Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975
DIOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS .
Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Umsjón með sunnudagsblaði:
Framkvæmd'astjóri: Eiður Bergmann Vilborg Harðardóttir
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ VERNDA AFKOMU LAGTEKJUFOLKS
Þegar snjóflóðin féllu á Neskaupstað
lýstu allir stjórnmálaflokkar yfir þvi að
það hlyti að vera verkefni þjóðarheildar-
innar að bæta það tjón sem bætanlegt væri
með fjármunum. Þrátt fyrir þessa sam-
stöðu hefur rikisstjórnin haft þann ósæmi-
lega hátt á að ákveða gjaldheimtu i þessu
skyni án nokkurs samráðs við stjórnar-
andstöðuna, og enn á að vega i sama
knérunn og fyrr — hækka söluskattinn upp
i 20%.
Óbeinir skattar hérlendis eru nú hærri
en i nokkru nálægu landi. Við búum enn
við verulega tolla á innfluttum neyslu-
varningi, auk þess sem söluskatturinn er
orðinn svipuð hundraðstala og i löndum
þar sem tollheimta af innfluttum varningi
hefur verið felld niður. Óbeinir skattar af
þessu tagi leggjast hlutfallslega þyngst á
það fólk sem minnstar tekjur hefur, barn-
margar fjölskyldur, aldrað fólk og ör-
yrkja. Slik skattheimta er sérstaklega
ranglát nú, þegar bannað er með lögum að
greiða nokkrar bætur á kaup vegna óða-
verðbólgunnar.
Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa nú
lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að
öll matvæli, kaffi og te, skuli undanþegin
söluskatti og viðlagagjaldi. Samkvæmt
gildandi lögum leggjast þessir skattar
ekki á mjólk, mjólkurafurðir og neyslu-
fisk, en af öllum öðrum matvælum tekur
rikissjóður hvorki meira né minna en
fimmta hluta af verðinu. Þessi gjald-
heimta af matvælum nam á siðasta ári
1,3-1,4 miljörðum króna, en það jafngilti
um 4% hækkun á visitölu framfærslu-
kostnaðar og miklu meiri hækkun hjá
þeim sem nota mikinn hluta tekna sinna
til matarkaupa. Miðað við matvælaverð
eins og það er nú og verður þegar gengis-
lækkunin hefur haft full áhrif má áætla að
þessi skattheimta af matvælum nemi i ár
2.000 miljónum króna eða jafnvel hærri
upphæð. Eins og áður er sagt hvilir þessi
skattur af langmestum þunga á þeim sem
verja mestum hluta tekna sinna til matar-
kaupa: þar er að verulegum hluta til um
nefskatt að ræða sem menn greiða án til-
lits til efna og ástæðna, ranglátustu og
andfélagslegustu skattheimtu sem hægt
er að hugsa sér.
Rikisstjórnin flytur tillögu sina um
hækkun á söluskatti — þar á meðal brýn-
ustu matvælum — án nokkurs samráðs við
stjórnarandstöðuna, þótt allir þingmenn
hafi lýst vilja sinum til fyllstu samstöðu
um tekjuöflun til þess að bæta fjárhags-
tjón Norðfirðinga Tillagan er einnig flutt
án nokkurs samráðs við verklýðshreyf-
inguna, sem að undanförnu hefur átt við-
ræður við rikisstjórnina um ráðstafanir til
þess að rétta hlut lágtekjufólks. Hins veg-
ar hefur rikisstjórnin uppi almenn fyrir-
heit um tilslakanir á tekjuskatti til rikis-
sjóðs. Nú er það svo að lágtekjufólk
greiðir yfirleitt engan eða sáralitinn
tekjuskatt, og breytingar á þvi kerfi kæmu
þvi að mestu leyti þeim að notum sem bet-
ur mega sin i þjóðfélaginu. Sú skattheimta
sem hvilir þyngst á lágtekjufólki auk sölu-
skattsins er útsvörin, en augljóst er að
vegna óðaverðbólgunnar verða útsvör i ár
mjög þungbær fyrir þá þjóðfélagshópa.
Þvi hefur af hálfu Alþýðubandalagsins
einnig verið flutt tillaga um breytingar á
útsvarslögum, sem fellir niður eða léttir
þá byrði þegar lágtekjufólk á i hlut.
Tillögur Alþýðubandalagsins um lækkun
á útsvörum, um að matvæli verði undan-
þegin söluskatti og viðlagagjaldi, um full-
ar visitölubætur á tekjutryggingu til aldr-
aðs fólks og öryrkja hafa allar þann til-
gang að vernda lágtekjustéttirnar gegn
þeim harkalegu árásum rikisvalds og at-
vinnurekenda sem dunið hafa á mönnum
um hálfs árs skeið. Þessar tillögur eru all-
ar raunsæjar og framkvæmanlegar, ef
vilja skortir ekki. Samþykkt þeirra myndi
auðvelda mjög samninga launafólks og
atvinnurekenda um kauphækkanir þær
sem óhjákvæmilegar eru, ef þjóðfélags-
legt ranglæti á ekki enn að magnast til
muna frá því sem verið hefur á undan-
förnum árum. —m.
Ymsar fyrirspurnir
Alþýbubandalagsþingmenn
hafa lagt fram allmargar fyrir-
spurnir til ráöherra sem ekki hef-
ur veriö svaraö, og veröur hér
getiö um nokkrar.
Fiskvinnsluskóli
1 lögum um fiskvinnsluskóla
segir, að á árunum 1972—1975
skuli undirbúa stofnun fisk-
vinnsluskóla 1. og 2. stigs á Suö-
urnesjum, Akranesi og i stærstu
fiskiönaöarstöðum I öðrum lands-
hlutum. Hvað hefur menntamála-
ráöuneytið gert til undirbúnings
þessum skólum? — Lúövik
Jósepsson.
Opin símstöð
Vill ekki hæstvirtur ráðherra
póst- og simamála beita sér fyrir
þvi af augljósum ástæðum, að i
kaupstöðum og kauptúnum, þar
sem eru miðstöðvar brunavarna,
læknisþjónustu og löggæslu fyrir
nærliggjandi sveitir, verði fram-
vegis opin simstöð allan sólar-
hringinn? — Ragnar Arnalds.
Sigluf jaröarf lóð
Þar eð fyrir liggur, að Bruna-
bótafélag tslands vill ekki bæta
það tjón, er varð i Siglufirði 19.
desember sl., er tvö hús eyðilögö-
ust i snjóflóði, og þar 'sem Við-
lagasjóður hefur visað frá sér
vanda þeirra, sem þarna misstu
heimili sin, en fjárhagsaöstoð frá
Bjargráðasjóði yrði alls ófull-
nægjandi miðaö viö núverandi
reglur hans, hlýtur þá ekki rikis-
stjórnin að gera ráðstafanir til aö
tryggja þessu fólki viðunandi
bætur? — Ragnar Arnalds.
Stofnf jársjóður
fiskiskipa
Geir Gunnarsson óskar skrif-
leg§ svars.
1. Hve miklu er áætlaö að af-
borganir og vextir af stofnlánum
fiskiskipa nemi á árinu 1975: 1) af
togurum, 2) af öðrum fiskiskip-
um? 2. Hve miklu er talið að
greiðslur úr Stofnfjársjóði fiski-
skipa muni nema á árinu 1975
samkvæmt áætlunum, sem Þjóð-
hagsstofnunin hefur gert um
rekstrarafkomu fiskiskipa: 1) til
togara, 2) til annarra fiskiskipa?
3. Hve mikið er áætlað að renni i
Stofnfjársjóð fiskiskipa á árinu
1975 af óskiptu aflaverðmæti: 1)
af hlut útgerðarinnar: a) vegna
togara, b) vegna annarra fiski-
skipa, 2) af hlut sjómanna: a)
vegna togara, b) vegna annarra
fiskiskipa?
Almenningsbókasöfn
Gils Guðmundsson spyr:
1. Hvað tefur flutning frum-
varps um almenningsbókasöfn?
2. Er þess aö vænta að rikis-
stjórnin beiti sér fyrir þvi aö slikt
frumvarp verði að lögum á yfir-
standandi þingi?
Vetrarsamgöngur
eystra
Helgi F. Seijanspyr:
1. Hvernig hyggst Vegagerð
rikisins bæta úr þvi ástandi, sem
nú rikir I samgöngumálum aust-
firðinga? 2. Hefur Vegagerð
rikisins uppi áform um nýjar
vinnuaðferðir, þegar erfiðleikar
eru mestir, svo sem rekstur full-
kominna snjóbila? 3. Á hvern hátt
hyggst Vegagerð rlkisins i fram-
tiðinni mæta erfiðleikum, svo
sem þeim er nú hafa skapast á
Austurlandi og viðar? Er einhver
áætlanagerð þar að lútandi I
gangi hjá stofnuninni? 4. Hefur
samgönguráðuneytið kannað
möguleika á betri samgöngum á
sjó milli hafna á Austurlandi,
þegar svo er ástatt sem nú?
Sjónvarpsmál
austfirðinga
Lúövik Jósepsson spyr:
1. Hvað hugsar ráðherra sér að
gera til að ráða bót á þvi ó-
fremdarástandi, sem rikjandi er i
sjónvarpsmálum á Austurlandi?
2. Verða ekki gerðar ráðstafanir
til að auka öryggi i rekstri endur-
varpsstöðvarinnar á Gagnheiði?
Hvenær má búast við slikum um-
bótum? 3. Hvað er ráðgert að
gera til þess að auka myndgæöi i
útsendingu á Austurlandi? Hve-
nær verða sllkar framkvæmdir
geröar?
Svava aftur
til þingstarf a
Svava Jakobsdóttir hefur tekiö
sæti sitt á alþingi á ný eftir all-
langa fjarveru. Svava var erlend-
is um nokkurt skeiö i nóvember
og desember og sat þá í sendi-
nefnd Islands hjá Sameinuðu
þjóöunum I New York, en undan-
farnar vikur hefur Svava haft
veikindafjarvist.
1 fjarveru Svövu sat Kjartan
Olafsson ritstjóri á þingi, en hann
er fyrsti varamaður landskjör-
inna þingmanna Alþýðubanda-
lagsins.
Vilja létta álögum af alþýðu manna
Þingmenn Aiþýöubandaiagsins
hafa nú lagt fram tvö þingmái
sem bæöi stefna aö þvf aö létta á-
lögum af alþýöu manna. Annaö er
lagafrumvarp þeirra Magnúsar
Kjartanssonar og Eövarðs
Sigurössonar um niöurfellingu
söluskatts á matvörum. Hitt er
þingsályktunartillaga Ragnars
Arnalds um afnám flýtifyringar
og skatt á veröbólgugróöa.
Bæði málin mundu, ef fram
næðu aö ganga, vera til mikilla
hagsbóta fyrir almenning. Áhrif-
anna af þvi að létta 19% söluskatti
af matvörum mundi gæta þegar i
staö i lækkuðu verðlagi en afnám
flýtifyringar mundi girða fyrir
það að skotið væri undan skatti
hjá fyrirtækjum tekjum sem
nema miljörðum króna. En við
það væri unnt að létta skatta að
sama skapi hjá einstaklingum
sem nú bera þungar skattbyrðar.
Skattalækkanir fyrir
láglaunafólk
A forsiðu blaðsins I dag er I
meginatriðum gerö grein fyrir
söluskattsfrumvarpi Magnúsar
og Eövarðs, en hér skal tekinn
upp hluti úr greinargerð:
A6 undanförnu hafa kjaramál
mjög verið til umræðu milli full-
trúa verkafólks og ríkisstjórnar. I
þeim umræöum hafa fulltrúar Al-
þýöusambands islands að sjálf-
sögðu sagt að þeir muni meta fé-
lagslegar aðgeröir til jafns viö
kauphækkanir, þar á meðal
skattalækkanir. Þær skattalækk-
anir, sem koma láglaunafólki að
mestu gagni, eru lækkanir á sölu-
skatti og útsvari. Útsvör eru nú
orðin mjög þungbær fyrir lág-
launafólk, og hefur Geir
Gunnarsson nýlega flutt frum-
varp um leiðréttingar á þvi kerfi.
Það frumvarp, sem hér er flutt
um afnám á söluskatti af matvæl-
um, hefur hliöstæöan tilgang og
mundi fyrst og fremst koma að
gagni þvi fólki sem býr viö erfiö-
ust kjör I þjóðfélaginu.
240 skattlaus
félög
1 greinargerð Ragnars með til-
lögu sinni kemur fram að 240 fé-
lög i Reykjavik með samanlagða
ársveltu yfir 10 þúsund miljónir
króna greiddu engan tekjuskatt
1974, en ein helsta skýringin á
þessu skattleysi er ákvæði um
flýtifyrningu sem rikisstjórn
Jóhanns Hafsteins kom inn i
skattalög vorið 1971. Þingsálykt-
unartillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta undirbúa frum-
varp til laga um breytingar á lög-
um um tekjuskatt og eignarskatt
með það fyrir augum að koma I
veg fyrir að arðvænleg fyrirtæki
geti skotið sér undan aö greiða
tekjuskatt með ýmiss konar bók-
haldsaðferðum. Stefnt skal að
þvi, að ákvæði um svonefnda
flýtifyrningu verði afnumin.
Jafnframt fari fram sérstök
rannsókn á bókHaldi, birgðasöfn-
un og eignaaukningu þeirra
hundraða fyrirtækja, sem höfðu
meira en 5 miljónir króna i árs-
veltu á árinu 1973, en fengu þó
engan tekjuskatt samkvæmt
skattskrá ársins 1974. Á grund-
velli þessarar rannsóknar verði
undirbúin löggjöf um almennan
skatt á verðbólgugróða fyrir-
tækja.