Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11 klasulni jón: Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrisson. Þau eru glæsileg tilþrifin hjá Magnúsi Kjartanssyni, stjórn- anda og „primus motor” upp- færslunnar. Mikið fjör var á æfingunni hjá Verslunarskólakórnum og Júdasi. Sungið var af gifurlegri innlifun, og allir virtust leggja eftir mætti. sig fram UPPLÍFGANDI TÓNLISTAR- FLUTNINGUR í SKAMMDEGI Nemendamót Verslun- arskóla Islands verður haldið í Sigtúni um miðja vikuna. Mikið verður um dýrðir á hátíðinni, m.a. flytur Verslunarskóla- kórinn tíu lög eftir Brian Wilson, fyrrum meðlim bandarísku hljómsveitar- innar Beach Boys. í til- efni af flutningi þessum buðu verslingar blaða- mönnum að hlýða á kór- inn. A nemendamótinu verður flutt leikrit eftir Peter Oheye- vich sem leikstýrt er af Hrafni Gunnlaugssyni, jassballett stjórnað af Iben Sonne, en ball- ett þessi er ádeila á verðbólgu, og annáll skólaársins verður fluttur. Margt fleira verður til skemmtunar, en það verður ekki tiundað hér. Þá er komið að flutningi Verslunarskólakórsins á lögum Brians Wilsons. Þetta eru tiu lög, flest frá árunum 1961 til 1964, að tveimur undanskildum. Meðal annars verða flutt God Only Knows, Oh Darling, Mar- chella, Good Vibrations, Sail On Sailor, Dance Dance Dance o.fl. Það var I nóvembermánuði að forráðamenn þeirra Verslunar- skólamanna komu að máli við Magnús Kjartansson, pianóleik- ara hljómsveitarinnar Júdas.og báðu hann um að taka að sér að æfa verk með kórnum fyrir nemendamótið. Magnús var strax til og ákvað að kórinn og Júdas skyldu flytja I samein- ingu gömul Beach Boys lög, en þau henta mjög vel til kórflutn- ings. Siðan hefur verið æft sleitulaust og siðasta mánuðinn var æft á hverjum degi. Beach Boys hafa verið starf- andi allt frá þvi á árinu 1962. Reyndar stofnuðu þeir Wilson bræður Brian, Carl og Dennis 1961 hljómsveitina The Pencle Tons, en sú hljómsveit varð að Beach Boys árinu seinna er Verslunarskólakórinn og hljómsveitin Júdas flytja lög eftir Brian Wilson Mike Love og Alan Jardine bættust i hópinn. A þessum þrettán árum hefur hljómsveit- in átt gifurlegum vinsældum að fagna, einkum i heimalandi þeirra, Bandarikjunum. Hver man ekki eftir lögum eins og Surfin’ USA, Fun Fun Fun, Heroes And Willains, Help Me Ronda, California Girls, Sloop John B, Wouldn’t It Be Nice og Cotton Fields. Þessi lög og mörg önnur eru orðin sigild I hugum margra. Klásúlur hafa alltaf haft mikið álit á Beach Boys og dáð þá fyrir frábæran flutning skemmtilegra laga, einkum er það röddunin sem Klásúlum hefur þótt gaman að. I dag eru i hljómsveitinni Ricky Fataar, Alan Jardine, Carl Wil- son, Denis Wilson, Mike Love og Blondie Chaplin. Þeir eru starf- andi á fullu i dag og eins og kanar segja „still going strong”. Flutningur Verslunarskóla- kórsins á verkum Brians Wilson er að mörgu leyti ágætur. Ung- lingarnir hafa greinilega gaman af þvi sem þeir eru að gera og leggja sig fram um að ná sem DEMANT GRÓSKUMIKIÐ UMBOÐSFYRIRTÆKI Á aefingunni hjá Versl- unarskólakórnum hittu Klásúlur Helga Stein- grímsson, fyrrverandi Haukameðlim, að máli. Helgi er einn af stof nend- um fyrirtækisins Demant ásamt Ingibergi Þorkels- syni, Jóni Ólafssyni, Jakobi AAagnússyni og Change. Helgi tjáði okkur, að Demant hefði einkaumboð fyrir sjö hljómsveitir, þ.e. Change, Júdas, Dögg, Erni, Námfúsu Fjólu, Stuðlatrió ( og vantar annað trió vegna þorrablóta- og árshátiðavertiðar) og hljóm- sveit sem samanstendur af þremur fyrrverandi Birtulim- Helgi Stcingrlmsson — lék á gitar og sprellaði ineð Haukum i mörg ár. Hann hefur lagt gltarinn til hliðar og sprangar nú um bæinn með skjalatösku i hendi. bestum árangri og Maggi stjórnar flutningnum eins og hershöfðingi. Athygli Klásúlna vakti prýðisgóður pianóleikur Ingva Steins, sem leikur með hljóm- sveitinni I stað Magga. Framtak þeirra Verslunarskólamanna og Júdasar er allra góðra gjalda vert og Klásúlum finnst að starf þeirra undanfarna mánuði hafi borið rikulegan ávöxt. Aformað er að kórinn komi fram á miðnæturskemmtun, á fimmtudegi i Sigtúni og e.t.v. viðar. Þá kemur það til greiná að sjónvarpið geri hálftima þátt með kórnum. Klásúlur vona að af þvi verði og sem flestir fái að njóta hins ágæta flutnings. um og Ara Jónssyni úr Roof Tops. Sú hljómsveit er nafnlaus enn sem komið er, en strákarnir eru hressir og með mikið af nýju efni, aðallega eftir Atla, bróður Ara. Helgi sagði ennfremur að Júdas myndi fara i breiðskifu- upptöku um miðjan júni og væri kominn timi til að þeir sýndu getur sina á plötu, þvi allt of langur timi væri liðinn siðan fyrsta platan kom út. Júdas hafa fengið til liðs við sig banda- riskan gitarleikara, Clyd að nafni. Sá starfaði i hljómsveit vestan hafs með þeim Axel Einarssyni, og Shady Owens. Klásúlur sáu Júdas i Klúbbnum fyrir stuttu og sannfærðust enn betur um að Júdas væri besta starfandi popphljómsveitin á ts- landi i dag. Að lokum sagði Helgi Steingrimsson okkur að fremur litið væri af Change að frétta. Þeir væru að ihuga samning við Polydor, en ekkert hefði verið ákveðið og engar undirskriftir farið fram. Spjallað við Helga Steingrímsson, einn af stofnendunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.