Þjóðviljinn - 16.02.1975, Síða 24

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Síða 24
Sunnudagur 16. febrúar 1975 Jafnvel þótt oft andi köldu frá okkur íslending- um í garð dana, sem er arf leifð frá gamalli tíð, er það nú einu sinni svo að ef eitthvað bjátar á hjá þess- um frændum okkar, fylgj- umst við mjög náið með því sem þar gerist, mun nánar en með öðrum þjóð- um. Svo sterk eru tengslin milli þessara þjóða enn í dag. Það fer ekki á milli mála að fáar þjóðir, og sennilega engin Evrópu- þjóð hef ur átt við aðra eins ef nahagserf iðleika að stríða sl. ár og danir. Þegar svo frétta er leitað af málum koma þær alltaf að ofan. Það er að segja frá stjórnmála- mönnunum eða forsvarsmönnum einhverra samtaka. En hvernig lita þessi mál öll út i augum al- mennings i Danmörku? Um það langaði okkur að fá að heyra. Fréttamaður Þjóðviljans var á ferð i Danmörku fyrir nokkrum dögum og ræddi þá um þessi mál við dansk-islensk hjón sem búið hafa i Danmörku um árabil, Finn Sveinsson og Sigrúnu Káradóttur. Þau bjuggu i mörg ár hér á tslandi og þekkja þvi vel til allra mála hér og geta þvi gert saman- burð á afkomu og stöðu almenn- ings á Islandi og i Danmörku. Finn er dahskur, heitir raunar Rasmunsen en gerðist islenskur rikisborgari meðan hann bjó á tslandi og varð þá að breyta um efntirnafn og nefndi sig Sveins- son. tslenska rikisborgararétt- inum heldur hann enn þótt hann sé búinn að búa i Danmörku i 6 ár. Þau hjónin búa i Tastrup, sem er ein af útborgum Kaupmanna- hafnar og er i um það bil 17 km. fjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar. Finn vinnur hjá danska sjónvarpinu sem tæknimaður en Sigrún vinnur hjá Kodak-verksmiðju i næsta bæ við TSstrup, Albertslund. Þau hjónin eiga tvær dætur Annettu og Mariönnu, 15 og 13 ára gamlar. Þetta er sem sagt meðal-fjöl- skylda samkvæmt tölfræðinni.og við byrjuðum á að spyrja þau hvernig afkoman væri hjá fjölskyldu af þessari stærð i Dan- mörku. — Það fer auðvitað eftir þvi við hvað er miðað. Þó hygg ég að full- yrða megi, að ef bæði hjónin vinna úti þá sé afkoman nokkuð góð, sagði Finn. Auðvitað er ekki sama við hvað fólk vinnur. Senni- lega leyfir ekki af kaupinu hjá verkamanni þótt kona hans vinni úti. Hinsvegar kemst iðnaðar- maður af þótt eiginmaðurinn vinni einn, en það er ekkert lúxus- lff, fjarri þvi. Allt verðlag hefur hækkað mjög hér sl. ár, verðbólg- an hefur verið meiri en nokkru sinni áður, þannig að þetta hefur allt sigið á verri hliðina. Hér eins og viða annarsstaðar er það að verða almennt að bæði hjónin vinni fyrir heimilinu, annað dugir ekki. — Finnst þér afkoma ykkar betri en meðan þið bjugguð á tslandi? — Já, hún hefur verið það. Við vorum á tslandi milli 1960 og 1969 að við fluttum hingað. Þá vorum við að flýja kreppuna sem við- reisnarstjórnin kom á, eins og svo margir aðrir á Islandi. Mér bauðst óvænt starf sem tækni- maður við danska sjónvarpið sem var mun betur launað en tækni- manns-starf við islenska sjón- varpið og við slógum til. — Skattar hér eru mun hærri en á Islandi. Við borgum fast að 50% af launum okkar i skatta hér en á móti kemur svo margfalt meira öryggi hvað viðkemur al- mannatryggingum og atvinnu- leysisbótum svo dæmi sé nefnt. — Já, þegar þú minnist á at- vinnuleysisstyrk, nú er atvinnu- leysi meira i Danmörku en nokkru sinni um margra ára bil, hvernig er afkoman hjá atvinnu- leysingjunum? — Hún er auðvitað fjarri þvi að Hjónin Finn Sveinsson og Sigrún Káradóttir. Atvinnuleysiö er það alvarlegasta hér í Danmörku Rætt við dansk-íslensk hjón um ástandið í Danmörku frá sjónarhóli almennings vera góð. Menn fá greitt i atvinnuleysisbætur 90% af meðallaunum og ég þekki til þess, vegna þess að bróðir minn sem er múrari er atvinnulaus, eins og svo margir byggingariðnaðar- menn, að þeir liða ekki skort. Að visu er kerfið hér mjög flókið og margar smugur á þvi. Þeir sem kunna á það út i æsar komast sæmilega af, en hinir sem ekki kunna á það og þeir eru margir, semgeraekki meiraen skrimta af hinum venjulegu atvinnuleysis- bótum. — Þar sem ég veit að islend- ingar standa mikið i allskonar fjárfestingum, bætir Sigrún við, þá er rétt að taka það fram að þeir sem hafa fjárfest hér, til að mynda keypt sér ibúð eða annað þvi um likt, þeir standa óskaplega illa að vigi verði þeir atvinnulaus- ir. Þá má auk þess bæta þvi við að margar húsmæðuir sem vinna úti eru ekki i neinu verkalýðsfélagi og þær fá auðvitað engar bætur þegar þær missa atvinnuna. Á móti þessu kemur svo, að bæjar- félögin veita atvinnulausu fólki hagstæð lán ef illa horfir fyrir þvi. — Hverju kennið þið um þessa kreppu sem skollin er á i Dan- mörku? Er það inngangan i EBE eða oliukreppan sem eiga höfuð- sökina? Þrátt fyrir efnahagskreppu i Danmörku er nú verið að reisa þar stærstu versiunarmiðstöð landsins á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Miðstöðin er reist i Tðstrup. (Ljósm. S.dór). — Bæði þessi atriði eiga stóran, já, lang-stærsta þáttinn i þvi hvernig komið er, segir Finn. Segja má að það hafi byrjað að halla undan strax i byrjun oliu- hækkunarinnar i fyrra haust. Fólk trúði þessu þó ekki strax meðan atvinna var nóg og fannst allt vera i lagi. En svo um leið og menn fóru að missa atvinnuna þá sá fólk alvöruna i málinu. Ofan á allt þetta bættist hin auma rikis- stjórn Hartlings. Hún gerði alls ekki neitt til að koma i veg fyrir atvinnuleysið sem er auðvitað það alvarlegasta sem fyrir getur komið i einu landi. Hartling lét allt reka á reiðanum, meðan til að mynda sviar gerðu ráðstafanir til að koma i veg fyrir atvinnuleysi hjá sér og tókst það nokkurn veg- inn. — Hvernig skýrir þú þá kosn- ingasigur Hartlings við siðustu kosningar? — Já, sá sigur er einkennilegur og hefur mjög verið rætt um hann hér. Sú helsta skýring sem menn hafa fundið er sú, að þegar miklir erfiðleikar hafa skollið yfir er allt af viss ótti hjá fólki að breyta til, óttinn við ringulreið. Ég hef þá trú að einmitt þessi ótti hjá fólki hafi orðið til þess að fólk kaus Hartling. — En hver er þá þin skýring á þvi fylgishruni sem orðið hefur hjá dönskum krötum á liðnum ár- um? — Skýringin er fyrst og fremst sú að fólki isem hefur fylgt þeim hefur fundist þeir vikja i hverju málinu á fætur öðru, sem þeir og hafa gert. Til að mynda var af- staða þeirra til inngöngunnar i EBE til þess að margir snéru baki við þeim. Ég veit til að mynda nokkur dæmi um þetta. Nágranni minn einn hafði alltaf kosið kratana, en hann var á móti inngöngu dana i EBE og hann kaus þá ekki siðast bara vegna þessa máls. — Hefurðu trú á þvi að enn sé fyrir hendi meirihluti meðal þjóðarinnar um að danir eigi að vera i EBE? — Nei, ég tel það vist, og það hefur raunar komið fram i skoð- anakönnunum,að meirihluti fyrir þvi er ekki lengur fyrir hendi. Og ég tel einnig að stjórnmálamenn- irnir sem voru þvi fylgjandi aö danir gengju i EBE séu búnir að sjá að það var skakkt, og ég er einnig viss um það að ef englend- ingar ganga úr EBE þá gera dan- ir það lika. — En hver er þin skýring á fylgi Glistrups? — Hún er i rauninni mjög ein- föld, þetta ér óánægt ihaldsfólk sem kýs hann, enda hefur fylgi hinna ihaldsflokkanna hrað- minnkað, að sama skapi og flokk- ur Glistrups hefur vaxið. Ég hef enga trú á þvi að það fyrirbæri sem flokkur Glistrups er, lifi lengi. Slikir flokkar hafa skotið upp kollinum i mörgum löndum en aldrei lifað lengi. — Nú er talað um að i Dan- mörku sé mikil „sósialséring” hvað segir þú um það? — Ja, frá sjónarmiði ihaldsins er það sjálfsasgt, fólk gerir mikl- ar kröfur til hins opinbera en vill svo ekkert leggja á móti. Mér finnst sósialséring hér alls ekki mikil. Að visu skal ég viðurkenna að margt hefur breyst til batnað- ar undir kratastjórn frá þvi sem var þegar ég var að alast hér upp, en mér finnst fjarri lagi að tala um sósialséringu. 1 dag er til að mynda auðveldara fyrir börn verkamanna og iðhaðarmanna að ganga menntaveginn en áður var og munurinn á rikum og fátækum hefur vissulega minnkað þótt hann mætti vera mun minni. Hér hafa átt sér stað þjóðfélagsbreyt- ingar og þær til batnaðar þótt mörgum þyki þær of litlar og ganga of hægt. — Er mikill stjórnmálaáhugi meðal almennings i Danmörku? — Já, mjög mikill. Fólk hér lætur sig stjórnmálin miklu skipta og er ekki nærri þvi eins fastheldið á flokkinn sinn og heima átslandi.þar sem það jaðr- ar við dauðasynd að kjósa annan flokk en þann sem maður ramb- aði á að kjósa i fyrsta skipti, hvernig svo sem hann stendur sig. — Að lokum: nú er mikil stjórnarkreppa i Danmörku, vilj- ið þið nokkru spá um hver það verður sem myndar stjórn? — Það er mjög erfitt að spá nokkru um það, en ætli það verði ekki Anker Jörgensen; flestir bú- ast við þvi. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.