Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975
cTVIyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
ÚR ÝMSUM
ÁTTUM
Myndirnar i þættinum i dag
eru allar úr safni Dagsbrúnar,
en úr ýmsum áttum.allar þó frá
sama tima, fyrrihluta fjórða
áratugsins og allar tengdar
verkalýðsbaráttunni og lifi al-
þýðunnar.
Kröfugöngur fyrir
noröan og sunnan
Mynd nr. 41 sýnir kröfugöngu
1. mai á Akureyri, en ekki er
skráð hvaða ár, þó er vitað, að
þetta er einhver af fyrstu
göngunum þar. A borðunum má
lesa: Oreigar allra landa
sameinist — og Samfylking
verkalýðsins, og þeir eru
skreyttir hamri og sigð.
Hin myndin, nr. 42, sýnir
hluta af 1. maigöngu Kommún-
istaflokks Islands i Reykjavik
1934 og þekkjast á henni Ketill
Gislason (fánaberinn ), Áki
Jakobsson, Jón Bjarnason,
Loftur Þorsteinsson, Sigurður
Guðmundsson i Skálholti og
Jens Figved. Kannski þekkja
iesendur fleiri?
Á planinu
Þá er það myndin á sildar-
planinu, nr. 43. Hún er tekin á
Siglufirði 1930 og það er plan
Sildareinkasölu rikisins, sem
fólkið var að vinna á. Myndin er
sennilega tekin i kaffihléi. Á
henni þekkjum við Eyjóif Árna-
son 2. frá vinstri og Hallgrim
Hallgrimsson 3. frá vinstri, en
vonandi geta einhverjir lesend-
ur sagt okkur nöfn hinna.
Fulltrúar sendir út
i heim
Sumarið 1931 fór fram fjár-
söfnun meðal verkamanna og
bænda til að gera út sendinefnd
til Sovétrikjanna i fyrsta sinn,
og skyldi nú kynnast verklýðs-
rikinu al eigin raun. Ferðin var i
október sama ár, og völdust til
hennar þau sem sjást á mynd
nr. 44 og tveir til viðbótar.
Þarna standa i aftari röð frá
vinstri: Kristján Júliusson
verkamaður, Húsavik, Jón
Jónsson landbúnaðarverka-
!
i
I
I
i
t
I
maður, Suður-Þingeyjarsýslu,
Isleifur Sigurjónsson verka-
maður, Reykjavik, Gisli
Sigurðsson verkamaður, Siglu-
firði, og Marteinn Björnsson
járnsmiður, Reykjavik. Sitjandi
frá vinstri: Kjartan Jóhannsson
sjómaður, Reykjavik, Elin Guð-
mundsdóttir verkakona,
Reykjavik, og Jens Hólmgeirs-
son bústjóri, Isafirði.
Á myndina vantar þá Baldvin
Björnsson iðnaðarmann og Þórð
Benediktsson verslunarmann,
báða frá Vestmannaeyjum.
Að lokum mynd af ræðu-
manni.sem við getum ekki stillt
okkur um að birta, þótt hún hafi
birst i Þjóðviljanum fyrr og allir
þekki manninn, Ásgeir Blöndal
Magnússon, sem þarna talar á
útifundi Kommúnistaflokksins á
Stokkseyri 1932 (i sama skipti
og myndin var tekin þar af
Karlakór verkamanna nr. 8 i
þættinum 3. nóv. sl.). En hver
sem á nú heiðurinn af mynda-
tökunni, þá hefur það verið lista-
maður, svo frábær er myndræn
uppbygging, þar sem hæst ber
rauðan fánann og ungan, falleg-
an fullhugann, talandi af eld-
móði með félagana sitjandi sér
við hlið, en á móti vegur róman-
tikin i grónum, islenskum grjót-
vegg i forgrunninum.
Man annars nokkur hver var
ljósmyndarinn i þessari ferð?
Það eru fleiri ágætis myndir i
safninu teknar við sama tæki-
færi.
1 næsta þætti verða myndir úr
öðru ferðalagi og öðru verks-
félagssafni. ferð prentara til
Hóla i tilefni 500 ára afmælis
prentlistarinnar. —vh