að senda sjúk-
linga sina til slikra rannsókna i
ýmsar áttir, svo að úr þvi verð-
ur heldur hvimleiður þeytingur
milli rannsóknarstofnana, bið-
stofusetur, vinnutap, ergelsi og
streita. Þennan þeyting mætti
stórlega minnka með tilkomu
heilsugæslustöðva, þar sem
ráðnir væru meinatæknar, sem
ýmist framkvæmdu • þessar
rannsóknir á staðnum eða tækju
sýni og sendu til rannsókna-
stofnana.
Upplýsingar
Skrásetning og varðveisla
upplýsinga um heilsufar sjúkl-
inga er einn veikasti hlekkurinn
I núverandi heimilislæknisþjón-
ustu. Lög mæla þó svo fyrir, að
allir læknar skuli halda sjúkra-
skrár yfir sjúklinga þá, sem til
þeirra leita. Allir, sem til
þekkja, munu og vera sammála
um nauðsyn þess að varðveita
upplýsingar um heilsufar sjúkl-
inga, svo oft sem læknar standa
frammi fyrir þvi að verða að
geta sér til um, hvað hafi komið
fyrir sjúklinga þeirra I fyrri
veikindum, hvað rannsóknir
hafi þá leitt i ljós, o.s.frv. Skort-
ur á upplýsingum af þessu tagi
veldur m.a. tvlverknaði i heil
brigðisþjónustunni, sem kostar
bæði fé og fyrirhöfn og tefur oft
greiningu og meðferð. Ýmislegt
fleira mætti benda á i þessu
sambandi. Hér er gamla ein-
menningskerfið þrándur i götu,
eins og viðar. Einyrkjalæknir
hefur engan tima til að skrá eða
hafa reglu á spjaldskrá yfir
sjúklinga sina. Ritaraþjónust-
unni á heilsugæslustöðvunum er
ætlað að bæta úr þessu með þvi
að skrásetja og halda til haga
öllum upplýsingum af þessu
tagi. Er takmarkið, að skjala-
safn heilsugæslustöðvanna
varðveiti i aðgengilegu formi
allar fáanlegar upplýsingar um
heilsufar þess fólks, sem til
þeirra eiga sókn.
Hér hefur verið minnst á örfá
atriði varðandi heimilislækn-
ingar og heilsugæslustöðvar. Að
sjálfsögðu er þetta aðeins brot
af þvi, sem segja mætti um
þetta efni. Hér hefur hins vegar
verið dvalið við nokkra þeirra
þátta, sem snerta sérlega náið
samskipti sjúklings við lækni
eða stöð.
Það er svo með þessa breyt-
ingu eins og flestar róttækar, fé-
lagslegar breytingar, að þær
mæta andstöðu eða tregðu,
sumum finnst gamla kerfið
betra, öðrum finnst breytingin
of dýr o.s.frv. Þessi tregða
verður ekki yfirunnin, nema tii
komi ákveðinn þrýstingur frá
almenningi. Það má aldrei
hætta að gagnrýna það kerfi,
sem fyrirer.og benda á hugsan-
legar leiðir til úrbóta. Heil-
brigðismál eru ekki sérmál
lækna eða heilbrigðisyfirvalda,
hcldur félagsleg vandamál, sem
varða hvern borgara.
ALÞÝDUBANDALAGIÐ:
Kvöldverðarfundur með norrænum gestum
Alþýðubandalagiö boðar til
f undar með fulltrúum frá öllum
Norðurlöndum, sem hér eru á
fundi Norður iandaráðs. Til
fundarins eru boðaðir fulltrúar
frá öllum þeim stjórnmála-
flokkum, sem standa til vinstri
við sósialdemókrata og eiga
fulltrúa i Norðurlandaráði.
Á fundinum verður meðal
annars rætt um viðhorf sósíal-
ista á Norðurlöndum til efna-
hagskreppunnar. Fundurinn
verður haldinn að Hótel Esju
þriðjudaginn 18. febrúar og
hefst kl. 17. Að fundinum lokn-
um verður gestum boðið til
kvöldverðar.
Félagsmenn Alþýðubanda-
lagsins og aðrir sem taka vilja
þátt í fundinum eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu
flokksins að Grettisgötu 3, sími
28655.