Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Aukin ásókn peningamanna í bújarðir í útvarpsþætti um byggðamál sl. mánudagskvöld komu fram mjög athyglisverðar upplýs- ingar frá þeim Leifi Jóhanns- syni héraðsráðunaut i Stykkis- hólmi og Páli Lýðssyni oddvita i Litlusandvik um kaup peninga- spekúlanta i Reykjavik á bújörðum útá landi, og hvernig þeir hafa sprengt upp verð á bú- jörðum nærri þéttbýliskjörnum, svo sem Votmúla-ævintýrið og fleiri dæma vitna um. Leifur Jóhannsson tók dæmi úr Snæfells- og Hnappadals- sýslu. Arið 1974 voru 170 jarðir i byggð i þessum sýslum. Af þeim eru 118 i eigu bænda, 34 i eigu rikisins, 5 i eigu sveitarsjóða og 13 i eigu ýmissa einstaklinga. Leifur taldi að i sýslunum væru 91 jörð, þar sem ekki er búið. Farmgjalda- hœkkunin Verkar aftur fyrir sig Bílkaupandi kom að máli við blaðið og sagðist hafa fengið aukanótu frá umboðinu sem hljóðaði upp á 16 þúsund króna farmgjaldshækkun af 529 þús- und króna bil. Innheimti um- boðið þetta fyrir Eimskipa- félagið. Þjóðviljinn hafði tal af Ótt- ari Möller og spurði hann hvort farmgjaldahækk - unin hefði verkað aftur fyrir sig, en bill sá sem um ræðir kom til landsins fyrir gengis- fellinguna og fyrir það að til- kynning var gefin út um farm- gjaldahækkunina. óttarr sagöi, að Eimskip heföi fengið leyfi til þess að hækka farmgjöldin um 17% af þeim vörum sem það flytti til landsins svo og þeim, sem lágu á hafnarbakkanum þegar hækkunarheimildin var gefin út. Ottarr sagði, að öll flutn- ingsgjöld til og frá landinu væru frjáls, það er að segja að hækkun þeirra er ekki háð verðlagseftirliti, nema á stykkjavöru Eimskip flytur um af 80% stykkjavöru. Flutn- ingsgjöld af stykkjavöru eru háð verölagsákvæðum og þvi háð vilja verðlagsyfirvalda hverju sinni. Óttarr sagði að um 70% af kostnaði við rekstur skipanna væri erlendis frá. Eru þetta viðgerðir, tryggingar, olia, hafnargjöla o.fl. Eimskip sótti um að fá fulla gengishækkun, þaðer að segja jafn mikla hækkun á farm- gjöldum i prósentum og gengisfellingin var há. Félag- ið fékk hins vegar ekki nema 17% hækkun farmgjaldanna. — Það er mikils virði fyrir okkur að fá fulla gengishækk- un, sagði Óttarr, en það hefur þó sjaldnast orðið. En vegna þess, að þeir reikningar fyrir þeim erlendu kostnaðarliðum, sem ég nefndi áðan, og hljóða upp á mörg hundruð miljarða, berast okkur ekki fyrr en tveimur til þremur mánuðum eftir að verk þau eru unnin, sem reikningarnir hljóða upp á, skellur gengisfelling á okk- ur af fullum þunga, og þvi er það að við fengum að hækka farmgjöldin á þeim vörum, sem komnar voru á hafnar- bakkann. _úþ Eignarhaldið er þannig, að 43 jarðir eru I eign einstaklinga sem ekki búa i sýslunum, flestir þeirra búa i kauptúnum, hafa flutt af jörðum sinum. En það sem athyglisverðasl er við þetta mál er að 38 jarðir eru I eigu manna sem búa utan héraös; þá eru 10 rlkisjarðir. 1 þessari upptalningu eru Breiðafjarðareyjar ekki taldar með. Fyrir nokkrum árum var mikið um að eyjar væru seldar en nú teldu menn þær svo arð- bæra eign að enginn vildi selja. Leifur sagði að á siðustu 4 til 6 árum hefðu sveitarhrepparnir neytt forkaupsréttar á 10 jörðum. Af þeim eru 6 i ábúð og taldi hann að svo væri ekki ef hrepparnir hefðu ekki keypt þær. Af þessum jörðum voru 8 tengdar laxveiðimálum og hagsmunum vegna laxveiða. Af þesum 10 jörðum hefur einn hreppur orðið að kaupa 5 jarðir og þar af eina tvisvar. Þetta var gert i þeim tilgangi að halda þeim i sveitarfélaginu, utan- sveitarmenn hefðu verið að eignast hálfan hreppinn. Hrepp- arnir hefðu þurft að kaupa fleiri jarðir en ekki haft bolmagn til. Leifur sagði að fyrir mörgum árum hefði einstaklingur keypt 10 jarðir við kunna laxveiðiá, 5 i hvorum hreppi, sitt hvorum megin við ána. Ættingjar þessa manns eiga nú þessar jarðir (Thors-ættin innsk. Þjóðv.) Um ástæðurnar fyrir jarða- kaupum einstaklinga sagði Leifur, að þar réðu fyrst og fremst laxveiðiréttindi en einnig keyptu menn jarðirnar til að beita á þær hrossum nema hvorttveggja væri. Að lokum sagði Leifur I sam- bandi við kaup einstaklinga á bújörðum, tekur fyrst steininn úr þegar veödeild Búnaðar- banka tsiands, banka bænda, lánar einstaklingum fé til að kaupa jarðir. Bankinn hefur lánað til kaupa á jörðum, sem ekki eru setnar, aðeins notaðar til tómstundagamans. Páll Lýðsson oddviti á Litlu- sandvik, i Sandvikurhreppi, sagði m.a. að þótt jarðir i ná- grenni Selfoss væru falar þyrði enginn að nefna neitt ákveðið verð, siðan Votmölaævintýrið átti sér stað. Menn þora það ekki vegna þess að þeir vita ekki nema það sé orðið ennþá hærra en það var þá. Páll sagði ennfremur að nýverið hefði verið seld jörð i Gaulverjabæjarhreppi á um 10 milj. kr. Kauperidurnir voru úr Reykjavik. Þetta munu vera hrossaeigendur úr borginni og munu ætla að hafa hesta sina þarna. Páll sagðist hafa heyrt að forsvarsmenn þessara jarðarkaupenda væru Einar Oddsson sýslumaður i Vik i Mýrdal og Stefán Hilmarsson bankastjóri Búnaðarbanka tslands, en fleiri væru með i kaupunum. Jörðin Litli Háls i Grafningi var boðin til sölu og ætluðu menn úr Reykjavik að kaupa hana á 10 miljónir, en grafningsmenn gátu ekki hugsað sér að missa þessa jörð, þannig að hreppurinn neytti for- kaupsréttar til að bjarga henni og er það dýrt fyrir 8 manna hrepp að leggja út 10 miljónir kr. Þessi jörð er þó að fast- eignamati ekki nema þriðj- ungur af meðal jörð úr Grafningi. Það eru þvi farnar að vera nokkuð stórar tölur i jarðarverði i nágrenni Selfoss. Páll taldi að höfuð ástæðan fyrir þessu uppsprengda verði á jörðum i nágrenni Selfoss sé hinn góði vegur sem kominn er á milli Selfoss og Reykjavikur. Nú eru falir hektarar við veginn á 250 þúsund kr. sagði Páll Lýðsson. af erlendum vettvangi Ein aigengasta hvunndagssjónin I Bandaríkjunum um þessar mundir — atvinnuleysingjar standa I biðröð til að sækja um atvinnuleysisbætur. En tvær miljónir atvinnuleysingja fá þær ekki... Atvinnuleysið I Bandaríkjunum Hergagnaframleiðsla bjargaði efnahagskerfinu á dögum Roosevelts Atvinnuleysi er nú meira i Bandarikjunum en nokkru sinni fyrr siðan 1941. Þaö ártal segir vissa sögu viövikjandi fortiö- inni. Löngum hefur verið út frá þvi gengiö að New Deal-stefna Roosevelts sem I augum þeirrar tiðar bandarisks ihalds var kommúnismi, hafi bjargað efnahagskerfinu þar I landi úr klóm kreppunnar miklu. Vist er um þaö aö sú stefna Roosevelts aö auka eyðslu af hálfu hins opinbera til framkvæmda hleypti nýju fjöri I atvinnu- vegina og dró úr atvinnuleysinu, en samt var það svo að það var öllu fremur þátttaka Bandarikj- anna i heimsstyrjöldinni siöari sem rétti þjóöfélagið við eftir kreppuna og skapaði mann- sæmandi kjör fyrir þorrann af launafólki landsins. Hin gifur- lega framleiðsla á hergögnum og öðru, sem striðinu fylgdi, kom iönaðinum fyrst fyllilega I gang aö nýju og þeir atvinnu- lausu fengu ýmist vinnu viö her- gagnaframieiösluna eða voru kallaðir i herinn. Það er löngu vitað að Roose- velt stefndi snemma að þvi að koma Bandarikjunum i striðið við hlið breta og að árásin á Pearl Harbor var honum kær- komiö tækifæri til þess. Löngum hefur verið út frá þvi gengið að þessi afstaða Roosevelts hafi stafað af framsýni hans og glöggskyggni i utanrikis- málum: hann hafi talið vist að þjóðv. og japanir yrðu ekki sigr- aðir nema með beinni striðs- þátttöku USA, auk þess sem hann hafi séö fram á að hér var ágætt tækifæri ekki einungis til þess að ryöja úr vegi japönum sem keppinautum á Kyrrahafi, heldur og til að tryggja Bandarikjunum yfirráð á Atlantshafi með þvi að koma upp herstöðvum á hinum og þessum eyjum þar, Bermúda, Grænhöfðaeyjum, Asoreyjum, Islandi. En fleiri ástæður kunna að hafa legið aö baki hjá Roose- velt og ráðherrum hans. Hallar undan fæti Það sem hratt þeim i striðið var að sjálfsögðu ekki áhugi fyrir þvi að bjarga heiminum undan Hitler og japönsku heimsvaldasinnunum, eins og haft var á oddinum. Heims- valdastefna og útþensluhyggja bandariskra ráðamanna hefur vitaskuld valdið hér miklu um, en spurningin er hvort við- leitnin til að bjarga kerfi sinu úr kreppunni hefur ekki verið sterkasti striðshvatinn fyrir stjórn Rossevelts. Efnahagsástand Banda- rikjanna er enn ekki orðið eins slæmt og það var i krepp- unni miklu fyrir siðari heims- styrjöld, en þróunin stefnir niöur á við og enn er ekki séö að komið sé að þvi að henni verði snúið við. t janúar dróst fram- leiðsla náma, verksmiðja og annarra iðnfyrirtækja saman um 3.6%, sem er mesti sam- dráttur á mánuði r þrjátiu og sjö ár þar i landi. Éfnahagssér- fræöingar Fords forseta höfðu spáð þvi að atvinnuleysið yrði um 8.1% á þessu ári, en i janúar komst þaö upp i 8,2%, hefur örugglega verið enn meira i febrúar og hagfræðingurinn Arthur Okun, sem timaritið Time hefur hliðsjón af, segir að „kraftaverk þurfi til að hindra að atvinnuleysið fari upp fyrir 9%.” Fimmtungur unglinga at- vinnulaus Þessar prósentutölur segja auðvitað ekki alla sögu. Tiltölu- lega stór hluti þeirrar hálfu áttundu miljónar bandarikja- manna, sem nú ganga atvinnu- lausir, eru blökkumenn og ung- lingar. Meira en fimmti hver bandariskur láningur (20,8%) var atvinnulaus i janúar og atvinnuleysisprósentan hjá blökkumönnum var þá yfir þrettán af hundraði. 1 einstökum borgum, eins og Newyork, er fimmtungur vinnu- færra manna atvinnulaus. Hraðinn i aukningu atvinnu- leysis og samdrætti i fram- leiðslu er nú meiri en nokkru sinni siðan i kreppunni miklu. Fyrir aðeins fimmtán mánuöum var atvinnuleysiö 4.6%,' sem þykir engin ósköp i Bandarikjunum, en i þeirri paradis hins „frjálsa” framtaks er litið á verulegt atvinnuleysi sem eðlilegt ástand. Nú eru stjórnmálamenn og fjármagns- hafar hinsvegar skelfingu lostnir, og það sýnir ef til vill betur en flest annað, hversu alvarlegt ástandið er orðið. Tvær miljónir fá engar bætur Mikill meirihluti atvinnu- leysingja nýtur aö visu einhverra atvinnuleysisbóta, en kerfið sem bæturnar eru greiddar eftir er mismunandi frá riki til rikis og ljóst er að það er á margan hátt ófullkomið. Og nærri tvær miljónir atvinnu- leysingja fá alls engar bætur sökum þess að samkvæmt lögum höfðu þeir ekki verið nógu lengi i vinnu á sama stað til þess að eiga rétt á bótum, og af ýmsum fleiri ástæðum, sem i sumum rikjum bægja fólki frá rétti til bóta. Flestir þessara at- vinnuleysingja, sem engar bætur fá, eru konur og unglingar. Demókratar deila grimmi- lega á stjórnina fyrir efnahags- lega óstjórn, en erfitt er að sjá að þeir búi sjálfir yfir neinum snjallræðum til lausnar á kreppunni. Félagslegrar ókyrrðar er þegar farið að gæta. Tiu þúsund atvinnulausir verkamenn frá Miðvestrinu stóðu fyrir skömmu að mótmælum i Washington, og búist er við meiru af svo góðu. Leiðtogi verkamanna i bilaiön- aðinum, Leonard Woodcock, hótaði að koma með 200.000 manns til mótmæla i höfuðborg- inni með vorinu, ef ástandið hefði ekki skánað þá. Það er þvi ekki aö undra þótt margir óttist, að bandariskir valdamenn gripi i ráðaleysi sinu til þess örþrifaráðs að blása upp nýja spennu i alþjóðasam- skiptum, nýtt kalt strið, sem gefa mundi tækifæri til auk- innar hergagnaframleiðslu, er draga mundi úr atvinnuleysinu svo um munaði — likt og gerðist á timum Roosevelts. dþ —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.