Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJFNN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Ó.L. — Útsalan í dag: Dömusíðbuxur á kr. 1.788.00 Herrabuxur (terelyn) á kr. 1.788.00 Loðfóðraðir drengjajakkar Flauelsbuxur Herraskyrtur Varan er góð, verðið frábært Opið til hádegis á laugardögum Ó. L. Laugavegi 71. Sími 20141 Inúk Komið heim úr Norðurlandaför Efni leiksins vakti menn til umhugsunar, ekki síst dani Leikhópur Þjóöieikhússins sem samdi og sviösetti leikritiö um Inúk-manninn er nú nýkominn úr Noröurlandaför. Var leikurinn sýndur f Noregi, Finnlandi, Svi- þjóð og Danmörku. Blaöinu hafa nú borist leikdómar þariendra biaöa um þessar sýningar og af þeim að dæma hefur förin gengiö aö óskum. Leikurinn var fluttur á islensku að frátöldu einu atriði: texti sá sem túristaleiðsögumaðurinn segir fram var fluttur á þvi máli sem við átti i hverju landi. Sumir gagnrýnenda kvarta yfir þvl að hafa litið skilið I textanum en taka þó fram að leikritið sé svo myndrænt að það komi litt aö sök, söguþráðurinn og megininntak verksins hafi komist fyllilega til skila. En litum á hvað leikrýnar segja að öðru leyti. Það er greinilegt að efni verks- ins hefur komið þeim á óvart og haft mikil áhrif á þá þvi megnið af umsögnunum eru hugleiðingar um þann menningarárekstur sem verkið lýsir og hörmulegar afleið- ingar fyrir grænlendinga og menningu þeirra. Einkum er þetta áberandi i dönsku blöðunum og ekki nema eölilegt. Sú vest- ræna menning sem lýst er sem eyðingarvaldi i Grænlandi er fyrst og fremst dönsk. Þaö er hreint ekki laust við að leikrýnir ihaldsblaðsins Berlingske Tid- ende sé móðgaöur fyrir hönd um- bjóöanda sins, danskrar yfirstétt- ar. En samt getur hann ekki orða bundist um veröleika sýningar- innar: „tslensku leikararnir náðu fram ósmáum áhrifum, einkum i stilfærðri lýsingu sinni á fortið- inni — hún var sterk, lifandi og ekki laus við húmor. Einföld og falleg.” Fyrirsögn leikdómsins i Aktuelt er svohljóðandi: Et velrettet harpunkast mod vores samvittig- hed. Eftir ýmsar vangaveltur um leikinn og umsagnir eins og ,,frá- bært leikhús” um frammistöðu leikenda (sem jafnframt eru höf- undar) segir gagnrýnandinn: — Svona hugsa þeir þá til okkar of- an af íslandi. Og við getum ekki visað gagnrýninni á bug með þvi að þeir þekki okkur ekki, þvi það gera þeir. 1 Politiken segirma. svo: — Hin blóðuga kaldhæðni i þessum af- drifarika árekstri verður enn sterkari ef horft er til þess að Grænland er liklega eina landið i heiminum þar sem hin vestræna menning nálgaðist ekki með púðrið og guðsoröið að . vopni heldur reyndi til hins itrasta að sýna skilning og tillitssemi. En það virðist ekki hafa farið neitt betur. Hér verður ekki tiundað meira úr leikdómum, en þeir sem ekki er vitnað til eru undantekningar- laust mjög jákvæöir I garð leik- ritsins, höfunda þess og flytjenda. En þessi leikför virðist hafa gert mikið til þess að kynna is- lenska leiklist þvi bæði sænsk og finnsk blöð (þám. Dagens Nyhet- er, útbreiddasta blað Sviþjóðar) birta greinar um leikstarfsemi á tslandi og viðtöl við Svein Einars- son leikhússtjóra sem var með I förinni. —ÞH Aðalfundur V erzlunarmannaf élags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, í kvöld, fimmtudaginn 27. febrúar 1975 kl. 20 Dagskrá samkvæmt félags- lögum Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir okt.-des. 1974, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggva- götu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 25. feb. 1975 Sigurjón Sigurðsson Auglýsingasiminn er 17500 Einn þekktasti leikari dana Ebbe Rode skemmtir í Þjóðleikhúsinu Einn af þekktustu leikurum Danmerkur Ebbe Rode kom til landsins i fyrradag, þriðjudag 25. febrúar og mun hann skemmta tvisvar sinnum i Norræna húsinu og einu sinni hjá Þjóðleikhúsinu. Ebbe Rode skemmtir hjá Þjóð- leikhúsinu annað kvöld, fimmtu- dag, og flytur skemmtiatriði sin i Leikhúskjallaranum kl. 20.30. Efnisskrá sú sem hann flytur þar er þannig: 1. Persónulegar minningar um Poul Reumert 2. Nokkrar svipmyndir úr þekktum leikritum, listamaður- inn rifjar upp gömul og ný hlut- verk. Ebbe Rode hefur einu sinni ver- iðhér á leikferðalagi, en það var árið 1958 þegar Folketeatret i Kaupmannahöfn sýndi leikritið ,,30 ára frestur” eftir Soya i Þjóð- leikhúsinu. Þá fór hann með aðal- hlutverk leiksins. Ebbe Rode er mjög kunnur upplesari og hefur farið viöa sem slikur. Hann hefur lengst af verið leikari á Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn og leikur þar nú. AHs mun hann hafa leikið um 150 hlutverk á leiksviði. Hann hefur einnig leikið mikið i útvarpi og sjónvarpi og hlutverk hans i kvik- myndum munu vera alls um 40. Kvæntur er hann leikkonunni Ninu Pens, sem kemur hingað með manni sinum. Hún er kunnur leikari i Danmörku og hefur leikið mikiö bæði i leikhúsum og i kvik- myndum. Ebbe Rode Breiðholtsbúar! Kostaboö á kjarapöllum Tvö dæmi um afslátt á kjarapöllum: Fiesta eldhúspappir og ÞRIF Margar vörutegundir á óbreyttu verði OPIÐJUKL 10 ALLA FOSTUDAGA Seljabraut 54, simi 74200 og 74201. Kjöt ogfiskur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.